Vísir - 16.02.1965, Page 4

Vísir - 16.02.1965, Page 4
VISIR . Þriðjudagur 16. febrúar 1965. Sveinbjörn Sæmundsson Fæddur 22. jún'i 1884 Dáinn 5. febrúar 1965 Svo skammt er síðan ég minntist Ölafíu Jónsdóttur í Sæmundarhlíð með nokkrum lín um hér í blaðinu (27. f. m.) að helzt verður talið í dögum. Mað- ur hennar, Sveinbjörn Sæmunds son, lá þá á spitaia, en meirí von þótti að hann ætti aftui- kvæmt heim til sin. Þetta fór þó á annan veg, því að þann da*> er að ofan greinir andaðist hann, seytján dögum eftir lát konu sinnar. Hjónaband þeirra, stofnað 2. nóvember 1907, hafði alla tíð verið með ágætum, þó að hann væri æðrulaus maður og fjasaði ekki um slíkt, mun þó ekki að efa, að þegar hún var farin mundi það hafa verið hans innilegasta ósk að fá sem fyrst að fylgja henni. Við vinir hans samgleðjumst honum nú, að þessi ósk var honum veitt. Var og ljóst, að nú hlaut löngu ævistarfi hans að vera lokið, því kraftamir voru þrotnir. Auk kveðjuorðanna til konu hans látinnar, hafði ég lítillega m'innzt þeirra hjóna á gullbrúð- kaupsdugi þeirra. Ég mun því láta fá orð nægja að þessu sinni, því til é.inskis er að vera að end- urtaka það sem áður var ritað. En aldrei fæ ég fullþakkað, það- an af síður ofþakkað, það sem þessi hjón, ásamt börnum sínum og tengdabörnum, höfðu gert fyrir mig og mína allt frá fyrstu kjmnum til síðustu stundar. — Þetta hið sama ætla ég að býsna margir segi fyrir sig, svo var þama fágætlega mikið um góð- gimina og hjálpsemina. Foreldrar Sveinbjarnar voru Sæmundur Sveinsson og Guð- rún Jónsdóttir. Kann ég engin skil á ættum þeirra, en hitt hafa ótal vitni borið, hve frábær þau hefðu verið um mannkosd. — Sveinbjörn fæddíst í Ánanausr- um einmitt meðan faðir hans var að reisa sér hús það, er hlaut nafnið Sæmundarhlíð. Þangað fluttist drengurinn fárra mánaða gamall og þar átti hann heima ævilangt. Sæmundur var mjög lengi, og að minnsta kosti allan síðari hluta ævi sinnar, í Kveðjuorð þjónustu Geirs Zoega, sem kunni vel að meta dyggð hans og trúmennsku. Geir annaðist, eins og kunnugt er, um nálega alla þá menn erlenda er ferð- uðust um landið, var sjálfur stundum fylgdarmaður þeirra en sá þeim að öðrum kosti fyrir fylgdarmönnum og öllum nauð- synjun til ferðalaganna. Þannig atvikaðist það, að Sveinbjörri var mjög ungur látinn fara í slíkar ferðir með hinum útlendu mönnum. Hann varð fyrir það snemma kunnugur um land allt og 'alls staðaf kynnt'i hanh s!g vel, enda gat engum dulizt ’þrúð mennska hans og góðvild. Eitt af fyrstu sumrunum, sem dönsku landmælingamennirnir voru hér á landi, bar svo við að þeir komu að Markarfljóti og tjölduðu þar, því að fylgdar- maður þeirra sagði fljótið ó- fært. Nokkru eftir að þeir höfðu tjaldað, kom Sveinbjörn Sæ- mundsson að fljótinu að austan með erlenda ferðamenn og fór hiklaust út í það þá og farnaðist vel. Fyrirliði mælingamannanna víkur sér þá að honum og spyr hvort hann sé kunnugur á þess- um slóðum. Hann segir það ekki vera, en kveðst vanur vatnsföll- um og hafa séð að fljótið var reitt. Varð þetta til þess, að fyririiðinn réð hann til sín sem fylgdarmann þeirra, og það ætla ég að hann væri síðan unz starfi þeirra lauk hér með t'ilkomu síð- ari heimsstyrjaldar. Og það er víst, að þeir sem enn lifa af þessum mönnum, sem unnu ís- landi svo stórlega þarft verk, hafa ekki gleymt Sveinbirni Sæ- mundssyni. Erlendu ferðamenn- irnir kunnu vfst yfirleitt að meta hann og Harvard-háskóli heiðraði hann fyr'ir leiðsögu þá, er hann hafði veitt mönnum, sem þaðan komu f vfsinda-er- indum. Annars stundaði Sveinbjörn hverja þá vinnu er til féll, og hélt því áfram unz heilsuna þraut seinni hluta síðastliðins sumars. Þær dætur þeirra hjóna tvær, sem giftar eru erlendis, komu h'ingað til þess að vera við and- lát og útför móður sinnar. Stóð til að þær hyrfu heimleiðis að kvöldi föstudagsins 5. þ. m. En skyndilega þyrmdi yfir föður þeirra nokkru fyrir hádegi þann dag og að aflíðandi hádegi and- aðist hann. Fannst mörgum sem kallið kæ ni á réttum tíma, úr því að það átt’i nú að koma. Dæturnar settust aftur. Sveinbjörn Sæmundsson átti fjölda vina vfðs vegar um land, enda þurftj ekki löng kynni til þess að hverjum manni yrði ' hlýtt til hans. Allir þessir vinir sakna hans, þó að sárast sakni að sjálfsögðu þeir, sem honum stóðu næstir. Okkur grönnum þessara hjóna þykir sem nú sé orðin mikil eyða hérna í hverf- inu okkar við burtför þeirra. Ótal góðar minningar ryðjast fram í huganum við tilhugsun- ina um liðnu dagana og liðnu árin. Þegar við nú horfum á eft'ir þessum hjartahlýja og sí- prúða vini þar sem hann siglir fyrir tangann og í hvarf, eru hjörtun full af þakklæti til hans og innilegum árnaðaróskum. Sn.J. Grallarar ^ðrir tónleikar Musica nova í vetur voru haldnir í Lind- arbæ í fyrrad. Svo sem vant er, var margt forvitnilegt á boð- stólnum þar. Atli Heimir Sveins son bar hita og þunga tónleik- anna, hann valdi verkefnin, var aðalflytjandinn og höfundur um fangsmestu tónsmfðarinnar, Fönsun I. Þetta lukkaðist hon- um með stfgandi í sömu röð: verkefnavalið í heild var nokk- uð gott, píanóleikur Atla góður, en tónsmíð hans bezt. Óhætt er að fullyrða að Föns unar I hafði ver'ið beðið af mestri eftirvæntingu af áheyr- endum. Atli hefur hingað til heitið þeim, að nú skyldu þeir alde'ilis fá að heyra eitthvað nýstárlegt, og aldrei brugðizt því heiti, hvort sem fólki líkar betur eða verr. Svo var og í þetta sinn. Fönsun I er mikill ómdýrð frá upphafj til enda, þvi er vel haldið saman af glitr- andi, hringlandi „keðju“, sem bindur eitt músíkalskt ástand við annað. Stundum fannst mér full m'ikið gengið á hluta við- kvæmustu hljóðgjafanna, f ann- að sinn eins og flytjendur væru of óvissir f sinni sök, en hvað um það, Fönsun verðskuldaði hrifningu, og mikið tilhlökkunar efni að heyra það aftur sem fyrst. Annað „innfætt" verk á tón- leikunum var „Sonorities" fyrir píanó eft'ir Magnús BI. Jóhanns- son„ Það verk hefur áður heyrzt á tónleikum Musica nova, en í þetta sinn var Atli „brúarsmið- urinn". (Atlj flutti munnlegar skýringar á tónleikunum, þar sem hann sagði, að f „Sonoritj- es“ væri brúað bil'ið milli inn- yfla og nótnaborðs hljóðfæris- ins, jafnframt bilinu milli 18. og 20. aldar. Persónulega finnst mér, sem áðumefnd bil séu greinilega breikkuð, og ætti það sízt að vera verra). Önnur verk tónleikanna voru Proiezione Sonore eftir Evangel- isti, Three Hands eftir Feldman, bæði fyrir píanó, og Octet ’61 eftir Cardew, samkvæmisleikur fyrir músíkalska grallara. ÖII eru þessj verk fulltrúar þeirra sjónarmiða sem mikið hafa ver ið á döfinni úti f h'inum stóra heimi á seinustu árum, hvert á sinn hátt. Hingaðkoma þeirra var þvi alls ekki .illa til fundin. Evangelisti er dugmikill kompón 'isti innan breiðfylkingar þeirrar, sem hefur Stockhausen í farar- broddi, hinir tveir hafa aðallega dregið sinn áheyrendahóp úr flokki þess fólks, sem metur mik ils fhugun nafla síns. Sem tón- smíð var Proiezione Sonore fróð legasta verkið, Three Hands, „þægilegast", en Oktettinn furðulegasta, og jafnframt mik- ill kátfnuvaki. Þar gerðust hin mestu ólíkindi á meðan Atli spilaði, kveikt var á útvarpi, kvenmaður spígsporaði upp á svið og ruddi út úr sér óskiljan- legum orðaflaumi, berserkur skarkaði í fortjaldinu, og þá vaknaði endurminningin um það (að tjaldabaki), þegar hugguleg- ir aldamótavalsar voru og hétu. Þetta verður örugglega sam- kvæmisle'ikur ársins. Þorkell Sigurbjömsson. GLERULL í metratali 1”, 2” og 3”. Einnig laus hentug í raufar o. fl. komin aftur. Pantanir óskast sótt ar. BURSTAFELL, BYGGINGAVÖRUVERZLUN Réttarholtsvegi 3 . Sími 41640. SPILAKVÖLD SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA verður í Sjúlfstæðishúsinu n.k. miðvikudugskvöld 17. feb. kl. 8,30 Prófessor Þórir Kr. Þórðarson flytur ávarp. Veitt verða góð spilaverðlaun og happ- drætti verður að vanda. Kvikmynd: „Á fomum fiskislóðum“ með íslenzku tali. Sjólf stæðisf ólk! Sækið hin vinsælu spilakvöld. Vörður - Hvöt Heimdullur - Óðinn Sætamiðar afhentir á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins við Austurvöll á venjulegum skrifstofutíma. Skemmtinefndin. Húsið opnað U. 20,00 - Lokað kl. 20,30

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.