Vísir - 29.08.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 29.08.1964, Blaðsíða 1
Dr. Bjami Benediktsson for- sætisráðherra ræðir við blaða- nienn í gær. Á fundinum voru mættir blaðamenn frá öllum dagblöðunum í Reykjavík svo og fréttamaður frá útvarpinu. Ef til vill verður fundur þessi upp haf þess, að forsætisráðherra efni til fleíri funda með blaða- mönnum en á því er mlkill á hugi meðal blaðamannastéttar- innar. Mikill áhugi Vestur■ íslendingu ú málum íslunds — sagði dr. Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra á fundi með blaðamönnum i gær Ég vil ekki láta hjá líða að skýra frá hinum mikla áhuga Vestur-íslendinga á málum ís- lands, er ég varð hvarvetna var við á ferðum mínum vestra sagði dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra á fundi með blaðamönnum i gær. Ég fékk i förinni gleggri hugmynd um þá stöðu, er Vestur-íslendingar hafa skapað sér en ég áður hafði en íslendingar í Vestur- heimi hafa valizt til margvís- legra trúnaðarstarfa, skarað fram úr og sýnt mikinn dugn- að og hæfileika, sagði forsætis ráðherra. Forsætisráðherra sagði, að hann hefði verið boðinn vestur til þess að taka þátt í 75 ára afmælishátið íslendingadagsir.s að Gimli f Winnipeg. Á þessari hátíð var mikill mannfjöldi sagði dr. Bjarni. Það munu un. 5000 manns hafa tekið þátt í hátíðahöldunum, að börnum meðtöldum. Sóttu afmælishátið ina menn af íslenzkum ættum, ekki aðeins frá Winnipeg heldui Framh. á bls. 6. NEPTUNUS hrennandi úti á hafí AHÖFNIN YFIRGAF TOGARANN Mikill eldur gaus skyndilega upp í togaranum Neptún usi í gær, þegar hann var á leið til veiða. Eldurinn kom upp í vélarúminu, og yfirgáfu skipverjar togarann, af ótta við sprengingu. Togarinn var að hefja sína fyrstu veiðiferð eftir mikla flokkunarviðgerð með tvö hundr- uð tonn af olíu innanborðs. Eldurinn gaus upp í vélarúminu kl. 6,30 síðdegis. Neptúnus var þá staddur 21 sjómilu út af Garð- skaga. Eldurinn magnaðist svo, að skipverjar gátu ekki ráðið niður- lögum hans, og völdu þeir þá þann kost að yfirgefa togarann vegna sprengingarhættu. Fóru þeii í björgunarbátum yfir i varðskipið Albert. Þegar var haft samband v;ð nærstödd skip. Togarinn Júpiter frá sama útgerðarfélagi hélt stnx að Neptúnusi. Nokkru seinna fóru fimm meun yfir í Neptúnus og hugðust freist i þess að koma dráttartaug í Júp;- ter. Um miðnætti í nótt hélt varð- skipið Albert áleiðis til Reykja- víkur með áhöfnina. Dráttartaug var komið úr Júpiter í Neptúnus og dró Júpiter hinn brennandi tog ara siðan til lands. Var áætlað að varðskipið Albert yrði komið til Reykjavíkur kl. 4—5 í nótt, en Júpiter yrð'i kominn til hafnar með Neptúnus kl. 7—8 í morgun, ef allt gengi að óskum. * Ekki hafði eldurinn breiðzt neitt út, er Vísir hafði síðast fregnir af togaranum um miðnættið. Var efd- urinn þá enn aðeins í vélarúminu. Ekki var talið ráðlegt að láta Neptúnus leggjast að bryggju, nema tekizt hefði að slökkva e'.d- inn. Mun Bjarni Ingimarsson hafa lagt til, að skip með dælur yrði sent til móts við Neptúnus í því skyni að dæla sjó í togarann til þess að slökkva eldinn. Talið er, að kviknað hafi i út frá einangrun. Vísir átti tal við Tryggva Ófeigs son útgerðarmann í gærkveldi. — Kvað hann Neptúnus hafa átt heimsmet í afla um 13 ára skeið. Neptúnus er smíðaður árið 1947, tæplega 700 tonn að stærð. Skip- stjóri á honum er Valdimar Guð- mundsson, en með í förinn'i var Bjarni Ingimarsson, sem lengst hei ur verið skipstjóri á togaranum. NEPTÚNUS, aflasælasti togari Islendinga um árabil. Viðtal við Jónas B. Jónsson, fræðslustjóra Um sex þúsund börn hefja nám í barnaskólum borgarinnar n. k. þriðjudag, eða !. septenv ber. Um miðjan septembei mæta svo 11 og 12 ára börnin og verða því alls um 8900 börn í barnaskólum borgarinnar i vetur. Um 320 kennarar munu starfa við barnaskólana, þar af 260 fastráðnir. Um mánaðamót- in tekur til starfa nýr barna- skóli við Álftamýri, en þar niunu 480 böm stunda nám í vetur. Vísir átti í gær samtal við lónas B. Jónsson, fræðslustjóra Reykjavíkurborgar og skýrði hann blaðinu m, a. svo frá: — Aðalbreyting á skólastarf- inu í vetur er sú, að 10 ára börn hefja skólagöngu 1. sept., og er það samkvæmt ákvörðun fræðsluráðs Reykjavíkur, og í samræmi við ályktanir kennara þinga. Þetta er einnig í samræmi barna frá 1946. En þar er kveð við gildandi lög um fræðslu ið svo á að skólar í kaupstöð um og þorpurn með þúsund íbúa og fleiri skuli starfa sem næst 9 mán. á ári. Um miðjan september koma svo 11 og 12 ára börnin í skólann, og eru þau 2918. Fræðslustjóri sagði að engin vandkvæði hafi verið á að fá kennara við bamaskólana, og er þai allt öðru máli að gegna en um gagnfræðaskól- ana, því þar er mikill skortur á kennurum með réttindi. Samkvæmt íbúaskrá borgar- innar og spjaldskrá Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkurborgar voru 9370 börn á barnafræðslu- aldrinum 1 Reykjavík s. 1. haust. Nú í haust eru börnin 9611. Sagði fræðslustjóri að eftir Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.