Vísir - 16.02.1965, Side 11
V1SIR . Þriðjjudagur 16. febrúar 1965,
n
Helming tímans í strætisvagni
/ leikfímisal KR
Rabbað við bandaríska þjólfora
KR í körfuknaftleik
„Ég held ég hafi eytt helmingnum af 11 mánuð-
um á íslandi í rútunni til og frá Keflavík, — hinum
helmingnum í að þjálfa körfuknattleiksflokka og
hugsa um körfuknattleik og ýmsar íþróttir, allt í
sjálfboðavinnu. Það var hinn gáskafulli Bandaríkja-
maður Tom Robinson, sem talaði. Tom hefur í nær
eitt ár þjálfað meistaraflokk KR í körfuknattleik.
Nú heldur hann suður á bóginn, fer til Englands
og ætlar að sækja Old Trafford-leikvanginn í Man-
chester af miklum móði. „f Manchester er ekki að-
eins unnustan mín, heldur líka skemmtilegasta
knattspymulið, sem ég hef séð, Manch. United“.
Þeir komu í heimsókn á rit-
stjóm Vísis félagamir tveir
Robinson og sá, sem ætlar að
taka við starfi hans með KR-
ingana, ásamt tveim af forystu
mönnum KR-inganna þeim
Helga Ágústssyni og Halldóri
Sigurðssyni. Phil Bensing ’ieitír
hann sá, sem við tekur, hann
er ágætur körfuknattleiksmaður
sjálfur og laginn við-þjálfun og
Hinrik Hermannsson.
körfubolti er honum allt, rétt
eins og Robinson. Þriðji Banda-
ríkjamaðurinn, sem hefur komið
mjög við sögu í vetur og þjálfar
yngri flokkana í KR enn, heitir
Broussard og hefur getið sér
mjög gott orð sem þjálfari.
Það er annars athyglisvert, að
siðan Robinson byrjaði með KR
hefur liðið aðeins tapað einum
leik, það var gegn lR, en í 30
skipti hefur liðið farið með sig-
ur af hólmi og þar af 4 sinnum
gegn úrvalsliðinu á Keflavíkur-
flugvelli.
„Ég spái þvi að þegar þið fá-
ið aðstöðu til innanhússíþrótta
hér í Reykjavík, þá verði þær
iþróttir sem þar eru stundaðar
á mjög góðum mælikvarða er-
lendis. Keppnistímabilið innan-
húss er ykkur mjög hagstætt,
en utanhúss eruð þið mun verr
settir“, sagði Robinson.
— Hvernig var það að vera
sendur hingað til íslands?
„O, minnstu ekki á það. Ég
hugsaði til þess með hryllingi
fyrst i stað. En það var aðeins
af vankunnáttu minni. Ég átti
eftir að sjá að hér var gott að
vera. Það var þegar ég hitti
KR-strákana, en það var mjög
fljótt eftir að ég kom. Það er
félagsskapur, sem ég hef kunn-
að að meta“.
— Hvað um íslenzkan körfu-
knattleik?
„Hann er í mikilli framför.
Leikurinn á mikla framtfð fyrir
sér á Islandi. Ég mundi segja,
að framtfðin sé undir því komin
Phil Bensing og Tom Robinsön. Það má marka á svip þeirra,
að þeim líkaði ekki glls kostar það sem KR-ingar voru að
aðhafast úti á vellinúm.
hvernig körfuknattleikssamband
ið Ieysir vandamálið með þjálf-
ara. Það þarf að koma upp þjálf-
araskóla. Það þarf líka betri
dómara. Þeir eru ekki nægilega
áhugasamir. Þeir ganga frá leik
án þess að hafa fengið neina
fullnægingu í því starfi, sem get-
ur þó verið mjög skemmtilegt,
EF það er unnið af áhuga. Efni-
viðurinn er hins vegar nógur“.
— Hvaða körfuknattleiks-
mann mundir þú taka með til
Bandarí' '.inna ef þér stæði
slíkt til boða í því skyni að
gera fyrsta flokks. Ieikmann úr
honum?
„Tvímælalaust Þorstein Hall-
grímsson úr ÍR. Hann er feiki-
legt efni og frískur leikmaður.
En spurðu mig hvaða lið ég
mundi taka með mér og gera að
„stjömu“liði. Ég skal svara því
strax: KR. Og ef einhver mund;
spyrja mig hvers vegna? Ég segi
að það sé vegna þess að KR er
bezta körfuknattleiksfélagið í
meistaraflokki í dag. Það að KR
vinnur ekki ÍR er aðeins vaninn,
Leikmenn hafa tapað leikjum
gegn IR mörgum dögum fyrir-
fram. Þetta verður að laga, og
þá sigrar KR. Einn islenzkur
þjálfari mundi líka sóma sér vel
hvar sem væri. Það er Helgi
Jóhannsson úr ÍR. Furðulegt,
hvað sá maður veit um körfu-
knattleik. Ég hefði aldrei getað
trúað því að óreyndu að slíkur
maður fyrirfyndist hér“.
— Og nú er það hlutverk
þitt, Bensing, að fá KR-ingana
til að trúa á sjálfa sig og sigra
ÍR?
„Já, ég er sannfærður um að
það mun takast. Ég hef komið
á æfingar hjá liðinu og lízt mjög
vel á það. Ég held að þetta tak-
ist“, sagði Bensing, hinn nýi
þjálfari KR-inga með íbyggnu
brosi, „ég held það takist að
lokum“.
— jbp —
Flokkoglíma
Reykjavíkur
Flokkaglíma Reykjavíkur verð
ur háð laugardaginn 6. marz í
íþróttahúsinu við Hálogaland og
hefst kl. 16.00. Keppt verður í
þessum flokkum:
1. flokkur: Yfir 80 kg.
2. flokkur: 72 - 80 kg.
3. flokkur: Undir 72 kg.
Unglingar: 16—19 ára.
Drengir. Undir 16 ára.
Þátttaka er opin félögum í
bandalagsfélögum 1. B. R. og
skal tilkynnt til Glimudeildar
KR, c/o Rögnvaldur Gunnlaugs-
son, Fálkagötu 2, fyrir 27. febrú-
ar.
PER IVAR MOE —
heimsmeistari í skautahlaupi.
)Aoe heimsmeistari
HINRIK VANN KR-MÓT
Norðmaðurinn Per Ivar
Moe gladdi innilega um 80
þúsund Ianda sína á Bislet-
leikvanginum í fyrradag, þeg
ar hann færði þeim fyrsta
heimsmeistaratitilinn á þeim
velii.
Keppnin var afar spennandi
og það var ekki útséð fyrr
en í síðustu grein hver myndi
hreppa sigurinn. Moe fékk
178.727 stig, en annar maður
kom sannarlega á óvart, það
var Finninn Launonen, sem
til þessa hefur verið nær ó-
þekkt nafn. Hann fékk
179.165 stig og vann Hollend
inginn Schenk naumlega, en
sá fékk 179.178. Fjórði varð
Johnny Nilsson frá Svíþjóð
með 179.338 stig og Ants
Antsson frá Sovétríkjunum
fimmti með 179.547 stig.
Innanfélagsmót KR í svigi
1965 fór fram síðastliðinn
sunnudag í Skálafelli. Veður
var gott, hiti um frostmark.
Mótstjóri var Haukur Sigurðs
son. Hlið 48, brautarlengd
350 m. Úrslit urðu sem hér
segir:
1. Hinrik Hermannss. 97.0 sek
2. Gunnl. Sigurðsson 98.0 —
3. Ásgeir Úlfarsson 104.4 —
4. Einar Gunnlaugss 107.6 —
5. Júlíus Magnússon 111.2 —
6. Sigfús Blöndal 112.2 —
7. Birgir Þórisson 150.0 —
Gestir mótsins voru.
Björn Ólsen, Sigluf. 86.9 sek.
Sverrir Jóhannesson, Isafirði
99.3 sek.
Margt var um manninn í
Skálafelli, og fór mót þetta
hið bezta fram.
Fyrirhuguðu innanfélags-
móti Ármanns í Jósefsdal og
unglingamóti hjá ÍR í Hamra-
gili var frestað vegna veð-
urs.
Um næstu helgi stendur til
að byrja á Reykjavíkurmóti,
og mun það fara fram í Jós-
efsdal.
íbúð til leigu
Þriggja herb. íbúö til leigu í IVi ár. íbúðin leig-
ist með húsgögnum og heimilistækjum. Fyrir-
framgreiðsla. Tilboð er greini fjölskyldustærð,
leggist mn á augl.d. Vísis merkt „Sólvellir —
187“.
ESS^~