Vísir - 29.08.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 29.08.1964, Blaðsíða 4
4 «■3* VÍSIR . Laugardagur 29. ágúst IC54 Það hlýtur að vekja mikla at- hygli og ugg, að á sl. ári slösuð- ust 53 smábörn, fimm ára og yngri í umferðinni í Reykja- vík og nágrenni. Ekki liggja fyr ir handbærar skýrslur um slys á smábörnum í umferðinni frá áramótum, en fullvíst má telja að þeim hefur ekki fækkað og þegar hafa tvö smábörn beðið bana í umferðinni í Reykjavík frá áramótum. Ástæðurnar fyrir þessum tíðu slysum eru eflaust margar, en I sumar hafa allmargar götur f hinum nýrri ibúðarhverfum borgai innar verið malbikaðar. Það hefur það oft í för með sér að hraðará er ekið uni göturnar og hættan því meiri. Að sögn lögreglunnar er m ikið um það, að börn noti þessar götur til leiks á þríhjólum og taki lítið tillit til bifreiðaumferðarinnar. Gatm er ekki leiksvæði fyrir smáböra ef farið er yfir skýrslur um um- ferðarslys, þar sem smábörn hafa slasazt er það áberandi, já alltof áberandi, að um hreint óvita að ræða, sem taka ekkert tillit til umferðarinnar og hafa ekki rétt fjarlægðarskyn. Ekki er óalgengt að sjá þessi smá- margir, sem sýna það kæruleysi að senda börn sín út á götu til þess að leika sér og gera sér ekki grein fyrir því að gat Myndin er tekin á einni fjölförnustu umferðargötu borgarinnar. Drengurinn, sem án efa er ekki eldri en 6—7 ára, er þarna að þvælast úti á akbrautinni á hjóli. (Ljósm. Vísis B.G.) og beint kæruleysi er að ræða hjá mörgum foreldrum eða for- ráðamönnum barnanna. Barnið lék sér úti á götu, meðan móðirin fór niður í bæ. Það þarf ekki að fara í langa ökuferð um borgina til þess að sjá smábörn að leik úti á göt- um og í mörgum tilfellum úti á allmiklum umferðargötum. Hér er í mörgum tilfellum um börn að leik úti á miðjum ak- brautum og stundum mörg sam an. Þá hafa mörg slys hiotizt vegna þess að börn skjótast út á milli kyrrstæðra bifreiða, en an er ekki leikvöllur fyrir börn in. Það er t.d. ekki langt síðan að barn varð fyrir bifreið á einni fjölförnustu umferðargötu borgarinnar. Þegar svo átti að móðirin hafði sent barnið, sem var óviti, út til að leika sér og skroppið síðan niður í bæ. Börnin mega ekki leika sér í görðunum. Margir foreldrar tala u.n, að þeir finni hvergi heppileg leiksvæði fyrir börn sín. Það er eflaust rétt að á nokkrum stöðum í borginni er lítið um leikvelli og leiksvæði, einkum þó í næsta nágrenni miðbæjar- ins. En hins vegar hefur leik- völlum og leiksvæðum, þar sem börnin geta verið örugg fyrir umferðinni, verið fjölgað mik- ið. Dæmi eru til þess að sumir . foreldrar-'nenna ekki að leggja það á sig að fylgja barni sínu á leikvöll af því að það er ef til vill 5 eða 10 mín. gangur þangað. Fyrir utan flest öll í- búðarhús borgarinnar eru garð ar, en sumir eru svo fínir í aug um eigendanna að böm mega ckki leika sér í þeim og foreldr arnir vilja heldur láta barnið leika sér úti á götu, en að eiga það á hættu að yrði stigið ofan í eitthvert blómabeðið. Beizlið of lítið notað. Alltof mikið er um það, að Pétur Sveinbjarnarson börnunum. Það ætti að vera föst venja hjá öllum, sem fara út með smábörn að hafa þau í beizli og það er jafnvel athug andi hvort ekki sé heppilegt að skylda fólk bókstaflega til að hafa börn á vissu aldursskeiði í beizli, þegar farið er með þau út. Þá eru þess dæmi að fólk hefur farið með börn akandi út í barnavögnum og skilið þá svo éftir í brekkum, jafnvel bremsu Iausa eða hálfbremsulausa, svo lítið þarf að koma við vagnana svo að þeir renni af stað. Smábörn send út í verzlanir. Það er algeng sjón að sjá smábörn rogast yfir umferðar- götur með mjólkurbrúsa og stórar töskur, sem þau eiga í fullu tré með að halda á, út í búðir. Mörg þessara barna kunna engar umferðarreglur og skynja ekki hættuna. — Menn verða að hafa það hugfast að Reykjavík er orðin mikil um- ferðarborg og vegfarendur jafnt gangandi sem akandi verða að hlýða settum reglum. Og síð- ast en ekki sízt: Foreldrar verða að skilja það að gatan er engin leikvöllur. í umferð- inni eru líka margir ökumenn sem eru „smábörn" og skilja það ekki að þeir verða að aka eftir aðstæðum og sýna ávallt fyllstu aðgæzlu. En þess eru nú alltof mörg dæmi að foreldrar . láta börn sín leika úti á götum og bjóða þar með hættunni heim. Á sl. ári slösuð- ust 53 smúbörn, fimm úru og yngri í um ferðinni Alltof mörg slys hljótust vegnu kæruleysis foreldru mörg þeirra eru svo lítil, að þau t.d. ná ekki upp fyrir vélar- hús bifreiðanna. Hér í Reykja- vík eru þeir foreldrar alltof tilkynna móðurinni um að barn ið hefði orðið fyrir bfl, fannst hún hvergi. Við nánari eftir- grennslan kom'það í ijós, að foreldrar missi af börnum sín- um t.d. í mannþröng í miðbæn- um, þegar mæðurnar veita búð argluggunum meiri athygli en ☆ Algeng sjón við íbúðargötur borgarinnar. Lítill drengur situr þarna á gangstéttarbrúninni og félagar hans eru rétt hjá honum. Ekkert barnanna veitir bifreiðinni, sem er að koma, athygli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.