Vísir - 07.01.1964, Blaðsíða 13

Vísir - 07.01.1964, Blaðsíða 13
V1 S I R . Þriðjudagur 7. janúar 1964. 13 ¥örður Hvöt HeimdaBlur Óðinn Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður I Sjálfstæðishúsinu miðvikudaginn 8. janúar kl. 20,30. DAGSKRÁ: 3. Spilaverðlaun afhent. 1. Spiluð félagsvist. 4. Skemmtiatriði. 2. Ávarp: Bjami Benediktsson, forsætisráðherra. 5. Dans. Sætamiðar afhentir í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í dag kl. 5—6 e. h. Húsið opnað kl. 20,00. Lokað kl. 20,30. SKEMMTINEFNDIN LAKONIA -4- Framhald af bls. 7 salinn og bíða þar, gekk hann gegnum reykinn inn á stjórn- pallinn og skoraði á skipstjór- ann, að gefa farþegunum skip- un um að fara að björgunarbát- unum. Zarbis skipstjóri féllst á það, en tók fram, að enn um sinn mætti ekki setja bát.ana á sjóinn. Fólkinu var nú aftur skipað að bátunum, en þá leið ekki á iöngu áður en eldur brauzt út um stjórnborðshlið- ina. Aftur hélt George Herbert á fund skipstjóra, lýsti ástand- inu og fékk ieyfi hans til að konur, börn og eldra fólk yrði lfetóði/JaiKu ,í .Jjátana. En .þeg£r hann kom aftur var öngþveiti að ná valdi á fólkinu, hópur sjómanna úr áhöfninni hafði safnazt saman í tveimur bátum og ætlaði að yfirgefa skipið, en Herbert réðst að þeim, rak þá úr bátunum og stigu nú konur og börn um borð í þá. Kona ein lýsir reynslu sinni svo: Það var hræðilegt að síga niður með bátnum. Hann lækk- aði í fyrstu, síðan hékk hann í laiisu lofti og hallaðist. Háseti fór að höggva. á vírana með öxi, en þeir voru svo ryðgaðir, að báturinn gat ekki færzt neð- ar. Allt í einu hrapaði báturinn niður, þar til hann staðnæmd- ist og hékk um 10 fet yfir haf- fletinum. Enn hallaðist hann svo mikið að við hrúguðumst í annan endann. Nú höfðu há- setarnir horfið og við urðum að vinna að þvi sjálf að koma bátnum niður. Loks féll hann með braki og brestum niður á hafflötinn. Dátarnir voru ekki útbúnir eins og þeir áttu að vera. I þeim voru éngin teppi, eng- inn matur, engin blys eða vasa- Ijós. í sumum bátunum var svo þröngt, að lítil tök voru á að róa, farþegarnir og jafnvel sumir skipverjarnir voru óvan- ir áralagi og sumir misstu ár- arnar útbyrðis. Verst var að logandi skipið rak að bátunum og fólkið stritaði við að komast undan því. Á einn bátinn vant- aði stýri. ,Aðrir fylltust af ?jó. ’verið vár að setja lífbátaria rrið- ur. Því æði og skelfingu sem kom á fólkið er vart hægt að lýsa, talíur stóðu á sér, davíður brotnuðu og bátar komu jafn- vel niður á hvolfi en réttu sig við. Netum og köðlum var kast- að niður á borðstokkinn, fólk klifraði niður það í myrkrinu, en þegar það kom niður í sjó- inn hafði bátinn rekið frá. Tveir piltar köstuðu sér samtímis niður úr mikilli hæð og lentu þá á einum bátnum og létu líf- ið. Fjöldi fólks missti af bátun- um og flekum, sem kastað hafði verið út. Margt af þessu fólki átti eftir að fljóta í björg- unarvestunum í sex til sjö klukkustundir. Sem betur fer var sjórinn hlýr eða um 18 stig og engir hákarlar á þessum slóðum. En fyrir margt af þessu fólki, sem var aldrað og veikl- I SENDISVEINN ÓSKAST Röskur sendisveinn óskast nú þegar hálfan eða allan daginn. Ludvig Storr. Laugaveg 15. TELPA ÓSKAST x Góð og áreiðanleg telpa óskast til að gæta barns 3 tíma á dag. Uppl. f síma 10536. SENDISVEINN ÓSKAST hálfan eða allan daginn. Litróf, sími 17195. ATVINNA ÓSKAST Ungur og ábyggilegur maður óskar eftir vinnu eftir kl. 4 á daginn og um helgar. Hef bílpróf. Alls konar vinna kemur til greina. Uppl. í síma 18076 eftir kl. 6 á daginn. » VIÐGERÐIR Gerum við kaldavatnskrana og WC-kassa. Vatnsveita Reykjavíkur, símar 13134 og 18000. að var biðin of löng. Þar sem skipbrotsfólkið ým- ist flaut í sjónum eða húkti á plönkum eða í björgunarbátum blasti við þeim stórkostleg sjón í næturmyrkinu. Eldtungurnar gusu út um glugga og hurðir og logar risu hátt í loft upp. El3- urinn breiddist óðfluga út, stjórnklefinn varð alelda og féll niður', stálið í skipinu mið- skips varð glóandi eins og í smíðadeiglu, eldsnarkið heyrðist langt út yfir hafflötinn. meðan flúði skipstjórinn úr stjórnklefanum og til manna sinna, þeir létu undan síga aftur eftir skipinu, en fengu lítið að gert. í dögun voru 200 manns ennþá í skutnum. En þá þegar háfði hjálpin boritífj.'Sandaríska strgjjdgag?l- an kom boðum til nálajgra skipa að fara til hjálpar. Tvö skip komu nokkurn veginn sam tímis á staðinn eða um kl. hálf fimm, argentínska skipið Salta, 10 þús. tonna, sem sneri sér aðallega að því að bjarga fólki frá hinu brennandi skipi og frá nálægum björgunarbát- um og hafði um morguninn tekið um 500 manns um borð og brezka skipið Malcolm, 5 þús. tonn., sem lýsti hafflötinn upp og reyndi að bjarga fólki sem flaut í hafinu eða lá á litlum flekum, tókst þeim að bjarga um 150 manns. fleiri skip komu aðvífandi með morgni. í" morgunsárið komu banda- rfskar björgunarflugvélar frá Azor-eyjum og hafa flug- menn úr þeim gefið skelfilega lýsingu af því sem fyrir augu bar. — Við sáum skipsbáknið brennandi f morgunskímunni. Stálið í því glóði af hitanum. Á stóru svæði allt í kringum skipið sáum við líkama fljóta í vatnsskorpunni. Það var eng- inn vafi á því að margir þeirra voru liðin lík. Við sáum Iítið barn, sem flaut í björgunarvesti fullorðins manns, það var aug- sýnilega dáið. Rétt á eftir sáum vlð ;að maður í björgunarvesti , : veifaði til okkar. Þannig- flutU' lifandi menn og lík hvað innan um annað. Það var Ifka átak- anlegt að sjá gömlu konuna, sem lá á bakinu f björgunar- vesti sínu. Hún veifaði báðum höndum til okkar. Við vörpuð- um gúmmíbáti niður til hennar, en það var orðið of dregið af henni til þess að hún kæmist upp í hann. Tj’nn voru menn f skipinu, tórðu þar meðan eldurinn færðist aftar, enn voru sumir þeirra að kasta sér útbyrðis og sumir. þeirra týndust. Loks var baráttan gefin upp, sfðustu mennirnir fóru frá borði niður í stóran gúmmfbát, sem þeir höfðu fengið og siðastur gekk frá borði sjálfur skipstjórinn. Björgunarskipin sigldu með fólk ið til næstu hafna, margir voru lagðir á land á Madeira. Kom- an þangað varð öðru vísi en þeir höfðu ætlað, óvissa og ótti um maka og vini, sem fólk hafði orðið viðskila við. 1 stað jólagleði beið þessa örþreytta, þjáða fólk sjúkrahúslega. En þeir sem rólfærir voru sóttu eftir því að komast sem fyrst heim með flugvél. Þegar það steig f land á Madeira voru sumir ennþá í leifunum af grímubúningi sin->--'‘í> um, sumir karlfnennirnir vorufrsu' enn í rifrildi af kjól með litað- ar neglur, en bréfhattarnir höfðu farið fyrir lítið, aðrir voru blóðrisa, þeir höfðu bar- izt fyrir Iffi sínu þessa skelf- ingarnótt á glóandi risaskipinu. Daginn eftir tók norskur dráttarbátur skipsskrokkinn í tog ög var ætlunin að reyna að koma honum til hafnar, en áð- ur en það tækist hvolfdi flak- inu og það sökk við vestur- strönd Afríku. Dansskóla Hermanns, Reykjavík Innritun nýrra nemenda hefst í dag þriðjudaginn 7. janúar frá kí. 10—12 f.h. og 1—6 e.h. og stendur yfir til föstudags. Skírteir- verða afhent laugardaginn 11. janúar í Skátaheimilinu frá kl. 3-6. -k

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.