Vísir - 31.01.1964, Blaðsíða 15

Vísir - 31.01.1964, Blaðsíða 15
VÍSIR . Föstídagur 31. janúar 1964. 75 ttt; xx 111 rJ-r' — Þetta er hræðilegt. Og hafa þeir handtekið morðingjann. — Nei, þeir vita ekki einu sinni hver hani} er; - Og enginn sérstakur grun- aður? —r Enginn hefir að minnsta kosti verið borinn neinum sök- um, en ég held, að dómararnir ali sínar grunsemdir. - Gegn hverjum?. spurði Ang elo með nokkurri ákefð. — Konunni, sem minnzt er á í erfðaskránni — Angelu Bernier - Systur yðar? - Hálfsystur minni, - hún er óskilgetið barn föður míns. - Þekkið þér hana? Ég hefi aðeins séð hana tvisvar. Fyrir hálfum mánuði vissi ég ekki, að hún væri til. - Og hvaða ástæður hafa dómararnir til þess að ala grun- semdir í hennar garð. — Það er aðeins annar þeirra, en ég skal segja yður hvernig í þessu liggur. Hún á heima í húsi við þessa götu og rekur verzlun. Dag nokkurn fyrir 10—12 dög- um fór ég inn í verzlunina til að verzla og hafði vitanlega ekki hugmynd um, að ég væri í sölu- búð dóttur föður míns . . . . þessarar systur minnar. Það var eins og Paroli ætlaði að gleypa Cecile með augunum. Cecile hélt áfram: — Þegar ég bað hana að senda það, sem ég keypti heim til mín, spurði hún • um nafn mitt _ og heimilisfang, og þannig kömst upp um skyldleikann. Ég hafði fengið bréf frá föður mínum með nákvæmum upplýsingum varðandi málarekstur hans, að hann hefði unnið málið, og um væntanlega heimferð hans. Bréf ið hafði ég lagt í vasaklút — eða réttara sagt litla vasabók, en ég hafði stungið tíréfinu milli blaða í henni. Hann hafði líka sent mér peninga, 1000 franka seðil, og 500 franka seðill var í um- slaginu. Þegar ég kom heim upp götvaði ég, að ég hafði týnt vasa bókinni. - Nú fer ég að sjá samhengið í þessu. Lögreglan heldur, að þér hafið týnt henni hjá systur yðar, hún hafi fundið hana og notað sér upplýsingarnar í bréfinu, leigt einhvern þorpara til þess að myrða Jacques Bernier og ræna peningunum. - Já, þannig býst ég við, að dómarinn hafi ályktað. — En — til þess að geta gert slíkt hlýtur Angela Bernier að hafa hatað föður sinn. Hataði hún hann? — Já, herra Paroli. — Hvers vegna? - Hún var lausaleiksbarn, - getin í léttúð, og faðir minn ung ur og veikur fyrir, gekkst við henni, en þegar hann uppgöt- vaði, að Angela sjálf var ekkert betri en móðir hennar hafði ver- ið vildi hann hvorki heyra hana né sjá. Þannig vaknaði hatur og hefndarlöngun í brjósti henn- ar. - En mér finnst nú, að þetta sé allt byggt á líkum - og sann anirnar vanti. - Að vísu, en þessar líkur hafa haft sín áhrif á mig — og dóm- arann. - Þetta varðar mig ekki að vísu, ungfrú, en ég verð að játa að það sem þér hafið sagt hefir vakið áhuga minn. Segið mér, hvað haldið þér nú sjálfar? - Ég get ekki sagt neitt á- kveðið. — Hvers vegna ekki? - Það gerðist nokkuð samtím is eða rétt eftir að faðir minn var myrtur - og sá atburður virðist styrkja málstað Angelu Bernier. — Hvaða atburður var þetta? - Það var reynt að myrða dóttur hennar. ítállnn lék enn hinn furðil lostna mann og sagði: — Nú skil ég ekki vel hvað þér eruð að fara. - Af einhverjum ástæðum, sem mér eru ekki kunnar, kom dóttir hennar inn í vagnklefann, þar sem morðið var framið. Það lítur út fyrir, að morðinginn hafi ! kastað henni út til þess að losna við hana er lestin var á fleygi- I ferð. Fyrst morð — svo morð- | tilraun. Þrátt fyrir kaldlyndi sitt og ró ! var Paroli nú kominn í geðshrær I ingu, sem hann átti erfitt með jað leyna. Enni hans var rakt orðið af svita, en honum tókst jað hafa vald á sér og gat svar- !að rólega: - Þetta er furðuleg saga, ung frú. Svo bætti hann við eftir dá- litla þögn. — Morðtilraun sögðuð þér. Unga stúlkan er þá enn á lífi. - Já, hún meiddist bara á höfði, og þér getið bölvað yður upp á, að hún nær sér, og það verður til þess að gera allt erfið ara fyrir mig. Og hún krefst hluta eigna, sem að réttu til- heyra mér einni. Og nú hugsaði Paroli í fyrsta sinn sem svo: Hún beið ekki bana! Það getur orðið mér hættulegt. Ég hefi ekki verið eins heppinn í öllu og ég hugði. — Þarna sjáið þér, herra Par oli, hvemig ólánið eltir mig. Fað ir minn er myrtur, og ég veit ekki mitt rjúkandi ráð, og fæ sennilega aldrei það, sem mér ber. Ég er einmana, á engan að ... . Það var engu líkara en Paroli hefði komið til hennar sem björg unarmaður þegar neyðin var mest - þannig virtist hún líta á að minnsta kosti. Paroli lét sem hann hefði fyllzt meðaumkun, greip titr- andi hönd Cecile og klappaði henni. - örvæntið nú ekki, kæra ungfrú, sagði hann mjúkum, sam úðarríkum rómi. Þér hljótið að eiga einhverja vini, sem eru fús ir til að rétta yður hjálparhönd. Það rætist úr öllu. - Ég þekki engan, engan, sagði Cecile niðurlút. Faðir minn var e inþykkur og við höfðum ekkert samneyti við aðra. Við vorum eitt sinn rík, svo fátæk, þar til hann vann málið, en í fátæktinni vorum við fyrirlitin. Ég á enga vini. - En þér getið eignazt vini. Ég hefi fengið samúð með yður, leyfið mér að bjóða yður ein- læga vináttu mína, og þér mun- uð komast að raun um, að ég mun ráða yður heilt, Hann færði sig nær henni, þrýsti hönd hennar þéttara, horfði djúpt í augu hennar, dá- leiðslumögnuðu tilliti. Barmur Cecile gekk í öldum. Mál hans lét sem þýður hljóðfærasláttur í eyrum hennar og hún fann til öryggis í nærveru hans og leið stórum betur en hún hafði lengi gert. -Vi - viljið þér vera vinur minn og ráðunautur?, spurði hún eins og hún gæti ekki trúað sín um eigin eyrum. - Já, svo sannarlega sagði Angelo í hrifni og innileik. Ég hefi aðeins þekkt yður skamma stund, en það er engu líkara en að ég hafi þekkt yður allt mitt líf. Það getur ekki hafa verið ein skær tilviljun, sem leiddi til þess, að spor mín lágu til yðar. Kannske örlögin hafi sent mig á yðar fund til þess að hjálpa yð- ur til að bera byrði sorgarinn- ar, hjálpa yður. Ég veit vel, að þetta kann að hljóma annarlega í eyrum yðar, að ég tali eins og brjálaður maður, en ég tala eins og mér býr í brjósti. Og sé ég brjálaður kýs ég að vera það áfram. Þegar ég sé yður svo unga og fagra og svo hrygga, aleina í heiminum, get ég ekki varizt að finna til hinnar dýpstu samúðar með yður. Ég skal fórna öllu fyrir yður. Segið, að þér leyfið mér, að vera vinur yð- ar í neyð. Paroli var mikill leikari. Hann hafði fullt vald á svipbrigðum sínum og hafði blátt áfram heill að hana, en hún hafði enga reynslu - og gat ekki varað sig á skjalli hans. Hann hreif hana eins og leikarinn Paul Darnala hafði hrifið hana - hann hreif hana svo, að hún mundi ekki einu sinni eftir því, á þessari stundu, að hún bar barn Pauls Darnala undir brjósti. - Já, já, sagði hún með lukt augu, ég trúi yður, ég þigg vin- áttu yðar, verið vinur minn og ráðunautur - og það lá við að hún bætti við: Verið mér góður, elskið mig, en þau orð sagði hún ekki, en Paroli gat lesið hugs- anir hennar, og hann tók hend- ur hennar, bar þær að vörum sér og kyssti þær. - Þér vitið þegar, sagði hann, að ég er Angelo Paroli, læknir. Ég á eina mestu iækmngastofn un fiéF-'í- ÞárlSTÉg er auðugUr. Og ég segi yður í hreinskilni, ungfrú, að ég vil fúslega verja auði mínum til þess að hjálpa yður og láta yður ná rétti yðar, það er einlæg ósk mín að mega hjálpa yður og vera vinur yðar. LAUGAVE6I 90-02 Sfærsf úrvsl bif- reiðu é eisiym sfoð. urorugg hjý okkur. R 2 A Vinsamlegir svertingjar gætu hjálpað þeim Naomi og Tarzan, en Tarzan þekkir hættur skógar1 ins, og þorir ekki að hætta á að kaila til þeirra. Það er betra að láta þá fara framhjá, seg r hann við hjúkrunarkonuna, við getum ekki átt það á hættu að lenda í vandræðum. Ef þetta eru villi- menn, þá láttu þá ekki taka mig til fanga ,segir Naomi, ég vildi frekar deyja. En það lítur ekki út fyrir að þau eigi að sleppa. Það er eitthvað þarna á hreyf- ingu þarna í grasinu ,hrópar einn þeirra. Kannske er það Ijón. Ljón hrópar annar, við skulum drepa það. v/Miklatirg Simi 2 3136 Seljum í dag Opel Record ’58 ’62 ’63 Gipsy ’62. Landrower benzfn og dieselbíla ’62. Ford Cardinal ’63-’64 Volkswagen ’62-’63 Willys-jeppi ’64. Benz 180 ’58 og ’60. Benz dieselbifreið ’61. Fiat 11 station ’58. Fiat fólks- bifreið '63. verð kr. 105 þús. Opel Caravan ’59-’62. Benz vörubifreiðar ’55, ’60 og ’61. Moskowicht ’60 Zimcr ’61. Bílasola Guðifiundar Bergþórugötu 3 Simi 19032 og 20070 Bílakjör Nýir bílar, Commer Cope St. BIFREÍÐALEIGAN Bergþórugötu 12. Símar 13660 34475' og 36598. FASTEIGNAVAL 2 — 6 herbergja fbúð og einbýlis- hús í miklu úrvali vfðsvegar um bæinn og nágrenni. Einnig íbúð ir f smíðum. — Höfum ávallt kaupendur að fasteignum af öll- um stærðum og gerðum í Reykja vík, Kópavogi og Seltjarnar- nesi. Ath. að eignaskipti eru oft möguleg hjá okkur. önn- umst hvers -konar fasteignavið- skipti fyrir yður. Skólavörðustíg 3A II hæð. Símar 22911 og 19255. ildluísbQrð Eldhússtólar Miklatorgi / \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.