Vísir - 31.01.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 31.01.1964, Blaðsíða 3
VÍSIR . Föstudagur 31. janúar 1964. JJ Bakað i IÐNSKOLANUM Klukkan eitt sl. miðvikudag mættu fyrstu bakaranemarnir í verklega kennslu í bakaraiðn í Iðnskólanum. Myndarlegu bakaríi hefur verið komið upp á efstu hæð skólans og ekki er hægt að segja annað, en það marki tíma- mót í bakaraiðninni. Verkleg kennsla í iðnskóla fyrir bakara- lærlinga er gamalt baráttumál bakara. Nú á seinni árum, þegar flest bakarí hafa vélar næstum til alls, hefur skiljanlega skapazt mikil einhæfing. Áhugi virðist nú vera að vakna hjá unglingum á bak- araiðninni og um þessar mundir stunda fjórir unglingar nám i bakaraiðn í Iðnskólanum, þar af eln stúlka. Skólabakaríið er hið vistlegasta i alla staði og vel bú ið að tækjum. Þar geta 6 lærling ar stundað verklegt nám f einu, en mun fleiri geta notið þar sýni kennslu. Myndirnar í Myndsjánni f dag tók B. G., ljósmyndari Vísis, í Iðnskólanum fyrsta daginn sem verkleg kennsla f bakaraiðn fór þar fram. Á efstu myndinni er Gísli Ól- afsson bakarameistari með þrem- ur af nemendum sínum í bakarí- inu. Á tveggja dálka myndinni neðst til hægri er Bjarni Egils- son að hræra deig. Á þriggja dálka myndinni sést Evert Evertsson með hlaðna plötu af vinarbrauðum. Myndin fyrir ofan er af Sigurbimi Sigurbjarts- syni, og er hann að taka eina plötuna úr ofninum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.