Vísir


Vísir - 31.01.1964, Qupperneq 7

Vísir - 31.01.1964, Qupperneq 7
VÍSIR . Föstudagur 31. janúar 1964. ■ » ■yy. uwhhíwmiwviraniim-. Hr. ritstjóri: Hjálögð grein birtist í ára- mótablaði stúdenta er fjallaði um Hallgrímskirkju. Þar sem greinarkorn þetta misfórst í meðförum, leiðréttingar úr próf- örk komu ekki fram og greinin ofan í kaupið birt nafnlaus án míns vilja leyfi ég mér að óska eftir birtingu þess í blaði yðar. Egill J. Stardal. Tjað verður að teljast með meiri háttar léttúð af al- þingi því er nú situr að ætla' á næsta fjárhagsári að fleygja heilli milljón króna fjárveitingu í hússkrímslið sem teygir ófull- gerðar angalýjur sínar mót himni af beztu útsýnishæð Reykjavíkur og mun eiga að rísa f minningu og bera nafn sálmaskáldsins dýrðlega, er and- aðist líkþrár og flestum yfirgef- inn í koti einu uppi á Hvalfjarð- arströnd. Líklega mun nú fæst- um orðið kunnugt hver fyrstur átti hugmynd þá, að reisa skáld- inu jafnfáránlegt minnismerki, sem kirkju þessari er ætlað að verða, og án efa munu afkom- endur hans sverja af sér hlut- deild alla í þessu hermdarverki í níunda lið. Það er út af fyrir sig strax deiluefni, hvort nokk- ur þörf sé á að reisa sr. Hall- grími eitt eða annað minnis- merki. Hann hefir reist sér sjálf ur meðal okkar þann baqta- stein með verkum sínum, sem óbrotgjarn mun standa meðan Islendingar skilja sitt gamla mál, og víst væri meiri þörf að sjá til þess að unglingum lands- ins væri gefinn kostur á að nema málfar sitt að einhverju leyti af snilidaróði þessa mikla harmaskálds í stað þeirrar hrá- blautu flatmælgi er þeir nema í skólum í dag. Beri samt ein- hverja brýna nauðsyn til þess að minningu sr. Hallgríms sé reist musteri virðist viðeigandi, að það rísi á stað þeim er hann þjónaði, þjáðist og orti fegurst, — — nefnjlega að Saurbæjar- stað, enda hefur mér og mörg- um skilizt, að kirkja sú, er þar rís, hafi átt að bera nafn hans. Hvaða erindi á séra Hallgrímur á Skóla- vörðuholtið. Haligrímskirkja hjá einhverj- um tilteknum söfnuði í Reykja- vík er álíka smekkleysa og ef einhver „dellumeikari“* vildi óður og uppvægir reisa kirkju kennda við Jóu Arason suður á Miðnesi <:ða Gvendargóðakirkju norður á Sléttu. Hvað sögulegt eða trúarlegt á að réttlæta það, að sálum þeim er búa í nágrenni * Afsákið reykvískuna, en mér var ógerlegt að finna betra orð yfir þessa manntegund, þrátt fyrir daglanga leit í Blön- dal og víðar. rimur Skólavörðuholtsins skuli öðrum fremur trúað til að varðveita minningu höfundar Allt eins og blómstrið eina. Ekki lesa þeir Passíusálmana öðrum fremur svo vitað sé. Ekki átti járn- smíðaneminn Hallgrímur, hringj arasonur frá Hólum, stefnumót við Guddu sína á þeim slóðum. Hann er ekki grafinn þar nærri, og reyndar engir nema einhverj- ar tvær ótíndar glæpamann- eskjur, sem dysjaðar voru þar öðrum til viðvörunar. orðið einna verst úti. Og ekki mun þar bæta úr, ef þar skal rísa steinsteypuferlíki, byggt eftir þeirri kúnst, sem eitt sinn réð lögum og lofum um stíl op- inberra bygginga. Virðist hún helzt verða í því fólgin að aka saman ókjörum af steinsteypu, gera úr því fyrirferðamikla hálf- blinda kastala, þar sem þung- búið sniðleysi helzt í hendur við fálmandi tilraunir að líkja eftir þeim náttúrusmíðum, þar sem íslenzk þjóðtrú vistaði bergþursa, álfa og annað ill- þýði. Að þessum handarbaks- vinnubrögð loknum hafa stund- um komið ótal torræð spursmál hversu gera mætti hið innra nothæft. Bygging sú sem rísa á við Skólavörðuholt myndi senni- lega þykja merkileg náttúru- smíð væri hún úr massívu stuðlabergi og stæði austur á Síðu, en sem kirkja, hol að innnn ætluð mannlegum ver- um mun hún að vísu vekja furðu og líkan hennar ætti að geymast eins og góð dæmis vansi að geta ekki bent túristum á stóra kirkju sem tákn upp á stórhuga framtak, eða jafnvel kristilegt hugarfar, þó þær standi meir en hálftómar flesta messudaga. Þessi spurn- ing leiðir svo af sér aðra há- guðfræðilegs eðlis, hvort maður nútímans hafi eitthvað með kirkjubyggingar að gera; hvort hin eilífa Ieit mannsandans að æðri tilgangi lífsins og kirkju- smíðar eigi eitthvað skylt; hvort það sé í anda boðanda fagnaðarerindisins að hrófa upp himinháum musterum prjáls og hégómadýrðar, hlýða þar síðan á atvinnuprédikara, klædda í stéttarbúning menntamanna frá miðöldum, vinna fyrir kaupi sínu. Sáluhjálparatriði? Mannskepnan er íhaldsöm I eðli sínu á allar helgiathafnir, og nútímamaðurinn hefur kosið að varðveita fjölda siðvenja krist- inna, flestar hverjar í raun réttri arf úr forneskju og heiðni TU1W LA.N'pAKOTSKIKK.)U REYKrTAVÍKXJK APÓTEK Verzlurxl -CL idrwrs Mynd þessi úr Stúdentablaðinu sýnir samanburð á Hallgrímskirkju, Hótel Borg og Reykjavfkurapó- teki. Skástrikaði flöturinn í hægra horni myndarinnar er kórkjallarinn, þar sem messað hefur verið undanfarin ár.. Umdeild fegurð!! En það er ætíð menningar- auki að reisa fagrar tilkomu- miklar kirkjur, kann einhver að segja. Ójá, það er auðvitað menningarauki að allri fegurð og fallegar kirkjur geta auðvit- að verið hin mesta prýði. Hér verður ekki reynt að gera sér- staka grein fyrir fegurðaraukn- ingu þeirri sem yrði af Hall- grímskirkju í væntanlegri mynd, né af fyrirkomulagi Skó/a- vörðuholtsins. Aðeins má geta þess að í öllum þeim skipulags- glundroða, sem hefur eyðilagt hið fallega bæjarstæði Reykja- víkur, hefur Skólavörðuholtið skrýtla, komandi kynslóðum til aðhláturs. Túristabeita .<• eða hvað. Sú spurning krefst úrlausnar hvort vakað hafi fyrir for- sprökkum Hallgrímskirkjuævin- týrsins, að íslendingum beri sóma síns vegna að hefja há- reistar kirkjusmíðar til þess að eiga eitthvað í likingu við hin miklu miðaldamusteri evrópskra þjóða, t. d. Péturskirkjuna í Róm, Maríukirkjuna í París, Soffíukirkju Miklagarðs svo eitthvað sé nefnt. Það sé til effir Egil Jónasson Sfardal í daglegu lifi sínu. Þess vegna byggjum við fjöldann allan af hæfilegum kirkjum í dag, laun- um jafnvel presta úr sameigin- legum ríkissjóði. En hvorjt veg- urinn til sáluhjálpar liggur í náð armeðölum kirkjunnar er orðið samvizkuspursmál hvers og eins. Bygging risamustera til að státa af i líkingu við miðalda- kirkjur er hins vegar anachron- ismus af óskynsamlegustu teg- und. Við skulum byggja litlar kirkjur en fleiri á sjálfur Mon- tani að hafa sagt fyrir eigi mörgum árum, þá kardináli. Bygging hinna háreistu mustera miðaldaklerkanna helgaðist af nauðsyn prestastéttar þeirra tíma á sama hátt og auðhringar nútímans reisa ævintýralegar Framh. á bls. 13. JjMnn af blaðafulltrúum S.I.S., fyrrverandi kennari á Laugum í söng, ritar Besw- dikt á Auðnum langt sendi- bréf í Tímanum í fyrradag. Slær hann þó þann varnagla að tæpast muni framsókna'-- blaðið ná inn fyrir Gullna hlið- ið til hins vammlausa Þing- eyings. Mun það orð að sönnu. En tilraunin lofar góðu og taka skal viljann fyrir verklð að framsóknarmenn minnast nú allt í einu frumkvöðla sam- vinnuhyggjunnar og vilja hafa samband við þá. Þar hefir nefnilega verið vík á milli vina ærið Iengi. Flokkurinn er fyr- ir löngu búlnn að gleyma hug- sjónum þingeysku bændahöfð- ingjanna. Hann hefir orðlð hel- tekinn af gróðahyggjunni og fjármálabraskinu — melr en nokkur malarbúi, alinn upp á trosi. S.Í.S og skilsemin. Pétur á Gautlöndum ræðir um hvernig fer ef tiltrúna skortir í fyrsta hefti Tímarits kaupfélaganna. Það eru spá- mannleg orð. Þar segir hann: „Þá yrði náttúrulega engin trú mennska til; því tiltrúin ein og ekkert annað elur upp trú- mennskuna, orðheldnina, skil- semina: i stuttu máli dreng- skapinn“. Skyldi Pétur á Gautlöndum hafa talið það tiltrú að fela sjóð 34 millj. króna í leyni- reikningi úti í New Vork, sem fslenzku rannsóknardómararn- ir þurftu að fá dómsúrskurð til að opna? Skyldi Benedikt á Auðnum hafa talið það trú- mennsku að nota þetta fé til þess að flytja inn bila bifreiða deildar S.l.S. og knésetja þann ig aðra keppinauta f bflainn- flutningnum, sem ekki áttu neina Ieynireikninga? Skyldi Pétur á Gautlöndum hafa tal- ið það heiðarleik af forystu- mönnum S.Í.S. að dylja þess- ar 34 milljónir árum saman úti f New York, og þykjast ekkert muna eftir þeim þeg- ar þeir komu fyrir réttinn? Drengskapur í verki. Og þá erum við komnir að drengskapnum, sem hinum þingeysku frumkvöðlum sam- vinnustefnunnar var svo tíð- rætt um og áttu sjálfir f rfk- um mæli. Er það drengskapur af blaðafulltrúa S.Í.S. að reyna að þurrka stærstu fjárglæfra- mál fslands af fótum sér með þvf að segja með miklu Iftll- Iæti: „Stjórnin réð fyrir fram- kvæmdastjóra mann, sem reyndist hinn mesti óhappa- maður, bæði fyrir sjálfan slg og aðra“. Þannig á að hengja bakara fyrir smið. AUir f S.Í.S. firmanu, Olíufélagið h/f, eru vitanlega engilhreinir með mjallahvíta samvizku! Það er bara ungi forstjórinn einn, sem reyndist „óhappamaður“! Þetta heitir „drengskapur“ á sam- vinnumáli.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.