Vísir - 31.01.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 31.01.1964, Blaðsíða 4
VÍS.TR . Föstudagur 31. janúar 1964. Hvað nær skáldaleyfíð langt? Tjað er oft minnzt á það i blöðum og útvarpi, að Lík- lega séum við einhver mesta bókmennta og bókaþjóð heims. Og víst er um það, að mikið er gefið út af góðum bókum, og að mörg öndvegisskáld hefur þjóðin átt og á enn. En það veitir heldur ekki af þeim, til þess að vega á móti' „súpermönn unum“ sem eru farnir að flækj ast um og kalla sig ljóðskáld. Það hefur löngum verið ýtt undir unga efnilega rithöfunda og Ijóðskáld hér á landi, og þeir ö>vaðir á allan hátt. Þetta er bæði gott og rétt. Hitt er ekki eins gott, og þaðan af síður rétt, að ýta á nokkurn hátt und- ir þá menn sem bera alls kon- ar leirhnoð á borð fyrir þjóðina og kalla skáldskap. 1 Að vissu Ieyti mega íslending ar sjálfum sér um kenna, þar sem þeir hafa í engu mótmælt þessu, því að þögn er hægt að skilja sem samþykki. Megin- ástæðan fyrir því, að þessir pilt- ar eru ekki settir í gapastokk- inn er þó líklega pólitísk. I hinum fáránlegu, tilgangs- lausu og óskiljanlegu Ijóðum sín um skjóta þeir stundum inn setn ingum um, hversu viðreisnin sé slæm, eða hversu Eysteinn sé mikil dusilmenni. Fyrir bragðið er litið mildari augum á þá frá hærri stöðum. Ef dæma skal eftir ljóðum þess ara þokkapilta, þá er skáldskap- ur ekki fólginn í öðru en að raða saman sjaldgæfum orðum, á annarlegan og. óskiljanlegan hátt. Þéir þyíjjast lita gagnrýn- andi augum á veröldina og sjá hið ilia í henni. Þeir þykjast vera gæddir vizku Sókratesar. Og þeir þykjast vera kaldlyndir raunsæismenn. Hið illa sem þeir sjá, eru sjúk leg hugarfóstur þeirra sjálfra. Þeir gleyma því að Sókrates taldi vizku sína fólgna í því að gera sér grein fyrir hversu fákunnandi og vanmátt- ugur hann var. Ef þeir í raun og veru hefðu vizku hans, myndu þeir gera sér grein fyrir vanmætti sínum, og aldrei kalla sig ljóðskáld. Og ef þeir væru raunsæismenn, myndu þeir kom ast að þeirri niðurstöðu, að það bezta sem þeir gerðu, væri að hætta að skreyta sig með slík- um fjöðrum. Nei, þeir eru ekki kaldir raunsæismenn. Þvert á móti eru þeir veiklyndir vesal- ingar, sem lifa í stöðugri blekk- ingarvímu og skjóta sér undan öllum staðreyndum heimsins. Ef þeir þyrftu að horfast í augu við þær, myndu þeir láta hugfall- ast. Þeir hafa engan rétt til að kalla sig ljóðskáld, en það gera þeir samt, og þeir birta meira að segja leirburð sinn í bókum, sem kallaðar eru ljóðabækur. Ég get varla látið hjá lfða að koma með eitthvert sýnishorn af „skáldskap" þessara manna, og til þess hef ég valið ljóð eftir tvo menn, sem báðir hafa gefið út bækur. Þeir heita Dagur Sig- urðarson og Jón frá Pálmholti. Skal þá fyrst tekjð eitt af ur ekki neitað, að hún er i stíl við skáldskapinn: Fáránleg, fjar stæð og án nokkurs tilgangs. TjMest skáld reyna að hafa ein- hverjar gullvægar setningar i ljóðum sínum, og líklega hefur Dagur einnig reynt að koma ein hverju slíku að. Og þá er spurn- ingin, hver er sú setning? Er það: Prentlistinni I Ich? Er það: Svo sem þernur dí terót? Eða er það: Drit! Erót! Ég Ó!??? Ég treysti mér ekki til að dæma um það og eftirlæt því hverjum og einum að beita sinni eigin skynsemi. Þá er komið að Jóni frá Pálm holti. Nýjasta „ljóðabók“ hans nefn- ist: Hendur borgarinnar eru kaldar. 1 byrjun hennar er vitnað 1 Caryl Chessman, þegar . hann Þetta er að visu ekki allt „ljóðið“, en ég vona að mér hafi tekizt að velja fallegustu „ljóð- Iínurnar“. Og það fer ekki hjá því, að maður velti fyrir sér, hver sé hin gullvæga setning i þessu „ljóði". Er það: 6471? Er það: 93? Eða er það: 641? Það er ekki gott fyrir leik- mann að dæma um slíkt. Annað ,,ljóð“ nefnist „Sól- bruni um nótt“, og í lok þess segir „skáldið": Mig þyrsti er draumljóð prest- anna dreifðu feysknum línum eftir höfuðlaginu, og Iiðþjálfinn flaug hjálparlaust upp himinstigann meðan hunángsflugurnar brugðu á skrúðgaungu þvert um jarðlífið. Hugleiðing um ung Ijóðskáld ljóðum Dags, sem hann nefnir Lofsaung: Sýngjum lof: égégég List listanna er Ek Prentlistinni I Ich Héðan í frá um mlg frá mÉr Skulu aðrar listir moi Þjóna henni egó til mln Svo sem þernur dí terót Drottningu sinni egó Drit. Erót. Ég. 0. Af öllu fáránlegu hnoði sem ég hef nokkurn tíma reúnt aug- um yfir, er þetta einna verst. Það getur enginn maður með nokkurn snefil af sjálfsvirðingu eða nokkra glætu af skynsemi í kollinum viðurkennt þetta sem skáldskap. Ég veit ekki hvað höfundur meinar með þvi að hafa i í mig og é í mér með upphafsstöfum, en líklega er það ný útgáfa af skáldaleyfi og verð sagði: „Ég arfleiði bandarísku þjóðina,að llkama mínum, hann er víst það eina sem hún kærir sig um“. Líklega vill höfundur með þessu meina, að hann tileinki íslenzku þjóðinni „ljóðabók“ sína, eins og Chessman tileink- aði sínum Iöndum skrokkinn. Dauðir líkamar eru sjaldan geðs legir, og svo er .um bókina. Eftir að hafa lesið hana fannst mér synd að Jón skyldi ekki hafa látið sér örlög Chessmans að kenningu verða. Eitt fyrsta „ljóðið", sem ég rak augun í, er á þessa leið: Ég geri fastlega ráð fyrir að gullkornið í þessu „ljóði" sé: hunángsflugur á skrúðgaungu. 'E’ins og þið kannske hafið tek- ið éftir, þá eru báðir pilt- arnir að nokkru leyti að burð- ast við að nota stíl Laxness, og ég býst ekki við að þeim finnist þeir vera mikið síðri en Nóbels- skáldið. Enn eitt „ljóð“ eftir Jón frá Pálmholti nefnist: „Maður kemur ekki hlaupandi út úr ný- þvegnu húsi“. Ég læt nafnið nægja. Guði sé lof fyrir að Kólumbus arnir eru þó ekki fleiri. Litið til dæmis á þetta „ljóð“: Það dimmir af nóttu Litla stúlkan í bláa kjólnum I grætur Hún er hrædd við nóttina Á nóttunni berst lífið En það sigrar í morgunroðanum Og litla stúlkan hættir að gráta. Nei, þetta er ekki eftir Jón frá Pálmholti, og heldur ekki eftir Dag Sigurðarson. Þetta er eftir mig. Það tók mig ekki 3 mínútur að gera þetta. Er ég þá líka ljóðskáld? Eins og sjá má á þessum skrif ym, er- ég ekki allskostar hrif- inn af þessum ungu „ljóðskáld- um“. Það kann því að vera að ég hafi ekki alls staðar verið réttlátur í efnisvali eða umsögn um, og ég læt hverjum sem er að dæma um það sjálfum og mynda sér skoðanir. Þegar ég leit „ljóðabók" Jóns í fyrsta skipti, var klukkan orðin nokk- uð margt og mig var tekið að syfja. Ég býst við að það hafi verið syfjunni að kenna, að mér urðu á nokkur mistök. Rétt áð- ur en ég lét aftur augun, leit é yfir síðasta „ljóðið", og það var svona: Eins og sólin Líf Einn dag kemur ástin Eirðarleysi Ég las ekki lengra, en lagði frá mér bókina, og hugsaði með mér: — Þetta er ósköp svipað og hitt. Það var því ekki fyrr en rétt í þessu, að ég komst að því, að þetta er alls ekki ætlað sem ljóð. Þetta er efnisyfirlitið. Það er hverjum manni frjálst 2759 Það hefur oft verið sagt um að dæma „skáldskap" þeirra 6471 list, og þá sérstaklega málara- vinanna, en persónulega óska ég 39642 list, að þetta geti nú hver sem þess, að Jón fari aftur heim að 8163 er. Ég vildi segja það sama um Pálmholti, og að Dagur komi 93 þessa „ljóðagerð". En það er sem fyrst að kvöldi I íslenzkri 51647 með það eins og Kólumbusar- ljóðagerð af þessu tagi. 8219 eggið. Piltarnir geta sagt: — Já, 641 en ég gerði það. Ólafur T. Jónsson. 2159 Morris Cooper sést hér þeytast áfram með 100 km hraða eftir flugbraut á Rvíkurflugvelli. Ljósm. Vísis, B. G.) IBEYGJUÁ 95 KM. HRAÐA Fréttamönnum var fyrir skömmu boðið að sjá Morris Cooper bifreiðina, sem vakið hefur mikla athygli að undan- förnu vegna sigursins í Monte Carlo-keppninni. Ungur maður, Sverrir Þóroddsson á einn slík- an bíl, og sýndi hann fréttamönn um aksturshæfileika Morris Cooper á einni flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli. Margir ökumenn myndu sjálfsagt kalla það fílfdirfsku að þeyta bílnum áfram og taka síðan krappa beygju á 95 km. hraða. Hver beygjan af annarri var tekin á ofsahraða, en það var sama hvað á gekk, „Cooperinn" stóð allt af sér. Ökumaðurinn, Sverr- ir Þóroddsson, vakti ekki síður athygli fyrir öruggan akstur, enda er Sverrir einn af þeim fáu íslendingum, sem einhverja til- sögn hafa fengið í kappakstri. Það var fyrir nokkrum árum, að British Motor Corporation á- kvað að hefja framleiðslu á smá bíl, og átti hann að sameina það að vera fyrirferðarlítill, rúmgóð- ur, sparneytinn og ódýr. Út- koman varð hinir svonefndu Mini bílar. Það kom svo fljótt í ljós, að bílarnir höfðu mjög góða aksturseiginleika. Urðu strax margir til þess að bora út Framhald á bls 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.