Vísir - 14.01.1965, Side 9
/ÍSIR Fimmtudagur 14 janúar 1965
9
sendiherra minnzt
læknis Gíslasonar i Borgarnesi,
ágætri konu, listfengri og höfð-
ingja i sjón og raun. Hún hefir
staðið við hlið manns síns í
hans erfiða og umfangsmikla
starfj með slíkum glæsibrag.
sem þjóðkunnugt er.
Nú er sorg og samúð efst i
huga okkar. Hugurinn hvarflar
til Ágústu og drengjanna henn-
ar í Washington og New York
og vottum við þeim innilega
samúð í sorg þeirra og missi
eiginmanns og föður, sem lengi
verður minnzt með þjóð vorri,
sem eins af ágætum sonum
hennar.
Gunnlaugur E. Briem.
f
fslands óhamingja er ekki að-
gerðalaus um þessar mundir.
Þegar það gerist með fárra daga
millibili að tveir af ágætustu
mönnum þjóðarinnar falla í val-
inn Er þá skammt stórra högga
milli, þegar svo fer um þá ágætu
bræður, Ólaf Thors og- Thor
Thors.
Var það ægileg fregn að |pétta
um andlát Thors að nýaístað-
inni útför ÓJafs, en, hér. ' seur
ofta,r.sannást hiðJfDrnkyeðriei, að
„sjajdaji er ein báran stök“.
Thor Thors var fæddur í
Reykjavík 26. nóvember 1903 og
því fallinn 11 árum yngri en
bróðir hans Ólafur.
Hann lauk lögfræðinámi við
Háskóla íslands með miklum
ágætum 23 ára gamall. Stundaði
síðan framhaldsnám, einkum í
hagfræði í fjórum löndum: Eng-
landi, Frakklandi, Spáni og
Portúgal.
Hann var framkvæmdastjóri
f Kveldúlfi h.f. 1927-’34. For-
stjóri í Sölusambandi íslenzkra
fiskframleiðenda 1934 —’40. En
1940 var hann skipaður aðalræð
ismaður í New York og sendi-
herra Islands í Bandaríkjunum
23. okt. 1941.
Alþingismaður Snæfellinga
var hann kosinn 1933 og gegndi
því starfi þar til hann flutti af
landi burt, og alltaf við sívax-
andi traust.
Hann var kvæntur hinni ágæt
ústu konu, Ágústu Ingólfsdótt-
ur. Eignuðust þau þrjú börn:
Margréti Þorbjörgu, Ingólf og
Thor Harald.
Við Thor Thors komum fyrst
inn í Alþingi í sömu kosning-
unum árið 1933. Hann réttra 30
ára en ég 15 árum eldri. En við
höfðum eigi starfað lengi sam-
an, þegar með okkur hafði tek-
izt einlæg vinátta og hún hefir
aldrei brugðizt. Ég fann það
fljótt, að þar sem hann var þá
var þar að finna einn glæsileg
asta i. geðþekkasta mann, sem
hægt er að komast í kynni við.
Hann var einn allra glæsilegasti
þingmaðurinn, sem ég hafði
kynni af. Frfður og vel vaxinn,
fljúgandi mælskur, og svo rök
fastur í málflutningi, að aldrei
skeikaði. Hann var bjartsýnn og
víðsýnn og mjög áhugasamur
um allar umbætur, ekki 'einasta
í sínu kjördæmi, heldur Iíka:.fyr-
ir þjóðina alla. ráVjy *
rnjög stórstígar framfarir á öll-
um sviðum, enda átti hann ótví
ræðu fylgi að fagna. Mundi og
engum andstæðingi hafa þýtt að
reyna til að halla hans öryggi
í kosningum þar.
Persónulega var Thor Thors
að öllu leyti jafn geðfelldur eins
og í stjórnmálunum. Gestrisinn,
frjálslyndur og glaðsinna. Fór
líka saman á heimilinu vilji
hans, og rausn og allur myndar-
skapur og sköruleg starfsemi
THOR THORS
, Eins og eðlilegt var, beitti
hann sér mest í sjávarútvegs-
málum og barðist hart fyrir því,
að öll útgerð fengi að njóta
þeirra kjara, að hún gæti borið
bagga sína og orðið þjóðinni í
heild sú lyftistöng. sem mögu-
leikar væru til. En þó svona
væri. þá var það þessum manni
fjarri skapi, að sýna öðrum
stéttum eða öðrum atvinnuveg-
um nokkurt harðræði. Hann var
réttsýnn maður að eðlisfari og
beitti sér á allan hátt s-vo, að
öllu valdi væri þannig hagað, að
einstaklingar, atvinnugreinar og
stéttir fengju að njóta sín til
sem mestrar hamingju fyrir þjóð
ina í heild Hann vildi beita
stjórnn.álavaldinu þannig,, að
öllum væri til góðs, en á engan
hallað. Öll stéttabarátta var hon.
um ógeðfelld. Hann sá það fyrir, .
að afleiðingar hennar gætu
aldrei orðið öðruvísi en iílar,
því í okkar fámenna Og fátæka
þjóðfélagi væri það öllum.fyrir
beztu, að sanngjörn viðskipti
væru ríkjandi á öllum sviðum
og hvergi gerðar hærri kröfur
til evöslu og lífsþæginda en svo
að samsvaraði grundvelli þjóð-
félagsins: sjálfri framleiðslunni.
Fyrir sitt kjördæmi beitti
hann sér svo, að á hans tíma-
bili - sem • þingmanns urðu þar
hans ágætu konu Ágústu Ing-
ólfsdóttur, Er það og vlst, að
hið sama hefir gilt allan þann
tíma, sem þessj ágætu sæmdar-
hjón voru fulltrúar íslands er-
lendis, bæði í höfuðborg Banda-
ríkjanna og hvarvetna annars
staðar. Þau hafa alltaf og alls
staðar verið landi sínu og þjóð
til fullkominnar sæmdar.
Að missa þennan ágætismann
af Alþingi íslendinga svo fljótt,
sem raun varð á, var mikið á-
fall fyrir stofnunina. Það eitt
gerði það afsakanlegt, að hann
fór í mjög þýð’ingarmikið emb-
ætti erlendis til áhrifa, sæmdar
og gagns fyrir land sitt og þjóð.
Að véra fulltrúi Islands hjá þjóð
arinnar mestu og merkustu vina-
þjóð Bandaríkiamönnum og taka
síðan að sér það virðulega for-
ystuhlutverk, að vera formaður
sendinefndar íslands hjá Sam-
einuðu þjóðunum var náttúrlega
engum heiglum eða smámenn-
uin hent. En Thor Thors hefir
gegnt þ. su hlutverk'i þannig,
að athygli hefir vakið víðs veg-
ar um heim. Hefir það víða
frétzt, að margir forystumenn
annarra þjóða hafa undrazt að
minnsta rikj veraldar skuli hafa
haft slíkum manni á að skipa.
En það er alveg vist, að í öll-
um þeim miklu viðskiptum, sem
íslendingar hafa átt við Banda-
rikjamenn um: viðskiptamál,
sjálfstæðismál og annað frá
1940—1964 hefir Thor Thors ver
ið stórkostlega þýðingarmikill
aðili. Og þar sem skörungurinn
hans ágæti bróðir Ólafur Thors
hefir oft á þessu tímabili haft
forystuna heima fyrir um samn-
ingana við okkar öruggustu vina
þjóð, þá liggur í augum uppi
hvílika þýð'ingu það hefir haft,
að hafa slikan sendiherra sem
Thor Thors var. Væri það og
rriikið hlutverk að skrifa um öll
þau áhrif, sem hann hefir haft
Islendingum til gagns og heilla
meðal erlendra þjóða. I þessari
stuttu grein verður ekki að því
vikið frekar, en það verður að
gerast síðar.
Árið 1952 þegar til stóð, að
kjósa nýjan forseta hér á landi,
þá J^gði ég það ákveðið til í
mínd|n flokki, að Thor Thors
■ værýstillt fram til þess starfs.
Þetta náði' ekkj samþykki og
mun miklu hafa ráðið í því efni,
að sumum okkar forystumarina
þótti eigi fært, að taka hann
svo ungan frá því vandasama
áhrifaembætti, sem hann var
í. En ég vissi jafnvel þá, og
einkum síðar, að honum var far-
ið að þykja nóg um, að eyða
svo löngum tíma ævinnar í fjar-
lægð við land sitt og þjóð. En
hann sætti s'ig við þetta og
hugsaði sem svo að eftir þess-
um orðum skyldi fara: „íslandi
allt“. Hann elskaði land sitt
og þjóð svo heitt, að hann vildi
leggja sig í framkróka um, að
vinna þe'im allt það gagn er
honum væri unnt.
En nú hefir hin volduga hönd
komið til og kippt honum burt,
öllum að óvörum, og öllum sem
bezt þekkja til mikillar sorgar.
En þegar svo er komið flyt ég
anda hans og minningu e'inlæg-
ar þakkir fyr'ir: alla hans vin-
áttu og drengskap á liðnum ár-
um, og fyrir allt það mikla gagn
og hamingju, sem hann hefir
beint og óbeint unnið landi voru
og þjóð, á sinni tiltölulega
stuttu ævi.
Eftirl'ifandi konu börnum
þeirra, og öllum aðstandendum
vestan hafs og austan votta ég
einlæga og innilega samúð og
hluttekningu í þeirra miklu sorg.
Jón Pálmason.
f
Hann var allra manna glæsi-
legastur og aðsópsmestur í aug
um þrettáh ára busa árið 1921,
og áður en við höfðum lokið
stúdentsprófi hafði hann lokið
lögfræðiprófi með meiri ágæt-
um en áður höfðu þekkzt og
fastnað sér hina fegurstu brúði.
Á háskólaárunum þóttu engm
ráð ráðin, nema hann -íæmi
til. hvort sem rætt var um að
reisa stúdentagarð eða efna til
leiksýninga. Löngu eftir að
hann hvarf úr háskóla þótti eng
inn annar sjálfkjörinn til þess
að standa fyrir fyrsta norræna
stúdentamótinu, sem haldið var
á íslandi vorið 1930. Hló þá
mörgum fslenzkum æskumanni
hugur í brjósti, því að enginn
hinna norrænu gesta komst ná
lægt hinum íslenzka formanni
að reisn og fyrirmennsku.
Hann hafði kjark Hrafnistu-
manna og byr til allra stórræða.
Var snemma sýnt að hér fór
enginn miðlungsmaður, enda
gæddur skaphita og þrotlausri
starfsgleði. Á sviði stjórn-
málanna virtist honum eðlilega
haslaður völlur, því að hann bar
óbilandi traust til þjóðar sinnar
og fann til svo mikils stolts
hennar vegna, að hversdags-
mönnum þótti á stundum jaðra
við oflæti. Voru þó slíkar til-
finningar eins og ættborinn
skaphiti jafnan tempraðar
skýrri rökvísi og glöggu skop-
skyni.
Hann hafði mjög viðkvæmt
hjartalag, enda var vinfesti hans
og góðvild jafnan við brugðið.
Gerði hann sér þó að ýmsu
leyti far um að dylja sitt heita
geð. Þegar hann valdist til þess
að gegna hinu þýðingarmesta
skyldustarfi fyrir þjóð sína,
reyndi ekki hvað sízt á eðlis-
kosti hans og drengskap. En þar
gafst honum færi á að neyta
hæfileika sinna til hins ýtrasta,
því að þau skyldustörf voru eigi
einungis unnin í þágu lands og
þjóðar, heldur var hann um
langt árabil einhver eftirtektar-
verðasti fulltrúinn á Allsherjar-
þinginu, enda hlóðust þar eiv *v
ig á hann vandasöm og virðuleg
trúnaðarstörf, sem að óreyndu
hefði mátt ætla að ofbyðu
starfsþreki hins ötulasta manns
Hann er nú fallinn, mjög um
aldur fram, og hafði ekki svo
að kunnugt væri tapað neinu
af sinni óhemjulegu starfsorku.
Er þó eigi að vita, nema sár
harmur, er að honum og fjöl-
skyldu hans lagðist fyrir eigi
alllöngu hafi lamað heúsu hans
Fer svo oft um dula menn og
viðkvæma.
Nú harmar alþjóð ann-
an góðan dreng, einn þeirra, er
vér máttum sízt missa, en
skammt er síðan eldri bróðir
hans var kvaddur. Er það ekki
einungis fyrir frændsemi, að
oss kemur hann í hug, er vér
heyrum góðs manns getið. Nú
er stórt skarð höggvíð í vænan
frændgarð og mun lengi opið
og ófullt standa. En mestur
harmur er að henni kveðinn,
sem honum var nákomnust og
hinn fullkomni maki hans að
reisn og drengskap.
Bjami Guðmundsson
/