Vísir - 07.04.1965, Page 7

Vísir - 07.04.1965, Page 7
Miðvikudagur 7. apríl 1965. Lengst til vinstri er titilblað, teiknað af Ólafi Gunnarssyni. Sýnir myndin glöggt, hvaða árangri er unnt að ná með góðu handbragð. Önnur myndin er af titilblaði á ferðabók Eggerts Ólafssonar, frumútgáfunni. Þriðja myndin er af Bænakveri, sem prentað var í Skálholti 1687, mjög fágæt bók. Loks er frumútgáfa af íslendingabók Ara prests, prentuð í Skálholti 1688, og í röð eftirsóttustu íslenzkra bóka. (Ljósm. K. R. G.) HÓLABÆKUR FRÁ 18. ÖLD. Þessi prentsmiðja var aðeins skamma hríð í Skálholti, en fluttist aftur til Hóla. Frá því tímabili Hólaprentsmiðju á ég nokkrar bækur, en ekki eru þær allar heilar. Elzt er Heilag- ar Hugvekiur o.s.frv. þýddar af Thorláke Skula-Syne Byskupe Hoola Stiftis, prentaðar 1745. Er eintakið hreint, en nokkur blöð vantar í það. Þá á ég það- an 2. útg. af Samhljóðan guð- spjallanna frá 1749, en mikið vantar í þá bók. Þó má sjá, að margt hefur verið skrítið í Harmoníu. Upprisusaltari pr. 1771 er heldur bágur, en skárra er eintak af Tvisvar sjöfölldu Misseraskiptaoffri pr. 1779. Þá á ég allgott .eintak af Sigur- Merkilegt ísfírzkt bókasafn þess V. Norsku Lög, pr. 1779, Lijted og einfaldt Diarium o. s. frv. pr. 1783, Fioorar Missera- skipta Predikaner o.s.frv. pr. 1783, Æfe Éggerts Oláfsj Sonar o.s.frv., pr. 1784, Siö Sende-Bref Jesu Christi o.s.frv., pr. 1784, Tvisvar Siöfalldt Misseraskipta- Offur o.s.frv. pr. 1794. LEIRÁRGARÐABÆKUR, Árið 1795 tók Landsuppfræð- ingarfélagið við Hrappseyiar- prentsmiðju og nokkru seinna Hólaprentsmiðju. Voru pent- smiðjurnar settar niður í Leir- Jóhann Gunnar Ólafsson bæjarfógeti á ísafirði segir fró bókaeign sinni hrooss Hugvekium o.s.frv., pr. 1778, og 18. útg. Grallarans eða Messusöngsbókarinnar frá 1773. Þessar bækur gefa góða hugmynd um Hólaprent, þó þær séu ekki heilar. HRAPPSEYJARPRENT. Árið 1773 var sett á fót prent- smiðja í Hrappsey á Breiðafirði. Fékk Ólafur Ólafsson (Olaas Olavius), frændi minn, leyfi til prentsmiðjureksturs, en Bogi Benediktsson bóndi í Hrappsey lagði fram fjármuni til þess að stofna prentsmiðjuna og átti hana síðan. Ég á fátt af hinu merkilega Hrappseyjarprenti, en þó þessar bækur: Útlegging yfer Norsku Laga V. Bókar II. Capitula Umm Erfder o. s. frv. pr. 1773, Agnar Konungs Æve Hroars Sonar o.s.frv. eftir Árna Böðvarsson, pr. 1777, Underviis- un umm þá Islendsku Saudfiár- Hirdingu eftir Magnús Ketils- son, pr. 1778, Kongs Christians árgörðum í Leirársveit undir verndarvæng Magnúsar Steph- ensens, sem þá bjó á Leirá, og hafði alla forsjá og framkvæmd fyrir það félag. Hann var dugn- aðarmaður og lét prenta margt. Ég á nokkrar Leirárgarðabækur. Af Acta yfirréttarins á ég þó ekki nema ljósprentunina, og aðeins eitt ár af Minnisverðum tíðindum (1795). Hins vegar á ég gott eintak af Evangelisk- kristileg Messu-saungs- og Sálma-Bók o.s.frv., sem prentuð var 1801. Hún var kölluð Leir- gerður og vakti miklar deilur á sinni tíð. Nokkur hluti Heims- kringlu Snorra Sturlusonar var prentaður 1804 að Leirárgörð- um. Á ég sæmilegt eintak af þeirri bók. Á það hefur Björn Árnason gullsmiður skrifað nafn sitt með blýanti, hvort sem hann hefur átt bókina eða feng- ið hana að láni. Þá var mér gef- ið eintak af Eftirmælum 18. aldar, eftir Magnús Stephensen, stærri prentuninni, sem út kom 1806 með Minnisverðum tíðind- um. 1 bókina vantar tvö blöð. Þetta rit endursamdi og jók r Magnús Stephensen á dönsku. Var það prentað í Kaúpmanna- nöfn 18Ö8. Á ég mjög gott ein- tak af þeirri prentun, í samtíma bandi. Þá á ég eintak af Skemmtilegri Vina-Gleði o. s. frv., sem út kom 1797, og var það með fyrstu bókum frá Leir- árgörðum. Eintakinu fylgir Pro Memoria til Ailra Myrkra- manna og Lióss hatata á íslandi. VIÐEYJAR- OG AKUREYRARPRENT. Árið 1815 var prentsmiðjan flutt að Beitisstöðum f Leirár- sveit, en þar bjó þá prentarinn. Þaðan á ég þó ekki neina bók, nema hluta af Klausturpóstin- um, sem þar var prentaður 1819. I ágústmánuði 1819 var prentsmiðjan flutt í Viðey. I Viðey var mikil bókagerð hjá Magnúsi, enda var prent- smiðjan þar til 1844. Þá var hún flutt til Reykjavíkur að því er talið er í Sögu prentlistarinnar á íslandi. Sá flutningur hefur þó varla verið nema að öðrum þræði. Ég á Sturmshugvekjur til Kvöld-Lestra, og stendur á þeim, að 1. bindið hafi komið út í Reykjavík 1848, en 2. og 3. bindi f Viðeyjar Klaustri 1838. Eitthvað hefur verið farið aftan að siðunum við útgáfu þessarar þörfu bókar fyrir sálarheill ís- lendinga. Þessar bækur á ég frá Við- ey: Um sættastiftanir eftir Magnús Stephensen, 1819, Um legorðsmál eftir sama, 1821, Feðgaævir eftir Boga Benedikts- son, 1823, Handbók presta o. s. frv., 1826, Kvæði Benedikts Gröndals 1833, þó óheil, Núma- rímur 1935, Fimmtíu Hugvekjur eður Píslar-Þankar o.s.frv. 1835, Ljóðmæli Þorláks Þórarinsson- ar 1836, Hallgrímskver 1834 og 1838, Samhljóðan guðspjallanna 3. útg. 1838. Sumt af Viðeyjarbókum er nú orðið ærið sjaldgæft, þ. á m. Njála prentuð 1844. Af hinum fyrstu bókum f Reykjavík á ég Ljóðmæli og Leikrit Sigurðar Péturssonar, 1844 og 1846. Reykjavíkurprent er síðan yfirgnæfandi f landinu og verður ekki frekar rakið hér. Á Akureyri var stofnað til prentsmiðju 1852 og hafa þar síðan komið út blöð og nokkuð af bókum. Frá Akureyri á ég Felsenborgarsögur 1854, fræga bók, Nýja matreiðslubók eftir Þ. A. N. Jónsdóttur, 1858, Jóns- bók 1858, Laxdæla 1858, Vara- bálk eftir Sigurð Guðmundsson 1872, Nýjársnóttina 1872 og sitt- hvað fleira. SAFNA ÍSAFJARÐARBÓKUM. Árið 1886 var sett á stofn prentsmiðja á ísafirði og byrj- að á prentun Þjóðviljans. Seinna kom önnur prentsmiða þar. All- mikið hefur verið prentað af bókum þar, en flest smálegt og Önnur grein þess vegna heldur sjaldgæft, að það hefur gengið fyrir róða. Varðveizla kvera og smápésa hefur alltaf verið með bág- bornara móti. Ég hef reynt að safna öllu Isafjarðarprenti bók- arkyns, en ekki tekizt það. Þar eru skörð f, sem sennilega verða aldrei fyllt. Til þess að glöggva mig á því, hvað mundi hafa ver- ið prentað á ísafirði, hef ég gert skrá, sem ég Iét prenta. (ísafjarðarprent um 50 ára skeið. Uppkast, 1959). En ekki mun sú skrá vera tæmandi. Liggja til þess margar ástæður. Ég vil þó geta þess, að ég bef ekki ennþá lagt í það, að'safna blöðunum, nema Þjóðviljanum og hefur mér ekki tekizt að fá hann allan. Annars á ég eitt- hvað af blöðunum, því að ég slæ ekki hendi við, ef eitthvað af blaða- eða bókatagi kemur á fjörurnar. Ég hef náð saman sem svarar 1.5 hillumetrum af ísafjarðarprenti. En þessi kver vantar mig: Smárit Einars Jochumssonar, sem prentuð voru 1888, 1890, 1894, 1900 og 1901, Rímur af Auðuni vest- firzka eftir Jón Hjaltason 1895, Munararleysinginn eftir Magnús Hj. Magnússon 1896, Fjaðrafok eftir Jósef Sveinsson 1902, og Aftanskin eftir Stefán Sigurðs- son (frá Hvítadal), og að sjálf- sögðu sitthvað fleira. Sum fsfirzku blöðin eru mjög fágæt. Dagur, sem Guðmundur Guðmundsson skáld var ritstjóri við 1909—1910 mun vera til f mjög fáum heilum eintökum. FÁGÆTUR PÉSI. Bækur eru ekki alltaf keppi- kefli vegna þess hve mikil lista- verk þær eru. Einn af forfeðr- um minum skrifaði lítið kvef, sem nú er meðal sjaldgæfustu bóka. Þessi maður hét Snæbjöm Torfason og bjó á Kirkjubóli í Langadal f Norður-Isafjarðar- sýslu. Hann taldi sig þurfa að koma sér í mjúkinn hjá Bjelke höfuðsmanni, og skrifaði þá kverið og lét prenta í Kaup- mannahöfn. Þessi er titillinn: En / Sandferdig Annal / Alle Læns-Herrers offver Is/land, siden Landet först kom under Nor/gis Krone, Som oc hvad ofte, eller naar det / haffver vært svoret undir Kongeme / Skreffven / Aff Snæbiömo Torfæio / Island. Anno 1656 24. Octobr. / Prentet udi Kiöbenhaffn aff Georg Lam- precht / Aar 1656. Aftan á titil- blaðinu er tileinkun til Hinriks Bjelkes. Kverið er aðeins 8 blöð í fjögra blaða broti. Þó Páll Egg ert Ólason segi að þetta sé ekki Framhald s bls 4

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.