Vísir - 29.08.1964, Blaðsíða 10

Vísir - 29.08.1964, Blaðsíða 10
w MBiKVr V í S I R . Laugardagur 29. ágúst 1964 Grænland Framh. af 9. síðu VI. Ég var víst búinn að vera tvær nætur á. gistiiiúsinu í Stokkanesi, eða öðru nafri Narssarssuaq, þegar ég rakst meðal grænlenzkra á andiit. sem mér kom kunnuglega fyrir sjónir og mér fannst ég þekkja. Þorsteinn flugmaður Jónsson! Jú, víst var það hann, fúl- skeggjaður og sólbrenndur eins og hann hefði ekki komið inn fyr’ir húsdyr í hálfan manns- aldur. Ég spurði hvort hann væri að fljúga, því ég vissi að is- lenzk flugvél frá Flugfélagi ís- lands var staðsett í Narssars- suaq. Var í ískönnunarflugi. Nei, Þorsteinn flugmaður var aldeilis ekki að fljúga. Hann var vinnumaður á hótelinu — grænlenzkur þræll. Ég spurði Þorstein hvort hann væri kokkur. Fór jafn- framt að hugleiða hvernig mat- urinn hafði bragðazt þessa tvo daga, sem ég hafði verið þar, og komst með sjálfum mér að þeirri niðurstöðu að Þorsteinn myndi vera ágætis matre'iðslu- maður. Nei, Þf-^teinn hafði ekki neitt gefið sig að matarstússi. Það var kvenmannsverk. Hvaða starfa hafa þá karl- menn í gistihúsi? Og þá kom skýringin. Þor- steinn var eins konar ,,guide“ fyrir erlenda ferðalanga, sem gista Narssarssuaq og langaði til að skoða sig um í nágrenn- inu. Hann fór með veiðimönn- um inn um firðína, þræddi fyr- ir borgarísjaka og bátskænu og lagði að landi þar sem lax- veiðiá féll til sjávar. Það hefur oft verið góð veiði hér i Stokkanesánni, og þá þarf ekki langt að fara, sagði Þorsteinn, því að áin rennur hérna rétt hjá eldhúsdyrunum. En f sum- ar hefur veiðin brugðist í henni og fyrir bragðið verðum við að sigla á báti inn um firð ina og léita uppi lax- og sil- ungsár, sem þar falla til sjávar. En svo eru líka alls konar náttúruskoðarar á ferð í ýmiss konar enndum, sumir leita að Fjarvistar- kosningar Sjónvarpseigendur nafa eflaust tekið eftir því undanfarna daga að mikið hefur verið auglýst „starfsemi" sem kallast „Ab- sentee voting“, sem úti ;ggjast myndi: fjarvistarkosning. Þetta er í sambandi við komandi for- setakosningar í Bandaifkjunum en hermönnum Bandaríkjanna er með henni gefinn kostur á að neyta atkvæðisréttar slns hvar sem þeir eru staddir i heiminum. Blaðið hafði samband við Mr Monson hjá upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna og kvað hann þessa starfsemi vera >-ekna ailan ársins hring, því að pað væru ekki aðeins forsetar, sem her- mennirnir þyrftu að kjósa heldur einnig aragrúi annarra sijórn málamanna. En að sjálfsögðu , rði meira um að vera við for- setakosningarnar. Hann sagði einnig að enginn kosningaáróður yrði rekinn í Keflavík. Það yrðu auðvitað sýnd ar myndir af sjónvarpsræðum fci setaefnanna, en þess yrði vand- lega gætt, að Johnson fengi að fala jafnlengi Goldwaíer og >fugt. steinum, aðrir að gróðri og þeir þriðju að fuglum. Nýlega var Þorsteinn búinn að klifra með einhverja náunga upp að arnarhreiðri í hrikalegum kletta beltum. Þar var nú ekki svo vont að komast upp, maður klóraði sig einhvern veginn á- fram, sagði Þorsteinn. En að komast niður aftur! Þá var betra að hrapa í flugvél — ör- uggari og betri dauðdagi. Ég spurði Þorstein hvort hann væri hættur að fljúga og ætlaðist að gerast eins konar iandnemi i Grænlandi eins og Eiríkur rauði, eða þá bara ems og Sigurður Breiðfjörð "ða Árni frá Geitastekk. Nei, Þor- steinn var bara í fríi og hon um fannst fríinu bezt varið með því að klifra upp í arnarhreiður eða bera bjórkassa á bakinu fyrir þorstláta laxveiðimenn. *Það var tilbreyting frá öllum öðrum fríum. Ég spurði Þorstein hvort hann hefði ekki farið sjálfur á veiðar í Grænlandi. Jú, hann hafði stundum gert það áður, ekki núna. Hann hafði líka faf- ið með byssu og hugað að sauðnautum og refum, en lífið orðið ágengt. Það var ekki fy- ir þær sakir að hann hafi ekki komizt í færi við sauðnaut og refi. Og það var meira að segja meir en nóg af þeim — sumstaðar. En þessi grey höfðu aldrei séð mann áður, og fannsí. maðurinn 1 svo undarleg skepnj að þau komu til hans til að skoða hann og þefa af honum. Þá féll Þorsteini allur ketill f • eld. Hann gat ekki með nokkru móti hugsað sér að skjóta á dýr, sem kom til hans, rétt eins I og þau væru að segja: „Komdu sæll og blessaður vinur. og vertu velkominn" Vini sina kvaðst Þorsteinn ekki geta skotið. Hann lagði byssuna til , hliðar, síðan góndu þau hvort I á annað Þorsteinn og tófan og héldu að því búnu hvort sím leið. ÍWntun ? ^renlsmiftja & gúmmistlmplager& f Efnholti Z - Simi 20960 SíMAR KÓPAVOGS i BÚAR! IVIálið sjáit við ögum fyrir vkkur litina. Fullkomin þjónusta LITAVAL Álfhólsvegi i Kópavogi Sími 41585. VÉLAHREINGERNINGAR JG TEPPA- HREINSUN ÞÆGILEG KEMISK VINNA ÞÖRF - SÍMI 20836 VÉLHREINGERNING Vanir menn Þægileg. Fljótleg. Vönduð vinna. ÞRIF - Simi 21857 og 40469 NÝJA TEPPAHREINSUNIN EINNIG VÉLHREIN 3ERNING. AR Nýja teppa- og húsgagna- hreinsunin. Sími 37434 Vélahreingernmg Vann og vandvirkir menn Ódýr og örugg biónusta ÞVEGILLINN Simi 3628i Ferðafélag tslands ráðgerir eftir- taldar ferðir um næstu helgi. 1. Þórsmörk 2. Landmannalaugar 3. Hveravellir og Kerlingarfiöll ! 4 Hlöðuvellir Ekið austur á Hlöðu ; velli og gist þar i tiöldum Síðan ! farið um Rótarsand. Hellisskarð og ■ Úthlíðarhraun niður i Biskupstung . ur. Þessar ferðir hefiast allar á laugar dag kl. 2 e.h 5. Gönguferð um Grindaskörð og ; á Brennisteinsfjöll Farið kl 9.30 á sunnudag frá Austurvelli Far- ■ miðar í þá ferð seldir við bflinn ' Allar nánari upplýsingar veittar . á skrifstofu F f Túngötu 5 Símar | 11798 og 19533 Þróttarar Knattspyrnumenn Miög irfðandi æfing f kvöld kl 7.15 á Melavellinum fvrir meistara I og II fl Ath hrevttan æfingadag op i ffma Mætið stundvfslega Knatt -'mnunefndin. vora-ifó'k fi-rðafólk Um næstn "■'oi verður farið ■ Þíórsárda' á.icaia ag Fríkirkiuvegi 11 föstu Hag kl 8-10. — Hrönn. Slvstovaröstofan Opið allan sólarhringinn Simi 21230 Nætui og helgidagslæknit í sama sfma Neyðarvaktin kl. 9—12 og 1—5 alla virka daga nema laugardaga kl. 9—12. Sími 11510. Læknavakt i Hafnarfirði aðtara- nótt 28. ágúst: Bragi Guðmunds- son Bröttukinn 33, sími 50523 Næturvakt • Reykjavík vJkuna 22.-29. ágúst verður f Lyriabúó- inni Iðunn. Útvarpið Laugardagur 29. ágúst. 13.00 Óskalög sjúklinga (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 14.30 f vikulokin (Jónas Jónas- son). 16.00 Um sumardag: Andrés Indriðason kynnir fjörug lög. 16.30 Veðurfregnir. 17.00 Fréttir 17.05 Þetta vil ég heyra: Séra Ólafur Skúlason velur sér hljómplötur 18.00 Söngvar í léttum tón. 18.50 Tilkynningar 19.20 Veðurfregnir 19.30 Fréttir 20.00 „Öskubuska“ og „Tan- credi“ tveir forleikir eftir Rossim. 20.15 Leikrit: „Hver sá mun erro vind,“ eftir Jerome Law- rence og Robert Lee (Áður útvarpað í maímánuði 1961) Þýðandi Halldór Stefánsson Leikstjóri: Helgi Skúlason. 22.00 Fréttir og veðurfregnir 22.10 Danslög 24.00 Dagskrárlok. 1±NNA lldaaúiM BLÖÐUM FLETT En bráðum rísa vindar við yztu sævarósa, um unn og strendur lands. Og bylgjuföilin rísa, sem beðir hvítra rósa, og boðar norðurljósa f perluhvítum stormi stíga dans. Tómas Guðmundsson. Glímt við hafmann. Einu sinni bar svo við, að menn.héldu glímufund nálægt sjó, og voru þeir allir ungir menn og oflátar miklir. Einn bar af öðrum, og þótti honum fátt sér ófært - manaði hann félaga sína til að glíma við sig, en enginn þorði, og hældist hann þá um. Allt í einu kallar ~ejnn þeirra upp: „Glímdu við þennan“, og bendir um leið framá tanga, sem var skammt frá. Hinir litu allir við, og sáu þeir, að dýr eitt í 'mannslíki stóð á tanganum, þóttust vita að þetta mundi vera hafmaður. Maðurinn iét ekki segja sér þetta tvisvar, hljóp framá tangann og réðst á hafmanninn; lauk svo, að hann tætti oflátunginn allan í sundur, og hljóp svo í sjóinn aftur. Ólafur Davíðsson: ísl. kynjaverur í sjó og vötnum. STRÆTIS- VAGNHNOÐ. Hver láir Hornfirðingum þótt hákarlinn út þeir misstu? Þeir hefðu snarari handtök ef hafmeyjar bát þeirra gistu . .. Að sjálfsblekking þekkist í sjónum, er sýnilegt fyrirbæri fyrst hákarlinn telur sig höfrung og hagar sér eins og það væri. TÓBAKS KORN Jæja . . . nú rangla ég um bæ- inn eins og hálfgerð afturganga. Ég hef nefnilega glatað trúnni — það er að segja, ég er steinhættur að trúa, jafnvel því, sem ég sé og heyri, og undur og skelfing missir maður þá mikið. Þið ráð- ið til dæmis hvort þið trúið því, að Laugi litli veraldarrolan, sé lagður af stað í brúðkaupsferð með kvenveruna . . . allar götur suður á I’talíu; vitanlega með' við komu í Róm og þá sennilega líka viðkomu á páfagarði . . . þici ráð ið semsagt hvort þið trúið þvi, ég geri það eklci Hvað skal svo verða næst? Að kvenveran gangi með þríbura — það væri svo sem eftir öðru Jú bað kom sér fyrir hann Lauga lifla. að eiga ögn i sparisjóð bvl að bsngað hefm hnnn lát'ð »vri. seni hann komsi vfir év heyrði að kven veran talaði um að hann þyrft: aö kaupa sér tvennan alfatnað, innst sem utast . . já og frakka . . . hún er jú uppalin í stórborginni Reykjavík og kynjuð úr Þingeyj- arsýslunni í aðra ættina í þokka bót, og kann svo sem á þetta alltsaman . . en hann Laugi minn á frakka . . . Svona getur nú ein kvenvera mótað manninn að sinni vild, farið með hann eins og tusku og gert hann jafnvel að þingmanni eða ráðherra fyrir rest já, þær eru ýtnar, þar sem þær leggjast að og það eins þótt þær gangi um búr og eldhús eips og tvídauðar vofur, að er ekki gott að reikna þær út . . . En eitthvað kemur nú þetta til með að kosta alltsaman, tvennur alklæðnaður og suðurför, og þá þekki ég ilia hann Lauga litla. ef það kemur ekki við lóuþræishjartað í honum. að sjá bankabókina tæmast . . . en hún hvíslar þá bara í eyra hans eins og Eva forðum . . Æjá, ég var vitlaus að gera alvöru úr því, sem mér meira en datt í hug og það oftar en einu sinni — að setja að kvenverunni sjálfur hún hefði aldrei farið til Ítalíu með mig, fjandinn hafi það, En þetta hefur maður svo upp úr því að framkvæma ekki sínar þokkalegu hugmyndir- nú relka ég einn um kofana og alda ofaní mig hafragraut, og hún farin með strákinn . . já, ef ég á ekki eft ir að iðrast þess að skella mér ekki uppí til hennar, þegar hún var að bylta sér í bólinu fyrstu nóttina, þá er ég illa svikinn . . . Tæja iæ.ia ég bað bau fyn> kveðju mína til páfans — já, hann Laugi minn á frakka á leið- inni til Rómaborgar með sinni ektakvinnu — allt getur nu kom- ið fyrir . . . . eflESOWiél 1“™'' '.t-'jnmsm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.