Vísir - 30.10.1963, Side 3
VISIR . Miðvikud?tgur 30. október 1963.
3
Sigríður og Ragnheiður kunna vel við starfið.
Herdís, Guðrún og Jóhanna.
Fisklyktin angar á móti
manni langt út á götu. Síldin
er að koma, fyrsta síldin í
haust, og það er mikið um
að vera í frystihúsinu Júpíter
skólann, húsmæður, fyrrverandi
og núverandi, sendiherradætur,
— a. m. k. ein var í sumar —
ungar stúlkur og eldri konur, og
allar virðast þær hinar ánægð-
„Maður er orðinn fullorðinn
og farinn að lýjast“, segir hún.
„Þetta er þriðja árið mitt, en ég
hef verið Iasin í sumar“.
„Ég er búin að vera í allt
sumar og ætla að halda áfram“,
segir Ragnheiður, ung og Iagleg
stúlka með dökkt hár. „Mér
finnst gaman hér“.
var tekið fullt af myndum af
okkur, og þær áttu að koma í
blaði, en svo komu þær bara
alls ekki. Það er ekkert gaman“.
„Það hlýtur að koma einhvem
Heimsókn í frystihús
Júpíters h.t. á Kirkjusandi
Mikið að gera í frystihúsinu.
h.f. Stúlkurnar, eltthvað um
tuttugu talsins, ganga um í
vaðstígvélum og með stórar
svuntur; það er betra að vera
rétt klæddur, þegar síldin er
annars vegar.
„Æ, þið hefðuð ekki átt að
koma í dag til að taka af okkur
myndir“, segir Sigriður og lagar
á sér svuntuna. „Við emm
svoddan grýlur, þegar við emm
í síldinni — það er allt annað í
sjólaxinum, þá erum við í hvít-
um sloppum".
En þær taka sig ágætlega út
við vinnuna, þó að þær séu ekki
f hvítu sloppunum sínum. Mikið
er keppzt við, enda dugir ekki
annað, því að færiböndin eru
alltaf í fullum gangi og hvert
fatið af öðru kemur brunandi,
fullt af glitrandi síld. Fyrst er
vigtað, síðan raðað í pappakassa;
þetta er allt til útflutnings og
verður sjálfsagt hin prýðilegasta
landkynning, þegar það er kom-
ið í hendur væntanlegra neyt-
enda.
þarna eru skólastúlkur og
stúlkur, sem búnar eru með
ustu. Það er hlýtt og notalegt
inni, bjart og rúmgott. Að vfsu
er hávaðinn talsverður frá vél-
unum, en því má venjast.
Sumar eru búnar að vinna i
þessu mörg ár — tíu, tólf eða
Iengur — aðrar nýbyrjaðar.
„Ég er nýkomin — í ágúst“,
segir Jóhanna, meðan hún rað-
ar lipurlega í kassa. „Ég er búin
að koma upp tíu börnum, og
mér fannst ég ekkert orðið hafa
að gera, svo að ég fór í þetta“.
„Og líkar vel?“
„Agætlega".
„Það er víst ekki mikið á
móti þvf að ala upp tíu böm f
einu“.
„Ojæja, þau em nú á ýmsum
aldri, það yngsta tólf ára. Ég
er búin að hamast svo mikið um
dagana, að ég get ekki hætt“.
Og hún hlær ánægjulega.
„Áttu ekki heilmörg barna-
börn?“
„Ekki nema tuttugu, enn sem
komið er. Sjö af börnunum mín-
um eru gift. Hópurinn á eftir
að stækka“.
Guðrún er dálftið þreytuleg.
Hún vinnur við sama borð og
er að vigta.
■yinnutíminn er frá kl. 8 á
morgnana til 5 á daginn, en
eftirvinnan frá 5—7, og þegar
mest gengur á, er næturvinna
frá 7 og fram á morgun. Það
þarf úthald til að vinna í skorp-
unum, en engin þeirra kvartar
samt. Þær virðast allar kunna
vel við starfið.
„Mér Iíka“, segir Sigríður við næstu daga“, svarar Ingimund-
næsta borð. „Það er allt í lagi
með síldina, en sóðalegt að
salta; mér finnst það leiðin-
legra“.
„Hvenær kemur þetta í blað-
inu?“ er spurt. „Þið verðið að
láta það koma fljótt. Einu sinni
ur og smellir af einni mynd 1
viðbót til að vera viss.
„Ætlið þið að lofa því?“
Við þorum ekki annað.
Og hér er það loforð efnt.
Fyrsla síldin í haust