Vísir - 30.12.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 30.12.1963, Blaðsíða 4
4 Kl V1 S IR . Mánudagur 30. desember 196Í HEIMILISTRYGGING ER ÖRYGGI HEIMILISINS s tt Jólahátíðin fer í hönd Farið varlega með óbyrgð ljós. Setjið ekki kertaljós í glugga eða aðra staði, þar sem kviknað getur í gluggatjöldum eða fötum. Algengustu orsakir eldsvoða eru íkviknanir í kyndiklefum, óvarkárni með ýmiss konar rafmagnstæki og lélegar raflagnir. Umboðsmenn um land allt. rr CR o ' ö: r &9 c CTQ &s o CfQ 'Oerndið heiiniliyðar.... MEÐ HAGKVÆMUM TRYGGINGUM BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS 16 nim filmuleiga ; Kvikmyndavélaviðgerðir Skuggamyndavélar Flcstar gerðir sýningarlampa Odýr sýningartjöld Filmulím og fl. Ljósmyndavörur Filmur Framköllun og kópering Ferðatæki (Transistor) FILMUR OG VÉLAR Freyjugötu 15 Sími 20235 Vtnptskabe Dokumentskabt■ Boksanlag Boksdtre Gardtrobtskabt PALL OLAFSSON & CO. Sveinn Þorláksson símstjóri, Vík í Mýrdal Austur í Vík, litla þorpinu við sendnu brimströndina undir háu grasbrekkunum, fer fram jarðarför í dag. Allir Víkurbúar, sem því mega við koma, munu safnast sam- an á kveðjustund f fallegu kirkj- unni sinni uppi í klettinum fyrir austan þorpið til að þakka einum elzta samborgara sínum fyrir langa samveru og heillarfkt starf. Það er Sveinn Þorláksson fyrrum símstöðv arstjóri. Hann lézt að heimili sínu f Vik 22. þ. m. 91 árs að aldri. Það er oft svo til orða tekið, að sá, sem um er rætt, hafi „sett svip á bæinn". Mér finnst ekki hægt að komast hjá þvi um Svein Þorláksson og þorpið hans. Það er svo bókstaf- lega satt. Þetta tvennt: Vfkurþorp Og sfmstjórinn þar er alveg óað- skiljanlegt f huga mínum frá því ég kynntist honum fyrst, og Vfkin ■"erður önnur en hún var, nú eftir að hann er horfinn þaðan. Sveinn náði svo háum aldri, en Vfk, er svo ungt þorp, að það fór fyrst að vaxa eftir að hann var búinn a$ stofna þar heimili sitt og tekinn til við iðn sína — skósmíð- ina. En brátt hlaut hann annað starf, embætti, sem hann var kunn- ur fyrir að rækja af mikilli prýði, kunnur ekki aðeins í sínu byggð- arlagi heldur langtum yfðar — um allt Suðurland. Árið 1914 var sím- inn lagður til Víkur. Tók Sveinn þá strax við vörzlu hans og hafði hana á hendi fram yfir sjötugt. Það starf rækti hann með miklum ágætum. Þar var ekki verið að hugsa um vinnutíma , eða launaflokk, heídur hitt, hvecnig hægt væri að láta sím- ann .koma öllum að sem fyllstum notum, hversu mikið sem .símstjór- inn og hans fólk þurfti á sig að leggja. Helga dóttir Sveins tók við stöðvarstjórninni af honum. Hefur hún dyggilega fetað f fótspor föður sfns og stundað starfið, ásamt Guð- nýju dóttur sinni af mikilli árvekni og sýnt öllum símnotendum sér- staka greiðvikni og Iipurð. Eftirlifandi ekkja Sveins er Ey- rún Guðmundsdóttir frá Ytri-Dalbæ f Landbroti. Þau eignuðust 15 börn og eru 11 þeirra á lífi: Anna verk- smst. í Reykjavík, Guðný hjúkrun- arkona f Kópavogi, Helga, sfmst.- stj. Vík, Sigrfður húsfr. Rvfk, Þor- björg húsfr. Vík, Guðmundur full- trúi Rvík, Kjartan símaverkstj. Rvfk, Ólafur Ioftskm. Rvík, Páll starfsm. Rvíkurborgar, Sigurður bóndi, Hrauni í Landbroti/Þorlák- ur bóndi, Sandhól, ölfusi. öll eru þessi mörgu systkin dugnaðar- og greiðafólk, sem koma sér hvarvetna vel. Sveinn Þorláksson náði háum aldri og hann hélt sálarkröftum sínum óskertum til hinztu stund- ar. Það var honum mikil gæfa, sem hann óskaði að fá að njóta — að þurfa ekki að leggjast á kararbeð. Dag hvern var hann að hitta á stöðinni, þar sem hann sat við skriftir og reikninga. Þangað var gaman að koma og skrafa um liðna tímann við þennan öldung, sem hafði lifað tíma tveggja kynslóða, séð þorpið sitt blómgast og vaxa, séð fólkið hefja sig úr örbirgð til bjargálna og þjóðina skapa full- valda menningarrfki úr danskri hjá lendu. Sjálfur lagði hann fram sinn skerf til þpss ríkis. Það gerði hann með sparsémi sinni, trúmennsku, ósérhlífni í starfi og grandvarleik. 1 nafni fjölmargra vina og sam- herja tjái ég þessum látna sæmd- armanni þakkir fyrir lífsstarf hans, um leið og ég votta ekkju hans og börnum samúð mína í söknuði þeirra nú þegar hann er horfinn. G. Br. Járnsmíði — rennismíði Getum bætt viB okKur verkefnum í jámsmíSi og rennismíSi SmfSum einnig handriS á stiga og svalir. JÁRNIÐJAN s.f. MiSbraut 9. Seltjamaruesi Simar 20831 - 24858 - 37957. Úra- Og skartgripaverzlun Skólavörðustíg 21 (við Klapparstíg). Gull — Silfur — Kristall — Keramik — Stálborð- búnaður - Jólatrésskraut — Úr og klukkur JÓN DALMANNSSON, gullsmiður SIGURÐUR TÓMASSON, úrsmiður íbúðalán Húsnæðismálastjórn ítrekar eftirfarandi auglýsingu sína varðandi iánshæfni um- sókna um íbúðalán: 1. Frá 1. janúar 1964 verða allar umsóknir um íbúðalán að hafa hlotið saniþykki húsnæðismálastofnunarinnar, áður en framkvæmdir við byggingu hússins eru hafnar og afrit af teikningu (í tvíriti) þess, samþykkt af viðkomandi bygging- aryfirvöldum, að hafa áður verið viður- kennt með stimpli og uppáskrift stofn- unarinnar. 2. Þeir umsækjendur uni lán, er hafa í hyggju að kaupa íbúðir í húsum, sem eru í smíðum, verða á sama hátt að tryggja sér samþykki húsnæðismálastofunarinn- ar áður en gengið er frá kaupunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.