Vísir - 31.01.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 31.01.1964, Blaðsíða 5
V'I SIR . Föstudagur 31. janúar 1964. , . ' ; . ... o útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun ► De Gaulle hefir fund með fréttamönnum í dag og gerir þeim grein fyrir ákvörðuninni um að viðurkenna kommún- istastjórnina kínversku. ^ Mikil fundahöld eru f Lon- don í dag til þess að ræða tillögur Breta um að senda gæzlulið frá Nato til Kýpur. ► íbúar Ajaccio gengu fylktu liði um göturnar í gær og mótmæltu banni frönsku heilbrigðisstjórnarinnar á notkun hvítblæði-serums þess, sem Naessens liffræð- ingur fann upp. Mikið um- ferðaröngþveiti varð er mest gekká. i , \ . * þ 'v i. j j^ í, #■,/»,' V- \ ■1 v’ : , ’ . Slítur S- Víetnam stjámmálu■ sambandi við Frakklund? Khanh hershöfðingi tók völd- in f gær í Saigon og var út- varpað tilkynningu, um að Suður-Vietnam myndi slíta stjórnmálasambandi við Frakk- land. Nguyen Khanh hershöfðingi tók völdin í gær f Suður- Vietnam eftir að gerð hafði verið misheppnuð byltingartil- raun, sem var „sviðsett" til þess að koma £ veg fyrir samsæri ----------------------------------=S> RAN6CR VIÁ LCID TIL TUN6LSINS Tungflaugin Ranger VI, sem Bandaríkjamenn skutu á loft í gær frá tilraunastöðinni á Kenne dyhöfða, var í morgun um klukk an hálf átta komin 161,000 km. frá jörðu, og stóð þá til að $> Forvextir voru hækkaðir í gær í Sviþjóð um y2% í 4.5 af hundraði. Chou-En-lai kínverski forsætis- ráðherrann kom til Asmara í Eþíópíu f gær í opinbera heim- sókn. Þangað kom hann frá Khartoum f Sudan. ^ Farið hefir verið fram á nýja frestun réttarhalda í máli sænska njósnarans Stig Wennerström. Saksóknari segir að ekki hafi reynzt nægur tími til undirbún- ings og fór hann fram á frest til febrúarloka. breyta stefnunni með merkjum, svo að hún kæmist á rétta braut til tunglsins, en það skakkaði um næstum 1000 kílómetrum að hún væri á réttri braut. Mun verða ljóst í kvöld hvort þetta hefir tekizt. Ranger VI er 20 metra há og vegur 400 kg. Hún er búin fjöl- mörgum myndatöku- og sendi- tækjum, og gangi allt vel gætu borizt frá henni allt að 6000 myndir, með mikilvægustu upp lýsingum. Ætlunin er, að tunglflaugin lendi á tunglinu á sunnudags- morgun kl. 8—10. Yrði hún þá um 66 klukkustundir á leiðinni. Rússar skutu á Ioft tveimur gervihnöttum í gær, Elektrón I. og Elektrón II. til öflunar vís- indalegra upplýsinga. um að stofna til hlutlausrar stjórnar. Hershöfðinginn hefir Iagt fyrir sendiherra Bandaríkj- anna skjöl, sem eiga að sanna áform um að taka völdin og fá þau í hendur hlutlausri stjórn, en þeir, sem að þessu hafi stað- ið hafi notið stuðnings Frakkl. og þeirra, sem í fyrra voru við- riðnir áform um að koma é hlutlausri stjórn, — hér væru að verki menn, sem reyndu að ota sínum tota í eiginhagsmuna skyni, og myndu ekki víla fyrir sér að ofurselja landið komm- únistum. Þrátt fyrir, að herlið tæki allt í sínar hendur í birtingu i gær og handteknir væru ráðherrar úr hershöfðingjastjórninni var ailt kyrrt fram eftir degi í gær í borginni, og það var ekki fyrr en á daginn leið, að menn átt- uðu sig á hvað hafði gerzt. Khanh hershöfðingi lét til skarar skrlða eftir margra klukkustunda árangurslausar samkomulagsumleitanir við for- mann hershöfðingjastjórnarinn- ar, Duongh van Minh hershöfð- ingja, en hann neitaði kröfu um að fjórir hershöfðingjar úr stjórninni yrðu settir af. Þeir voru síðar handteknir og flutt- ir til bæjar 600 km. fyrir norðan Saigon. Gagnkvæm viðurkenning. Önnur og þriðja umræða um frv. ríkisstjórnarinnar fóru fram í efri deild í gær. Fundur hófst með því, að framsögumaður meirihl. fjárhags nefndar Ólafur Björnsson (S) flutti álit meiri- hl. Sagði hann m. a. Það virðist öllum nauðsynlegt, einnig stjórn- arandstöðunni, að hjálpa þurfi út- flutningsframleiðslunni. Ep hins- vegar greinir menn á um leiðir. Stjórnarandstaðan telur ekki þörf á neinni tekjuöflun. Heldur mæta auknum útgjöldum með greiðslu afgangi s. 1. ár. Það er að vísu rétt, að hækkun söluskatts hækk ar vlsitöluna. En þetta verður ekki leyst með fé úr jöfnunarsjóði. LÆKKUN VAXTA. Framsókn hefur haft í frammi mikinn áróður í samb. við lækkun vaxta. En þess ber að geta, að þetta mun hafa sáralítil áhrif vegna þess að vextir af rekstrar lánum til framleiðslunnar eru lág- ir. Óbein lækkun þeirra mundi þýða aukna dýrtíð vegna þess að fólk yrði sízt fúsara að spara og eftirspurnin eftir lánsfé mundi aukast og þar af leiðandi lánsfjár skorturinn, sem þegar er orðinn mikill. Framsókn hefur ekki alltaf ver- ið þessarar skoðunar a. m. k. ekki, þegar hún hefur verið í stjórn. Nýsköpunarstjórnin hélt vöxtun- um lágum, en strax og Framsókn komst í stjórn 1947 hækkaði hún vextina og aftur 1952. En nú er allt annað upp á teningnum. __ VANDINN, SEM SKAPAZT HEFUR Það er í fyrsta lagi, að kaup- gjald hefur hækkað um 30%. Þetta hlýtur að valda röskun. Ó- hugsandi er að þjóðartekjur geti hækkað svo mikið. Helgi Bergs (F) hefur sagt hér á þingi, að eðli- legast væri að þær hækkuðu um 6%. Ég get vel verið honum sam- mála um að hún geti ekki verið meiri. Slík kauphækkun sem þessi bitnar mest á útflutningframleiðsl unni því hún á ekki kost á sömu hækkun og hin innlenda. AFNÁM UPPBÓTA- OG HAFTAKERFISINS Staðreyndin er sú, að þetta kerfi hefur aldrei verið afnumið með öllu t.d. hafa alltaf verið greiddar uppbætur á útfluttar Iandbúnaðar afurðir. Og aldrei hefur þótt fært að afnema alveg innflutningshöft vegna jafnvirðislandanna, ekki vegna gjaldeyrisskorts heldur verð ur að takmarka- innflutning frá þessum Iöndum. Og rétt gengis- skráning tryggir ekki að fullu að útflutningurinn geti staðið án alls stuðnings. GALLAR ÞESSA KERFIS. 1) Þetta kerfi getur aldrei geng ið til frambúðar. Uppbætur eru ekkert annað en fleiri gengi á fsl. kr. til útflytjenda. Og tilhneiging- in er sú að þau verða sífellt fleiri. í árslok ’59 voru þau milli 40 og 50. Vinstri stjórnin sló Franco á Spáni út í þessu tilliti. 2) Með uppbótarkerfinu eru opn uð ný fiskimið fyrir þá sem þeirra eiga að njóta. Þá sé um að gera fyrir þá, að komast að sem bezt- um samningum við viðkomandi stjórnarvöld um sem mestar upp- bætur. 3) Uppbótarkerfið stöðvar alla framfaraviðleitni er frá líður. Stjórnarvöldin hafa tilhneigingu til að hafa þær sem minnstar, og eru þess vegna metnar hverju sinni. En ef hagur einhverrar fram leiðslu batnar, þá minnka uppbæt urnar að sjálfsögðu. Virðist þvf vera lítil ástæða fyrir fyrirtækið að bæta hann. Og að lokum. Þetta frv. er að- eins til bráðabirgða. En ekki er þar með sagt að ekki verði leitað nýrra leiða sem verði til fram- búðar. Á eftir ræðu Ólafs tóku til máls þeir Helgi Bergs (F) fram- sögumaður minnihl. og þá Gils Guðmundsson (Ab). Jón Þorsteinsson (A) hvatti rík- isstjórnina til að gera róttækar ráðstafanir og það sem skjótast. Forsætisráðherra, Bjarni Bene- diktsson, þakkaði mönnum mál- efnalegar umræður en bað þá geyma allsherj- aruppgjör til betri tíma. Að vfsu skorast ég ekki undan slíku, en það þarf að líta á hvert mál fyrir sig og hér er mál sem þarfn- ast skjótrar afgreiðslu. Orsakir verðbólgunnar ná miklu lengra aftur fyrir myndun núverandi rík isstjórnar, og hér er mikið verk- efni framundan. Svaraði hann síð an nokkrum atriðum í ræðu Björns Jónssonar (Ab) frá því daginn áð- ur, sagði að hvað sem mætti um þær tölur segja, þá væri það stað reynd, að hagur almennings hér hefði ekki versnað á sfðustu ár- um og vöruverð hér væri sambæri legt við Norðurlöndin. Og að lok- um sagði ráðherrann í sambandi við 6. gr. sem veitir ríkisstjórn- inni heimild til að fresta fram- kvæmdum, að þessi heimild hefði verið f fjárlögum 1947 þegar Fram sóknarmenn voru f stjórn, og hann minntist þess ekki að hafa heyrt þá mótmæla þessu. Þeir hefðu þvert á móti verið mjög sammála. En viðureigninni við verðbólguna verður ekki lokið með þessu frv. Það er mál sem þarfnast íhugunar. ☆ i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.