Vísir - 07.01.1964, Blaðsíða 15

Vísir - 07.01.1964, Blaðsíða 15
V$S;I R . Þriðjudagur 7. janúar 1964. 15 sxq 3ZL, - Guð minn góður, hrópaði Leon, blind á hennar aldri — það væri verra en dauðinn. — Ég leit á það sem skyldu mína, að segja ykkur frá þessum ótta mínum, sagði læknirinn, og ég endurtek: Ég hefi engar sann anir. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur og fer nú heim til þess að búa mig betur undir það. Þið verðið að mínir, og minnizt þess, að móð urinni ekkert um þennan grun minn. Hún hefir nóg að bera eins og er. Og nú fer ég, herrar mínir, og minnizt þess, að móð- ir hennar má ekki fara inn í svefnherbergið fyrr en ég veitj leyfi til þess. Leon var svo sorgbitinn og hrærður, að vinur hans komst við. — Reyndu að harka af þér, sagði René og lagði höndina á öxl hans, kannski fer allt vel. — Æ, ég get ekki varizt að búast við hinu versta, — væri ekki trú mín á bjargi byggð mundi ég efast um réttlæti guðs. — Efast um réttlæti guðs, sagði René, þetta máttu ekki segja. — Finnst þér nokkurt réttlæti [í, að slík byrði yrði lögð á þetta barn? Sál hennar er hrein og fögur - hvað Jiefur hún gert til þess að verða fyrir þessum illu örlögum? Og svo á þessi ófreskja í mannsmynd, sem ber 'alla sökina, að valsa um, ef til vill í öruggri trú um, að aldrei komist upp um hann. Ég segi, að ef menn hér á jörðu standa varnarlausir gegn slíkum glæp- um og afleiðingum þeirra gæii maður farið að efast urn rétt- læti guðs. — Þú mátt hvorki efa eða ör- vænta, sagði René. Nú verðurðu að sýna og sanna, að þú hafir karlmannshug í brjósti. Þjónum réttvísinnar mun án vafa heppn- ast að hafa hendur Lhári morð- ingjans. Og hví skyldir þú efast um, að Emma Rósa nái sér. þú lætur ímyndunaraflið hlaupa með þig í gönur. Læknirinn, muntu segja, læknirinn er ótta- sleginn — en ég segi: Ég þekki hann, hann er samvizkusamur og hann gerir ráð fyrir, að hið versta geti gerzt til þess að vera við öllu búinn, og til þess að stæla sig í að leggja sig allan fram, og allir verða þeim mun glaðari, er í ljós kemur að ótti hans var ástæðulaus. Og allir álíta hann meiri lækni fyrir bragðið! Hafði hann ekki sagt, að þetta væri vonlítið, vonlaust, gæti farið illa, — en svo sigr- ast hann á öllu og fær lof allra. Ég trúi því ekki, að Emma Rósa verði fyrir minnistapi eða missi sjónina. Ég held, að hún nái fullri heilsu. Og er það ekki lán í óláni, að þú hefur unnið hylli móður hennar, sem verður þér ævinlega þakklát. - Guð gefi, að svo sé, sagði Leon og þrýsti hönd vinar síns og var hann nú nokkru rórri. Þeir gengu saman inn í húsið. XXVI. Paroli fór út í bæ, þegar hann hafði greitt húsgæzlukonunni í Brochant-götunni húsaleiguna. Hann gekk nú reykjandi eftir Viviennegötunni. Þar fór hann inn í skrifstofu nokkra, sem ann aðist leigu á íbúðum og spurð ist fyrir um húsnæði. Honum var vísað á litla íbúð í húsinu nr. 59 við Gourcelles-götuna. , var búin smekklegum húsgögn- um. Þarna hafði átt heima ung- ur maður, sem var nýgenginn í hjónaband og hafði ekki getað fengið neinn til þess að kaupa innbú sitt þarna, svo að hann ákvað að láta þann, sem tæki við íbúðinni, fá húsgögnin á leigu. Þegar Paroli fór að athuga í- búðina komst hann að raun um, að hún var rúmbetri en ætla mátti; þegar talað var um „litla íbúð á stofuhæð1., því að þarna var forstofa, dagstofa, setustofa, svefnherbergi og sérstakt her- bergi til þess að klæða sig í. Auk þess eldhús, stúlknaher- bergi og kjallari. Leigan var 2000 frankar á mánuði. Húsgögn in voru næstum ný og voru þau fáanleg fyrir 10.000 franka, en munu hafa kostað að minnsta kosti 10.000. Inngangar í íbúð- ina voru tveir, annar frá Cour- cellesgötunni, hinn úr portinu. Kona húsvarðarins sýndi Paroli íbúðina og hann var hinn á- nægðasti með hana. — Er hægt að flytja í hana nú þegar? spurði hann. — Já, strax í kvöld, ef herr- ann óskar þess. — Það er ágætt, og við kom- um okkur sjálfsagt saman. Ég vildi ganga inn í leigusamning- inn, kaupa húsgögnin og borga allt út í hönd. Húsvarðarkonan brosti hin á- nægðasta, því að eigandi hús- gagnanna hafði lofað henni 500 frönkum, ef henni tækist að selja þau. Paroli bað hana nú að hafa samningana tilbúna þá um dag- inn og kveikja upp, því að kalt væri í stofunum. - Ég kem klukkan 9 og þá skal ég borga yður. — Ég skal hafa allt tilbúið. — Hérna, sagði hann, og stakk að henni tveimur gullpen- ingum. — Þetta er allt of mikið, sagði hún ánægð, en var ekki lengi að stinga þeim í vasann. — Ég þarf að fara í búðir, sagði Paroli, og læt senda heim ýmislegt úr búðunum. Skiljið alla pakkana eftir í sama her- berginu. Ég.opna þá sjálfur. Hafið ^hgáE áhýggjur. Herr- apn hefur sjúlfsagt þjóp?. v ’ —- Ég ræð til mín þjón eftir tvo eða þrjá daga. — Þangað til skal ég sjá um allt. — Og hvað heitir herrann - ég spyr líka vegna samningsins? — Já auðvitað. Hann reif blað úr vasabók sinni og skrifaði á það: Angelo Paroli, dr. med., augnlæknir. — Herrann er þá læknir, sagði konan undrandi. — Já, en þér þui-fið ekki að hafa áhyggjur af því. Tilgangur minn er ekki að taka á móti sjúklingum hér. — Það getið þér gert, ef þér óskið þess, — enginn 1 húsinu mundi hafa neitt við það að athuga. — Eru margir leigjendur hér? - Nei, aðeins fjórir, einn á hverri hæð. Og allt efnafólk og í áliti. I þakhæðinni eru her- bergi fyrir þjónustufólkið. — Eruð þér giftar? — Ég er ekkja, og á eina dóttur barna. — Og hún býr vitanlega hjá yður. - Nei, sagði konan, hún er listakona, og kenndi nokkurs stolts í rödd hennar. Og er hún sá undrunina í svip hans bætti hún við: — Já, hún er leikkona, leikur hlutverk ungra stúlkna, — og hún er sem stendur á leikferða- lagi úti á landi. Hún þykir hafa ágæta hæfileika, er 19 ára og mjög fögur. Og ég er stolt af þessari dóttur minni. Hún kem- ur heim eftir nokkra daga. Eins og stendur er hún í Dijon. Angelo Paroli brá dálítið. — Hann minntist leikaranna, sem hann hafði séð þar í kaffistof- unni, þegar hann var að gefa Jacques Bernier gætur. En hann þurfti ekki að óttast neitt. Eng- inn þeirra gat haft ástæðu til þess að veita honum neina at- hygli. - Býst dóttir yðar kannski við að fá hlutverk hér í París? Ekki held ég, að það hafi kom- ið til orða, en það vildi hún víst gjarnan, því að hérna eru fram- tíðarmöguleikamir mestir. Ef þér, dr. Paroli þekkið leikhús- stjóra og ritstjóra, myndi ég yð- ur mjög þakklát. ef þér vilduð mæla með dóttur minni — vit- anlega þá fyrst, er þér hafið séð hana og sannfærzt um, að þér getið með góðri samvizku mælt með henni. — Það gæti svo sem vel kom- ið til mála. Hvar býr hún, þegar hún er hér í borginni? — Hún er ávallt hjá mér. Ég Ieigi lítið herbergi á þakhæðinni, sem ég ávallt hefi tilbúið, er hun kemur. 1 .á % j 'hvftt. "eg giafn, 'fiennar, ef mér Íeyfist að spyrja? — Ættarnafn mitt er Litrod, — en hún ber nafn, sem hljóm- ar betur: Jeanne Dortil. — Þér getið verið viss um, að ég mun reyna að verða henni að liði, standi það í mínu valdi. Paroli bað þvf næst konuna, að muna vel fyrirmæli sín, og hún lofaði að allt skyldi tilbúið klukkan 9. Hann lagði nú leið sína í sölu- búðirnar og hann komst að raun um, að það var ótrúlega margt, sem hann vanhagaði um, og hann keypti líka margt og af ýmsu tagi, og lét senda heim í íbúðina, sem hann hafði leigt. Það dimmdi fyrr en varði, enda var það sá tími ársins, er dimmir snemma. Klukkan var þó ekki nema fimm. Hann lagði nú leið sína inn í veitingastofu og bað um glas af sherry með bitter f. Trader diesel vörubíll Lincoln capri ’54, fallegur Ford ’58, 6 cylindra beinsk. Volsley ’50 ódýr. Austin 10, sendiferða, góður Buick ’49, 2ja dyra sport, beinskiptur. Garant ’58, Chevrolet vél, ódýr. Zephyr ’62 Bifreiðarnar eru iil sýnis. Hr.ndruð annarra bifreiða. 6AMLA BÍLASAUN_ i^<5ai2p RAUÐAR/ SKÚLAGATA 55 — SlMI 15512 LAUGÁVEGI ^90-02 Stærsta úrval bifreiða á einum stað. yf Salan er örugg hjá okkur. v/Miklatorg Sími 23136 ÍWntun p prentsmiöja & gúmmístlmplagerö Elnholtl 2 Slmi 20960 R 1 A Það væri heppni fyrir Afríku ef þú yrðir kyrr Naomi, en þú ætt- ir ekki að láta óskir mínar hafa nein áhrif á ákvörðun þína, dr. Dominie þarfnast þín. Og þú Tarzan? spyr Naomi, þarfnast þú mfn ekki? Ég sagði það ekki, svarar Tarzan. Ég er ekki hugs- analesari segir hjúkrunarkonan, ksei nrvir httj

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.