Vísir - 07.01.1964, Blaðsíða 2
V í SIR . Þriðjudagur 7. janúar 1964.
IgiliilipiZiipiiiiP
3ÍiMíi
JÓN BIRGIR PÉTURSSON
Þeir keppa fyrír ísland á Olyaipíaleikumm
í morgun fóru utan til
keppni á Vetrarolympíu
leikunum í Innsbruck 4
keppendur, þeir Jóhann
Vilbergsson, Birgir Guð-
laugsson og Þórhallur
Sveinsson, allir frá Siglu
firði, og Árni Sigurðs-
son frá ísafirði. — Með
þeim voru þeir Birgir
Kjaran, formaður 01-
ympíunefndar, sem er
fararstjóri, og Valdimar
Örnólfsson, sem er þjálf
ari. Kristinn Benedikts-
son úr Hnífsdal fór ut-
an fyrir nokkrum dög-
Jóhann Vilbergsson
BIRGIR GUÐLAUGSSON frá
Siglufirði er 22 ára gamall húsa
smiður, sem mun verða þátt-
takandi I 15 km, 30 km og 50
km göngu í Innsbruck. Birgir er
ekki alveg óvanur erlendum
göngubrautum, þvl hann dvaldi
ásamt félaga sínum Þórhalli
Sveinssyni, sem einnig keppir
á þessum Olympluleikum, í
Noregi í hitteðfyrxa, en þar
dvöldu þeir í rúma tvo mánuði
við æfingar.
Þórhailur Sveinsson
Olympíuliðið okkar að þessu
sinni er skipað eingöngu mönn-
um utan af landsbyggðinni og
mun slíkt ekki fyrr hafa gerzt.
Við hittum piltana I gær hjá
Benedikt Jakobssyni, þar sem
þeir voru í þrekþjálfun og rædd
um við þá milli þess sem Bene-
dikt gerði slnar athuganir á
þeim.
JÓHANN VILBERGSSON frá
Siglufirði er sá þeirra OL-fara,
sem mesta hefur reynsluna sem
skíðamaður. Hann er 28 ára gam
all leigubllstjóri og hefur marg-
oft keppt utanlands, og má þar
nefna Olympíuleikana í Squaw
Valley 1960. Jóhann tekur þátt
í svigi og stórsvigi á Olympíu-
leikunum nú, en hann varð Is-
landsmeistari á síðasta lands-
móti í þeim greinum og Alpa-
tvíkeppni.
h.;.
m
Birgir Guðlaugsson
ÞÓRHALLUR SVEINSSON er
félagi Birgis og mun keppa I 15
og 30 km göngu á OL. Þór-
hallur kvað ekki gott að spá
um úrslitin á OL að þessu sinni,
en taldi að Svíar eða Norð-
menn mundu koma til með að
gera skurk í göngukeppninni,
enda hafa þessar þjóðir einvala-
lið, t. d. Assar Rönnlund og
Sixten Jernberg hjá Svíum og
Harald Grönningen og Hallgeir
Branden hjá Norðmönnum. Þór-
Árni Sigurðsson
hallur er yngsti maður Olympíu
liösins að þessu sinni, aðeins 19
ára, en þegar hann kemur heim
frá Innsbruck bíður hans verk-
efni heima á Siglufirði — þá
bíður hans sveinspróf í trésmíði
og vonandi reynast bæði verk-
efnin vel af hendi leyst, 01-
ympíuraunin og sveinsprófið,
ÁRNI SIGURÐSSON frá fsa-
firði er 22 ára gamall þátttak-
andi í svigi og stórsvigi. Hann
er prentari heima á Isafirði og
kveðst hafa haft góða aðstöðu
til skíðaiðkunar f vetur, a. ,m.
k. hafi snjór alltaf verið nægur.
Árni hefur keppt erlendis óg
m. a. f Austurríki, en einnig á
Holmenkollenmótinu, en það var
í hitteðfyrra.
KRISTINN BENEDIKTSSON úr
Hnífsdal, sem fór utan nýlega,
er raunar orðinn Kópa-
vogsbúi nú og starfar hér í
Reykjavík við sölumennsku. —
all, en engu að síður er hann
nákunnur helztu skíðabrekkum
Evrópu, þ. á m. í Austurríki,
þar sem hann dvaldi um alllangt
skeið og náði afbragðs árangri.
Kristinn mun vera í heldur
slakri æfingu, enda hefur hann
ekki haft mörg tækifæri. Snjór-
inn hefur ekki heimsótt sunn-
lenzka skíðamenn f vetur og
því hefur Kristinn ekki getað
æft sem skyldi. Kristinn keppir
í Alpatvíkeppni, svigi og stór-
svigi á Olympíuleikunum í Inns
bruck.
Olympíuliðið okkar á þessum
9. vetrarolympíuleikum hefur
vissulega ekki mikla möguleika
á sigrum, fremur en allur fjöld-
inn á þessum leikum. Hitt er
vonandi, að piltarnir verði ís-
landi til sóma með íþrótta-
mennsku og að þeir nýti förina
til að læra af sér betri mönnum.
Við óskum þeim fararheilla og
vonum allt hið bezta.
STUTTA
samtalid
Það er orðið langt síðan menn
hafa orðið jafn ósammála um dóm
í handknattleik og dóm Magnúsar
Péturssonar á sunnudagskvöldið,
þegar Fram og FH kepptu. Margir
og raunar langflestir báru lof á
Magnús, einkum fyrir frábært mat
hans á aðstæðunum að Hálogalandi
ásamt þeirri spennu, sem vitað var
að yrði í leiknum, en aðrir gerðu
litið úr dómi hans og töldu Magnús
hafa sett á svlð fyrir sjálfan sig
og gert sig að „númeri“ og alger-
lega eyðilagt leikinn fyrir FH.
Við röbbuðum stuttlega við
Magnús j Morgun:
— Ég vissi fyrirfram að ég
hafði verið valinn f erfiðan leik,
sem taka yrði með „trompi“, ég
yrði að standa upp úr, ekki f 5
eða 10 mínútur, heldur allar 60
mínútumar, og ég heíd að mér
hafi heppnazt það, þó erfitt væri.
Mitt álit er það, að aðstæðurnar
að Hálogalandi geri það að verk-
um, að leiki sem þessa verði að
dæma eftir ströngustu gildandi regl
um I hvert skipti. Hér verður fyrst
og fremst að dæma eftir almennri
skynsemi, en ekki hráskinnalögum
eintómum. Ég veit, að á fullstórum
leikvelli hefði ekki þurft að grípa
til svo strangra dóma, — en að Há
logalandi gegnir öðru máli, þar
mundu 14 fílefldir karlmenn hrein
lega kála hver öðrum, ef dæmt
væri eftir vægustu reglum.
— Hvernig stendur á misræml
í dómum milli einstakra dómara?
— Dómarar hér eru aldrei kall-
aðlr saman, ræðast aldrei við, en
standa fyrir utan leikvöllinn og
gagnrýna hvern annan. Dómarar
halda aldrei fundi til að bera sam-
an bækur sínar eða fá fræðslu,
þess vegna eru þessi mál eins og
þau eru.
— Hvernig stóð á margumtal-
aðri brottvikningu áhorfanda úr Há
logalandi?
— Áhorfendur voru allnærgöng-
ulir og voru komnir inn fyrir hlið-
arlinuna margir hverjir og háðu
starfi dómara enn meir en fyrr.
Einn þeirra var þó mjög hvimleið-
ur og stóð oft beint fyrir aftan mig
og lét dynja á mér alls kyns fúk-
yrði, öskur og óhljóð. Kom þar að
lokum, að ég varð að losa mig við
manninn og vísa honum til dyra.
Já, það má segja, að starf dóm-
arans, þessa ólaunaða áhugamanns,
er vanþakklátt og leiðinlegt, það
má sannarlega sjá af ofanrituðu,
sem Magnús Pétursson sagði okk-
ur I morgun.
MAGNUS PÉTURSSON — gamanmynd af honum í dómarahlutverkinu,
gerð af pólskum blaðamanni.