Vísir - 29.08.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 29.08.1964, Blaðsíða 16
 mmm |p|ö|; Ipjl Laugardagur 29. ág'úst 1964 Litglaði málarinn Danskt módelhús úr trefjaplasti — betta hús, tilbúið, mundi kosta ca. 600 þús. krónur. ÓDÝR Elh'DÝUSHÚS ÚR TREFJA- PLASTI FLÚTT INN? Merkileg tilrnun Dunu með slík hús „Ég á léttara með að mála lands lag — þess vegna mála ég fantasí- ur“, sagði Sveinn Bjömsson við blaðamann Vfsis á sýningu hans í Listmannaskálanum í gær. „Hvað vakir fyrir þér með ölluni þessum fantasíum?“ „Litasamsetningin er aðalatriðið i minum augum — ég er að reyna að setja eitthvert líf 1 myndimar“. „Þú ert greinilega litglaður eins og aðrir íslendingar — ertu hrif- inn af Chagall?" „Mér finnst hartn góður málari — hann hefur sett saman dálítið — þú veizt — skæra liti“. „Heyirðu stríð við litina?“ „Ég er búinn að berjast við lit- inn á fífunni í Krýsuvík langa lengi — hún er snjóhvit. Ég stend úti í fífunni á klofháum stígyélum og reyni að ná Iitnum — já, jsessi hvíti litur hefur ásótt mig lengi“, sagði málarinn. „Hafa ekki ríkir útvegsmenn augastað á málverki þínu, „í land- helgi“?“ Ekki er ósennilegt að inn- an skamms verði reist á ís- landi fbúðarhús úr nýju bygg ingarefni, vefjaplasti. Hefur þetta efni nú verið reynt um hríð í Danmörku í módelhúsi og reynzt vel og hafa bygg- ingaryfirvöld þar í landi sýnt máli þessu mikinn áhuga og mun framleiðsla á húsum þessum hefjast í stórum stíl um eða eftir áramót. Hingað komið og uppsett mundi 140 fermetra íbúðarhús tilbúið með öllum innréttingum kosta ca. 600 þús. krónur, en þá er búið að tolla það 50%. Ágúst Jónsson rafvirkjameist ari hefur fengið eínkaleyfi á þessari nýju byggingartækni Dananna og hyggst reyna að flytja inn hús þessi þegar fram leiðslan hrefst af fullum krafti. Síðar kemur jafnvel til greina að veggirnir verði steyptir hér heima og mundi það efiaust Iækka verðið á húsunum enn frekar. Glerfíberefnið er búið mjög góðum eiginleikum, er ekki eld fimt og kuldi og híti hefur ekki nein áhrif á það. í veggjunum er sérstök plasteinangrun og verða húsin mjög hlý. í veggj unum eru hitaleiðslur, nokkurs konar geislahitun, en mjög frá brugðin venjulegri geislahitun þó. Efni þetta er mun dýrar en venjuleg steinsteypa og flest ef ekki öll önnur byggingarefni, en framleiðsluaðferðin og upp- setningin gera húsin svona ó- dýr. Sérstakir uppsetningarmenn annast „smíði“ hússins og tekur það afar stuttan tíma, a.m.k. miðað við byggingu venjulegra húsa. Kemur flokkur frá fyrir- tækinu, sem framleiðir flekana setur upp aluminíumgrindina sem heldur húsinu uppi og læs- ir síðan flekunum. Innrétt- ing getur verið eftir smekk hvers og eins. Það er hægt að nota asbest, gips, hörplötur eða teak, allt eftir smekk eigand- ans. Mörg nýmæli hafa komið fram í húsum þessum, m.a. við víkjandi rafmagnstenglum, hurð arhúnum, eldhúsinnréttingu og öðru, en eldhúsinnréttingin er úr trefjaplasti. Verður fróðlegt að fylgjast með tilraunum með þessi hús hér, en greinilegt er að tilraun ir þessar eru allar hinar merk- ustu og ættu íslendingar að fylgjast vandlega með þróun þeirra niála. Framh. á bls. 6. fyrsTa kerið í EBE.’rr’: • • Með orf og hríf- ur í Lækjargötu Þegar I. M., ljósmyndari Vísis, átti leið um Lækjargötu, hitti hann þetta vinnuglaða fólk, sem var í heyskap í góða veðrinu. Ekki vildu þau segja I. M. hvort þetta væri fyrri eða seinni sláttur, en eitt er víst, að lítið fór fyrir töðunni. En það er ekki á hverjum degi, sem Reykvíkingar eiga þess kost að sjá slegið með orfi og Ijá og rakað með hrífu. Forvígismenn lútherskra kirkna prédika í 17 kirkjum í Reykjavík sambandi við stjórnarfund lút- j herska heimssambandsins. Er ekki | að efa að mikill fjöldi fólks sæk- ; ir þessar messur. Þær prédikauir, sem ætla má að almenningur njóti ekki til fulls á frummálinu, verða þýddar á íslenzku jafnóðum. Sókn arprestar á viðkomandi stöðum flytja þýðingar og þjóna fyrir alt- ari. Messurnar á sunnudaginn hefj ast kl. 11 árdegis í öllum kirkjun um, nema í Neskirkju, þar hefst messa kl. 10 og í Bústaðasókn kl. 10,30. Hér fer á eftir skrá yfir nöfn hinna 17 kirkna og þeirra presta og biskupa, sem þar þjóna við messu. Fyrst er nafn þess er pred- ikar, og sfðar nafn þess sem þjón ar fyrir altar: Dómkirkjan: Biskup Johannes Lilje frá Hannover. Séra Jón Auð- uns, dómprófastur. Bústaðasókn: Dr. Gerhard Si)i- j tongan frá Indónesíu. Séra Ólafur I Skúlason. Fríkirkjan: Dr. Jan Michalko frá Tékkóslóvakíu. Séra Magnús Run- ólfsson. Grensásprestakall: Biskup B:r- kell frá Noregi. Séra Felix Ólafsson Hafnarfjarðarkirkja: Dr. Dredrik Schiotz b’iskup frá Ameríku. Séra Garðar Þorsteinsson, prófastur. Hallgrímskirkja: Áke Kastlund, forseti Lúthers-hjálparinnar sænsku. Séra Jakob Jónsson. Háteigsprestakall: Dr. Mikko Juva frá Finnlandi. Séra Jón Þor- varðarson. Keflavikurkirkja: Biskup Hein- rich Meyer frá Þýzkalandi. Séra Björn Jónsson. Keflavíkurflugvöllur: Séra Carl H. Mau aðstoðarframkvæmdastjóri heimssambandsins. Séra Bragi Frið riksson. Framh. á bls. 6. Kirkjugestum i Reykjavík og ná '■ grannabyggðum er boðið upp á j einstakt tækifæri núna á sunnu- daginn. Þann dag predika mar’gir ; helztu forvígismenn lútherstrúar- ! manna í heiminum í 17 kirkjum í i höfuðborg Islands og á ýmsum stöð ! um í nágrenni borgarinnar, en þeir ' eru hér staddir sem kunnugt er í LANDSH0FNINA Unnið er af fullum krafti við landshöfn Keflavíkur og Njarð- vfkur. Áætlað var að fyrsta ker inu yrði hleypt í höfnina í gær kvöldi Samkvæmt upplýsingum sem fréttaritari Vísis í Kefla- vík fékk hjá Herði Magnússyni verkstjóra, hafa nú verið steypt þrjú ker og botninn hefur verið lagður að þvf fjórða. Kerin eru 12x12 m. að stærð og eiga að bætast við sjálfan hafnargarðinn, en síðan á að steypa fimm minni ker, sem eiga að bætast við bryggjuna, fyrir neðan frystihúsið. Fram- kvæmdir hafa gengið vel og eng ar sérstakar tafir orðið. 35 menn hafa unnið við hafargerð ina að staðaldri. Mikið var að gera í gærkvöldi þar syðra og áætlað var að hleypa kerinu í sjóinn í gærkvöldi eða snemma í morgun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.