Vísir - 30.12.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 30.12.1963, Blaðsíða 3
V í SIR . Mánudagur 30. desember 1963. „Göngum við í kringum eini- berjarunn, einiberjarunn, eini- berjarunn“. Ómurinn barst á móti okkur er við nálguðumst Laufásborg s. 1. föstudag. Þar var heldur en ekki glatt á hjalla, því að tæplega eitt hundrað börn á aldrinum eins til fimm ára voru þar saman komin á jólatrésskemmtun. Dagheimilið Laufásborg var fagurlega skreytt og í tveim stofum stóðu skrautlýst jólatré. Þegar okkur bar að garði var jólasveinninn nýfarinn og þurfti heldur betur að segja okkur frá honum. „Það kom jólasveinn“, sagði ein litii hnáta og brátt tóku fleiri undir þangað til all- ir sögðu í kór: „Það kom jóla- sveinn það kom jólasveinn“. „Gjörið svo vel að koma og drekka“ — og allir þustu inn í borðstofurnar, þar sem lang- borðum hafði verið komið fyrir og á þau bomar skreyttar rjóma tertur og fagurlega útskornar piparkökur. Með þessu var Þessi ungi herra var dálítið óheppinn og í stað þess að fara upp í litia munninn, fór rjóma- tertan á fínu skyrtuna hans. En ein fóstran brá skjótt við og kom tii hjálpar. Hún var ósköp ung, og þegar lítið bar á, laumaðist hún til að skoða Ieyndardóma jólatrésins — sem annars mátti ekki snerta. drukkinn ávaxtasafi. „Mfn piparkaka er líka eins og jólatré“ — „og mín er eins og bra, bra“ — „og mín éins og stelpa“ — „og mín er“ — „og mín er“. . . aiiir þurftu að sýna hvernig piparkökur þeir hefðu fengið. Þegar allir höfðu fengið eins og þá Iysti var aftur farið að leika á orgel og ganga i kring- um jólatréð — og er vlð gengum út barst okkur til eyma ómur- inn af „Adam átti syni sjö“. Kökurnar voru gómsætar og brögðuðust vel og hér situr ungfrú Halla og hefur hvorki meira né minna en tvo borðsherra, þá Kára og öm. Göngum við í kringum... km

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.