Vísir - 29.08.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 29.08.1964, Blaðsíða 3
3 V1SIR . Laugardagur 2á. ágúst 1964. ☆ Það er vitað að Siglufjörður er mesta snjóakista í byggð á íslandi, enda kemur þaðan bezta skiðafólk, sem við eigum völ á og hefur á undanförnum árum hlotið flesta íslandsmeist- aratitla. En þótt Siglfirðingum þyki snjórinn góður til síns brúks á veturna, og þó einkum til skíða- æfinga, kæra þeir sig ekkert um hann á sumrin og þykir hann þá hinn versti vágestur. Þeir hafa líka þurft að Iosna við hann sem allra fyrst á vorin, því hann teppir samgöngur milli Siglufjarðar og annarra lands- hluta á landi — a. m. k. enn sem komið er. ☆ Fyrir nokkru gerðist það, sem ekki hefur gerzt um ára- bil, jafnvel ekki um áratuga- skeið, að fannfergi og blind- hríð varð á Siglufirði um há- sumarið, miðjan ágústmánuð. Á götum bæjarins náði snjórinn fólki f ökla og enda þótt kom- izt yrði á bílum um göturnar sjálfar var ófært með öllu strax og út fyrir var komið. Sigiu- fjarðarskarð varð að sjálfsögðu ófært og voru þar þriggja mann hæða háir skaflar. Skarðið er nú orðið fært á ný en þó er þar mikill snjór. Myndsjáin f dag er frá Siglufjarðarskarði. Háir snjóruðningar voru meðfram Skarðsveginum, enda var snjórinn sums staðar allt að tveggja metra djúpur. Á tveimur stöðum í sneiðingnum austan Skarðsins féllu snjóskriður, og var dýptin á veginum um þrjár mannhæðir. Myndin er af jarðýtunni, sem alla dagana var við moksturinn í Siglufjarðarskarði, oftast í foráttuveðri, enda var snjórinn feiknamikill og stöðugt bætti á. Mynd þessi er tekin föstudaginn 21. ágúst s. 1. Sýnir hún snjóruðn- ingana nokkru neðar Siglufjarðarskarðs austanmegin. Upp úr snjó- breiðunni stendur stór steinn, sem Ragnar Páll listmálari málaði höfuð- kúpu á fyrir nokkrum árum. Höfuðkúpa þessi getur minnt vegfarendur á það að hér sé um að ræða versta þjóðveg Iandsins, sem oftast nær cr illfær vegna viðhaldsleysis og svo auðvitað vegna slæmrar veðráttu í mesta háfjallaklasa á Norðurlandi. SILDARSOGDÆLAN HEF- IR RFYNZT ÁGÆTLE5A Eins og áður hefur komið fram í fréttum var stofnað til merki- Iegrar nýjungar í síldarflutn- ingum f sumar af hálfu nýju síldarverksmiðjunnar vestur í Bolungarvík. Útbúin var síldar- sogdæla sem reynd hefur verið til að dæla sfld úr veiðiskipum yfir i flutningaskipið Þyril, sem var sérstaklega útbúið til sfld- arflutninga og hefur þegar flutt um 8000 mál að austan alla leið til Bolungarvíkurverksmiðjunn- ar. Þyrill bíður nú austur á Seyð isfirði eftir betra veðri og nýj- um farmi. Guðfinnur Einarsson, verk- smiðjustjóri f Bolungarvík, sagði í viðtali við Vísi í gær að síldarsogdælan hefði reynzt prýðilega í sumar. eigi aðeins við tilflutning sfldar milli veiði skipa og flutningaskips við bryggju heldur og í góðu veðri á miðum úti. Taldi Guðfinnur að fullyrða mætti að síldarsog- dælan kæmi að fullu gagni við síldartilfærslu úti.,£, miðunum í framtfðinni þegar ekkert sér- stakt væri að veðri. Árangur þessarar tilraunar er því þýðingarmeiri sem síldar- göngurnar hafa breytt sér og miðin fjarlægzt helztu verk- smiðjur landsins á Norðurlandi á undanförnum árum. ♦ Laosleiðtogarnir þrír safnast nú saman f París til þess að vinna að samkomulagi til þess að binda enda á vopnaviðskipti í landinu. Souwana Wong, leið- togi Pathet Laos, og Souwana Phouma forsætisráðherra eru komnir og aðeins Boun Oum, leiðtogi íhaldsmanna, ókominn í gær (fimmtudag).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.