Vísir - 30.10.1963, Side 16
VISIR
I Mlövlkudagur 30. október 19é3
r
Arekstur
I gærkvöldi munaði iitlu að
mannlaus bili rynni I Reykjavíkur-
höfn, en hann hafnaði á síðustu
stundu á bát, braut bátinn nokkuð
og stanzaði þar.
Þetta atvik skeði á 10. tímanum
í gærkvöldi. Bifreiðin hafði verið
Framh á bls. 5.
Mikil síldveiði—meðalafli
amm^mmammamm^mmmmmm^^mmmmmmmm^mmmtmmmammmmmmammemmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^
36 báta rúmega 950 tumur
Síldveiðamar eru nú í fullum
gangi og fjöldi báta að veiðum
viö eins góð skilyrði og bezt
geta orðið á þessum tíma árs,
enda var þetta bezta veiðinóttin
til þessa á vertíðinni og sam-
bærileg viö það sem bezt er á
haustvertíð. AUs fengu 36 skip
34.900 tunnur 50—60 sjóm. VN
V af öndverðamesi. Mestur afli
á bát var 2200 tn. en meðalafli
rúmi. 950 tn.
Afli einstakra báta: Þorgeir 650,
Hilmir II. 1400, Jón Finnsson 800,
Anna 950, Kópur 1400, Gnýfari
550, Valafell 450, Höfrungur 800,
Skírnir 1700, Arnfirðingur 1400,
Sæfa'n BA 1200, Sigurvon 1100,
Hólmanes 900, Lómur 1100, Ás-
björn 1800, Hannes Hafstein 2000,
Skarðsvík 750, Steinunn gamla 850
Hrafn Sveinbjarnarson 650, Jón
Jónsson 800, Sigurpáll 1500, Eldey
1100, Jökull 450, Vigri 1400, Hilm
ir 500, Hafþór 800, Stapafell 1100,
Auðunn 500, Árni Magnússon 2200
Jón Gunnarsson 350, Ingiber Ólafs
son 400, Árni Geir 800, Runólfur
600, Steinunn 450, Arnkell 100, Sól
faxi 550.
Síldin fsvarin.
Fiskmat rfkisins hefur aðvarað
útgerðarmenn og framleiðendur
með útvarpsauglýsingu um að ís-
verja sfldina strax eftir að hún
hefur veiðzt og þar til komið er f
höfn. Er þetta gert af brýnni nauð
syn, þar sem mjög heitt hefur ver-
ið f veðri að undanfömu, hlýrra en
oft f júlímánuði f sumar, og sigling
in af miðunum er enn mjög löng,
eða nær 12 tímar.
Yfirfiskimatsmenn hafa sfðustu
daga orðið varir við að síldin féll
um flokka f mati og telja að hér sé
um það að ræða að síldin hafi
ekki þolað hinn langa flutning í
svo hlýju veðri.
„Við töldum rétt að aðvara
frystihúsaeigendur og útgerðar-
menn, því hér er um talsverða
hættu að ræða, og vissuiega er
um stórar f járhæðir að ræða þegar
síldin feilur f mati. Þess vegna brýn
um við fyrir hlutaðeigandi aðilum
að ísverja afla sinn og það ættu
þeir raunar að gera undir öllum
kringumstæðum, sagði Bergsteinn
Bergsteinsson, fiskmatsstjóri f við-
tali við Vísi í morgun.
Þriðji beltabillinn bættist f hópinn hjá Flugbjörgunarsveitinni f gærdag. Vamarliðið afhenti sveitinni hann
til fullra afnota og geymslu, en Varnarliðið hefur látið Flugbjörgunarsveitina fá mikið af alls konar
tækjum til afnota um ótakmarkaðan tfma. Bflar þessir verða staösettir vfða um land, einn er á Norður-
landi annar í Reykjavík og sá þriðji verður líklega staðsettur á Hellu, Skógarhólum eða f Vík.
SuuiiB um sölu á 54
þásund t. haustsíidur
Sfldarútvegsnefnd Lefur tjáð
sfldarsaltendum að þeim sé nú
óhætt að hefja söltun Suður-
landssfldar. Hafa þegar verið
gerðir samningar við þrjú ríki
um sölu á 54 þús. tunnum af
haustsfld. Frekari samningar
við ailmörg lönd standa yfir, en
þeir hafa dregizt á langinn.
Búið er a ðsemja við Pólverja
um 40 þús. tunnur af hausaðri
og slógdreginni saltsíld, og er
það 10 þús. tunnum meira en
um var samið við þá á sl. ári.
Þá hefur verið samið við banda-
rfska kaupendur um 12 þús. tn.
af sérverkuðum saltsíldarflök-
um og er það einnig aukning
frá því sem áður var. Loks hef-
ur verið samið við Israel um
tvö þús. tn„ en það er 2 þús. tn
minna en f fyrra.
Til að uppfylla þessa samn-
inga þarf, eftir áætlun, 90 þús.
tn„ uppmældar úr sjó, til að
hráefni sé nægilegt.
Síldarútvegsnefnd hefur ieit
að eftir samningum við mörg
önnur ríki, um kaup á Suður-
landssíld ,en horfur eru ekki
sem beztar ,enn sem komið er
vegna mikils framboðs á salt-
síld á þessum mörkuðum.
Mi ikið um rjúpu á
H olta\ röri íuheiði
Hátt á annað þúsund rjúpur hafa
verið skotnar á Holtavörðuheiði frá
þvf að veiðitímabilið hófst, af skytt
um, sem lagt hafa upp frá Forna-
hvammi. Samkvæmt upplýsingum
frá Gunnari veitingamanni hefur
verið mikið um rjúpu á heiðinni,
en veður hefur oft hamlað veið-
unum. Reykjaheiði í Þingeyjar-
sýslu hefur verið talin eitthvert
bezta rjúpnaveiðiland hérlendis, en
Vísir hefur fengið þær upplýsingar
að miklu minna sé þar um rjúpu nú
en búizt var við.
„Hér virðist vera nóg af rjúpu,
en það er veðrið, sem háir okkur,“
sagði Gunnar veitingamaður í
Fornahvammi, þegar Vísir ræddi
við hann f gærmorgun.
Alla s.l. viku var mjög óheppilegt (
veður til rjúpnaveiða, en í gær i
fóru frá Fornahvammi 12 menn og
skutu þeir frá 12 og upp í 50 rjúp- j
ur hver. Mest hefur verið um rjúpu j
uppi í Tröllakirkju og Snjófjöllum
Kaupfélag Þingeyinga á Húsavík
hefur keypt töluvert af rjúpu und-
anfarna vetur, enda eru mörg beztu
rjúpnaveiðilöndin talin vera i Þing-
eyjarsýslum, einkum þó á Reykja-
heiði. Nú bregður svo við, að lítið
er um rjúpu á Reykjaheiði og kaup-
félagið á Húsavík er ekki farið að
fá rjúpu enn. Virðist rjúpan því
hafa fráhverfzt Þingeyingum.
Það heppnaðist allt þennan dag"
ff
— sagbi Albert Guðmundsson, en hann lék ný-
lega með varaliði Racing Club de Paris og
skoraði 5 mörk i leiknum!
„Þetta var einn af þessum dög-
um þegar allt heppnast“, sagði
Albert Guðmundsson í stuttu við
tali við Vísi f morgun, en hann
var gripinn glóðvolgur í París
nýlega og lék með Racing Club
de Paris, gamla félaginu sínu og
skoraði alls 5 sinnum í leikn-
um! Að vísu voru tvö markanna
dæmd ógild, en Albert lék mjög
vel og undruðust áhorfendur
hve mikið eimir enn eftir af
snilli hans.
„Þetta er annars mesta vit-
leysa af mér að vera að láta
hafa mig í alls konar keppnir.
Ég hef ekkert úthald eða æfingu
í leikina, leik svo e. t. v. illa
og fæ skömm í hattinn og bíð
álitshnekki hjá gömlum aðdá-
endum. Þessi leikur var þó frá-
brugðinn að þessu leyti — allt
heppnaðist. Það var annars
gaman að leika með varaliði
Racing. Þetta eru allt ungir og
góðir leikmenn, sem verið er
að reyna með aðalliðið í huga.
Þessir leikir eru frjálsari en lcik
ir aðalliðanna, eins og sjá má
af því að framkvæmdastjóri Rac
ing bað mig að leika með.
Hann sagði að úr því ég lék í
Milano í fyrra, gæti ég eins
leikið nú og ég lét tilleiðast eft-
ir mikla innri baráttu“.
Albert kom heim fyrir nokkr-
um dögum og snýr sér að við-
skiptastörfum sínum, sem eru
oröin mjög umfangsmikil. —
Stærsta verkefni hans nú er hin
nýja tollvörugeymsla, en knatt-
spyrnan verður að bíða, en hún
freistar alltaf, jafnvel þó menn
séu komnir á „elliár“ eins Al-
bert segist vera sem knatt-
spyrnumaður.
ALBERT — myndin tekin á
Smiðjustígnum þar sem fyrir-
tæki hans er og þar sem segja
má að vagga hans sem knatt-'
spyrnumanns standi.