Vísir - 31.01.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 31.01.1964, Blaðsíða 9
V í SIR . Föstudagur 31. janúar 1964. * 9 ★ J?nn hafa alvarlegir atburðir veriö að gerast suður í Af- ríku, í hinum nýju sjálfstæðu ríkjum svörtu álfunnar. Upp- reisnaralda hefur að þessu sinni breiðzt út um austurhluta Af- ríku, einmitt þau ríki sem nú voru síðast að hljóta sjálfstæði sitt úr hendi Breta. Ailt útlit er fyrir að aigert upplausnarástand ríki nú á þessu svæði, sem nær yfir löndin Kenfa, Tanganyika og Uganda, ef Bretar hefðu ekki gripið í taumana og bælt uppreisnimar niður með vopna- valdi. Er ömurlegt að hugleiða það, hvemig hin nýju sjálfstæðu rfki Afríku byrja mörg feril sinn með ofstækishreyfingum, sem vaða upp og neita að viður- kenna nokkurt rfkisvald. Uppreisnaraldan kom upp að þessu sinni f dvergríkinu Zanzi bar, er nær yfir tvær smáeyjar, Zanzibar og Pemba við austur- strönd Afríku, með 300 þúsund fbúum. Var vart liðinn mánuður frá því iandinu hafði verið gefið sjálfstæði og það fengið inn- göngu í Sameinuðu þjóðimar, þegar blóðug uppreisn brauzt þar út. Stóðu bardagar f eitt dægur og höfðu byltingarmenn þá sigrað, steypt soldáni lands- ins frá völdum og rekið hann f útlegð. ISl 'C'réttir og skýringar á þessari byltingu hafa verið heldur óljósar. Þó er það vfst, að með henni voru svertingjar, sem skipa meirihluta eyjaskeggja, að steypa frá völdum arabfskri yf- irstétt, sem löngum hefur ráðið öllu í Zanzibar, enda hafa eyj- amar verið bækistöð arabískra kaupmanna, sem hafa sótt við- skipti inn í Afrfku frá þvf á t ■■/■■■ • 1 RUANDA) BURU Uppdrátturinn sýnir löndin f Austur-Afríku, sem uppreisn brauzt út í. Dar-es-Salaam, hofuðborg lands ins, gerðu uppreisn. Voru þetta 600 svokallaðir Askari-hermenn. Uppreisn þeirra var í fyrst- unni óhlýðni við brezka for- ingja, sem fengnir hafa verið til að stjórna her landsins áfram, og í öðru lagi kröfðust her- mennirnir hærri launa. Vel má vera, að hægt hefði verið að semja við hermennina um lausn vandans á byrjunarstigi, en þeg ar það dróst og uppreisn hafði brotizt út, var það um seinan, talinn frelsishetja Tanganyika og hefur tekizt að sameina alla þjóðina friðsamlega að baki sér. Hann er mikill friðarins maður og hefur barizt fyrir sjálfstæði lands sfns án þess að beita skemmdarstarfsemi eins og við- gengizt hefur t. d. f Kenía. Fær hann vart skilið þau ósköp, sem yfir hafa dunið, skemmdarverk og njgnndráp og sundrungu þjóðar .sinnar, eftir að hún hafði fengið sjálfstæði á síðasta ári. Hafa þessir atburðir mjög skert lenduherranna til að halda uppi lögum og reglu í landinu. En báðir neýddust þeir til að biðja Breta aðstoðar. Það kom sér nú vel, að Bretar höfðu samið um að mega hafa herbækistöðvar í Kenía. Sendu þeir nú herlið og skriðdreka út frá stöðvum sínum og tókst í einu vetfangi að sigra hinar svörtu uppreisnarhersveitir. Auk þess sendu þeir herlið flugleiðis frá Nairobi, höfuðborg Kenia, til Úganda og bældu uppreisn- jpieiri óvænlegir atblirðir hafa verið að gerast í Afriku að undanförnu á síðasta ári, upp- reisnir voru gerðar í þremur löndum franska samveldisins, trúboðar og læknar í Kongó flýja óaldarflokka, sem reika um frumskógana. Tilraunir sem gerðar voru til að tryggja lýð- ræðislega stjórnarhætti í Ghana og Nigeriu, hafa farið út um þúfur, forustumennirnir Nkrumah í Ghana og Asikawe f Nigeríu gerast harðstjórar. Morð tilræði eru gerð gegn Nkrumah, stríð geisa milli kynþátta.. f Súdan og Ruanda og fyrsta milliríkjastyrjöld Afríku milli Marokko og Alsír er hafin, þó hlé hafi verið gert á henni um stundarsakir. Þvf er kannski eðlilegt að menn spyrji: — Var nokkurt vit f því að veita Afríkuþjóðun- um frelsi svo skjótlega? Eru þær yfirhöfuð á nokkurn hátt færar um að stjórna sér sjálfar, þessar svörtu viliimannaþjóðir? Hefur nokkuð annað gerzt með þessu en að flóðgáttirnar hafa verið opnaðar fyrir stjórnleysi og kommúnisma? Það er engin tilviijun, að Salisbury lávarður skrifar nú greinar í Sunday Times, þar sem hann telur sannað, að það hafi verið ein mesta skyssa Breta að sleppa tökunum á Af- ríku. ISl Tjrátt fyrir allt verður ekki séð, hvernig Evrópumenn áttu að geta haldið Afrfku lengur niðri. Þar var ekki um tóma góð- mennsku að ræða, heldur engu síður, að Evrópumenn voru að gefast upp við að stjórna Af- ríku. Þjóðernisstefnurnar kveiktu eld um alla svörtu álf- una og innan skamms var ný- Cetur Afríka stjórnað sér sjálf? miðöldum. Foringi byltingarmanna var svertingjalögregiuþjónn að nafni John Okello og lýsti hann því bráðlega yfir, að hann bæri tit- ilinn „marskáikur". Þá óttast menn, að kommúnistar séu all- sterkir f þeirri byitingarstjórn, sem nú hefur verið mynduð í Zanzibar og lfkja henni við nýja Castro-stjórn. Aðrir telja hins vegar að meðal byltingarmanna sé sterkust hreyfing, sem vill sameiningu við rfkið Tangany- ika á meginlandinu handan við mjótt sund. Svo mikið er vfst, að eftir að byltingin var komin af stað, ákvað Julius Nyerere forseti Tanganyika að senda 600 lögreglumenn til eyjanna til þess að hjálpa við að halda uppi lögum og reglu, en ófriðsamt var f Zanzibar, herlið byltingar- sinna gekk um ruplandi og ræn andi og mikið var um fkveikjur og aðrar skemmdir á eignum Araba og Evrópumanna. ISl VTarla hafði Nyerere forseti ~ hins nýja ríkis Tanganyika sent lögreglusveitir sínar af stað til Zanzibar, þegar hann komst sjálfur f hann krappan. Byltingin hafði sem sagt breiðzt út og náð meginlandinu. Svert- ingjahersveitir í herbúðum við því að þá höfðu svertingjaher- mennimir séð vald sitt. Bráð- lega komst allt í uppnám, götu- óeirðir og skemmdarverk hóf- ust og stjórnarvöldin fengu við ekkert ráðið, þar sem herinn ó- hiýðnaðist. Einkum beindust árásirnar að hvftum mönnum og eignum þeirra, ráðizt var inn í verzlanir borgarinnar og öllu rænt úr þeim, bifreiðir voru brenndar o. s. frv. meðan skemmdarverkin gengu yfir, gerðist sá undarlegi atburður, að Nyerere forseti fór í felur og varð ekk- ert að gert f þrjá daga meðan hann fór huidu höfði. Mátti landið heita stjórnlaust á með- an. Þegar hann loksins kom svo aftur fram, sá hann sig tilneydd- an að biðja Breta um hjálp. Voru Bretar reiðubúnir með her skip og herflutningaskip úti fyr ir ströndinni, fluttu þeir land- göngulið, skriðdreka og þyril- vængjur skjótlega í land og bældu uppreisn hermannanna niður þegar f stað. Kom til smá vegis orrahríðar við herbúðirn- ar og féllu tveir svertingjaher- menn. Eftir þetta flýðu margir svertingjahermenn út í skógana. Segja má, að þessir atburðir séu sérstaklega sárir fyrir Nyer ere forseta. Hann hefur verið áhrifamátt forsetans og verður Tanganyika eftir þetta að telj- ast til óróasvæðisins í Afríku. TTm sama leyti gerðust líkir atburðir í tveimur nýjum ríkjum fyrir norðan Tanganyika, það er rfkjunum Uganda og Kenfa. Þeir voru mjög keimlfkir atburðunum f Dar es Salaam, svertingjahermenn gerðu upp- reisn gegn hvítum liðsforingj- um og kröfðust bætta kjara. Þeir einangruðu hvítu foringj- ana, lokuðu þá inni í herbúðum og jafnframt því sem herinn hafði gert uppreisn, brutust út róstur og skemmdarverk hér og þar. 1 báðum þessum löndum eru styrkir stjórnmáiaforingjar við völd, Milton Obote forsætis- ráðherra í Uganda og Jomo Keniatta. Má geta nærri hvílík vonbrigði það eru fyrir þessar gömlu frelsishetjur, að verða að viðurkenna það, að svertingjarn ir geti ekki stjórnað sér sjálfir og verði aftur að fá aðstoð ný- ina þar sömuleiðis niður f einu vetfangi. Tjannig urðu Bretar samtfmis að stilla til friðar aftur í þremur Afrfkuríkjum, sem þeir höfðu nýlega gefið sjálfstæði. Er eðlilegt, að þetta veki tals- verða athygli og spurningar komi upp um það, hvort svert- ingjarnir séu yfirhöfuð komnir nógu langt til að geta stjórnað sér sjálfir. Það er t. d. eftirtektarvert, að uppreisnin beindist einkum gegn hvítum íbúum, sem beðnir hafa verið um að starfa áfram í löndunum, að störfum, þar sem sérþekkingar þeirra er þörf. Gegn þessum hvítu mönnum beinist hatur hinna svörtu og vilja sumir reka hvítu mennina úr landi, þó að slíkt hefði í för með sér algert stjórnleysi. Ef brezku hersveitirnar hefðu nú ekki verið til taks, er hugsan- legt, að sama sagan hefði gerzt og í Kongó, bióðug borgarastyrj öld hefði brotizt út. lendukúgun orðin vonlaus. Það datt engum f hug, að Af- ríkuríki myndu öil verða kyrr- lát, friðsöm og lýðræðisleg, strax og þau fengju sjálfstæði. Hvort sem hvftir menn stjórn- uðu Afríku eða innfæddir svart- ir, var það staðreynd, að þjóðir Afríku voru skemmra á veg komnar en flestar aðrar þjóðir heims. Hvergi eru vandamálin eins torveld viðureignar og þar, þar skortir bæði þekkingu og fjármagn til hvers sem vera skal. Þessi vandi skiptir ekki ein- göngu Afríkuþjóðir máli, heldur allan heiminn, sem mun lfða af þvf að hafa f suðurálfu svæði fátæktar og óróa. rpil þess að leysa þetta, verður fyrst og fremst að stefna að því að gera Afríkuþjóðir sjálfar færar um að fást við vandamálin. Fyrsta stigið til þess er að gera þær sjálfum sér ráðandi og er hrein fjarstæða Framhald á bis. 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.