Vísir - 29.08.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 29.08.1964, Blaðsíða 6
6 V í S I R . Laugardagur 29. ágúst 1964 Forsætisráðherra — Framh at bls 1 einnig frá nágrannabæjum og margir komu um langan veg til þess að vera viðstaddir. HAFA UNNIÐ SÉR MIKIÐ ÁLIT. Forsætisráðherra sagði, að Vestur-fslendingar í Kanada hefðu unnið sér mikið álit og verið ættlandi srnu til sórna. 1 Kanada væru ótal þjóðabtut. T.d. væru í Winnipegborg einni töluð 38 tungumál auk ensku og frönsku, aðalmála landsins. Dr. Bjarni sagði: bað eru ekki aðeins fslendingar vestra, er halda tryggð við sinn ættstofn. En miðað við fjölda hafa þeir vakið mikla og verðskuldiði athygli í Manitoba fylki. t>eir hafa þar valizt tii vandasamra starfa og verið sýndur trúnað- ur. T.d. eiga V-íslendingar nú 1 fulltrúa í fylkisstjórn Mani- toba og í alríkisstjórninni, er situr í Ottawa er ráðherra af íslenzku bergi brotinn og fer með námumál og tækniefni en þau mál skipta Kanadamenn einna mestu. í fylkisstjórn Manitoba er nú V-íslendingur ráðherra en hann kom hingað t’il lands á háskólahátíðina fyrir þremur árum. í Winnipeg er stærsta lækningastofnun er nú starfar innan brezka heimsveld isins og yfirmaður þeirrar stofn unar er af íslenzkum ættum, Þorláksson að nafni. Hann hefur 60 lækna undir sinni stjórn. Og hvarvetna má finna fslendinga, er skara fram úr, lögfræðinga, verkfræðinga og fleiri. Flestir eru menn þessir í Manitoba en einnig víðar um Kanada. Að j sjálfsögðu fer þeim fækkandi, j er tala og skilja íslenzku en þó eru þeir enn ótrúlega marga', er það gera. Ég hitti mjög marga, er töluðu íslenzku og ég hefði getað haldið áfram í heilan sólarhring að hei'.sa mönnum, er það gerðu. ÞYKIR VÆNT UM ÍSLAND OG ÍSLENZKA TUNGU. Forsætisráðherra kvaðst hafa j heimsótt margar byggðir íslend inga og víðast vertð beðinn að flytja ræður. Á einum stað varð ég að stytta mál mitt vegna tímaskorts og mælti á enska Að ræðunni lokinni kom til mín V-íslendingur og lét í Ijós gremju sína yfir því, að hafa ekki fengið að heyra íslenzku talaða. Og þannig var þetta víð ast. Menn eru áhugasamir um I. DEILD ÍSLANDSMÓTIÐ ft A Akranesi n. k. sunnudag kl. 16.00 fer fram leikur milli Akranes - Keflavík Ferðir á leikinn frá B. S. R. kl. 13.00 og með Akraborg kl. 14.00. Ferðir til Reykjavíkur strax að loknum leik. Spennandi leikur. HVOR SIGRAR? MÓTANEFND Yngsta kynslúoin Höfum ávallt fjölbreytt úrval af bamavögn- um, barnakerrum, barnabeizlum o. fl. Einnig fjölbreytt úrval af barnaleikföngum. Gjörið svo vel að líta inn og kynna yður vör- uraar. Póstsendum um allt land. F Á F N I R , Skólavörðustíg 10. Sími 12631. IBM götun Viljum ráða til starfa strax eða seinna í haust, vana götunarstúlku, eða stúlku með góða vél- ritunarkunnáttu. Nánari upplýsingar í skrif- stofunni, Skúlagötu 20 1 ■ Sláturfélag Suðurlands. að varðveita íslenzka tungu og vilja halda uppi heiðri íslands. Forsætisráðherra sagði, að í Winnipeg og nágrenni byggju margir V-íslendingar, er flutzt hefðu vestur um haf um síð- ustu aldamót og á árunum 1870 —1880. Menn þessir þekktu því allt annað ísland en ísland í dag. En einnig byggju á Kyrra hafsströndinni nokkrir ungir menn, er flutzt hefðu vestur síðar og staðið sig mjög vei Allir eiga þessir menn það sam eiginlegt að þeir meta ákaflega mikils tengsl sín við ísland. og eru stoltir af því að vera af is- lenzku bergi brotnir, sagði for- sætisráðherra. Ég vil vekja at hygli á því, að það er okkur mikils virði að eiga marga trygga vini hjá voldugri og ört vaxandi þjóð, Vini sem margir hverjir skipa valdamiklar trún- aðarstöður, sagði dr. Bjarni. Forsætisráðherra sagði, að það væri aðdáunarvert hven dugnað Vestur-íslendinga' hefðu sýnt við að brjóta sér braut vestan hafs. Þeir hefðu orðið að taka upp nýja lifnaðar hætti, hefja t.d. störf við Iand- búnað er var allt annar en sá landbúnaður, er þeir höfðu átt að venjast hér á landi. Forsæt- j isráðherra sagði, að margir : hefðu greitt götu slna vestra I og mörg nöfn kæmu þar /ið j sögu, of mörg til þess að þann j gæti nefnt þau öll. Þó kvað j hann vilja geta þess, að Grettir j Jóhannsson ræðismaður íslands I í Winnipeg og stjórnarmaður j í Þjóðræknisfélaginu hefði fylgt j þeim hjónum allt frá Winnipsg j til Kyrrahafsstrandarinnar og ' með því sýnt þe’im mikla vin- i semd og veitt þeim mikla að- í stoð. Prédika — VINSEMD KANADA OG BANDARÍKJANNA. Dr. Bjarni sagði, að ríkis stjórn Kanada og fylkisstjóm i Manitoba hefði sýnt sér mikla : vinsemd og virðingu sem íull ’ trúa íslands og hið sama heföi , átt sér stað í Bandaríkjunum. Hann hefði aðeins átt þar leið um en forseti Bandaríkjanna hefði viljað sýna fslandi virð- ingu með því að bjóða honum j að heimsækja Hvíta húsið á leið ■ sinni frá Kanada um Bandarík i in til íslands. Forsætisráðherra var spurð ur um það, hvert hefði verið um ræðuefni þeirra Johnsons. Kvað hann þá ekki hafa rætt form lega umstjórnmál og varnarmái íslands hefðu ekki borið á góma Johnson minntist fslandsferðar sinnar, sagði forsætisráðherra og drap m.a. á fund þann, er hann hafði talað á í Háskólab'ð svo og hinn mikla mannfjölda, er safnazt hafði saman þar úti fyrir. Hins vegar ræddi ég við Dean Rusk utanríkisráðherra um alþjóðamál og hann skýtði mér frá því hvernig þau ínál horfðu við frá sjónarmiði Banda ríkjanna. Forsætisráðherra kvaðst hafa orðið var við ugg meðal ráðamanna vestra með þróun mála í Asíu svo og vegna Kýpurdeilunnar. Að lokum gat forsætisráð- herra þess, að Loftleiðir hefðu sýnt þeim hjónum þá vinsemd að ’bjóða þeim í flugferðina til Kanada svo og allar flugferð r innan Bandaríkjanna og Kan- ada. Framhaid at bls. 16 Kirkja Óháða safnaðarins: Dr. Jaak Taul, forseti Lútherska ráð- sins í Bretlandi. Séra Emil Björns- son. Kópavogskirkja: Dr. Rajah B. Manikan frá Indlandi. Séra Gunn- ar Árnason. Kotsstrandarkirkja: Séra Bjarne Hareide rektor frá Noregk Séra Lárus Halldórsson. Lágafellskirkja: Séra Ruben Peú- ersen frá Genf. Séra Bjarni Sigurð son. Langholtskirkja: Biskup Stefánó Moshi frá Tanganýika. Séra Garðar Svavarsson. Neskirkja: Biskup Leer Ander- sen frá Danmörku. Séra Jón Thor- arensen. Barnaskólar — Framh at bls 1 reynslu undanfarinna ára mætti gera ráð fyrir að um 92% þess- ara barna sæki barnaskóla borg arinnar. Þau börn, sem á vant- ar, eru í einkaskólum, aðallega æfingadeild Kennaraskólans, skóla ísaks Jónssonar, Landa- kotsskóla og Aðventistaskólan- um, Fáein börn njóta sérkennslu utan skólanna vegna vanheilsu og vanþroska, og nokkur börn dvelja utan borgarinnar. — Á hverju sumri er unnið við hreingerningar og viðgerðir, því það er margt, sem þarf að laga, hreinsa og mála, áður en skólarnir taka til starfa. , I haust tökum við f notkun nýjan skóla við Álftamýri og verða þar i vetur 480 börn. Sennilega getur kennsla ekki hafizt í skó! anum vegna byggingarfram- kvæmda, fyrr en eina viku af september. í fyrsta áfanga bygg ingarinnar eru 10 kennslustofur, þar með taldar smíðastofa og handavinnustofn stúlkna. í næsta áfanga, sem verður byggður árið 1965, verða fjór- ar kennslustofur, en auk þess húsnæði fyrir skólastjóra, bóka- safn og heilbrigðiseftirlit, sagði fræðslustjóri. Fræðslustjóri gat þess einnig, að nú yrði tekin í notkun súnd laug f Breiðagerðisskólanum. — F.r það til mikils hagræðis fyrir nemendur skólans og nemendur Réttarholtsskólans, sem fá þar sundkennslu, því að undanfarin ár hafa nemendur þessara skóla orðið að sækja sundkennslu í Sundhöll Reykjavíkur. Sveinn — sos - sos Ungan mann vantar herbergi nú þegar. Sími 22925 f dag og næstu daga. Framh. af bls. 16 „Ríkir menn gera ekkert fyrir list“. „Kjarval minntist á það í grein sinni, að þú værir Iögregluþjónn — hvernig er að fást við list eftir að hafa handtekið menn?“ „Fólk hefur kannski ímugust á mér sem málara af því að ég er lögregluþjónn — ég get ekki lifað af því að mála. Hvernig stendur á þvf, að það er aldrei minnzt á, að Valtýr Pétursson rekur koofekt- gerð og fatahreinsun og Eiríkur Smith vinnur í prentmyndagerö? — Hins vegar þorir enginn að lenvja mig af því að ég er sterklegur — en það er um að gera fyrir lög- regluþjón að vera sterklegur, þótt hann geti ekkert. Ég hvflist & því að mála, þegar ég kem þreyttur af vaktinni". „Hefurðu selt?“ „Nokkrar myndir — armars kaeri ég mig ekkert um að selja mjmd- irnar minar". „Ertu uppnæmur fyrir gagnrýni?" „Ég tek engan mann nú oiðið alvarlega — eftir því sem maður reynir að gera betur, þeim nwn meira er ausið á mann óhróðri og auri“. „Meinarðu þetta?“ ! „Það er óþarfi að hafa þetta eftir i mér“. | Sýningu Sveins lýkur annað j kvöld kl. 11. Aðsókn hefur verið | dágóð. SBökkvistöðin — Framh. af bls. 1. skrifstofuhússins. í þvf húsi verður m.a. leikfimisalur. Sagði slökkviliðsstjóri að stað urinn sem hin nýja slökkviliðs- stöð væri að rísa á, væri að mörgu leyti mjög ákjósanlegur. Að vfsu er mikil umferð á Reykjanesbrautinni, en ljós mun verða sett upp þar sem bíl arnir munu aka út á götuna. Getur stöðvarmaðurinn kveikt á þessum Ijósum um leið og bíl arnir fara út, þannig að þeir eiga ekki í neinum erfiðleikum með að komast út á Reykjanes brautina. Slökkviliðsstjóri gat þess einnig að gamla slökkvi- liðsstöðin í Tjarnargötu yrði lögð niður með tilkomu nýju stöðvarinnar, en hins vegar hefði borgarráð samþykkt að stefna að byggingu tveggja hverfisslökkvistöðva. Önnur yrði vestast f Vesturbænum og nálægt höfninni, en hin inni í Kleppsholti. Frá barnaskólum Kópavogskaupstaðar Öll börn á bamaskólaaldri, 7-12 ára, búsett í Kópa- vogi, sem ekki voru í barnaskólum bæjarins s. 1. vetur og ekki innrituð í skólana s. 1. vor, komi til skráningar í barnaskólana kl. 2 e. h. þriðjudaginn 1. september. Böm úr Vesturbænum komi í Kársnesskóla, en böm úr öllum Austurbænum í Kópavogsskóla. Miðvikudaginn 2. september komi böm í skólana se hér segir: Öll böm fædd árið 1957 komi kl. 1 e. h. Öll böm fædd árið 1956 komi kl. 2 e. h. Öll böm fædd árið 1955 komi kl. 3 e. h. Böm í 10, 11 og 12 ára deildum hefja ekki skólanám fyrr en 1. október, og verður nánar tilkynnt um það síðar. Kennarafundir verða í skólunum kl. 1 e. h. þriðjudaginn 1. september. Fræðsluráð Kópavogs.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.