Vísir - 30.12.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 30.12.1963, Blaðsíða 7
V1SIR . Mánudagur 30. desember 1963. 7 LEIKFELAG REY l<J AVIKU R : FANGARNIR I ALTONA EFTIR JEAN PAUL SARTRE Þýðing: Sigfús Dabason — Leikstjóri: Gisli Halldórsson Það væri synd að segja, að leikhús okkar sæju gestum sín- um ekki fyrir nægri brjálsemi um jól og áramót að þessu sinni. Kannski er það hending ein; kannski er það ósjálfráð samræmisviðleitnin gagnvart um hverfi og tíma. I Þjóðleikhús- inu er það hið sígilda brjálæði Hamlets, í Iðnó styrjaldarafleið- ingabrjáiæði á vegum franska skáldsins og heimspekingsins, Jean-Paul Sartre, öllu nýstár- legra en af gamalkunnri rót — hugleysisflótti frá raunveruleikan um og sjálfum sér á náðir vit- firringarinnar. Jean-Paul Sartre á þar sammerkt við ófá nútíma- skáld, að honum þykir bæði leitt og fráleitt hve „neytendur" skáldverka háns gera sér far um að lesa úr þeim pólitíska afstöðu og skoðanir og vill ekki vera viðriðinn neitt þess háttar, þó að honum hafi á stundum veitzt dálítið örð ugt að koma því heim. Raunar tók hann sjálfur virkan þátt í pólitík í eina tíð; harðskeyttur kommúnisti, en sagði skilið við þá stefnu, hlaut fyrir það ómilda meðferð fyrri flokksbræðra sinna — flúði sjálfur á náðir heimspeki og hlutleysis, eins og hann lætur aðalpersónurnar í þessu mikla verki sínu flýja á náðir brjálæðisins, og er æ síð- an sármóðgaður, ef einhver „reynir að gera honum upp póli tískar skoðanir“. Þess vegna viil hann líka girða fyrir það, að nokkur „geri hon- um“ upp hið óttablandna Þjóð- verjahatur, sem löngum hefur þjáð landa háns — og ekki að ósekju —þegar hann velur „Föng unum í Altona“ þýzkt umhverfi og persónunum þýzkt gervi; kveðst gera það fyrir „nauðsyn þess að hafa vissa fjarlægð til þess, sem lýsa skal, með því að koma því fyrir á öðrum stað og tíma“, eins og segir I leik- skránni. Um leið kveðst hann þó „velja þýzku þjóðina og sam vizkuspurningar hennar eftir stríðið, vegna þess, að þar er dæmi, sem öllum má vera ljóst og þeir hljóta að hafa velt fyrir sér“. Hið sanna er, sem og hverj um áhorfanda hlýtur að vera ljóst, ef hann á annað borð vill sjá, að „Fangarnir £ Altona" eru miskunnarlaus krufning á vissum þáttum, sem höfundur telur sér- kenna þýzka þjóðarskaphöfn síð ustu þrjá-fjóra áratugina og hafa ráðið mestu um athafnir hennar á því tímabili — og heim ium stafi enn mest hætta af. Annað mál er svo það, hvort sú krufning er óhlutdræg, eða ósnortin frönskum sjónarmiðum sem áður er getið. Hitt er ó- umdeilanlegt að höfundur nær víða meistaralegum tökum á skurðhnífnum, og sér víða soilin mein, — svo sollin, að á stund um verður þéssi krufning 'hans svo óhrjáleg, að hún hlýtur að vekja allteins sterkan viðbjóð á- taka á öllu, sem hann á til — og þarf ekki svo lítið til, ef duga skal. Gísla Halldórssyni bregzt það ekki sem leikstjóra — hann á til þann vígamóð og miskunnarleysi, sem Sartre krefst af túlkendum sínum, fyrir það verður leikstjórn og svið- setning öll miskunnarlaust raun sæ og átakamikil. Leikendur bregðast ekki heldur í hinum hatrömmu, æðisþrungnu átök- um, enginn þeirra, og þar með nást þau „diabolisku" heildará- hrif, sem Sartre stefnir að í flestum sjónleikjum sínum, eins og ljósast kemur fram í ein- þáttungi hans, „Huis clos“. Það gildir einu hvort áhorfandinn er honum sammála eða ósammála, hann kemst ekki hjá því að verða fyrir sterkum og eftir- minnilegum áhrifum Það er örðugt að ræða um að- alhlutverk í þessum sjónleik, því að þau eru öll viðamikil, hvort sem þau eru löng eða skömm að orðum til. Varla er heldur um að ræða „mannleg" hlutverk I venjulegum skilningi; sérhver horfandans á krufningunni og sjálfri meinsemdinni. En eitt bregzt Sartre ekki að þessu sinni fremur en endra- nær — hann hefur jafnan óskeik ult auga á það leikræna og sviðræna. Átökin á sviðinu eru gífurleg og áhrifamikil. Það hlýt ur að vera hverjum leikstjóra hvalreki á fjörur að mega fást við slíkt verkefni, ekki siður en hlutverkin leikurunum. Þar fær hver um sig svo sannarlega að persóna er fyrst og fremst „týpa“, sköpuð til að tjá eða túlka vissan „boðskap" höfund ar, og leikandanum því oftast ærinn vandi á höndum að gera hana trúverðuga á mannlegan hátt. Þetta tekst Brynjóifi Jó- hannessyni meistaralega I hlut- verki föðursins, gamla iðjuhölds ins, Gerlach, Hann fer þar þvert úr átt við höfundinn, skapar hljóðlátan en stálharðan, mann- legan en þó um leið miskunnar Helgi Skúlason í hlutverki Franz Gerlach lausan og slóttugan harðstjóra úr hinni prússnesku ribbalda- týpu; tekst jafnvel að draga svo úr hræsnisglamri biblíu- svardaganna á fjölskyldufund- unum“ að þeir verða dýpri merk ingar, og hef ég sjaldan séð Brynjólf gera betur, en þá er mikið sagt. Það skal mitynn líkamlegan þrótt til, fyrir svo utan allt annað, að gera Franz Gerlach góð skil — en það tekst Heiga Skúlasyni svo, að frábært afrek má kalla, og er leitt að hafa hvorki tíma né rúm tii að ræða það nánar. Sigríði Hagalín er vandi á höndum í hinu óhrjá- lega hlutverki Leni, fulltrúa alls þess sem höfundur telur viður- styggilegast í þeirri „þýzk-nazist isku“ skapgerð, sem hann er að kryfja, en Sigríður bregzt ekki þeim vanda, þó að álitamál kunni að vera, hvort hún valdi hlutverkinu til hlítar. Hlut verk Jóhönnu er átakaminna á yfirborðinu, en Helgu Bachmann tekst, með því aö ieggja áherzl una á innri átökin, að skapa þar athyglisverða persónugerð. Guð mundur Pálsson nær ekki fylli lega tökum á hlutverki Werners, en ytra útlit hans bætir það þó upp að nokkru. Bríet Héðinsdótt ir fer ef til vill með mikilvæg- asta hlutveirk leiksins, þó að það sé með þeim skemmstu, hlut verk konunnar, sem er höfund- inum eins konar samnefnari fyr- ir allan „boðskap" leiksins - hún leysir það af hendi með ágætum enda leynir sér ekki að bæði leik stjórinn og hún gera sér fulla grein fyrir mikilvægi þess. Þeir Steindór Hjörleifsson, Pétur Einarsson og Sævar Helgason leika þarna smáhlutverk og gera bað vel. Að sýningu lokinni var leik stjóra og leikendum ákaft og lengi þakkað af áhorfendum. Áreiðanlega á þessi sjónleikur Jean-Paul Sartre eftir að valda deilum manna á meðal, hér sem annars staðar — en hitt hygg ég óumdeilanlegt, að sýning hans verði talin merkur leiklistarvið- burður, sem knýi menn til af- stöðu. Loftur Guðmundsson Ræstingakona óskast Premfsniiðjci Vísis Laugavegi 178 Simi 11660 i HRlNQUNUrA | Sænz«r REST BEZT-koddar Endurnýjum gömlu sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur - og kodda af ýmsum stærðum. DÚN- OG FIÐURHREINSUN Vatnsstíg 3. Sími 18740 (Áður Kirkjuteig 29) Bifreiðaeigendur gerið við bílana ykkar sjálfir — við sköpum ykkur aðstöðu til þess. BÍLAÞJÓNUSTAN ~ KÓPAVOGI Auðbrekku 53 Bifreiðaeigendur Veitum yður aðstöðu til viðgerða, þvotta og hreinsunar á bílum yð- ar. - Reynið hin hagkvæmu við- skipti. - BIFREIÐAÞJÓNUSTAN Súðavogi 9. Sími 37393

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.