Vísir - 29.08.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 29.08.1964, Blaðsíða 9
V ÍSIR . Laugardagur 29. ágúst 1964. Tækni og menning íbaráttu við grænlenzka náttúru Með hárautt band um höfuð sér. IV. 1 byrjun októbermánaðar 1941 var amerísku flutninga- skipi „Monaco“ stefnt inn Eiríksfjörð í stefnu á Nars- sassuak. Um borð í skipinu voru 500 menn, verkamenn og hermenn, en fyrirlið’inn var norskur gamalkunnur heim- skautsfari, Bernt Balchen. Hann hafði tekið þátt í pólflugi Roalds Ammundsen árið 1925 og seinna f suðurskautsleið- angri Byrd’s. Þegar Noregur var hernuminn var Bernt Bal- chen staddur í Bandaríkjunum og gekk þá strax í lið Banda- manna til að gera Þjóðverðum öll þau óþurftarverk sem fram- ast væri unnt. Honum var feng- ið fley í hendur, sagt að sig’a því til Eiríksfjarðar á Græn- landi og byggja á stað þeim, sem Stokkanes heitir, stóran og mikinn flugvöll fyrir flugher Bandaríkjanna. Það myndi, á- samt ýmsum öðrum ráðstöfur.- um, flýta fyrir þvf að Noregur yrði leystur úr ánauð. Þann 7. október var byrjað á flugvallar- og annarri mann- virkjagerð f Stokkanesi, eða eins og staðurinn heitir á græn- lenzku: Narsassuak. Réttum tveimur mánuðum síðar, eða 7. desember sama ár var búið að byggja 1600 metra langa flugbraut og 80 metra breiða. Þetta var í rauninni fyrsti sigur tækninnar yfir landi sem fram til þessa hafði aldrei lotið tækni í nokkurri mynd og aldrei verið henni háð eða unö irgpfið. I fyrsta skipt'i í sögu þessa lands drundi vélahljöð, ekki aðeins frá morgni til kvölds heldur lika frá kvöld; til morguns. Dráttarvélar, vét . skóflur, vélkranar, steypuvéiar. bifreiðir, bifhjól, hverskonar rafmagnstæk'i og önnur áhö’d þögnuðu aldrei. Þetta var ný lunda í Grænlandi. Sem betur fór var enginn Grærilendingu: búsettur í Stokkanesi. — Þeir bjuggu allir lengra burt. Þessi djöfulgangur og véltækni hefði orðið kyrrlátu lffi þeirra ofrauii Enginn veit hvað flugvaliar- gerð'in í Stokkanesi hafa kostað Bandarfkin, en einhvers staðar og einhvern tíma hafa veriö nefndar 100 milljónir dollara. Mér er ofraun að reikna þessa fjárhæð út í krónum. Mikill viil meira. Nú töldu menn að tæknimenningin hefði náð yfirráðum og valdi vfir þessari hrjúfu grænlenzku nátt- úru. Hún hefði bugast. Þess vegna voru hvers konar hjóla- tíkur sendar inn á skriðjökla sjálfa — ýmiss konar erinda, koma upp veðurathugunar- stöðvum, reisa loftskeytamöst- ur eða radarstöðvar. En þá sagði náttúran stopp. Hyldjúp- ar sprungur opnuðust og gleypti menn og farartæki með húð og hári. Hræðileg óveður og byljir hröktu aðra niður á láglendi aftur eða frysti þá i hel. Þá varð mönnum að nýju heinvsstyrjöldinni seinni, ildahvörf i sögú Græn- ljóst að grænlnezk náttúra og náttúruöfl voru sterkari en nokkur tækni eða mannlegur máttur. V. Með urðu aldahvðr’f" i sögú lands. Allt fram til þess tíma var land og þjóð grafið í djúp gleymskunnar. Það var dönsx nýlenda og Danir höfðu þar að sjálfsögðu einhverra hagsmuna að gæta. En þeir kærðu sig ekkert um það að aðrir væru að hnýsast í grænlenzk mál og það er enginn hægðarleikur fyrir venjulegan mann að komast til Grænlands. Hann varð að eiga þangað brýnt er- indi og hafa óyggjandi sannan- ir og s amvizkuvottnrð upp á það að hann ætlaði sér hvorki að stofna velferð Gftenlendinga í voða né kollvarpí yfirráðum danskra þar í lancw Með öðr um orðum: Það var nær ógern- ingur að kynnast þessu landi heimsskautabyggðarinnar. í einu vetfangi er Grænland komið inn á alþjóðavettvang og opnast fyrir nýjum áhrifum og straumum. Þetta skeði fljótlegi eftir að seinni heimsstyrjö dir brauzt út. Þjóðverjum mun fyrstuni allra styrjaldaraðila hafa verið ljós þýðing Grænlands í styrj- öldinni, ekki sízt fyrir siglingar og kafbátahernað. Af þeirr: ástæðu munu þeir hafa gerl ítrekaðar tilraunir til að kom" upp veðurathugunarstöðvum á Grænlandi á fyrstu styrjaldar- árunum. Þá opnuðust augu Bandaríkjamanna fyrir því hver hætta þeim gæti stafað af þýzkum bækistöðvum svo ná- lægt sér, brugðu því skjótt við^ og eyðilögðu h’inar þýzku bæki- stöðvar í Grænlandi. Og til þess að sú saga endurtæki sig ekki, töldu þeir rétt að takn sér sjálfir bólfestu á Græn- landi og það á fleiri en ein.rn stað. í siðustn grein minni minntist ég á spitalaborgina í Narssarssuaq en á ýmsum öðr- um stöðum bæði á austur- eg vesturströnd Grænlands byggðu Bandaríkjamenn . flugvelli og reistu sér bækistöðvar og sum- um þeirra halda þeir enn í dng Með þessum aðgerðum mi segja að einangrun Grænlands sé í stórum dráttum rofin. Þó verður ekki sagt að Bandaríkia- menn hafi með afskiptum s(n- um og hernaðarbækistöðvurr haft bein menningaráhrif á grænienzkt þjóðlif, athafnaiíf eða menningu. Amerísku setu- liði hafa verið bönnuð sam- skipti við Grænlendinga nema að mjög takmörkuðu leyti. enda eru fjarlægðir þar í landi svo miklar að áhrifa frá einstökum bækistöðvum myndi gæta miöe seint. Hitt er svo annað mál að Danir hafa séð fram á að e;o- angrunin við umheiminn var rofin og að þýðingarlaust var úr þessu annað en gefa ferða- mannastraumnum þangað meira eða minna lausan tauminn. Auk þess hafa þeir af því nokkra tekjulind, sem seinna á eftir að aukast. Framh. á bls. 10 (j /V Onnur grein Þor- steins Jósepssonar úr Grðenlandsför Flugvöllurinn í Narssassuak. Fremst á myndinni eru tvær íslenzkar flugvélar. í baksýn flugbrautin og Eiríksfjörður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.