Vísir - 29.08.1964, Blaðsíða 13

Vísir - 29.08.1964, Blaðsíða 13
VÍSIR . Laugardagur 29. ágúst 1964. 13 Nýr frcsmkvæmdastjóri Atiantshafsbandalagsins: ítalinn MANLIO BROISO rjm sfðustu mánaðamót tók við störfum nýr fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda lagsins, ítalinn Manlio Brosio. Brosio fæddist í Torino 10. júli 1897. Hann nam lögfiæði við háskólann þar, en þegar fyrri heimsstyrjöldin brauzt út varð hlé á námi hans. Gekk Brosio þá í herskóla í Caserte og varð síðan liðsforingi f Alpa stórskotaliðinu árin 1917-18. Hlaut hann heiðursmerki fyrir dugmikla framgöngu. Þegar Brosio hafði lokið laga námi árið 1920, sneri hann sér að stjórnmálum og gekk í Frjáls lynda flokkinn og varð einn af Ieiðtogum í hreyfingu „Frjáls- lyndra byltingasinna,“ sem stofnuð var af Piero Gobetti. Á uppgangstímum fasista tók Brosio ákveðna afstöðu gegn þeim og átti hlut að tilraunum sem gerðar voru til að æyna að hindra valdatöku þeirra. Leiddi það síðar til þess að honum bárust fyrirmæli frá lögreglunni um að hætta öil- um afskiptum af stjórnmálum. Hóf Brosio þá lögfræðistörf að nýju í Torino en hélt þó stöð- ugu sambandi við samtök and íasista, einkum heirhspeking- inn Benedotte Croce og hag- fræðinginn Luigi Einaudi, sem siðar varð forseti ítalska lýð- veldisins. Efíir„ fall Mussolinis í júlí 1943, tók Brosio að nyju upp störf sín í Frjálslynda flokknum í Róm. Hann starfaði í neðanjarðarhreyfingunni unz hernámi landsins lauk og átti á árunum 1943-1944 sæti i pjóð- frelsisnefndinni. Þegar Róm varð frjáls á ný, var hann t'l- nefndur framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins — og á árinu 1944 sat hann sem ráð- herra án stjórnardeildar í tveim ríkisstjórnum undir forsæti Bonomis. Árið eftir varð hann varaforsætisráðherra í stjóm Parris, og þegar de Gasperi tók við stjórnartaumum varð hann varnartnálaráðherra í fyrstu stjórn hans og gegndi því em- bætti fram eftir ári 1946. T janúar 1947 hófst svo ferill Brosios í ftölsku utanrík isþjónustunni með því að hann varð sendiherra í Moskvu. Þar tók hann m.a. þátt í þýðingar- miklum viðræðum um friðar- samningana eftir síðari heims- styrjöld, skaðabætur og skil á striðsföngum. I tíð hans var þar einnig gerður fyrsti viðskipta- samningur Italíu og Sovétrikj- anna eftir heimsstyrjöldina. Brosio var í Moskvu í full 5 ár, eða þar til hann í ársbyrjun 1952 tók við sendaherrastörfum í Lundúnum Meðal meiriháttar mála, sem hann hafði afskipti af meðan hann var sendiherra þar, var Trieste-vandamálið. Var hann fulltrúi ítala við þær samningaumleitanir, sem þá áttu sér stað um framtíð hér- aðsins og undirritaði af lands síns hálfu samkomulagið um lausn deilunnar. Á tímabilinu 1955 og fram á mitt ár 1961 var Brosio sendiherra í Wash- ington og að því búnu í París. Þar var hann sendiherra til júlí loka á þessu ári, en hann tók við framkvæmdastjórastarfi At lantshafsbandalagsins hinn 1. ágúst. Brosio er vanur að taka dag inn snemma og byrjar með því að lesa dagblöðin. Flesta morgna leikur hann einnig tenn is stundarkorn, áður en hann heldur til skrifstofu sinnar. Hef ur hann mikið dálæti á þeirri íþrótt sér til hressingar. Meðan Brosio var sendiherra í París fór það orð af honum, adreifing VISIR Þurfum að ráða börn, unglinga eða roskið fólk til blaðdreifingar í eftir- talin hverfi: Bankastræ ★ ★ ★ Aðalstrætí Hringbrau, ★ Laugaveg (efri) ★ Lækir og fleiri hverfi á næstunni. að hann gerði strangar kröfur til samstarfsfólks síns, bæði um vinnusemi og nákvæmni, enda sjálfur kunnur fyrir hvort tveggja. Brosio er vingjarnlegur í framgöngu og hefur gðða kýmnigáfu. Hann hefur ritað greinar bæði um lögfræði og stjórnmál í tímarit. Brosio og kona hans, Clot- hilde, en þau giftust árið 1936, lifa eins kyrrlátu samkvæmis- lífi og hjónum í þeirra stöðu er frekast unnt. ■pjaginn áður en Manlio Brosio tók við starfi fram kvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins ræddi fréttamaður við hann á heimili hans í í- talska sendiráðinu í París. í samtalinu komst Brosio m.a. að orði á þessa leið: Sú reynsla, sem ég hef öðl- azt í starfi mínu sem sendi- herra, hefur sannfært mig um, að Atlantshafsbandalagið sé eðlileg fullnæging á þeirri þörf sem skapazt hefur við þau vandamál, sem veröldin á við að stríða: deilur og ótta við meiri deilur en um leið friðar- og framfaravilja — og þrá eftir auknu frelsi Mér er mikill trúnaður sýnd- ur með því að ríkin 15 f At- lantshafsbandalaginu skuli hafa valið mig sem framkvæmda- stjóra bandalagsins. Starfinu fylgir þung ábyrgð, svo þung, að ég hygg að hún verði aðeins borin með fullum stuðningi þeirra ríkisstjórna allra, sem að bandalaginu standa — og al- mennings í öllum löndum banda lagsins. Bandalag okkar er víðtækt og hefur mikla þýðingu. Það ógn ar engum — en það er reiðu- búið til að horfast í augu við hverja staðreynd. Kjarni þess er fólginn í sameiginlegri trú okkar og óbifanlegum ásetningi allra frjálsra manna — að standa vörð um frelsi sitt. Þér getið reitt yður á ,að ég mun leggja mig allan fram á þessu sviði — og vænti skiln- ings og stuðnings yðar allra. t k Gjörið svo vel að hafa samband við afgreiðsluna í Ingólfsstr. 3. Sími 11660 i ■■■■■■■■■■ - - -« ( s VISIR AFGREIÐSLAN Hngólfsstræti 3. Umboðsmaður Dagblaðið Vísir óskar eftir umboðsmanni á Eyrarbaidff frá og með næstu mánaðamótum. Uppl ' ofgTeiðs’u Vísis, Ingólfsstræti 3. Sími 116Í5Ö

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.