Vísir - 29.08.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 29.08.1964, Blaðsíða 7
7 V 11» í K . Laugaru<.gur 29. ágúst 1964. Þarna eru bömin á Laugalandi sáamt þrem af fóstrunum. 54 sjónumaböm dvöldu Þarna var verið að fást við skemmtilega þraut, — tízkuleikinn á Laogaiandi. Á þriðjudaginn komu 51 bam akandi í stómm áætlunarbíl austan frá Laugalandi í Holtum, Rang- árvallasýslu, og að hinu glæsilega dvalarheimili sjómanna í Laugarásnum í Reykjavík. Bömin þustu út úr bílnum og til foreldra sinna, sem biðu þeirra spennt. Bömin höfðu verið við gott atlæti í 70 daga í sumarbúðum sjómannadagsráðs. Um síðustu helgi áttu Vísismenn kost á að skoða þessa starfsemi. Mjög margir aðilar hafa komið upp slíkri starfsemi fyrir böm, sem ekki eiga ann- ars kost á að komast í sveit og njóta þess unaðar, sem sveitarvera hlýtur alltaf að verða ungu bami eða unglingi. „Ég hef varlt kynnzt eins þægum og gó'ðum hópi barna“, sagði María Kjeld, for- stöðukona sumardvalar sjó mannabarnanna. „Við höfum verið hér alls 11 í sumar við að gæta barnanna og allt hef- ur gengið eins og í sögu. Einna helzt reyndi á, þegar jarð- skjálftinn varð. Þá urðu börnin hrædd og gátu ekki farið að sofa aftur“. — Á hvaða aldri eru börnin? „Þau eru allt frá 4 ára og til i ára. Þetta er náttúrlega ald- ur, sem er nokkuð erfiður. Börnin þurfa mikla aðstoð og það hefur sannarlega alltaf verið nóg að starfa hjá okkur hér“. — Og hvað hefur verið gert? „Við höfum reynt að vera úti með IJörnin eins og hægt var, en veðráttan f júlí var heldur léleg og hindraði það oft. Strax og sólarglæta kom voru börnin búin að kasta af sér fötunum. Þau kúnnu sann- arlega að meta sólski^i^" ★ Kristján Jóhannsson starfs- maður Sjómannafélags Reykja- vfkur sagði okkur að þetta væri annað árið í röð, sem þetta starf færi fram að Laugalandi og nyti mjög mikilla vinsælda. Börn sjómanna hafa að 3!lu jöfnu gengið fyrir, en umsókn ir um vfst hafa verið fjölmarg- ar, miklu fleiri en hægt var að sinna. „Við höfum mikinn áhuga á að halda þessu starfi áfram,“ sagði Kristján. „Við höfum verið svo heppnir að komast kynni við hina ágætustu menn hér syðra, sem hafa stutt okkur með ráðum og dáð og leigt okkur þennan ágæta heimavist- arskóla. Næsta sumar höfum við mikinn hug á að koma upp sumardvalarstað fyrir börn á aldrinum 9—12 ára í Hraun- koti í Grímsnesi, en það er á- kjósanlegur staður fyrir slíkt Sjómannadagsráð hefur þegar keypt jörðina og vonandi verð- ur hægt að reisa þar góð húsa- kynni á næstunni". ★ Börnin voru úti á skólalóð- inni ’ við leik þegar v"ið fórurn út í- sólskinið. Þau voru greini- Iega mjög spennt vegna gesta komunnar. Stærstu strákarulr, og raunar telpurnar líka, sögð- ust hafa selt Vísi í ReykjavíU og -voru ákveðin í að gera þ rð þegar þau kæöfflfieim. Við spurðum: ,,Er gamar^'rð ■rpj;a( nérna?“ Og- það kvað ' við: Já .. já ,já iá . Krakkarnh voru allir sammála um að sumardvölin hafði verið skemmtileg. „Þau eru samt far- in að hlakka til heimsferðarinn ar,“ sagði María Kjeld. „Þau telja dagana eins og krakkar géra þegar jólin nálgast," sagði hún. í Raftholti, myndarbýii skammt frá, hittum við Sigur- jón Sigurðsson bónda og einn af skólanefndarmönnunum. „Þetta er gott starf sagði hann, „Við vorum ekki hrifnir fyrst af að fá svo ung börn inn I skói- ann og héldum að hann mundi fara illa. En þetta er rétta stefnan, þ.e. að gjörnýta skóla- húsin, þau eiga að vera notuð alla 12 mánuði ársins, ef hægt er. Æskan verður að hafa sín verkefni, — og það er okkar að útvega æskunni þessi verk- efni,“ sagði þessi sunnlenzki mektarbóndi að lokum. Og hann hefur sannarlega rétt fyr- ir sér. — jbp — Starfsfólkið að Laugalandi. Frá vinstri eru: Valgerður Sveinsdóttir, matráðskona, Klara Björnsdóttir, Dröfn Ólafsdóttir, Ingibjörg Árnadóttir, Margrét Sigurðardóttir, Didda Guðmundsdóttir, María Kjeld, forstöðukona, Steinþóra Guðbergsdóttir og loks Kristján Jóhannsson, sem hefur starfað mikið fyrir heimilið hér í Reykjavík. Það var líf og fjör í niatsalnum. Börnin þurftu mikið að borða, eins og títt er um börn í sveit. For- eldrarnir hafa eflaust séð miklar breytingar á börnunum, þegar þau sneru heim eftir 70 skemmtilega sumardaga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.