Vísir - 07.01.1964, Side 5

Vísir - 07.01.1964, Side 5
VÍSIR . ÞriRjudagur 7. janúar 1964. 5 Gautur — Framh. af bls. 16. að halda uppi reglubundnum á- ætlunarferðum milli Þorláks- hafnar og Vestmannaeyja. Senni lega verður farið frá Vestmanna eyjum um klukkan 8 að morgni, en um 4 tíma sigling er til Þor- lákshafnar. - Frá Þorlákshöfn verður farið um 6 leytið á kvöldin, svo skipið verður þá komið til Vestmannaeyja um kl. 12 á miðnætti. 1 sambandi við ferðir skipsins verða ferðir frá Reykjavík. Við höfum s'am- ið við ferðaskrifstofuna Lönd og Leiðir um aila afgreiðslu í Reykjavík. Einnig hefur okkur dottið í hug að efna til ferða út að gosstöðvunum milli áætl- unarferða, en f framtiðinni er ætlunin að leigja skipið í skemmri og lengri ferðir. — Og á hvað seljið þið farið? — Við reynum að stilla far- gjaídinu í hóf. Lfklega bjóðum við upp á fargjald, sem er á milli þess, sem Flugfélagið býð- ur og Herjólfur. En þá er bfl- ferðin til Þorlákshafnar innifal- in. Við vonum að þessar ferðir \ verði til samgöngubóta fyrir Vestmannaeyinga og við skipu- leggjum ferðimar þannig, að þeir geti skroppið til Reykja- vfkur á morgnana og farið síð- an, ef þeim hentar aftur heim að kvöldi. Með því að taka bíl aust- ur til Þorlákshafnar og skipið þaðan sparar fólk sér 5 tíma siglingu, ef miðað er við ferðir Herjólfs, sögðu þeir bræður. 1 skipinu eru 7 tveggja manna klefar og einn lúkar fyrir 5. Einnig verður hægt að taka farþega í borðsal. 1 Gaut eru vistarverur allar hinar vistleg- ustu. 5 manna áhöfn verður á skipinu og verður Ragnar skip- stjóri, en Ingvi vélstjóri. Þessa dagana eru þeir félag- ar að undirbúa skipið fyrir hin- ar væntanlegu áætlunarsigling- ar og ef allt gengur að óskum geta þær hafizt um næstu helgi. Gautur er nýkominn úr slipp, og skilar Landhelgisgæzlan hon um f fullkomnu lagi. Skipið hef ur verið máiað hvftt, og ein- hvern næstu daga verður því gefið nýtt nafn og hyggjast þeir bræður skíra þessa happafleytu Goðanes. Frakkar — Framh. af bls. 16. vegna þess að hún myndi tak- marka veiðisvæði franskra fiski manna við Bretlandsstrendur. Sfðan segir blaðið: „Frakkland og þau lönd önnur sem eru f Efnahagsbandalaginu eru fús til þess að samþykkja hina belg- isku tillögu um þriggja mílna landhelgi, að viðbættu 9 mílna belti þar sem þau ríki mættu fiska, sem eiga söguleg réttindi á því svæði. Varðandi þann dagskrárlið ráð stefnunnar að gera viðskipti með fiskafurðir frjáisari, þá spyr hið franska málgagn, hví Efnahagsbandalagsiöndin ættu að víkja frá hinum sameiginlega ytri tolli sfnum á fiskafurðum, sem farið hefur síhækkandi. Undirstrikar blaðið það, að ekki eigi að ræða um frjálsari fisk- viðskipti á meðan fiskimála- stefna Efnahagsbandalagsins sé ennþá óákveðin. Heimssögulegri pílagríms- ferð Pák páfa lauk I gær Páll páfi VI kom heim úr pfla- grímsferðinni í gær og var fagn- að af gifurlegum mannfjölda, á allri leiðinni frá flugvellinum í páfagarð, og var þröngin svo mikil, að bifreiðin rétt þokaðist áfram. Skömmu eftir komuna í páfagarð ávarpaði páfi mannfjöldann úr glugga iesstofu sinnar og minnt- ist sérstaklega þeirra tengsla sem á hefðu komizt á ný milli Rómar og Miklagarðs, með fundum hans og Aþenagorasar patrfarka, æðsta manns grísk-kaþólsku kirkj unnar, en þau tengsl væru hin mikilvægustu kirkjulegri einingu og friðnum til eflingar, en tilgang urinn með pílagrímsferðum þeirra hefði verið sá og sá einn. Páfi blessaði mannfjöldann. Páfi og Aþenagoras patriarki munu hittast f páfagarði síðar á þessu ári og vék páfi að því í ræðu sinni, að fundirnir í Landinu helga væru upphaf samstarfs og einingar, er ná mundi til allra kristinna manna. Fyrri fréttir voru á þessa leið: Pflagrímsferð Hans heilagleika Páls páfa VI til Landsins helga lauk 'f gær. 1 gær fór hann til Bethlehem fæðingarbæjar Jesú og síðar ræddi hann á ný við Aþena- goras patríark, yfirmann grísk- kaþólsku kirkjunnar, en þeir rædd ust við.i ifyttadág, og,.y£r það í fyrsta skipti í fimm aídir,- sem æðstu jpenn. .rómvprsk-kaþólskr-j ar og grfsk-kaþóískrar kirkju komu saman á fund. N Páfi sagði um fund þennan, að hann vonaði að það reyndist boða gott samstarf til eflingar kristi- legri einingu f heiminum, að þeir hittust einmitt í Landinu helga. Deginum í fyrradag, sem var annar dagur pflagrímsferðar páfa varði hann að mestu á helgum stöðum f Israel, en kom aftur til Jerúsalem I fyrrakvöld og gisti þar í nótt. Á leið til hinna helgu staða f ísrael og á helgistöðunum sjálf um var páfa tekið með lotningu af tugþúsundum manna, sem stráðu blómum á braut hans hvar Páll páfi VI. sem hann fór, krupu á kné og reyndu að kyssa klæðafald hans. •Til dæmis um -mannfjöldann, sem -'hvarvbth'á1' safnaðist samans!,lhá nöfna áð í'Nazaret-þorpi einu söfn uðúst saman um eitt hundrað þús und manns til þess að vera þar um leið og hann, og svipaða sögu er að segja annars staðar frá. Hvarvetna blöktu fánar Vatikan- ríkisins og Israel, en daginn áður í Jórdaniu fánar Vatikanríkisins og Jórdaniu. Að lokinni verunni í Nazaret fór páfi til til stranda Galileu vatns, kom á stað hinnar heilögu kvöldmáltfðar og sagði messu í kirkjunni, sem byggð var yfir staðinn, þar sem engillinn birtist Maríu mey. Áður en páfi fór frá ísrael mælti hann nokkur orð til varnar gagnrýni þeirri, sem Pius páfi XII varð fyrir, en hann sat á páfastóli á tfmum síðari heimstyrj aldar. Var gagnrýnin f þá átt að hann hefði ekki beitt sér sem skyldi til þess að lina þjáningar manna af völdum heimstyrjaldar- innar og afstýra hörmungunum eins og þeim, er 6 milljónir Gyð- inga voru myrtar. P^Jl páfi kvaðst hafa kynnt sér þetta mál og hann væri þess fullviss, að Pius páfi hefði gert allt, sem f hans valdi stóð til að lina þjáningar manna og afstýra hörmungum. Á laugardag hófst pflagríms- ferð páfa með því að hann ók til flugvallar fyrir utan Rómaborg til þess að leggja upp í fyrstu flugferð, sem rfkjandi páfi hefur nokkum tíma farið. Segni forseti Italfu og Aldo Moro forsætisráð- herra voru meðal þúsundanna, sem viðstaddar voru til þess að kveðja páfa. — Páfi fiaug í þotu og á leið sinni yfir Grikkland, Kýpur, Sýrland og Líbanon sendi hann æðstu ■ mönnum þessara landa kveðjur. Lent var í Ámman og tók -Hussein konungur þar á móti pSfa og helztu ímenn lands- ins. I þotudyrunum blessaði páfi mannfjöldann sem safnazt hafi saman á flugvellinum, og meðan han gekk niður landgöngustigann og heilsaði konungi og fyigdarliði var skotið af fallbyssum 21 heið- ursskoti. Á leiðinni til hins jórdanska hluta Jerúsalems fór páfi fótgangandi eftir Via Dolorosa, veginum, sem Kdstur fór með krossinn á herð- um sér. Páfi sagði messu í Kirkju hinnar helgu grafar og átti bænar stund f garðinum Getsemane. Páfi og Aþenagoras hittust á Olfufjallinu. öll pílagrfmsferðin og fundur, þessara tveggja kirkjunnar manna teljast tii heimssögulegra við- burða, að áliti allra. — Um 2000 fréttamenn og fréttaljósmyndarar fóru til Landsins helga til þess að lýsa öllu og um heim allan fengu menn að fylgjast með öllu með blaðalestri, og í sjónvarpi og út- varpi. Páfi hefir alla tíð lagt áherzlu á, að pflagrímsferðin væri ein- vörðungu farin til eflingar kristi- legri einingu, en hefði engan stjórnmálalegan tilgang. I síðari frétt segir, að Páll páfi hafi messað í Fæðingarkirkjunni í Betlehem eftir komu sfna þang- að f morgun. I ræðu sinni hvatti hann til einingar allra kristilegra kirkna. Hann hvatti kaþólsku kirkjuna til einingar og til annarra kirkna að hverfa aftur til hennar, og hann hvatti allar þjóðir til þess að glæða skilning sinn á kristindóminum, hinu frið samlega hlutverki hans, og óskum kirkjunnar um frið og réttlæti. . Fólk hafi farið að sáfnazt sam an fyrir sólarupprás til þess að komast í kirkjuna eða bara til þess að sjá páfa, og var kirkjan fullsetin löngu áður en hann kom. Páfi hélt þar næst aftur til Jerúsalem til sfðari fundarins með Aþenagorasi patríarka, sem hann bar lof á fyrir viðleitnina til efl- ingar kristilegri einingu. A FJOLLU. i BBysfarir t Eyjum á Þretfándanum Vestmannaeyingar kvöddu jóiin í gærkvöldi með viðhöfn og í góðu veðri. Farnar voru blysfarir á fjöll og skotið flugeidum og siðan var fjölmenn skrúðganga og blysför um bæinn. Gosið — Framh. af bls H- hafi verið nokkuð orðum aukin. Dr. Sigurður sagði að gígurinn í Surtsey stæði nú alveg á þurru og hefði myndazt annar minni gfgur inni í stóra gfgnum. 1 gær þeytti þessi litli gígur upp ösku, bland- inni gufu, sem oft gerist í útfjar- andi gosum. I gígnum kraumar og sér þar á glóð. Greinilegt er, sagði Sigurður, að enn er gos í Surtsey þótt mjög sé það í rénun. ' Enn eru hræringar f sjónum á nýja gosstaðnum norðaustan við Surtsey. Sagðist dr. Sigurður hafa séð í gær greinilegan öskulit á sjónum á þessu svæði, sem bendir ótvírætt til þess að þar sé enn gds f gangi. Félagar úr knattspyrnufélaginu Tý gengu á Hána, sem er fjall vestur af Vestmannaeyjakaupstað. Þar uppi kveiktu þeir 13 blys, eitt fyrir hvern hinna 13 daga jóla, og skutu flugeldum. Mynduðu þeir síðan ýmis orð og tákn með blys- unum uppi á Hánni, svo sem ár- taljð 1964 og orðið Týr. Eldletur þetta bar kýrt við kvöldhimininn. Blysfararnir sneru síðan niður í kaupstaðinn klæddir jólasveinabún ingum og fyrir þeim fór hringjari, sem hringdi jólabjöllum í sífellu. I Mikill mannfjöldi safnaðist um- hverfis þá, er þeir komu af fjöllum ofan og var síðan farin blysför um sýningu, sem sást vel neðan úr bænum. , Að loknum þessum blysförum og ánægjulegri útivist fjölda fólks í góðu veðri var haldinn grímu- dansleikur í samkomuhúsi Vest- bæinn, blysfararnir af fjöllunum að | mannaeyja. Eyverjar, félag ungra sjálfsögðu 1 broddi fylkingar. | sjálfstæðismanna í Vestmannaeyj- Skátar í Vestmannaeyjum fóru | um, hélt þennan dansleik. ÖII þessi aðra blysför f gærkvöldi, upp á hátíðahöld f Eyjum fóru fram með Helgafell, og höfðu þar flugelda- i mikilli prýði f gærkvöldi. i irrrr^ncarmxtrvaa MIKILL TAP- REKSTO KLM Hollenzka flugfélagið KLM hefir undangengin ár verið rek ið með miklu tapi og gizkað er á að tapið á árinu sem leið verði sem svarar til nærri 630 milljóna íslenzkra króna, enda er nú hollenzka ríkisstjórnin, sem á 70% hluta i félaginu, að taka í taumana. Samkvæmt fréttum frá Haag er öll stjórn félagsins að fara frá, samkvæmt bendingu flutn- ingamálaráðherrans Johannesar van Aartsen. Áður hafði framkvæmda- stjórinn látið af störfum og fleiri háttsettir starfsmenn fé- lagsins, vegna þess „óróleika innan félagsins“, sem stafaði af fjárhagserfiðleikunum. Á síð- ustu árum hefir verið rekstrar- halli á hverju ári og búizt við, að hann verði á nýliðnu ári um 55 milljónir gyllina. Ekki er kunnugt eins og sak- ir standa um fyrirætlanir af hálfu stjórnarinnar varðandi framtíð félagsins. a

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.