Vísir - 17.04.1964, Side 1

Vísir - 17.04.1964, Side 1
Á stærri myndinni sjást gilskomingar og gljúfur, sem myndazt hafa á norðaustanverðri Surtsey, í námunda við stóra Á þeirri minni sést Ósvaldur Knudsen virða hraungfginn fyrir sér. (Ljósm. dr. Sigurður Þórarinsson). Könnunarferð vísindamanna um SURTSEY Dragnótin sízt hættulegrí en önnur veiBurfærí í gær gekk hópur nianna á land í Surtsey, gekk um eyna þvera og endilanga og dvaldist þar talsvert fram eftir degi. í leiðangrinum voru fjórir jarðfræðingar, þeir dr. Sigurð- ur Þórarinsson, Guðmundur ■Kjartansson, dr. Þorleifur Ein- arsson og Richard Doeil frá Bandaríkjunum. í förinni voru ennfremur Hjálmar Bárðarson skipaskoðunarstjóri og Ósvald- ur Knudsen kvikmyndatökumað ur. — Við'fórum með m.s. Gull- fossi frá Reykjavík til Vest- mannaeyja, sagði dr. Sigurður Þórarinsson í stutty viðtali við Vísi í morgun. — 1 Vestmanna eyjum tók Landhelgisgæzlan við okkur á eitt varðskipanna. Þeg ar út að Surtsey kom á 11. tím- anum fyrir hádegi, vorum við fyrst fluttir frá skipshlið f vél- báti, en síðasta spölinn fórum Framh. á bls. 6 Rannsóknir Jóns Jónssonnr fiskifræðings sýna að drag- t 1 nófaveiðarnar eru ekki skaðlegar fyrir fiskstofninn Jón Jónsson fiskifræðingur birtir í síðasta hefti Ægis ýtar- lega greinargerð um rannsókn- ir þær, sem fram hafa farið að undanförnu á áhrifum dragnóta- veiði á fiskstofninn. Hann kemst að þeirri niður- eyn Bls. 3 Myndsjá um starfs- fræðsludag á Akur- 4 Samtal við ungt Ijóð skáld, Böðvar Guð- mundsson. 7 Önnur grein um safn lögfræðibóka. 8 Aðstoð Breta við þróunarlöndin. 9 Föstudagsgrein um MacArthur. stöðu, að ekkert það hafi komið fram í viðbrögðum þorsks og ýsustofnanna gagnvart dragnóta veiðinni, er bendi tii, að þeim sé meiri hætta búin af þessari veiði aðferð en öðrum veiðum. — Við verðum að nýta þessa fiskstofna svo sem þeir framast þola, segir Jón Jónsson. — Við höfum ekki ráð á þvf að láta fiskinn verða ellidauðan, eða lenda í höndum útlendinga, af því að við tökum hann ekki sjálf ir. Jón Jónsson bendir á það, að sóknin í fiskstofna okkar er í dag á engan hátt sambærileg við það sem var áður en landhelg- in var færð út og úttendir togar ar stunduðu veiðar inn að þrem- ur mílum. Hann upplýsir samkvæmt rannsóknum að sáralítið af smá fiski kemur í dragnótina, enda er möskvastærð nótarinnar 110 millimetrar, sem er gert einmitt til þess að vernda ungviðið. Er aðeins um 1% af aflanum þorsk ur undir 45 cm. Árið 1960 var meðallengd þorsksins í dragnót 74 cm. en 86 cm. árið 1961. Ár- ið 1963 komu 57% dragnótar- aflans frá hinum sterka árgangi frá 1960 og var meðallengd 57 cm. Um ýsuna er það einnig að segja að svo til ekkert fæst af henni 1 dragnót undir 40 cm. Langmest af ýsunni eða rúmlega 90% er yfir 50 cm. Árið 1960 og 1961 byggðust um 75% veið- innar á hinum sterka . árgangi frá 1956. Hann var 51 cm. árið 1960 og 54 cm. árið 1961. Árið 1963 voru 47% aflans af árgang inum frá 1957 og var meðal- lengd hans um 56 cm. Þessi samanburður segir Jón Jónsson að sýni, að dragnótin sé ekki hættulegri fyrir smá- Framh. á bls. 6 SMAFLUGID GETUR VER- IÐ TVÍEGGJAD V0PN — segir Örn 0. Johnson, framkvæmdastjóri Flugfélagsins í gær sagði Örn O. Johnson, frkv.stjóri Flugfélags íslands, frá starfsemi félagsins nú í sumar, en hún er talsvert umfangsmeiri nú en áður, einkum þó hvað tekur til millilandaflugsins. Örn sagði frá breytingum innan starfsliðs FÍ, en þær stærstu eru, að Birgir Þorgilsson tekur við yfir- stjórn millilandaflugsins, en Einar Helgason verður stöðvarstjóri í Reykjavík. Sagði Örn, að innan- lands- og millilandaflug yrðu nú ekki jafn aðskilin og fyrr, og mundi Birgir þannig sjá um sölustarfsem- ina og ýmislegt varðandi hana, en Einar mundi hafa umsjón með far- þegum og þjónustu við þá. Örn sagði frá merkri útgáfustarf- semi FÍ á bæklingum, sem fjalla um ýmislegt úr íslenzku náttúrulifi, fuglalíf, hesta, gróður o. s. frv. Eru þetta litlir bæklingar ritaðir af fræðimönnum og eru gefnir út á fjölmörgum tungumálum og dreift víða um lönd. Birgir Þorgilsson kvað bæklinga þessa gefna út að ráði fulltrúa Fí erlendis, sem hafi séð gagnsemi slíkra bæklinga, og Framh. á bls. 6

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.