Vísir - 07.01.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 07.01.1964, Blaðsíða 7
VlSIR . Þriðjudagur 7. janúar 1964. Lýsing á jbv/ hvernig skemmtun breyttist í skelfingaræði, þar sem 130 manns létu lífið. var farinn að brenna fyrir neð- an hann og afréð að hringja ekki að sinni neyðarbjöllu, fyrr en séð væri hvað hættulegt þetta væri. En þá gerðist það að neyðarbjöllukerfið fór sjálf- krafa að hringja vegna hitans á brunastað, en ekki veittu menn því mikla athygli, því að það var ekki sterkur bjöllu- hljómur, heldur fremur lágt suð líkt og í þjónustubjöllu. Jgn þá gerðist annað atvik í stóra danssalnum, sem gerði fólkinu bylt við. Reykur barst upp í salinn. 1 einu vet- fangi greip fólkið æði. Kona ein, sem var í salnum lýsir þessu svo: „Við höfðum verið að skemmta okkur, að dansa og syngja. Allt í einu tók ég eftir þvf að fólkið þaut yfir f annan enda salarins og varð troðning- ur. Ég hélt í fyrstu að það hefði verið komið með brauð- samlokur eða sælgæti, sem fólkið sækti svo í, en skyndi- Iega varð mér Ijóst, að eldur var kominn upp í skipinu. — Við vorum í fyrstu hepp- in, klefi okkar var skammt frá og ég og maðurinn minn fórum f björgunarvestin. Síðan héldum við út að björgunarbátnum húsinu. Fólk hljóp í æði út af skemmtistöðunum, allt var á fleygiferð um þilförin, hjón týndu hvort öðru og komust ekki til svenklefa sinna, þar sem eldurinn hindraði för. Kon- ur vöktu börnin, sem sváfu og klæddu þau og sumir hafa ljót- ar sögur að segja af þjónustu- Iiðinu, það veitti fólkinu litla sem enga aðstoð, en ruddist sjálft upp í björgunarbátana. Þess voru mörg dæmi, að skip- verjar notuðu tækifærið til að ráðast inn í vínstúlkurnar og fá sér áfengi. Kona meðal far- þeganna lýsir þessu svo: „Ég fór ásamt hundruðum annarra að stóra barnum og það sem ég sá þar hneykslaði mig. Hópur manna úi áhöfninni, sennilega um tylft, sat þar við barinn og var að drekka áfengi beint af stút. Þetta voru allt Grikkir, þeir voru háværir og hlæjandi. Ég reiddist, gekk að einum þeirra og sagði honum að hann ætti að vera frammi á skipinu að berjast við eldinn, en ekki að drekka. Hann hló þá bara upp í opið geðið á mér, tók síðan enn' einn gúlsópa af flöskustútnum. Þetta virtíst ó- trúlegt, hér vár enginn maður númer 19. Það hafði verið efnt til björgunaræfingar fyrsta dag- inn sem við vorum á skipinu. Þá hafði allt farið skipulega fram og rólega, konurnar og börnin staðið fremst og næst bátnum, karlmennirnir fjær en nú þegar eldur var kominn upp, var þetta allt öðru vfsi. Fólk reikaði fram og aftur. Það var eins og eng- inn væri til að stjórna neinu. Við vorum send niður í matsal, síðan skipað að fara upp aftur. Það var eins og allir væru að gefa fyrirskipanir, ekki bein- línis öngþveiti en stjórnlaus ruglingur og skortur á æfingu. — Ég var þurr f hálsinum og maðurinn minn fór inn f næstu vínstúku að sækja mér vatn að drekka, sfðan hef ég ekki séð hann, þvf að rétt á eftir var okkur konunum skipað að fara í lffbát nr. 17 og hann settur niður." 'P'arþegarnir hafa margar sög- ur að segja af uppnáminu, sem varð á skipinu, eldurinn virtist breiðast mjög fljótt út og verst var fumið og skipu- lagsleysið hjá sjómönnunum. Lítið samband var milli Zarbis skipstjóra og þeirra sem voru á lægri þilförum eða áttu að stjórna lífbátunum. Fólkið í kvikmyndasalnum heyrði fyrst snark f eldinum, en hélt að bað væri snark í filmunni, síðan ruddist það út úr kvikmynda- með valdi til að banna þeim þetta.“ Þrátt fyrir rugling og stjórn- leysi munu nær allir farþegarn- ir í fyrstu hafa farið til klefa sinna til að ífæra sig björgun- arvestum. En loftræsingin var góð í klefunum og_mun eldur- inn hafa fengið súrefni við það að klefadyr voru opnaðar og gaus hann nú upp. JPnn aðhafðist skipstjórinn fátt f stjórnklefa sínum, nema að gefa undirmönnum sínum fyrirmæli um að reyna að slökkva eldinn. Kl. hálftólf varð lítilsháttar sprenging á eldsvæð- inu og þá leyfði skipstjórinn loftskeytamanninum að senda fyrsta skeytið, um að eldur væri í skipinu, en hann til- kynnti að líklega mætti slökkva hann. Loftskeytaklefinn var fyrir aftan stjórnklefann rétt yfir stóra danssalnum, eða beint yf- ir aðaleldsvæðinu. Reis eldurinn nú smámsaman upp, enda var slökkvikerfi skipsins ekki í lagi, dælur stöðvuðust og slökkviliðsmenn stóðu með tómar slöngurnar móti eldinum. Það var ekki fyrr en kl. nærri hálf eitt, nánar tiltekið 12,22, sem loftskeytamaðurinn Dimitris Zegenis, sendi út fyrsta algera neyðarkallið, en þá var reykurinn líka farinn að smjúga inn f klefa hans. Hann sendi skeytið út aðeins f fimm mínútur og heyrði bandaríska strandþjónustan í 5 þúsund km fjarlægð skeytin. Á skammri stundu hafði eldurinn magnazt svo, að loftskeytamanninum var ekki lengur vært í klefan- um, setti hann þá framlengingu á loftskeytatækin og stóð fyr- ir utan klefann og sendi síðasta skeytið: „SOS frá Lakonia, síðasta skeyti, ég get ekki verið lengur í loftskeytaklefanum. Við erum að yfirgefa skipið. Gerið svo vel, að hjálpa þeg- ar í stað.“ Þannig er lýsingin af einum alvarlegasta þætti þessa sjó- slyss. Zarbis skipstjóri hélt því fram, þegar kom í land, ■ að hann hefði gefið fyrirmæli um að senda út neyðarskeyti strax og neyðarbjöllur fóru að hringja Björgunarstarf um morguninn, björgunarbátar og þyrilvængjur hjá flakinu af Lakoniu. f skipinu. Hvor frásögnin, sem er rétt, þá er það staðreynd, að það var ekki fyrr en á sfð- ustu stundu, þegar loftskeyta- maðurinn varð að flýja úr klefa sfnum sem fullkomið neyðarskeyti heyrðist. fjvf næst kemur annar al- varlegasti kafli atburð- anna, sem olli dauða flestra. Hann gerðist á efsta þilfari við lífbátana. Það er staðreynd, að björgunarbátar skipsins voru yfrið nógir, þeir gátu tekið 1700 manns, en samtals voru aðeins 1030 á skipinu. Ef allt hefði tekizt vel við þá, þurfti varla nokkurt mannslíf að tap- ast. En þvf var ekki að heilsa, ýmist virtust blökkir og dav- íður vera í ólagi eða það skorti kunnáttu og æfingu í að fara með það. Hinir nýráðnu sjó- menn virtust ekki kunna að fara með þessi tæki. Hér kemur nú nokkuð við sögu maður sá sem stjórnað hafði skemmti- kröftum, George Herbert. Hef- ur honum verið lýst sem hetju á neyðarstund. Skömmu áður hafði hann beitt sér fyrir gamni og gleði á grfmuballinu, nú reyndi hann að lyfta athygli fólksins frá hættunum og leysa það úr örvæntingaræðinu. Þ egar skipsmenn sögðu farþeg unum að fara niður í borð- Framhald á bls 13

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.