Vísir


Vísir - 07.01.1964, Qupperneq 4

Vísir - 07.01.1964, Qupperneq 4
VISIR . Þriðjudagur 7. janúar 1964. HSK&I&&. ^&feðus8E!ií* Átján hátar fengu 12 þús- und tmnur í gærkvöld Samkvæmt upplýsingum frá sílcl arleitarskipinu Þorsteini þorskabít fengu 18 bátar um 12.000 tunnur í gærkvöldi og nótt á sömu slóðum og áður eða rétt vestan við Skeið arárdýpið eða þar f kantinum. Veð ur var erfitt, bræla á sunnan í gærkvöldi og sló til suðvesturs með morgninum. Bátar héldu til Eyja með aflann. Brunaskemmdir Um hálf átta leytið var slökkvi- liðið kvatt vegna elds að Skafta- hlíð 34. Þar í húsinu hafði rusl staðið fast í sorprennu og til þess að reyna að losa um stífluna hafði ein hver húsverja kveikt í ruslinu. — Þarna var bæði um bréf að ræða og einhver önnur eldfim efni, þann ig að bál mikið myndaðist í renn- unni. Uppi á efstu hæðinni náði eldurinn að brjótast út úr renn- unni og komst í timbur. Réðu í- búarnir ekki við eldinn og urðu að kalla slökkviliðið til hjálpar. Gekk slökkviliðinu illa að kom- ast að eldinum og varð að rífa talsvert niður og brjóta til að geta sinnt starfi sínu. Tók þetta tals- verðan tíma eða sem næst því um heila klukkustund unz eldurinn var að fullu slökktur. Skemmdir urðu allmiklar. Seinna um kvöldið kviknaði í hurð að húsi við Efstasund. Taldar eru líkur á að strákar hafi kveikt í bréfi og hent inn um bréfaloku á hurðinni, en kviknað síðan í hurð- inni sjálfri og urðu á henni tals- verðar skemmdir. Lögreglan var kvödd á vettvang og er málið í rannsókn. r<v Nýr » sjálfhreinsartd / kveikjuendi UTflUTE kraltkerti í aliar tegundir véia STÓRLÆKKAÐ VERÐ kr. 25.75 Þ. JÓNSSON & CO. BRAUTARHOLTI 6 SIMI 15362 & 192IS Hafa ekkert heyrt um málið Goðafossmennimir þrír, sem fyrir nær tveim árum voru sak- aðir um að hafa reynt að smvgla happdrættismiðum frá Irish Sweepstakes á land I New York hafa enn ekkert heyrt um það mál annað en það, sem lesa má í dagblöðunum. Fréttir hafa borizt að utan um að málið hafi nú verið tekið upp að nýju, og íslendingarnir verið beðnir að bera vitni f málinu. Sjálfir munu þe'r ekki vera á kærðir í málinu og getur jafnvel farið svo að þeir geti borið vitni í bandartska sendiráðinu í Reykjavík. Veggfesting Loftfesting MæSnm upi Setjum upgi SIMI 13743 LIMDARGÖTU 25 Eftirtaldir bátar fengu yfir 500 tunnur: Sigurður Bjarnason 500, Guðm. Þórðarson 600, Ól- afur Magnússon 1100, Sólrún 750, Lómur 1000, Vonin 1000, Hrafn Sveinbjarnarson III. 1300, Hamravík 800, Bergur 900, Eng ey 800, Elliði 500. Sýnishorn af slldinni sem veidd- ist aðfaranótt sunnudags leiddu I ljós að síldin þarna eystra er mjög misjöfn, meðallengd reyndist 29 sentimetrar, og var það talsverðum mun stærri síld, sem veiddist á vestursvæðinu, en meðallengd henn' ar var 33,5 sentimetrar. Ekki hefur', verið leitað eftir síld í bili á vest-' ursvæðinu, enda vitlaust veður —- miklum mun verra en austur frá,-- þar sem síldarleitarskipið er nú. mv .x,fh-péu0j Ólæti — Framh. af bls. 1. I Vísir hefur átt tal við nokkra sjónarvotta að atburðinum, svo og yfirlögregluþjóninn I Hafnar- firði, Kristin Hákonarson. Það var um níuleytið í gær- kvöldi, sem hópar unglinga fóru að streyma niður á Strandgötu. Fljótlega tók að bera á miklum óspektum og galsa, og segja má, að ekki hafi kornizt ró á fyrr en undirrklukkan 12., Gizkað er á, að alls hafi verið um 300 pngl- ingar s’amankomnir niðri á Strancl götu, en þeir unglingar, sem mest höfðu sig frammi í óspektunum, héldu sig 1 smáhópum. Sjónar- vottar, sem Vísir hefur átt tal við segja: Mikið var um óp og köll, svo og kínverjasprengingar, Einkum reyndu unglingarnir að koma upp umferðartálmum á götunni. Til þess voru meðal annars notaðar þifreiðir bíógesta og um stundat- sakir var Strandgötunni lokað al- veg, en þá tókst nokkrum óláta- seggjum að draga tvo bíla þvert yfir götuna og loka henni alveg. Bókstaflega allt það, sem laus- legt var, tóku unglingarnir og settu út á götuna, m. a. vagna, bekki, tunnur, kassa, hríslur. Óp voru gerð að lögregluþjónunum, sem sýndu mikla stillingu og reyndu að forða bifreiðum og mannvirkjum frá skemmdum. — Einkum voru það nokkrar bif- reiðir bíógesta, sem ólátaseggirn- ir virtust notfæra sér. Voru bær dregnar út á götuna til þess að umferð stöðvaðist. Einnig var ráðizt að bílum, sem um götuna fóru og reynt að stöðva þá. Ef það tókst stukku unglingarmr upp á vélarhús þeirra og létu ö!l- um illum látum. Árás var gerð á nokkra Ijósmyndara, svo og bif- reið eins þeirra sérstaklega. T:1 þess að koma 1 veg fyrir að ljós- myndararnir gætu tekið myndir af unglingunum rifu þeir upp hríslur og báru fyrir andlitin. 5 rúður voru brotnar f Sparisjóði Hafnarfjarðar. Ólætin stóðu þnr til undir miðnætti, Segja má, að Strandgatan hafi bókstaflega log- að í skrílslátum. Leikurinn barst til og frá um götuna, einkum eft- ir því hvernig lögregluþjónarnir færðu sig. Lögreglan stóð sig mjög vel, en var allt of fáliðuð. Tókst henni að bjarga því að ekki voru unn- ar meiri skemmdir á bílum og mannvirkjum. Þetta er ekki f fyrsta skipti, sem hafnfirzkt æsku fólk sleppir fram af sér beizlinu. Svipuð skrílslæti hafa átt sér stað áður í Hafnarfirði, eins og t. d. á gamlárskvöld f fyrra, en kunnugir telja, að aldrei hafi ver- ið eins mikil þátttaka í þeim og nú og aldrei fyrr hafi þau gengið eins langt. Blaðið átti f morgun stutt sam- tal við yfirlögregluþjóninn í Hafn- arfirði, uristin Hákonarson. Áður en þessi skrílslæti byrj- uðu höfðum við látið fjarlægja I mikið af alls kyns Iauslegum og færanlegum hlutum, svo og margt annað það, sem okkur grunaði að unglingarnir gætu tekið — Þetta gerðum við m. a. vegna þess, að undanfarin ár hefur nokk uð mikið borið á ólátum kring- um áramótin. Mál þessara ungl inga eru ákaflega vandmeðfarin fyrir okkur lögregluþjónana. Ekki má setja þá inn, þvf flestir eru undir lögaldri, og ekki getum við ekið þeim heim, þvf við erum allt of fáliðaðir. Við tókum 20 — 30 unglinga úr umferð og geymdum þá á lögreglustöðinni hjá okkur. Sá háttur er hafður á, að við semjum skýrslu um þá unglinga, sem við tökum í okkar vörzlu, en þær ganga síðan héð- an frá embættinu og til barna- verndarnefndar. Við reyndum að sýna eins mikla stillingu og við gátum, en starf okkar lögreglu- þjónanna beindist einkum að því að vernda bíla og mannvirki spjöllum, sagði Kristinn yfirlög- regluþjónn í Hafnarfirði að lok- um. Eftir að látunum laiík var hluti Strandgötunnar svaði líkastur. Spýtur og brak, kassar og sorp var dreift yfir alla götuna. Loflleiðir — Framh. af bls. 1. bréf þar sem óskað er stórfelldr ar lækkunar á fargjöldum milli Bandarfkjanna og Islands. Bréf þetta virðist hafa komið allmik- ið á óvart og hefur blaðið fregn að að áríðandi fundur verði boðaður í Flugráði í dag, til að ræða þetta mál. Annars verjast flestir aðilar sagna af þessu máli á þessu stigi, en hins vegar er ólíklegt, að íslenzk flugyfirvöld geti neitað beiðni Pan American, því að slfkt gæti haft alvarleg áhrif á gagnkvæm flugréttindi landanna. Vísir hefur fregnað, að fargjalda lækkun sú, sem Pan American fer fram á á leiðinni New York—Kefla vík, sé hvorki meira né minna en 20% og virðist sú lækkun hafa eftirfarandi í för með sér: „Excursion“-ferðir, sem taka 21 dag og ferðir aðra leið munu verða heldur lægri en fargjöld Loftleiða nú, en hins vegar verða ferðir báð ar leiðir heldur dýrari en taxti Loft Ieiða er nú. En auðséð er hins veg ar, hve aðstaða Loftleiða verður erfið, nema þeir stórlækki þá enn sín fargjöld, þar sem flugvélar Pan American eru miklu fullkomn- ari og hraðfleygari. Auk þessarar lækkunar munu koma til framkvæmda 1. apríl n. k. stórfelldar lækkanir á öllu venjulegu farþegaflugi milli Evrópu og Ameríku, sem einnig er hætt við að hafi alvarleg áhrif fyrir milli landaflug Loftleiða. Öll flugfélögin, Pan American, Trans World Air- lines, Transcandadian, BOAC, Air France, KLM, Sabena, Lufthansa, SAS og Swissair ætla þá að lækka stórlega. Þá mun fargjald New York — London aðra leið kosta 210 dollara og báðar leiðir 399 dollara og 21 dags Excursion fargjald mun kosta 300 dollara. Enn gerir það ástandið alvarlegra, að hin hærri sumarfargjöld eiga aðeins að vera í fáeinar vikur, lægstu fargjöld gilda nær allt árið. Bæjartogornr — Framh. af bls. 1. aranna er næg atvinna f Hafn- arfirði og meira að segja óttast menn frekar skort á vlnnuafli á vertíðinni, sem nú er hafin. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar á 4 togara. Einn þeirra, Ágúst, hefir legið inni síðan í vor en hinum var lagt um jólin. April hefir legið við bryggju sfðan hann kom úr söluferð til Bret- lands í verkfallinu, Maí síðan han nkom úr söluferð til Bret- Iands á Þorláksmessu og Júni hefir legið inni síðan á aðfanga dag. Þá kom hann inn með afla- farm, sem landað var þriðja í jólum og unnið úr í heimahöfn. Það er kunnugra en frá þurfi að segja að togaraútgerð lands- manna almennt hefir átt við mikla rekstursörðugleika að stríða undanfarin ár og er fyrst og fremst haldið uppi með tapi til þess að Ieggja elcki mður áður arðvænlega atvinnugrein, í þeirri von að hér sé aðeins um tímabundna örðugleika að ræða og togaraútgerðin komist úr þessum öldudal. Roskmkoea bíður bana / bdslysi I gærkvöldi varð banaslys af völdum umferðar á Akureyri. Kona á áttræðisaldri varð fyrir bifreið á Geislagötu og lézt af völdum meiðsla, 4 klukkustundum eftir að slysið vildi til. Konan hét Guðný Sigurðardóttir til heimilis að Gleráreyrum 14. Hún var 71 árs að aldri, ekkja og lætur eftir sig þrjú börn, tvo syni, sem báðir eru bændur í Hörgárdal og dóttur búsetta á Akureyri. Um sexleytið í gærkveldi var Guðný á leið yfir Geislagötu, rétt norðan við Strandgötu-gatnamótin. Þar er afmörkuð gangbraut, en Guðný gekk ekki eftir henni, held- ur norðan hennar. Þegar konan var nýkomin út á götuna, bar að Land roverbifreið sem kom vestan Strandgötuna og beygði inn í Geislagötu. Ökumaðurinn kvaðst ekki hafa orðið konunnar var fyrr en hann var rétt kominn að henni. Þá snarhemlaði hann, en um sein- an, enda kastaðist bíllinn til um leið. Árekstur var óumflýjanlegur og vinstra framhorn bílsins skall á konunni. Hún kastaðist um leið i götuna og hlaut áverka á andlit, einkum vinstri vanga og gagnauga. Guðný missti meðvitund, en rakn- aði við aftur á leiðinni í sjúkra- húsið. Þar lézt hún um klukkan 10 í gærkveldi. rnRKEEBSCfflWn

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.