Vísir - 30.12.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 30.12.1963, Blaðsíða 16
VÍSIR Mánudagur 30. desember 1963. 62 ára- móta- brennur A8 sögn Erlings Pálssonar yfirlögregluþjóns f Reykjavík hefur lögreglan veitt Ieyfi fyr ir 62 áramótabrennum. Þar af eru tvær stórar brennur, önnur á Ægissíðu að venju og hin verð ur á Kiambratúni, sem Reykja víkurborg stendur fyrir. Lögregl an hefur þegar skipuiagt alla umferðarstj. og .:a Iöggæzlu I sambandi við brennumar. Metár í sjúkraflugi Nýtt met var sett í sjúkra- flugi hjá Birni Pálssyni á þessu ári, en þau vom 187 talsins í gær, og var seinasti sjúklingur- inn þá sóttur til Vestmanna- eyja. Áður hafa sjúkraflugin orðið flest upp undir 180 og á und- angengnum ámm venjulega 150 til 180. Lengsta sjúkraflugið á árinu var flogið f sumar, er flogið var til Færeyja sam- kvæmt beiðni, og tveir brezkir sjómenn fluttir þaðan til Skot- lands. Bjöm Pálsson hefir nú þrjár flugvélar. F.ugvélin Lóa bætt- ist við á árinu. Samið við skipstjóra, stýri- menn og vélstjóra ábátunum Um helgina náðust samning- ar mllll útgerðarmanna og yfir- manna á bátaflotanum. Náðist samkomulag snemma á sunnu- dagsmorgun eftir að sáttafund- ur hafði staðið hjá sáttasemj- ara í sólarhring. Vélstjórar á bátunum höfðu boðað verkfall 1. janúar og mun það þvf ekki Kópurinn snéri sér undan mjólkurpelanum. Útsekkópur í Hafnarfírði óvíst hvort hann lifír koma til framkvæmda. Útgerðarmenn sögðu samning unum upp fyrir einu ári. Vildu þeir koma fram kauplækkun yfirmanna á bátaflotanum en Farmanna- og fiskimannasam- bandið, sem fór með samning- ana fyrir yfirmenn taldi slíkt ekki koma til greina. Samkvæmt gerðardómnum, sem upp var kveðinn I byrjun síldarvertíðinnar 1962, skyldi hlutur allra annarra en skip- stjóra lækka nokkuð. Hásetar sömdu síðar um nokkra hækk- un sér til handa og með því að hlutur vélstjóra og stýrimanna var miðaður við hásetahlut gerði Farmannasambandið ráð fyrir að sú hækkun kæmi einn- ig vélstjórum og stýrimönnum til góða. Ckipstjórar fengu hins vegar samkvæmt gerðardómn- um 8% af heildarverðmæti án tillits til hluta háseta, Útgerðarmenn áttu erfitt með að sætta sig við hækkun til stýrimanna og vélstjóra um leið og hlutur háseta hækkaði og börðust gegn því. En með samn ingum þeim, er nú hafa tekizt, hafa vélstjórar og stýrimenn fengið staðfest þau kjör, er Framh á bls 5 Maður nokkur í Hafnarfirði, Þormar Kristjánsson Hverfis- götu 23B hefur tekið Iitinn út- selskóp upp á sína arma og ætl ar að reyna að bjarga Iffi hans. Hann fann kópinn fyrir tveimur Keppast við að hafabrenn- urnar sem stærstar dögum f fjörunni neðan við Strandgötu. Fór hann með hann heim og lagði hann í vatn f bað keri heima hjá sér, en það hefði hann ekki átt að gera og varð kópurinn veikur hefur fengið Iungnabólgu. En eftir að Finnur Guðmundsson hafði gefið hon- Það er mikið að gera hjá flest um strákum í úthverfunum þessa dagana. Næstum þvi á hverju opnu svæði má sjá bál- köst eða brennu, eins og strák- arnir nefna það. Þeir áhugasöm- ustu starfa frá morgni til kvölds viö að safna kössum og „rusli“ eða kannske réttara sagt öllu því sem logar og hægt er að komast yfir á auðveldan hátt. Brennufélög eru stofnuð með ýmiss konar embætti, svo sem brennustjóra og brennugjald- kera. Mörgum finnst ekki nóg að safna kössum og „rusli“ — margir safna peningum f brennu sjóð, til kaupa á olfu, svo betur logi f. Framh. á bls. 5 um góð ráð var kópurinn Iátinn út f þvottahús og þar virðist hann nú vera farinn að bragg- ast. Fréttamaður Vísis skrapp á staðinn til að skoða kópinn. Hann virtist hræddur og fjand samlegur við menn. Hann vildi engan mat þiggja, en hins vegar var hægt að neyða ofan f hann mat, og gefur það nokkra von um að hægt verði að bjarga lifi. Framh. á bls. 5 Fyrsti nýi presturinn í embætti á nýársdag Séra Ólafur Skúlason, hinn nýi prestur í Bústaðaprestakalli, verður settur irin í embættið í samkomu- sal Réttarholtsskólans kl. 11 fyrir hádegi á nýársdag og er fyrsti nýi presturinn, sem kemur til starfa. Mun hann þegar hefja barnastarf. Ákveðið hefir verið að Grensás- prestakall hið nýja fái afnot af sam komusal Breiðagerðisskólans til guðsþjónustuhalds og verður hinn nýi prestur séra Felix Ólafsson, settur þar inn í embættið á sunnu- daginn kemur, 5. janúar. Sunnudag inn þar á eftir mun hann hefja þar barnastarf. Hinn nýi prestur í Ás- prestakalli, sr. Grímur Grimsson f Sauðlauksdal, flytur til borgarin*ir 4. eða 5. janúar og mun þegar hefja starf hér. Engin kirkja er í Ás- prestakalli fremur en Grensás- prestakalli og mun séra Grímur að líkindum bæði halda guðsþjón- ustu í Laugarneskirkju og í Dval- arheimili aldraðra sjómanna, sem er í prestakalli hans, jafnvel að messur verði haidnar 1 Laugarásbíó. Séra Grímur verður búsettur í prestakalli sínu að Hjallavegi 35, en séra Felix að Kleppsvegi 26, en hann hefir hug á að flytja þaðan í prestakall sitt. Séra Ólafur Skúlason, hinn ný- Framh. á bls. 5. Ægissiðubrennan verður ein sú sfærsta í borginni, enda er brennu- félagar fjölmenir og 104 HAFA LATIZT AF SL YSUM Á ÁRSNU Nær helmingi fleiri banaslys hafa orðið á árinu, sem er að lfða en árinu 1962. t fyrra Iétust 57 Islendingar af slysförum, en á þessu ári hafa alls 104 menn látið lífið. I slysum á sjó, vötnum og ám hefur 51 maður farizt, 18 í slys um af völdum umferðar, og af völdum flugslysa fórust á þessu ári 14 menn en einn á árinu á undan. i ýmiss konar slysum fór ust á þessu ári 21 maður. Allar eru tölur þessar mun hærri en samsvarandi tölur ársins 1962. ’.d'J ' J. // / \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.