Vísir - 30.12.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 30.12.1963, Blaðsíða 5
♦'ÍSIR . Mánudagur 30. desember 1963. £»rír nýir Framh. af bls. 1. ferðinni til Öskjugossins haust- ið 1961, og launaði Birni nú þá ógleymanlegu ferð. Dimmt var í lofti við suð- vesturströndina, en bjartara nokkuð er nálgaðist Eyjar. Tals vert gos var í Surti, en hafði þó verið meira fyrr um daginn, og var nokkur aska í lofti. Er við nálguðumst Surtsey sást að ólga var í sjónum norðaustur af eynni og þegar yfir var flogið, var elcki um að villast, að þarna var gos í gangi, raunverulegt neðansjávargos, því hvergi örl- aði á eyju, en auðsætt að skammt undir yfirborði — við gizkuðum á 4 — 6 m. — voru þrír gígar virkir á sprungu, sem hefur norðaust — suðvestlæga stefnu og mun mega teljast framhald þeirrar sprungu, sem er undir Surtsey. Lengd hinnar nýju sprungu áætluðum við 200 — 300 m., en fjarlægðina til Surtseyjar litlu meira en 1 sjó- mílu. Er það ekki óalgengt í sprungugosum hérlendis að sprunga opnist í framhaldi þeirr ar er fyrst tók að gjósa og sé alllangt bil á milli, bæði í tíma og rúmi er þá álitamál, hvort telja beri eitt gos eða fleiri. Þannig var t. d. um gosin á Leirhnúkssprungunni (Mý- vatnselda) 1725—29 og Sveina- gjá 1875. Réttast finnst mér að tala enn sem fyrr um gosið við Vestmannaeyjar sem eitt gos, þótt nú gjósi á tveimur stöðum. En mjög forvitnilegt var að sjá í nærsýn þær fæðingarhríðir, sem boða að líkindum fæðingu nýrrar eyjar, „Surtlu". Þegar flogið var yfir einhvern gíganna sást með svo sem hálfrar sek- úndu millibili snöggur glampi af bjartri glóð niðri f sjónum og út frá þessu gengu snöggár hringbylgjur að sjá eins og þær hljóðbylgjur sem sáust í sterk- um sprengingum í Heklugosinu. Stöku sinnum komu upp smá gufustrókar og einnig svartar öskugusur myndandi þær sér- kennilegu trjónur, sem margir kannast nú orðið við af mynd- um frá gosinu f Surti. Þær hæstu sem við sáum munu þó vart hafa náð nema 50 — 60 m. hæð. Heldur virtist þetta vera að færast f vöxt þann hálftíma sem við sveimuðum þarna yfir. Surtur jók heldur sitt gos á meðan, en ekki væri ólíklegt að eitthvað tæki að sljákka í hon- um ef systir hans kafnar ekki í fæðingunnni, en fær málið svo um munar. Eitt skiptið, er við flugum fram hjá Geirfuglaskeri, virtist mér sem alda skylli þar á, sem upptök ætti í hinni nýju eldstöð og myndaði eins og kamb norðan frá skerinu. Vera má að það hafi verið eitthvað svipað sem Vestmannaeyingar sáu á 11. tímanum nærri Brand- inum. Brim hefur síðustu dagana brotið sunnan af Surtsey sam- tímis sem norðurbarmur gígsins hefur þykknað og hækkað. Má vera, að sprunga sú sem gýs, nái nú eitthvað suður úr eynni, svo að þar geti komið upp gos laust við eyna, en ekkert skal um þetta fullyrt. Nokkurn óhug mun hafa sett að sumum Vestmannaeyingum við þá fregn að gosið sé að færast nær þeim. Ég er enn sem fyrr eindregið þeirrar skoðunar, að þeim stafi ekki beinn háski af þessu gosi, en sú skoðun er ekki það sama og örugg full- yrðing og ég skil vel að ýmsum sé órótt, en tel sem fyrr ekki ástæðu til svartsýni. Ég hef ekki hingað til talað í miklum alvörutón um þetta eldgos, og þarf vonandi ekki að gera það heldur eftirleiðis. Hitt er svo annað mál, að mér finnst það dálítið öndótt með tilliti til alls þess, sem íslendingar hafa þolað af völdum eldgosa, að nú orðið virðast margir líta á eld- gos eingöngu sem tilefni til æsi- frétta eða gamanþátta. Fyrr eða síðar verður okkur íslendingum kennt það að nýju að eldgos eru í raun og veru ekkert spaug. Við skulum vona að sá lærdóm- ur verði okkur ekki allt of dýr- keyptur, því það er að nokkru okkur sjálfum að kenna, ef svo verður. Bjartsýni er vissulega miklu betri en bölsýni, nú sem endranær, en sú bjartsýni, sem byggist á hugsunar- eða þekk- ingarleysi, er ekki mikils virði. Sigurður Þórarinsson. Nýr presfur — Framh. af bls. 16. kjörni prestur I Bústaðaprestakalli, mun messa í samkomusal Réttar- holtsskólans eins og gert hefir ver- ið undar.farin misseri í þeirri sókn. Séra Arngrímur Jónsson, sem skip aður hefir verið annar prestur í Háteigssókn, mun messa í Sjó- mannaskólanum eins og sr. Jón Þor varðarson hefir gert síðan það prestakall var stofnað. Stöðugt er unnið að byggingu Háteigskirkju og lét séra Jón þá von í ljós við 'Vísi í morgun að hún yrði langt komin og jafnvel hægt að vígja hana um næstu jól. Tveir af nýju prestunum eru ó- taldir, en þeir messa f þeim kirkj- um sem þegar hafa verið reistar í prestaköllum þeirra, séra Frank Halldórsson í Neskirkju og séra Sigurður Haukur Guðjónsson í safnaðarheimili Langholtskirkju á móti séra Árelíusi Níelssyni. Akraborsp — .........Framh, af,,bls. 1. lá á sínum vanalega.stað við mið bakkann. SÉjaldbreíð ‘var ætlað að leggjast að Grófarbryggju. Skipstjórinn kvaðst ekki í fyrstu hafa gert sér fulla grein fyrir því sem var að gerast, enda virtist í fyrstu sem allt væri eðlilegt þar sem ekki var gott að gera sér grein : fyrir hraða skipsins strax. Það mun j einnig hafa villt um fyrir honum að | svörin úr vélarrúminu voru ætíð eðlileg. Hann hugleiddi ao varpa akkerum en sá að það var um sein an. í skýrslu sem vélstjóri á Skjald- breið leggja fram í réttinum segja þeir að skiptiarmur sem breytir gangi vélarinnar og um leið hraða vélarinnar hafi staðið á sér í áfram stillingu, enda þótt vélsíminn gengi j eðlilega. Þrír vírar slitnuðu á Akraborg : við áreksturinn ,sem gerðist rétt j eftir miðnætti 24. des. Rann skip j ið austur eftir bakkanum á Gull- i foss og löskuðust bæði skipin við j j þennan árekstur. — Talsverðar! ' skemmdir urðu eftir árekstur Stéihjólið datt í gær um hádegið missti Htil æfingafiugvél á flugi svokallað stélhjól. Sendistöð var ekki í flugvélinni og gaf flugmaðurinn óhappið til kynna með því að fljúga yfir flugturninn og blaka vængjunum. Var slökkvilið og sjúkrabíll kallað út. Síðan lenti flugmaðurinn vélinni án nokk- urs slyss. Smávægilegur örygg- Skjaldbreiða'r, rifa kom á stjórn- borðshlið. Voru mjólkurtankar hífð ir yfir á bakborðshlið svo og á- burður sem var 1 Iest. Kallað var á brunaliðsmenn sem komu með dælu og dældu sjónum af milliþil- farinu. Þegar tankar tæmdust risu skemmdir upp úr sjónum, og sjór hætti að fossa inn í skipið. Bruna- liðsmenn voru á vakt með dælu við skipið fram undir morgun. Skemmd ir á Skjalbreið voru þær að fjögur hnoð losnuðu og dæld kom á sam- s|teyti platná jaakborðsmegin. For- sftti dómsins var Kristján Jónsson, borgardómari. Samið Framh. af bls. 16. þeir töldu sig eiga að fá sam- kvæmt gerðardómnum og með þeirri hækkun, er sjómenn sömdu síðar um. Jafnframt var gerður samningur fyrir skip- stjóra, er staðfestir kjör þau, er gerðardómurinn ákvað þeim til handa. Auk síldveiðisamninga við yf- irmenn á vélbátum voru einnig gerðir samningar fyrir vetrarver tíðina og flutninga. Er ekki gert ráð fyrir neinum breytingum á kjörum í þeim samningum. En f stað þess að miða kjör yfir- manna á vetrarvertíðinni við á- kveðna hluti háseta verður samkvæmt hinum nýju samn- ingum miðað við að stýrimenn og vélstjórar fái prósentu heild araflans og á útkoman að verða svipuð. isútbúnaður kom nánast i stað hjólsins. Flugvélin var af gerð- inni Fleet Finch, ein af elztu æfingaflugvélunum. Flugmaður ^ var Erlingur Jóhannesson. Ekki; var fyrir fram talin sérstök ' hætta fylgja þessu óhappi. Á ' myndinni sést þegar verið er í að draga flugvélina af flugbraut V inni. ( Kópurian — Framh. af bls. 16. hans. Hann vill ekki þiggja nýj- an fisk þó honum sé réttur hann, en sé fiskur settur upp í hann gleypir hann bitann. Ekki þiggur hann heldur af sjálfsdáðum mjólk úr pela, held ur verður að stinga pelanum upp í hann og nay$a hgnn til vígtennurnar og býr sig undir að bíta um leið og hann urrar illilega. Þegar Þormar kom að kópn- um voru börn að ráðast að hon um með steinkasti og flæma hann undan sér. Finnur Guðmundsson skrapp suður í Hafnarfjörð að skoða kópinn samkvæmt beiðni fólks ins. Hann segir, að þetta sé ,út- selskópur á að giska 2—2 y2 mánaðar. Hann er mjög lítill og er líklegt að það stafi af því að þetta sé undanvillingur, en vöxt ur þeirra er mjög lítill. Hann er enn í hvítu fósturhárunum og ef bjarga á lífi hans verður að halda honum í landi þangað til hann héfur skipt um hár, en útselskópar geta ekki farið í sjóinn eins og landselskópar fyrr en þeir háfa skipt um hár. Að lokum sagði dr, Finnur, að skinnið af útsel væri verðlaust. Það verður nú gaman að fylgj ast með hvort kópurinn litli get ur lifað af. Þegar Finnur sá J»nn virtist hann mjög dauf(*r $ og hugðr'4i{\no. honQm' vSr|^tíf, en í gær ýirtist harth ygra tekinn að braggast. Hauskúpurnar í HAMLET Þjóðleikhússtjóri hefir sent blað- inu eftirfarandi athugasemd: „Út af ummælum Lofts Guðmundsson- ar í leikdómi um sýningu Þjóðleik hússins á Hamlet, þar sem hann ræðir allmikið um að þær haus- kúpur sem notaðar eru á sviðinu séu úr plasti, þá skal það tekið fram að þær eru af mönnum sem lifað hafa og fengnar að láni hjá rannsóknarstofu Háskólans I líf- færafræði. Guðlaugur Rósenkranz". Skylt er að hafa það ,sem sann- ara reynist, enda þótt svo ein-v kennilega vilji til, að þarna sé hið sanna kannske ekki aðalatriðið, — ekki hvað er, heldur hvað sýnist vera, sem og allur sjónleikur bygg- ist á. Og utan úr sal séð, virtust viðkomandi- hauskúpur svo gljáfagr ar, að fæstum kom til hugar að þær væru að koma upp úr mold- inni ,sem var þó aðalatriðið frá leikreenu sjónarmiði, hvað ber þrifn aði þeirra i rannsóknarstofu Há- skólans betur vitni en leikstjórn Hamlets, svo að niðurstaðan helzt Iítið breytt. Loks er ekki ófróðlegt að vita, að þarna skuli ekki vera um að ræða hauskúpur af mönnum sem dáið hafa — samkvæmt yfir- lýsingu þjóðleikhússtjóra — hvern ig svo sem ber að skilja það, og fer hauskúpumál þetta því að verða dálítið flókið, að ekki sé fastara að orði kveðið. Loftur Guðmundsson. Dans mun víBa duna á nfársnótt Áramótin má segja að séu einn mesti dansleikjatími árs- ins, dansað er fram undir morg- un á nýársdag, og síðan haldið áfram á nýársdagskvöld. Mikil aðsókn er ávallt að áramóta- dansleikjum og eru dæmi þess að uppselt sé á þá fyrir jól enda fer fólk að hugsa til áramótanna í fyrri hluta desembermánaðar. Bæði er að veitingahúsin sjálf standi fyrir dansleikjum og einn ig er nokkuð um að sérstakir hópar standi fyrir dansleikjum. Má þar nefna „Áttadagsgleði“ stúdenta sem haldin verður í anddyri Háskólabíós. og „Kín- versk áramót“ sem skátar standa fyrir í Skátaheimilinu. Á ný- ársdag hafa veitingahúsin mörg hver sérstakan hátiðamatseðil og er þá ekkert sparað f mat og drykk. Til þess að fá nokkra hug- mynd um hvað veitingahús borg arinnar ætlá að r>era fyrir gesti sína um áram" ' '’ringdi Vísir í nokkur þc norgun. í Sigtúni verður dansleikur fram undir morgun á nýársdag og síðan aftur á nýársdags- kvöld. Á Hótel Borg hefst dansleik ur kl. 9 og stendur að sjálf- sögðu til klukkan 4 að morgni. Þegar var uppselt á dansleikinn fyrir viku og má reikna með að þar, svo sem víða annars stað- ar, hafi færri komizt að en vildu. í Nausti er allt lokað eftir klukkan 2 á gamlársdag en á nýársdag verður sérstakur há- tíðamatseðill og sömuleiðis skemmtikraftar. Á Hótel Sögu er Súlnasalur- inn lokaður á gamlárskvöld en grillið verður opið. Á nýárs- dag aftur á móti verður dýrleg- ur dansleikur haldinn í Súlnasal. og er að sjálfsögðu uppselt á hann. Á Röðli verður opið bæði gamlárskvöld og nýárdags- kvöld og verður sérstakur mat- seðill bæði kvöldin. í Glaumbæ verður áramóta fagnaðúr á garnlárskvöld og á nýársdags geta gestir valið um marga girnilega rétti sem þar verða á hátíðamatseðli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.