Vísir - 29.08.1964, Blaðsíða 15

Vísir - 29.08.1964, Blaðsíða 15
V í SIR . Laugardagur 29. ágúst 1964. 15 FRAMHALDSSAGAN: SKIN eftir SKÚR eftir SYRIL BRISCOE Kay Forrest ók hratt eftir þjóðveginum, en hægði á sér, er hún nálgaðist veginn, sem lá heim - til Stonehill, litla bæj- arins, þar sem hún hafði átt bemskuheimili sitt. Hún fór allt af heim, þegar hún gat því við komið .Hún var þar alltaf hjart- anlega velkomin á heimili bróð- ur síns og mágkonu. I þetta skipti kom hún til þess að geta hugsað í ró og næði mikið vandamál, — sannast að segja mesta vandamálið, sem hún hafði fengið við að glíma á ævinni, en Kay var annars ekki nema 27 ára gömul. Hún hugsaði um það, sem Henry hafði sagt við hana: — Þú þarft að skreppa burt úr borginni nokkra daga, upp í sveit helzt, komast burt frá ys og þys stórborgarlífsins, og þá muntu aftur sjá hlutina í sínu rétta Ijósi. En Henry hafði sagt þetta, er hún hafði stunið því upp við hann, að það gæti þrátt fyrir allt ekkert orðið af brullaupinu þeirra, — hún væri svo óviss um sjálfa sig, elskaði hann lík- lega ekki nógu heitt. En hann tók þessu ósköp ró- lega — og hann lét sannast að segja aldrei haggast - já, hann talaði jafnvel um þetta eins og hún hefði verið að spauga, og hann hafði dregið aftur á fingur henni trúlofunarhringinn, sem hún hafði rétt honum. Og svo. bað hann hana blessaða að segja ekki eitt orð um þetta framar, hvað þá fleiri. Og daginn eftir hafði hann skotizt í bílnum sínum til Stone hill og spurt mágkonu hennar hvort það væri ekki allt í lagi, að hún kæmi til nokkurra daga dvalar sér til hvíldar og upp- lyftingar. - hún hefði gott af stuttri dvöl úti á landsbyggð- inni rétt fyrir brullaupið. Hún var búin að aka spölkom eftir veginum til Stonehill, leit sem snöggvast á armbandsúrið sitt og sá, að hún hafði yfrið nógan tíma. Hún nam því staðar við vegarbrúnina og tók upp vindlingahylkið sitt og tók úr því vindling og kveikti í. Hún skoðaði vindlingahylkið í krók og kring. Það var úr gulli og grafið á það og Henry hafði gefið henni það á afmælisdag- inn hennar. Hve loftið var annars dásam- lega tært og hreint þarna. Það var meiri munurinn og á loftinu inni í bænum. Og alltaf hafði hún saknað góða loftsins - einkum vor- og sumarmánuð- ina. Hugsanir hennar beindust að litla, indæla húsinu sem hún hafði átt heima í á berskuár- unum, en svo fórust foreldrar hennar í húsbruna, og hún og bróðir hennar voru send á bama uppeldisheimili. Það fór eins og hrollur um hana nú, er hún minntist ömur- leika áranna þar. Þar var allt ljótt og leiðinlegt, - andstyggi- legt, en þeðar hún var 12 ára og Bob 14, hafði maður í bama- verndarráðinu, sem faðir henn- ar eitt sinn hafði starfað fyrir, tekið þau undir vemdarvæng sinn og hjálpað þeim drengilega, svo að þau fengju nægilega menntun og góðan undirbúning undir lífsbaráttuna. Hún fékk starf sem einkarit- ari Stonehill-tíðinda, og allt var í rauninni í bezta gengi, nema að þrá hafði kviknað í brjósti hennar eftir að kanna ókunna stigu. Og hún heitstrengdi snemma, að sóa ekki lífi sínu í smábæ eins og Stonehill, held ur fara til London, er tækifæri gæfist og koma sér þar áfram. Hún notaði öll tækifæri, sem henni buðust, ti' þess að verða sem færust í starfi sínu, og svo náði hún því marki. að fá gott starf á skrifstofu blaðs I Lon- don. Hún kom sér vel áfram og allir voru sannfærðir um, að hún myndi búa sér örugga framtíð, eignast sitt eigið heimili, búa við öryggi og aðdáun - en því miður ekki þá aðdáun, sem leið- ir til þess að brautin liggur upp að altarinu. Það var eins og all- ir væru sannfærðir um, að hún væri borin og bamfædd til þess að ná langt, verða deildar- stjóri eða kannske eitthvað meira, en hún vildi alls ekki gift ast. En svo kom Henry inn í líf hennar. Og þá breyttist allt. Henni var ekki sjálfri alveg ljóst, hvernig allt vildi til, en einn góðan veðurdag opinber- uðu þau trúlofun sína. Henry Bucl var vel efnaður. Hann var kunnur listaverka- kaupmaður. Hann var 38 ára og naut virðingar og álits. Og þær j höfðu áreiðanlega margar reynt j að fanga hann í net sín. Kay gerði ekkert til þess, en samt var það hún, sem hreppti hnoss- ið. Kay hafði kynnzt mörgum ungum mönnum, sem vom lag- legri, fjörlegri og skemmtilegri en Henry, og hún naut þess að vera með þeim, einum af öðrum, en þeir litu bara á hana sem góðan félaga, og ekkert frek- ara gerðist. Það kviknaði ekki neinn neisti, að minnsta kosti ekki neinn, sem varð að báli. Og svo var það nú þetta, að enginn þessara ungu manna virtist eiga örugga framtíð fyrir sér — en hana hafði Henry þegar skap- að sér. Hann þurfti ekki neinn til þess að heyja neina baráttu með sér, en gjarnan hefði nú Kay viljað heyja baráttu - með yngri manni. En hún hafði blátt áfram aldrei orðið alvarlega ást- fangin af yngra manni - og eng inn hinna ungu - að því er virtist - alvarlega ástfanginn af henni — áður en þetta gerðist — áður en þau fóm að opin- bera trúlofun allt í einu, hún og Henry. Eftir að hann kom fram á sviðið, fór hún að hugsa um það æ tíðar, að það gæti verið ósköp notalegt að byrja hjúskaparlíf- ið án þess að þurfa að ala nein ar áhyggjur út af peningum - og voru ekki mörg dæmi þess, að það eyðilegði allt fyrir ung- um hjónum? - Jæja, Henry hafði beðið hennar nákvæmlega einum mánuði eftir að þau höfðu verið kynnt hjá sameig- inlegum vinum. Og þegar hún tók hátíðlegu bónorði hans, var hún alveg viss um, að hún hefði gert rétt í að bíða átekta, þar til hinn rétti kom. Og Henry var líklega hinn rétti, þegar allt kom til alls. Hún bar alls ekki brennandi ást í brjósti til hans. Það gerði hún sér mætavel Ijóst. OFFSET - LITHOCRAPHT ÞORGRÍMSPRENT v*V V1'. Seljum dún og fiðurheld ver. Endurnýj- um gömlu sængumar, NVJA FIÐURHREINSUNIN Hverfisgötu 57A, Sími 1673S ólvallagötu Ti Sími 18615 Tek hárlitun. Clairol, we'Ja og i1 klainol litir. Vinn frá kl. 1-5 á hárgreiðslustofunni. Perla Vitastíg 18A. Sími 14146. Minna Breiðfjörð_________________ Hárgreiðslustofan PERMA Garðsenda 21, slmi 33968 Hárgreiðslustofan HÁTÚNl 6, slmi 15493.______ Hátgreiðslustofan PIROL Grettisgötu 31, slmi 14787. Hárgreiðslustofa VESTURBÆJAR Grenimel 9, slmi 19218. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (Marla Guðmundsdóttir) Laugaveg 13, sími 14656. Nuddstofa á sama stað Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU og DÓDÓ Laugaveg 18 3. hæð (lyfta) Símí 24616 Dömuhárgreiðsla við allra hæf TJARNARSTOFAN Tjamargötu 11. Vonarstrætis megin. simi 14662 22997 • Grettisgötu 62 ST RÖNNING H.F. Sjávarbraut 2, við Ingólfsgarð Sími 14320 Raflagnir viðgerðir á heimilis- tækjum, efnissala. FLJÓT OG VÖNDUÐ VINNA í OUN- og I; FIÐURHREINSUN J; vatnsstfg 3. Síml 18740 SÆNGUR í REST BEZT-koddat. Endurnýjum gömlu !■ sængumar, eigum dún- og fíðurheld ver. |! Seljum æðardúns- og % gæsadúnssængur — I; og kodda af ýmsum !■ stærðum. ‘I .■.•.V.VV.V.V.'.WAVVW TIL SÖLU 2 herb. íbúðir við Lindargötu, ris Ásbraut á hæð, Rauðarárstfg á hæð Kaplaskjólsveg ris, Drápu- hlíð jarðhæð Shellveg kjallari, Efstasund rishæð, Nesveg lítið niðurgrafinn kjallari. 3 herb. íbúðir við Þverveg á hæo útb. um 300 þús. kr., 3 herb. íbúð á hæð við Efstasund. 3 herb. rishæð við Sigtún. 4 herb. ibúð á III. hæð við Klepps veg. Nýleg og góð íbúð. 1 stofa 3 svefnherbergi, eldhús, r.valir móti suðri, bílskúrsréttur. Laus 1. október. 4 herb. kjallaraíbúð, lítið niður- grafin í Teigunum. 4 herb. íbúð við Ásbraut Kópa- vogi. Nýleg fbúð. 4 herb. fbúð við Seljaveg 5 herb. ibúð við Kleppsveg á II. hæð. Vönduð íbúð. 2 stofur 3 svefnherbergi eldhús, bað, stór- ar svalir, tvöfalt gler. Teppi fyigja. 5 herb. íbúð I Austurbænum f sam byggingu á I. hæð. 1 fbúðarher- bergi fylgir í kjallara. Nýleg í- búð vel innréttuð, svalir, bíl- skúrsréttur 5 herb. íbúð i Hliðunum á II. haeð 3 stofur, 2 svefnherbergi, teppa lögð að mestu leyti, arinn í stofu, eldhús, 4-5 herb. á III hæð selst með 5 herb. íbúð f Hlíðunum nýmáluð og standsett á I. hæð að ðllu Ieyti sér. JÓN INGIMARSSON lögmaður Hafnarstræti 4. Sími 20555 Sölumaður: Sigurgeir Magnússon Kvöldslmí 34940 RETTI LYKILLINN w' AÐ RAFKERFINU jBaatmrnmmmmmmmmmsm. Blómabúbin Tarzan vonar að enginn óvin- anna vakni meðan hann er að reyna að bjarga Leolu. Hún hefur skorið sig lausa og gengur að trénu. Tarzan sveiflar vaðnum til hennar. Hrisateig 1 simar 38420 & 34174 - V V ■ — > ,*■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.