Vísir - 07.01.1964, Page 8

Vísir - 07.01.1964, Page 8
8 V1 SIR . Þriðjudagur 7. janúar 1964. * Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði 1 lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. 3^'—ms Fullnýtum sjávaraflann A árinu sem nýliðið er var fiskaflinn 8% minni en ár- ið 1962, eins og greint var frá hér í blaðinu í gær. Stafar þessi minnkun af því að síldveiðin var mun minni, Hins vegar kemur í Ijós að verðmæti sjávarafl- ans er mjög svipað og árið áður, eða um 3,5 milljarðar króna. Þetta er mjög athyglisverð staðreynd. Orsökin er sú að aflinn var gerður verðmeiri hér innanlands áður en hann var fluttur út — betur úr honum unnið. Þannig var t. d. mun meira saltað af síldinni en flutt út sem lýsi og mjöl. Hið aukna aflaverðmæti undirstrikar hina miklu nauðsyn þess að vinna betur sjávaraflann en við höf- um hingað til gert. íslenzki fiskurinn er bezta hrá- efni í heimi, svo ferskur berst hann yfirleitt á land. En það sem okkur skortir er að gera úr honum full- unna, vandaða vöru. Á þann hátt eykst verðgildi hvers kílós margfaldlega, eins og bezt má sjá af síld- inni. Því er brýn nauðsyn að reisa fullkomnari fisk- iðjuver, niðursuðuverksmiðjur og vinnslustöðvar, jafn- framt því sem gera verður sölukerfi sjávarútvegsins nýtízkulegra og leita nýrra markaða af miklu mejjpaj, kappi og forsjá en fram til þessa hefir verið gert. Þannig verða tekjur sjómanna, útgerðarmanna og þjóðarinnar í heild stórlega auknar — jafnvel þótt afla- magnið standi í stað. Og á einu má þegar byrja: auka vöruvöndunina í sjávarútveginum frá því sem nú er og eftirlitíð með því að fiskurinn sé gerður að gæða- vöru með þeim vinnslutækjum sem þegar eru fyrir hendi. |>essa mánuðina rís stór síldarniðursuða af grunni suður í Hafnarfirði. Það fyrirtæki er reist í samráði við Bjelland, hinn heimskunna norska iðjuhöld, sem selja mun framleiðslu verksmiðjunnar erlendis. Hér er verið að stíga mjög skynsamlegt spor, þar sem er- Iend reynsla er hagnýtt í íslenzkum fiskiðnaði. Á þeirri braut ætti að ganga lengra. Það er ein leiðin til þess að stórauka verðmæti þess afla, sem íslenzkir sjómenn draga á land. Uggvænlegar tollahækkanir |Jm áramótin lækkuðu EFTA-löndin tolla sína inn- byrðis niður í 4%. Það þýðir, að við verðum að greiða 10% toll í Bretlandi af freðfiski og síldarafurðum, með- an Norðurlöndin flytja þangað afurðir á aðeins 4% tolli. Og um áramótin hækkuðu EBE-löndin tolla á fiski um þriðjung af áætlaðri heildarhækkun. Það þýð- ir, að þá er tollur á freðfiski orðinn 12% í Þýzkalandi og Hollandi, en var enginn áður allmikinn hluta ársins. Og tollur á ísfiski hækkar upp í 10% í Þýzkalandi, en var enginn áður. Þetta sýnir vandkvæði okkar íslendinga á því að standa utan við efnahagssamvinnu Evrópu. Það sýnir einnig hver nauðsyn það er að við tökum þátt í þeirri samvinnu. Því fyrr, því betra. - > Sjónvarpið í Finnlandi er frá- brugðið sjónvarpi hinna Norður landanna, raunar ólíkt sjónvarpi hvarvetna 1 heiminum. í Finn- landi er gerður greinarmunur á rfkissjónvarpinu og auglýsinga- sjónvarpinu á þann hátt að finnskir áhorfendur geta án þess að skipta um stöð fylgzt með hvorutveggja sama kvöldið, en þeir eiga einnig kost á sérstöku sjónvarpi, sem auglýsir en býð- ur einnig upp á fyrsta flokks efni. Þetta finnst sumum bera vott um skipulagsleysi. Elzta sjónvarpsstöðin I Finn- landi, TESVISIO, hóf starfsemi sína 1955 og ræður yfir eigin út- sendingarneti, sem nær þó tak- markað um Finnland. Þetta er einkafyrirtæki. Tveimur árum síðar skaut MAINOS-TV-RE- KLAME, upp kollinum, hrein- ræktað auglýsingasjónvarp, sem sendir á kerfi, sem ríkissjón- varpinu var ætlað. Ríkissjón- varpið SUOMEN TELEVISIO gat ekki hafið starfsemi sína fyrr en 1958. Þessar tvær stöðv ar nota báðar sama sjónvarps- kerfið, sem nær um 90% af Finnlandi. — Við sjónvörpum vikulega i 28 — 30 klukkustundir, segir forstjóri Tesvisio, Váinö J. Nur- mimaa. Reksturinn byggist á Einn upptökusalurinn í hinu nýja sjónvarpi í Freðriksberg fyrir utan Helsingfors. Það var vígt 1961. pvenjulegt skipuiag p auglýsingatekjum, en auglýsing ar hjá okkur eru fyrst og fremst svonefndar „spots“ því við er- um hættir að sjónvarpa hrein- ræktuðum auglýsingakvikmynd um, þannig að auglýsingar og annað efni er rækilega að- greint, eins og í dagblöðum. Auglýsingum er sjónvarpað milli þátta, þegar um eðlileg hlé er að ræða, þó ekki oftar en á fimmtán mínútna fresti. Við notum aðeins sjö mínútur af hverri klukkustund til aug- lýsinga, og auglýsingar mega ekki taka meira en 10% af öll- um sjónvarpstímanum. Við slít- um ekki kirkjulegar sjónvarps- sendingar eða barnasendingar. Við erum strangari heldur en MAINOS-TV-REKLAME sem notar allt upp í 20% af sjón- varpstímanum fyrir auglýsingar og gerir ekki mun á barnatíman um og öðrum útsendingum. — Auðvitað leggja auglýsend ur harðar að okkur um að láta skemmtilegt og vinsælt efni fylgja auglýsingum sinum held ur en þeir gera gagnvart MAIN OS-TV-REKLAME, sem hefur ó- takmarkaðan senditfma. En við látum það ekki á okkur fá vegna þess að TESVISIO er ekki gróða fyrirtæki, við greiðum hluthöf- um engan arð, tekjur okkar fara til uppbyggingar stöðvar- innar og nokkurra styrkveit- inga. Við mundum ekki sjón- varpa ef við hefðum ekki tök á að búa til góðar myndir. Að dómi Nurmimaa er ekki beinlfnis skortur á starfskröft- um við sjónvarpíð, Hann telur að þeim fjölgi f réttu hlutfalli við þá möguleika sem skapast til starfa innan sjónvarpsins. Hann segir að TESVISIO fram- leiði 45% af sjónvarpsefni sínu með innlendum kröftum, en bendir á að á hinum Norður- löndunum sé langmest um keyptar erlendar kvikmyndir. Þá bendir forstjórinn á að samkeppnin mílli sjónvarps- stöðvanna í Finnlandi sé ekki frjáls að því leyti að TESVISIO sé fremur hugsjónastarfsemi^tn hin sjónvarpsfélögin. Hann mótmælir þeim orðrómi að bandarískt fjármagn renni til starfsemi TESVISIO og segir að ef svo væri mundi sjónvarps stöðin ekki búa við jafn litið útsendingarnet og raun ber vitni. Félagið hefði heldur ekki við þá erfiðleika að stríða í stækkun og uppbyggingu, sem gert hafa vart við sig. MAINOS-TV-REKLAME hefur sótt um leyfi til að fá að setja upp eigin útsendingarkerfi um Finnland. Það mál er f athugun, en forstjórar beggja hinna félag anna benda á talsverða galla og hættu í sambandi við þá um- sókn. Þeir segja að þá verði samkeppnin öllum ofviða og hættan sú að stærri hluti útsend inga verði auglýsingar heldur en nú er. Forstjóri SUOMEN TELEVISION telur að finnska ríkisútvarpið hafi gert rangt að leyfa MAINOS-TV-REKLAME að nota sjónvarpskerfi rfkisút- varpsins, sem hefur hafnað öll- um auglýsingum. MAINOS not- ar okkar sjónvarpsnet., tæki og starfsfólk og almcnningur er hæt.tur að gera greinarmun á þessum tveimur fyrirtækjum, vegna þess að hann veit aldrei hvort félagið annast útsending- ar þennan og þennan tfmann. Frceg negrasöngkona heimsœkir ÍSLAND Ein frægast? mezzo-sópran- söngkona Vesturheims, negra- söngkonan Betty Allen kom hingað til iands á laugardag. Mun hún syngja á tveimur tón- leikum hjá Tónlistarfélaginu og síðan hjá Sinfónfuhljómsveit- inni. Betty Allen hefur hlotið heimsfrægð nú á fáum árum, hún hefur sungið vfða um lönd i öllum heimsálfum, bæði á sjálf stæðum hljómleikum og í óper- um. Haustið 1961 fór hún i söng leikaför um Norðurlönd og söng þá hér í Reykjavík. Á sama ári ferðaðist hún um Þýzkaland og söng í E-dúr messu Schuberfs, í Stabat Mater eftir Rossini, 9. symfóníu Beethovens og Ödipus Rex eftir Stravinski. Fyrstu hljómleikar hennar hjá Tónlistarfélaginu verða á þriðju dag og eru á söngskránni lög eftkf Mozart, Schubert, Brahms, Bizet, Grieg, Sinding, auk laga eftir bandarísk tónskáld. )

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.