Vísir - 22.10.1963, Page 16
Þriðjudagur 22. okt 1963.
Ósamið við
V.R. ennþó
1 nótt var sainningafundur hjá
sáttasemjara í kjaradcilu V.R. og
kaupmanna. Stóð fundurinn til kl.
4,30 í morgun. Ekkert samkomu-
Iag náðist. í dag mun stjórn og
trúnaðarráð V.R. halda fund og
ræða, hvort boða skuli vhmu-
stöðvun.
Sósíalistafíokkurínn lagð-
ur niður í næsta mánuði?
MIIÍILLA tfðinda er nú að
ista innan skamms. í næsta mán
vænta úr herbúðum kommún-
uðj á að vera flokksstjómar-
fundur Sósialistaflokksins og á
þá að taka ákvðrðun um það,
hvort Sósialistaflokkurinn verði
lagður niður og Alþýðubandalag
ið látið taka við að öllu leyti
eða ekki. Þeir, sem vilja Ieggja
Sósialistaflokkinn niður, munu
hafa ömggan meirihluta i flokks
stjóminni.
Á . mörgum undanförnum
flokksþingum og flokksstjómar-
fundum kommúnista hefur það
verið aðaldeilumálið, hvort ekki
væri réttast að láta Alþýðu-
bandalagið taka við af Sosial-
istaflokknum. En eins og kunn-
ugt er, þá er Alþýðubandalagið
ekki stjórnmálafl. skipulags-
lega séð enda þótt það hafi
boðið fram fyrir Sosialistaflokk
inn við undanfamar kosningar.
Alþýðubandalagið er I rauninni
aðeins kosningasamtök Sosial-
istaflokksins og Málfundafélags
jafnaðarmanna.
Bjöm og Stór-Guðmundar með
Undanfarið hefur þeim öflum
í Sosialistaflokknum aukizt
fylgi, er vilja gera Alþýðubanda
iagið að stjórnmálaflokki og
leggja niður Sosialistaflokkinn.
Aðalhvatamennirnir að þessari
breytingu eru þeir Björn Jóns-
son, Stór-Guðmundamir, Guð-
mundur J., Guðmundur Vigfús-
son og Guðmundur Hjartarson
ásamt Lúðvik Jósepssyni, en
Lúðvfk hefur þó tvlstigið mjög
í málinu. Njóta þeir að sjálf-
sögðu stuðnings Hannibals,
Finnboga Rúts og Alfreðs úr
þingflokknum en þeir eru þvor-
ugir í Sosialistaflokknum og
Gils Guðmundsson er því einnig
eindregið fylgjandi, að Sosial-
istaflokkurinn verði lagður nið-
Framh. á bls. 5.
40 þúsund króna
verðmætm
FÓRU Á
WEMBLEY
Á hádegi I dag fór fullsetin
Skymastervél Flugfélags íslands
tU London. Það er ferðaskrif-
stofan SAGA sem tekur vélina
á leigu f þessa ferð, sem er
farin i tilefni af hinum mikla
knattspyrnuleik ENGLAND—
HEIMURINN eða „Rest of the
World” eins og liðið er kallað á
ensku.
Leikurinn fer fram í flóðljós-
um á Wembley annað kvöld og
er fyrir löngu uppselt á Wemb-
ley og hefði verið hægt að selja
margfalt fleiri miða.
Ferð þessi er ekki síður jóla-
innkaupaferð og skemmtiferð
fyrir fargegana, enda voru
menn með margar innkaupatösk
ur og léttar þegar meett var á
flugvelli um hálf-tólf leytið í
morgun.
Myndina tók ljósmyndari Vfs
is BG fyrir utan flugstöð Flug-
félagsins og sýnir þrjá af þátt-
takendum í Wembleyferðinni,
þá Magnús Pétursson, knatt-
spyrnudómara, „kolIega“ hans
Einar Hjartarsson og Einar Dav
íðsson fyrrv. sundmann í Ár-
manni.
Veski stúlkunnar með 40.000^
króna verðmætinu, sem Vísir lýsti
eftir f gær, kom í leitirnar í
morgun.
Nokkru fyrir hádegið I dag kom
maður nokkur í lögreglustöðina
með veski stúlkunnar ásamt þeim
verðmætum sem í þvf voru geymd.
Manninum sagðist sjálfum svo
frá að hann hefði verið í Klúbbnum
umrætt kvöld, þá allmjög drukkinn.
Hann kvaðst þó minnast þess að
hafa dansað við stúlkuna sem átti
veskið.
Eftir þetta kvaðst maðurinn lítið
muna af því sem gerðist, en þegar
hann kom heim til sín um nóttina
var veskið af einhverjum ástæðum
I fórum hans.
í morgun þegar maðurinn las
fréttina af þessu í blöðum fór hann
með veskið niður á lögreglustöð
og afhenti það þar.
Farið var með manninn til rann-
sóknarlögreglunnar, þar sem átti
að taka af honum nánari skýrslu.
Aukafundur
S.H. hefst
í dag
Aukafundur S.H. hefst kl. 2 f
dag í húsi Slysavarnarfélags Is-
lands á Grandagarði. Verður þá
lögð fram skýrsla nefndar þeirrar,
er skipuð var á síðasta aðalfundi
SH til þess að rannsaka afkomu
frystihúsanna. Hafa frystihúsin
átt við mikla rekstursörðugleika
að etja undanfarið og má búast
við, að rætt verði á fundi SH f
dag og á morgun hvaða leiðir séu
tiltækar til þess að bæta aðstöðu
frystihúsanna.
-á>-
TALDiSKOTIÐÁ
SiGSAKLAUSAN
Norski skipstjórinn Axel Lie
Oleson á brezka togaranum
Lifeguard, sem varðskipið Óð-
inn elti f fyrrinótt, anzaði eng-
um ljósmerkjum, flautu né
kalli f talstöðinni og sinnti
engu þremur lausum skotum.
Þegar Óðinn hafði elt togar-
ann frá því um miðnætti og
fram á morgun, skaut varðskip-
ið að honum föstu skoti og
þá fór Olesen skipstjóri að
kalla f talstöðina. Mótmælti
hann því að varðskipið væri að
skjóta á sig saklausan úti á
Framhaid af bls. 5.
A ætlunnrbifreið / hrakn-
ingum á Þingmnnnaheiði
Áætlunarbifreið frá Vest-
fjarðaleið fór frá Reykjavfk á
föstudagsmorgun til Patreks-
fjarðar og lenti f miklum erfið-
leikum á Þingmannaheiði vegna
snjóa. Brauzt bifreiðin vestur og
kom ekki fyrr en á aðfaranótt^
iaugardags.
Daginn eftir var lagt af stað
'kl. 10 um morguninn með 7
farþega, en 4 til viðbótar átti
að taka upp á leiðinni. Svo
fór að aldrei var lagt á heið-
ina en snúið til Patreksfjarðar
og komið þangað um kl. 2 um
nóttina. Enn var svo reynt að
leggja upp á sunnudagsmorg-
un, og voru farþegarnir þá
vopnaðir skóflum og var ætlun-
in að reyna að brjótast yfir
heiðina, sem er eina hindrunin
Framh. á bls. 5.
Sleppt úr gæzluvurðhuldi
Hjá sakadómaraembættinu í
Reykjavík fékk Vísir þær upp-
lýsingar í morgun að áhugaljós-
myndara þeim, sem í sumar var
kærður fyrir nauðgun á 13 ára
unglingstelpu hafi nú verið
sleppt úr gæzluvarðhaidi. En í
því hefur maðurinn nú setið
talsvert á þriðja mánuð.
Frá því hefur áður verið
skýrt að umræddur áhugaljós-
myndari hafi auglýst eftir fyrir-
sætum, en í lok júlímánaðar
kærði móðir einnar fyrirsæt-
unnar, 13 ára stúlku, að mað-
urinn hefði nauðgað barninu
Strax og kæran barst var mað-
urinn handtekinn og rannsókn
hafin í málinu. Hann hefur
verið í gæzluvarðhaldi og geð-
rannsókn síðan og að því er
Ólafur Þorláksson sakadómari
tjáði Vísi í morgun er læknis-
rannsókn nú lokið. Jafnframt
hefur sakborningi verið sleppt
úr gæzluvarðhaldi eftir að hafa
setið I því talsvert á þriðja
mánuð.
Rannsókn 1 máli manns þessa
er enn ekki að fullu lokið, en
Ólafur tjáði Vísi að henni
myndi nú verða hraðað og mál-
ið að því búnu afhent sakadóm-
ara ríkisins.
Tveir menn slös-
uðust / morgun
Um kl. 10.30 í morgun meiddust
tveir menn sem voru að starfi i
porti Vitamálabyggingarinnar við
Seljaveg. Annar mannanna Ingvi
Kjartansson slasaðist mikið.
Þetta vildi til með þeim hætti
að unnið var að því að stafla
steypustyrktarjámi í portinu. Af
einhverjum ástæðum kom slingur
á járnbunka I strófu, þannig að
hann hrökk úr strófuauganu og
lenti á tveimur mönnum og slas-
aði báða.
Annar mannanna, Ingvi Kjart-
ansson slasaðist mikið, m. a.
blæddi mikið úr andliti hans og
auk þess var óttazt að hann hefði
fótbrotnað. Hann var fluttur ,
Landspítalann að athugun lokinni
I slysavarðstofunni.
Hinn maðurinn, Þorsteinn Krist-
jánsson, meiddist á fæti en ekki
alvarlega að talið var.