Vísir - 30.10.1963, Síða 1

Vísir - 30.10.1963, Síða 1
VISIR S3. árg. — Mlðvikudagur 30. október 1963. — 141. tbl. Stórvirkar vélar keyptar fyrir 21 milljóa króna Ríkisstjóm íslands fær 500 þús- / irritaður i fyrradag og er upphæðin Nefna má veghefla, jarðýtur, und dollara að láni hjá Export- um 21 milljón íslenzkra króna. — Import bankanum í Washington til Fyrir dollarana kaupa ýmsar stofn- 10 ára, lánssamningurinn var und-1 anir stórvirk tæki og vélar. krana til hafnarframkvæmda, efni til rafvæðingar, svo sem straum- Framh. á bls. 5 Hey keypt tíl að forða fóðurskorti nyrzt á Ströndum Viðtal v/ð oddvitarm, sem er staddur \ R.vík Þessa dagana er verið að vírbinda rúmlega 1000 hesta af töðu norð- ur í Svarfaðardal, og á að senda þetta hey með einni skipsferð norður í nyrzta hreppinn í Strandasýslu, Árnes- hrepp, en þar er meiri heyskortur en orðið hef- ur í áratugi- Vantar hey fyrir fjórðung fjár ins, og var þó lógað fleiru fé I haust, bæði fullorðnu og lömb- urh, en venja er til. Bjargráða- sjóður hleypur hér undir bagga, varðandi þau 106 tonn af heyi, sem keypt hafa verið í Svarfað- ardal, en auk þess munu hrepps búar 1 Ámeshreppi kaupa 25 tonn annars staðar. Alls er talið að þeir þurfi að kaupa hey og fóðurbæti fyrir rösklega hálfa milljón króna. í hreppnum eru 25 býli og svarar þetta til þess að keypt sé töluvert á annað kýrfóður af heyi á hverjum bæ. Gísli Kristjánsson ritstjóri ann ast forðagæzlu fyrir hönd Bún- aðarfélags íslands og sér um heykaupin í Svarfaðardal, en þar eru nú fulltrúar úr Árnes- hreppi við heybindinguna. Gísli sagði Vísi í morgun, að um land allt væri of lítið af heyi eftir sumarið, þrátt fyrir síaukna ræktun og nægan áburð, og stafaði það ástand frá kuld- unum i vor og þurrkunum í sum ar, Síðari sláttur hefði nær al- gerlega brugðizt víðast hvar. Og Gísli bætti við: — Hey er í rauninni hvergi að fá, nema í Svarfaðardal, þar sem menn heyjuðu óvenju mikið í sumar. Aftur á móti heyjuðu menn ó- venju lítið í Árneshreppi, og minna en í nokkrum öðrum hrepp á landinu, svo að vel vill til að Svarfdælingar geta hjálp- að fbúum þess hrepps. ÞAÐ SPRATT ALLS EKKI VEGNA KULDA. ! framhaldi af viðtalinu við Gísla Kristjánsson, ræddi blaða- maður Víis f morgun við Guð- jón Magnússon, bónda og odd- vita í Kjörvogi í Árneshrepp1, en hann er staddur f borginni í embættiserindum. Hann sagðn „Það erfiðasta var sprettuleys- ið, það spratt alls ekki vegna kuldanna í sumar. Ég man e*ki eftir jafn köldu sumri a.m.k. hefir það ekki komið sfðan veð- urathuganir hófust f Kjörvogi fyrir 30 árum. Þa ðeru 25 bæir í Árneshreppi, hreppsbúar u-n 260 að tölu. Við forðagæzlueft- irlit í haust kom í ljós að vanta myndi algerlega hey fyrir um fjórðung fjárstofnsins, eða tölu vert á annað kýrfóður á bæ til jafnaðar. Þó fækkuðum við fé nokkuð í haust vegna yfirvof- andi fóðurskorts. Flestir gátu reytt eitthvað af túnum sínum í fyrra slætti, en það var minna að vöxtum en verið hefir áður í manna minn um, eins og ég sagði áðan. Það var sólskin upp á hvern dag um bezta sprettutímann, frá 20. júnf tií 12. júlf, en það spratt bara ekki, vegna kuldanpa, og víða kól tún og bættist við kal- ið í fyrra, sem var mikið. Það er því ekki von á góðu næsta sumar. Vegna sprettuleysis á túnum var í sumar horfið óvenjumikíð að engjaslætti. En þá tókst ekki betur til en svo að megnið af útheyinu varð úti í september- hretinu, og hefir ekki náðst mn sfðan og mun verða algerlega ónýtt til fóðurs. Þannig brást sú von og þess vegna varð að fara út í þessi miklu heykaup til þess að koma í veg fyrir að menn þyrftu að farga bústofni sínum að meira eða minna leyti. Þannig fórust Guðjóni f Kjör- vogi orð f morgun. ,0f litií hey um Guðjón Magnússon, oddviti í Árneshreppi: „Það spratt alls ekki, vegna kuldanna í sumar“. Gífurlegur hörgull á verkamönmm 01 íi ð»ð i dug BIs. 2 lþróttlr. I — 3 Fyrsta sfldin. (Myndsjá). - 4 Næturlff I Rvlk. - 7 Bókasfða. - 8 Barátta SAS. KJ — 9 Van Dyke varpað út Unnið til miðnættis í frystihúsunum á hverju kvöldi Gífurleg vinna er nú í fiskvinnslustöðvunum í Reykjavík við síldar- frystingu og síldarsölt- un. Háir það húsunum mjög, hversu erfiðlega gengur að fá verkamenn til starfa, en mikill hörg- ull er nú á verkamönn- um í öllum greinum at- vinnulífsins. Vfsir átti í gær tal við Fisk- iðjuver Bæjarútgerðar Reykja- víkur. Var blaðinu tjáð að unnið hefði verið þar til miðnættis á hverju kvöldi undanfarið sfðan síldin fór að berast. Við eigum von á síld úr tveim bátum í dag, sagði verkstjórinn. Hannes Haf- stein kemur með 2200 tunnur og Arnfirðingur með 1400 tunnur. Það verður því vinna til mið- nættis f kvöld eins og undan- farið en okkur vantar fólk. Það virðist algerlega ókleift að fá verkamenn í frystihúsin vegna þess að þeim bjóðast betri kjör í byggingariðnaðinum", sagði verkstjórinn. Vísir átti einnig tal við verk- stjóra f ísbirninum, frystihúsi Ingvars Vilhjálmssonar. Verk- stjórinn sagði: „Hér er nú unn- ið til miðnættis á hverju kvöldi, fyrst og fremst í síldinni, bæði við frystingu og söltun. Okkur hefur með herkjum tekizt að ná í nóg fólk“. Vfsir frétti, að sömu sögu væri að segja úr hinum frysti- húsunum. Það væru miklir erf- iðleikar á því að fá nóg af verka mönnum en tekizt nokkurn veg- inn að fá nægilega mikið af kvenfólki. Stöðugar auglýsingar eru f blöðunum frá atvinnurekendum, sem auglýsa eftir verkamönn- um. Er sérstaklega mikið af aug lýsingum frá atvinnurekendum í byggingariðnaðinum, enda er gífurlega mikið um framkvæmd ir við byggingar. Og allar eru auglýsingarnar með svipuðu Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.