Vísir - 29.08.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 29.08.1964, Blaðsíða 8
8 VlSIR . Laugardagur 29. ágúst 1964 VISIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjðri: Gunnai G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteínson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingai og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr á mánuði. ! lausasölu 5 kr. eint. - Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f. Orð í tíma töluð ]Jinn 25. þ. m. var birtur í Morgunblaðinu kafli úr bréfi, sem norðlenzkur bóndi hafði skrifað bróður sín- um hér í Reykjavík. Þetta hljóp svo illilega fyrir hjart- að á ritstjóra Tímans, að hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð og hafði þegar til átti að taka ekkert annað svar en það, að bréfið væri falsað, þ. e. heimatilbúið á Morgunblaðinu. En hvað var svona ónotalegt fyrir Framsókn í þessu bréfi? — Bóndi sagðist álíta að sá áróður Tímans, að bændur byggju við verri lífskjör en aðrir, væri hættu- legur fyrir hið margumtalaða „jafnvægi í byggð lands- ins“, enda væru sumir farnir að trúa því í einfeldni sinni, að betra væri að flytja á „mölina“ en búa í sveit — af því að þeir tryðu Tímalyginni. Ennfremur var á það minnt í bréfinu, að flestir, sem hefðu látið ginnast til þess að flytja úr sveit á tnölina, hefðu orðið fyrir sárum vonbrigðum, og þá oft „auðvelt að gera þá að talhlýðnum kröfulýð handa kommúnistum“. - Allt eru þétta 6Æ1 tfM'Tdítíð7;^,f Þetta er vissulega ófagur vitnisburður manns, sem ''efur langa reynslu af vinnubrögðum Framsóknar-leið- oganna; og það er von að ritstjóri Tímans reyni að :ióra eitthvað í bakkann. En hann bætir ekki málstað ramsóknar með því, að segja að þetta bréf sé upp- puni. Vísir skal á næstunni minna hann á kafla úr tréfum og greinum, sem menn hafa skrifað undir fullu tafni, þar sem sama skoðun kemur fram og í fyrr- æíndum bréfkafla. Framsóknarflokkurinn hefur frá upphafi þótzt vera érstakur málsvari bænda og látið blöð sín og áróðurs- íenn halda því fram, að allir aðrir stjórnmálaflokkar étu hagsmuni sveitafólks lönd og leið og væru því afnvel fjandsamlegir. Reynslan hefur þó sýnt — og yrir þeirri staðreynd eru augu æ fleiri manna í sveit- im að opnast — að bændur hafa aldrei búið við þrengri qör en þegar Framsóknarflokkurinn hefur verið ein- áður um landbúnaðarmálin. Og það er hárrétt. að flest kans afskipti af málefnum bænda hafa stuðlað að því, að flæma þá úr sveitunum. Þetta hefur auðvitað ekki verið ætlun flokksforust- mnar, því að fylgið í sveitunum var fyrst og fremst oað, sem „flokkurinn“ byggði tilveru sína á. Honum íefur aðeins tekizt jafn óhönduglega þarna og á öllum iðrum sviðum, af því að þetta er enginn stjómmála- lokkur, heldur aðeins þröngsýn hagsmunaklíka nokk- 'rra manna, sem hafa komið sér þægilega fyrir hér í -eykjavík í skjóli Sambands ísl. samvinnufélaga, og bar af leiðandi á kostnað bændastéttarinnar í landinu. Sú var tíð, þegar Framsókn réði mestua landinu, að 'iíð var ekki hættulaust fyrir bændur að lýsa opinber- ga vanþóknun sinni á ráðslagi ,,flokksjnf“ En nú er i tíð liðin, og þess vegna má ritstjóri Tímans eiga on á því, að birt verði bréf, sem hann getur ekki taldið fram að séu fölsuð. Johmon kveðst helga sig starfí / þágu frelsis, fríðar Þegar þeir kepptu um það John F. Kennedy og Lyndon B. Johnson að verða forsetaefni demokrata, sagði Kennedy um L. B. J. „Ef ég hefði ekki sett mér það mark, að fá forseta- hiutverkið í hendur, myndi ég veita Johnson stuðning. Hann er til þess hæfastur allra banda rískra stjórnmálamanna og hann ber þann hug í brjósti til lands síns og þjóðar eins og forseti á að gera*‘. Johnson varð hinn 35. í röð- inni bandarískra forseta og hinn 8., sem varð það eftir að hafa verið varaforseti. Og það var Kennedy, sem valdi hann sér við hlið, er hann sjálfur var í framboði (1960). Þá hafði Johnson set’ið á þingi í 23 ár. Hann varð full- trúadeildarþingmaður 28 ára og öldungadeildarþingmaður er hann var fertugur, og hafði ekki átt sæti í öldungadeild- inni nema 4 ár, er hann vai val’inn til forustu í deildinni af flokki síniim. Því hlutverki gegndi hann þar til hann varð varaforseti í janúar 1961. Árin 1955-1961 hafði flokk- ur demokrata meirihluta í báð- um þingdeildum, þótt ríkisfor- setinn væri republikani (Eisen- hower). Á þessum árum efldist L. B. J. svo að áliti og áhrifum, að þSð væri ekki fjarri lagi að segja, að hann hafi verið á- hrifamesti maður í landinu, næst á eftir Eisenhower Stefna Johnson í öldungadeild- inni var sú, að styðja bæri forestann til framgangs hverju máli, sem forsetinn hefði tekið rétta afstöðu til. Hann átti því manna mestan þátt í, að báðir flokkar studdu utanríkisstefnu stjórnarinnar. Kennedy forseti notaði séi _ sem bezt hann gat reynslu Johnson með því að fela honum ábyrgðarmeiri hlutverk en dæmi voru til áður, að nokku; ríkisforseti Bandaríkjanna hefði lagt í hendur varaforseta s'n- um. Þegar John F. Kennedy féll fyrir morðingja hendi 22. nóv- ember 1963 var eðlilega um nokkurn kvíða að ræða, þrátt fyrir að Johnson var vel treyst, en hans hlutskipti var nú að taka merki hins fallna for- ingja, og bera fram til nýrra sigra, en menn sannfærðust brátt um, að Johnson mundi taka á hverju máli af öryggi og festu. Stillileg, örugg og ákveð- in framkoma hans við fráfall hins unga og dáða forseta vakti fljótlega traust meðal þjóða heims. Hér verður ekki rakinn ferill Johnsons forseta sem stjóm- málamanns nánara að sinni, en það er almennt álit, að í Banda- ríkjunum, þar sem menn þekkja hann bezt, séu menn sömu skoðunar, og Kennedy heftinn forseti, er hann valdi hann til að standa sér við hlið f kosningabaráttunni 1960, og þær skoðanir standa jafnvel á enn traustara grunni nú, þvi að á beim tíma, sem liðinn er frá því hann varð forseti, hef!r pað komið enn betur í ljós, að það var satt og rétt, sem Xennedy hafði um hann sagt. Á flokksþingi demokrata í Atiantic Citv vann Johnson Johnson forseti. mikinn persónulegan sigur, og með þeim sigri var vel treystur grunnurinn að emingu í flokkn um, miklu betur en margir höfðu þorað að gera sér vonir um, á tímum mikils ágreinings um mannréttindalögin, sem Johnson bar gæfu til að koma gegnum þingið með góðra manna aðstoð, en í baráttu fyrir því mál'i og öðrum, hefir hann haldið með heiðri á lofti merki Kennedystefnunnar, í þágu frelsis, friðar, gjafnréttis og bættra lífskjara. í ræðu þeirri, sem hann flutti í gær á flokksþinginu, er hann þakkaði traust flokks- manna sinna og tók við út- nefningunni sem forsetaefni flokksins í kosningunum 3. nóv- ember, hét hann því og að helga starf sitt, flokks og ríkisstjórn- ar, í þágu friðar, frels’is og vei- megunar — til þess að draurn- urinn um þetta þrennt mætti rætast. Var ræðu hans við þetta tækifæri, og ræðu varaforseta- efnis, Humþhrey’s tekið af slíkum fögnuði og áhuga, að slíks eru fá dæmi, fögnuði yfir val’i hinna hæfustu leiðtoga til ábyrgrar og gætinnar forustu, bæði’ á innlendum og erlendum vettvangi. (Að mestu þýtt). a. Ameríska bókasafnið hefur vetrarstarfið Hinn 14. sept n.k. hefur Am- eríska bókasafnið vetrarstarf- semi sína og um leið verður nokkur breyting gerð á útlána- tímum safnslns. Verður það framvegis opið kl. 12-21 á mánu dögum, miðvikudögum og föstu dögum, en kl. 12-18 á þriðjudög um og fimmtudögum. Bókasafnð hefur nú starfað um tveggja ára skeið í hinum vistlegu húsakynnum í Bænda- höllinni, en áður var það stað- sett að Laugavegi 13, sem kunn ugt er. Aðsókn að safninu og útlán hafa farið jafnt og þétt vaxandi undanfarið, þótt safnið sé nú utan miðbæjarins og ekki við eina aðaiumferðaræð borgar- innar eins og áður. í þvf sam- bandi má geta þess, að á tíma- bilinu 1. júlf 1963 til 30. júni 1964 komu 17.967 manns í safn ið eða 74 á hverjum degi að með altali á hverjum degi sem það var opið. Miðað við síðasta ár ið sem safnið var á Laugaveg- inum nemur aukningin á fjórða þúsund manns eða um 22%. Bókavörður hefur einnig gert samanburð á útlánum á þessum tveimur tímabilum og sýnir hann, að útlán bóka hefur auk izt um 54%, blaða um 102% og á hljómplötum um 59%. I safninu eru nú nokkuð á 7. þúsund binda, hljómplötueign þess, nemur 790 eintökum, og auk' þess eru þar til nokkuð af segulböndum, sem hægt er að fá að láni. Þá eru í safninu að jafnaði á annað hundrað tíma- rita um hin sundurleitustu efni, og er eftirspurn eftir þeim mjög mikil. t í Singapore hefur verið lagt bann við innflutningi á brezk um hjólbörðum, niðursuðuvör- um, búsáhöldum o. fl., þar til samkomulag næst um að lækka innflutningstolla á Bretlandi á baðmullarvörum frá Singapore. I Þeir, sem vinna að því að undirbúa Olympíul. í Tokio hafa miklar áhyggjur af þvf, að kólera er komin upp i Joko- hama. Óttast menn, ef hún brein ist út, kunni það að draga úr aðsókn að leikjunum. Fyrirskip uð hefur verið bólusetning gegn kóleru á öllum þátttakendum i íþróttakeppni í leikunum. - zmm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.