Vísir - 30.12.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 30.12.1963, Blaðsíða 1
VISIR 53. árg. — Mánudagur 30. desember 1963. — 275. tbl. NÝJU GOSIN VIÐ EYJAR Hér birtist fyrsta myndin á nýju gosunum við Eyjar, sem eru á sprungu rúma mflu norðaustur af Surtsey. Myndina tók Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur í gær, sjást tveir strókar risa upp af haffletinum, annar kolsvartur með ösku og sóti, hinn hvítur úr vatnsgufu. Milli þess sem strókamir rísa upp kraumar í sjónum eins og í potti. Þama hefur þegar myndazt undirstaða að nýrri eyju og vantar ekki mikið á að gosefnin teygi sig upp úr haffletinum. í grein sem dr. Slgurður Þórarinsson skrifar í blaðið i dag leggur hann til að nýi gosstaðuriim verði kallaður Surtla. HY SOSIHAFIHU VIO EYJAR Fréttamaður Vísis, Þorsteinn Jósefsson flaug í morgun yfir nýja gosstaðinn í sjónum við Vest- mannaeyjar og bauð dr. Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi með f förina. Þá var hörkugos i Surtsey og sífelid eldieiftur yfir henni. Surtsey er nú orðin geysihá eða um 160 metrar. Á staðnum þar sem nýja gosið hófst sá í fyrstu enga breytingu á sjónum, nema að á alistóru svæði var öskugráma í sjónum sem benti til goss. Enda kom fljótt í ljós meiri ókyrrð þar.og risu bráðiega upp af hafflet- inum smá strókar, sumir dökkir aðrir Ijósir. Þeir náðu aðeins Iítið upp fyrir yfirborð sjávar, en þeim fylgdi mikil ólga líkt og syði í potti. Enn er þarna því aðeins neðansjávargos og engin eyja hefur enn komið þar upp. Ekk ert er þó líklegra en að brátt örli á heroni, ef gosið heldur áfram í sjónum. Dr. Sigurður Þórarinsson sagð ist telja allar iíkur benda til þess, að samband væri á milli gossins í Surtsey og hins nýja neðansjávargoss og telur hann að meðan hamfarir eru svo miklar í Surtsey sé naumast hægt að búast við miklum krafti <S> i nýja gosinu. í Vestmannaeyjum eru menn nú mjög uggandi yfir þessu nýja gosi. Menn voru farnir að vona, að gosið i nýju eyjunni væri í rénun, en þá byrjar gos á nýjum stað. Eyjarbúar eru orðnir afar þreyttir á vatnsieysinu og sót- inu sem er afleiðing gossins. Sótið er á öllum götum og gang stéttum. Vatn hefur ekki verið hægt að taka af þökum síðan gosin hófust. Ef þau halda á- fram verður ómögulegt að verka skreið í Eyjum. Sumir eru jafn- vel svartsýnir á að vertíðarfóik fáist til að koma til Eyja. VISIR Vísir óskar lesendum sínum [nær og fjær gleðilegs árs og , þakkar hið liðna. Blaðið kemur [ekki út á morgun þar sem ekki ' unnið f prentsmiðjunni á [ gamlársdag. Næsta töiublað > Vísis kemur út 2. janúar. WVWS^WWVWWWV' 3 aýir gígir á einni gossprungu Skiptiurmur stóð á sér Sjópróf hófust í morgun vegna áreksturs Skjaldbreiðar og Akra- borgar . aðfangadag. Vélstjórar á Skjaldbreið segja að skiptiarmur, sem stýrir snúningi vélar hafi stað ið á sér en vélsími milli vélarrúms og stjórnpalls starfaði eðliiega. Skipstjórinn á Skjaldbreið Högni Jónsson kom fyrstur fyrir réttinn I morgun. Hann skýrði frá því að hann hefði hvað eftir annað gefið fyrirskipanir um vélsímann, ýmist um hæga eða fulla ferð aftur á bak og eitt sinn stöðvun vélar, fengið eðlileg svör úr vélarrúmi en hins vegar hefði skipið sýnilega stöðugt aukið ferðina, á leið sinni inn höfnina. Afleiðingar urðu þær sem kunnar eru af fréttum að Skjaldbreið rakst á Akraborg, er Framhald á bls. b Grein eftir dr. Sigurð Þórarinsson Laugardaginn 25. desember bárust þær fregnir frá Vest- mannaeyjum að farið mundi vera að gjósa víðar en í Surts- s dag Bls. 3 Myndir frá jólatrés skemmtun barna. — 6 Jóianótt við höfn- ina. Stjörnuspá árs- ins 1964. — 7 Leikdómur: Fangam ir í Altona. — 8-9 Annáil ársins 1963. ey. Erfitt var að átta sig á þeim fregnum, var bæði sagt að gos væri sunnan við Surtsey, einnig var talað um ólgu f sjónum miili Surtseyjar og Geirfuglaskers. Ráðiegast þótti þó að vara skip við að halda sig þama nærri og var svo gert. Á sunnudagsmorgun tilkynnti flugvél, sem flaug þarna yfir, að gufa sæist stíga upp norð- austur af Surtsey og væri þar ólga í sjó, sem benti til neðan- sjávargoss. Klukkan nær 13,30 flaug Sigurður Þórarinsson til gosstöðvanna í flugvél Fiugmála stjórnarinnar, sem flugmála- stjóri stýrði. Björn Pálsson var þar meðal fleiri i för, en flug- málastjóri var méðál farþega, er Björn Pálsson flaug flugvél sinni, sömu gerðar, f fyrstu flug Framh. á bls. 5. Frá sjóprófunum vegna áreksturs Akraborgar og Skjaldbreiðar. Á myndinni eru (t.v.) Jón Sigurðsson skipstjóri, meðdómandi, Kristján Jónsson, borgardómari, forseti dómsins, bak við hann situr Hallgrfmur Jónsson, vélstjóri. Sveinbjöm Halfiðason, stud jur. er dómsritari. Fyrir framan dómsforseta er Högni Jóns- son skipstjóri á Skjaidbreið. Ingólfur Jónsson, lögfræðingur skipaútgerðar rikisins, situr til hliðar við hann. (Ljósm. Visis I.M.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.