Vísir - 31.01.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 31.01.1964, Blaðsíða 8
$ Ctgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði 1 lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Aðeins bráðabirgðalausn p'orsætisráðherra hefir í Ijósu og skorinorðu máli gert grein á þingi fyrir rökum þeim, sem hníga að hækkun söluskattsins í þágu sjávarútvegsins. Með hækkun hans er komið í veg fyrir vaxandi verðbólgu og forðazt halla á ríkissjóði, sem ella yrði. Þetta er kjarni málsins. Þær röksemdir hefir stjórnarandstað- an ekki getað hrakið. Og athygli hefir vakið að önn- ur úrræði hefir hún ekki haft. Mjög hefir hún talað um að lækkun vaxta útvegsins sé hér eitthvert töfra- bragð, sem öllu bjargi á þurrt. Hér í blaðinu hefir verið bent á hver firra þetta „bjargráð“ er. Allar vaxta- greiðslur frystihúsanna vegna afurðalána bankanna í fyrra námu ekki nema 15 millj. króna, eða 1% af fram- leiðsluverðmæti þeirra. Slík upphæð er ekki nema upp í nös á ketti, þegar á heildarmyndina er litið. Stjómarandstaðan hefir þannig viðurkennt, að meginstefnan er rétt í lausn vandamála útvegsins. En indirstrika þarf, að sú lausn er aðeins til bráðabirgða. 5kki má halda aftur á refilstigu uppbótanna. Þær /erður að afnema og finna heilbrígða heildarláusri síðar á vetrinum. Engan Álftanesflugvöll? Qrð Ingólfs Jónssonar flugmálaráðherra hér í blað- inu í gær vöktu mikla athygli. Ráðherrann sagði skor- inort, að það væri sín sannfæring að aldrei yrði gerð- ur flugvöllur á Álftanesi. Og orsökin: Gífurlegur kostn- aður, jafn líklega 1000 milljónir króna sem hálf sú upphæð. Að baki þessari afstöðu flugmálaráðherra liggur auðvitað sú staðreynd að ágætur og stór millilanda- flugvöllur er í nágrenni höfuðborgarinnar, Keflavíkur- flugvöllur. Þangað verður innan skamms ekki nema hálftíma ferð, eftir að vegurinn er allur steinlagður. Getur hann því sem bezt annazt allt utanlandsflug íslendinga. Mun lengra er til flugvalla ýmissa höfuð- borga álfunnar og þykir það þó ekkert neyðarúrræði. Fyrir millilandaflugið er því algjörlega óþarft að byggja íýjan flugvöll á leiðinni til Keflavíkur. j\okkru öðru máli gegnir með innanlandsflugið. Reykjavíkurflugvöllur hefir aldrei verið vinsæll af þeim, sem í næstu hverfum hans búa. En flugmála- stjóri hefir nýlega látið framkvæma rannsókn, sem sýnir að hann er öruggur flugvöllur og af honum staf- ar engin sérstök hætta. Gæti hann því enn lengi þjón- að sem innanlandsflugvöllur — og væri þa ástæðu- laust að fara út á Álftanes með það flug. Öll hagsýni mælir því með afstöðu ráðherra, og vandséð er, að þróun flugsins krefjist stórs flugvallar nær Reykjavík en Keflavíkurflugvöllúr er. V í SIR . Föstudagur 31. janúar 1964. Tvær bækur Grétars Fells ÞAÐ ER SVO MARGT, eftir Grétar Fells. Otgef- andi: Skuggsjá. Prent- smiðja Guðmundar Jó- hannssonar. Árið 1961 kom út fyrsta bindi af ritsafni Grétars Fells, skálds og rithöfundar, annað bindið kom úr 1962. Eins og nafn ritsafnsins gefur til kynna er efnið víðfeðmt, en ber þó að mestu að sama brunni. Hin ýmsu viðfangsefni eru rædd frá hinu guðspekilega sjónar- horni og fjallar einn kaflinn með al annars um drauma í fyrsta bindi ritsafnsins. Skiptir höfund- ur draumum í fjóra aðalfiokka: spádrauma, tákndrauma, drauma, sem eru meira eða minna óljósar endurminningar og venjulega drauma. Er fróð- legt að kynnast skoðunum þessa þroskaða manns á draumlífinu og mun fleirum en mér hafa vel líkað. Auðvitað eru til fleiri skoðanir á draumum, eins og t. d. kenningar ;t>r;';$íéígái;i*ií* urss og fleiri aðila, en fram- tíðin mun leiða í ljós hvað sann- ast reynist í þessum efnum sem öðrum. Kaflinn „Lögmál Hringsins", sem fjallar um endurholdgun, skýrir ástæðurnar fyrir endur- holdgun og þar rennir höfund- ur mörgum traustum stoðum undir skoðanir slnar varðandi endurholdgunina. Kenningin er í stuttu máli sú, að vér verðum að fæðast hér aftur á jörðunni í slfellu í líkama manna og kvenna þar til við höfum að fullu tileinkað okkur og lært það námsefni, sem til er ætlazt af okkur á þessu stigi málsins. Rannsóknir sálfræðinga styðja nú einnig 1 ríkara mæli þessar kenningar og má meðal annars benda á niðurstöður Dr. Karls Muller, hins þýzka sálfræðings, en hann hefur rannsakað þús- undir tilfella af persónum, sem muna síðustu jarðvistir. Grein eftir hann birtist í tlmaritinu „World Digest" fyrir skömmu, þar sem hann telur endurholdg- un fyllilega sannaða sem vís- indalega staðreynd. Á það skal einnig bent að meiri hluti mann kynsins játar trúarbrögð, sem leggja endurholdgun og sálræna þróun að grundvelli kenninga sinna, Enda ekkert eðlilegra. Á það skal einnig bent, að frum- kristnir menn voru endurholdg- unarsinnar, þótt eftirkomendur þeirra hafi haft bæði pólitískar og trúarlegar ástæður til að hafna henni, en það er of langt mál til þess, að það verði rakið hér. Vígsla Dauðans nefnist næst síðasti kafli fyrsta bindis og fjallar eins og nafnið bendir til um dauðann og afleiðingar hans. Væri mörgum ráðlegt að kynna sér viðhorf Grétars Fells til dauð ans, sérstaklega þeim, sem á- vallt búa I skugga hans og finnst hann ógnarlegur. Vera má að ótti þeirra hyrfi og jafnvel að þeir litu til dauðans á allt annan hátt en nú tlðkast. Það er nokk- uð leitt til þess að vita að margt fólk gerir andleg mál að að- hlátursefni, þangað til það miss- ir skyndilega einhvern náinn ást vin, þá er skyndilega snúið við blaðinu, þegar alvara dauðans gín við. Það verður að teljast nokkuð dýrkeyptur kennari Norðurljós, Sálfarir, Myndln ar Kristi, Meistarar, Leyndardóm- ar kirkjunnar, Leyndardómur andlegs þroska, Er nokkuð hir um megin? Dulheimar náttúr- unnar, Barnasjúkdómar andlegs lífs, Ilmur fortíðarinnar, For- ingjar og fylgilið, Maðurinn, sem vissi, hvað hann vildi, Guðspek- in og gáta dauðans, Sannleikur- inn um Nirvana, Musteri must- eranna, Sálin hans Jóns míns. Eins og getur að líta kemur skáldið víða við enda er hátt til lofts og vítt til veggja I and- legum salarkynnum þess. Þar er enga fátækt að finna, heldur auð Iegð. Það getur engum bland- azt hugur um það, að það er innblásinn maður, sem stýrir þeim penna er reit þessar bæk- ur. Það má meðal annars sjá af því að allt er þetta samið I hjáverkum hins stritandi manns, eftir erilsaman vinnudag og mundu fáir leika eftir. >f Grétar Fells dauðinn, en flestir eru einnig margs fróðari á eftir. Einn mað- ur sagði við mig fyrir nokkru að ef fólk vissi almennt hve miklu betri tilverusvið dánar- heimarnir væru heldur en tára- dalur jarðarinnar, þá mundi eng- inn streitast gegn dauðanum, en jafnvel að margir myndu freist- ast til að flýta fyrir honum. AUs eru I fyrsta bindi rit- safnsins 29 kaflar með þeim, sem þegar eru taldir og nefnast þeir: Er Guð Til? „Meistararnir og Vegurinn“, Örlög, Káhlil Gibran, Trúarbrögð Náttúrunn- ar, Trú og Guðspeki, Niður með vopnin, Kirkjan og kristindóm- ur, Pythagoras, Guðshugmynd Guðspekinnar, Hatha Yoga, Ralph Waldo Emerson, Tagore og skóli hans, Hvað er „heilagt líf?“ Silkiþráðurinn, Sambands- málið, Bókstafurinn og andinn, Dulfræði og dulspeki, Undir austrænni sól, „Gyðingurinn Gangandi“, Gríman, Eigum vér að biðja? Hvernig urðu trúar- brögðin til, Félagsþroski, Aust- anvindar og vestan, Nakti sendi- herrann. í öðru hefti ritsafnsins eru 24 kaflar: Skyggna konan, Fata- skipti sálnanna, Trúin á ofstæk- ið, Nærgætni, Dyr andans, Náð og nauðsyn, Konungsherbergið, LJÖÐVÆNGIR, eftir Grét- ar Fells. — Prentsmiðja Guðmundar Jóhannssonar. Utgefandi Skuggsjá. Fyrir s.I. jól kom út Ljóðvæng- ir, þar sem skáldið yrkir um hin andlegu viðhorf sín á rósamáli formsins. Einnig getur að líta þar nokkur afmælisljóð og erfi-. íslenzkg þjóðin hefur átt því láni að fagna að eiga syni, sem kunnu að binda háleitar hug- sjónir og boðskap I töframætti og kyngi orðsins. Það hafa verið hinir mestu og beztu fulltrúar Óðsins. í „Ljóðvængjum” er mik ið sagt I fáum, markvissum orð- um. Þannig er stíll Grétars Fells í ljóði, enda mun hann hafa lát- ið þá skoðun I ljósi að kvæði ættu að vera stutt, en segja mik- ið, Að lokum eru hér tvö kvæði, sem eru gott dæmi um þetta: „I SMIÐJUNNI" Ófullkomnir eru menn, en eins og þér ber að gæta: Þeir eru flestir efni enn, sem eldinum þarf að mæta. Og þegar finnst þér eitthvað að og öfugt flest hjá lýðum, hafðu, vinur, hugfast það: Heimurinn er 1 smfðum. „SÁLARHUNGUR" Hvort sem gamall ertu‘ eða ungur, eitt er það, sem mér er bert: Sýnirðu mér þitt sálarhungur sagt ég get þér, hver þú ert. Skúli Skúlason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.