Vísir - 16.09.1965, Síða 4

Vísir - 16.09.1965, Síða 4
V í S IR . Fimmtudagur 16. september 1965. Síðustu slurkferðinrw yfír vötnin á Skeiðurúrsundi Kjarkmikill útiendingur Einn útlendan mann rómuðu Skaftfellingar fyrir kjark og dugnað í hinum torfæru stór- vötnum Skeiðarársands, enda þótt þessi maður hafi aldr- ei séð straumvatn á sinni ævi fyrr en til Islands kom. Þessi maður var undirforingi i danska hernum Koch að nafni og vann við landmælingar á Skeiðarár- sandi og nærliggjandi lands- svæðum vorið og sumarið 1904. Með Koch voru í þessum leið- angri tveir danskir hermenn og tveir íslenzkir fylgdarmenn, annar þeirra Sigurður Símonar- son frá Miðey í Rangárvallar- sýslu en hinn var ónafngreind- ur unglingspiltur, aðeins 16 ára að aldri. Þann 20. apríl um vorið lagði leiðangurinn af stað austur á Skeiðarársand frá Núpsstað með þrjá hesta hey ög vistir, tjöld og mælingatæki og annan útbún að. Á sandinum hafðist leiðang- urinn við í 20 daga og var það hin versta vist í hvívetna. Fyrstu dagana var snjókoma en þó var kuldinn og snjórinn hátið, sam- anborið við sandbvl, sem skall á þá nokkru síðar og stóð sam- fleytt í þrjá sólarhringa. Veðrið var blátt áfram óskaplegt. Haus pokar hestanna fylltust af sandi og það var útilokað að hestarn- ir gætu étið nokkra tuggu. Sand urinn buldi án afláts á þeim svo þeir voru viðþolslausir og illmögulegt að hemja þá. Það var ekki fyrr en búið var að vefja boldangi utan um þá og tjóðra saman að þeim tók að líða skár. En þannig urðu þeir að bíða hartnær þrjá sólar- hringa unz veðrinu slotaði. Nær ókleift reyndist að verja tjöldin og halda þeim niðri i veðurofsanum. Þess á milli varð að gæta þess, með stuttu milli- bili, að þau fenntu ekki í kaf og sliguðust undan þunganum. Mennimir urðu að standa í stöð ugum mokstri og loks slitnuðu tjöldin upp og rifnuðu í lengjur. Allan þennan tíma var lítill mat friður og enginn möguleiki á að afla vatns til drykkjar, hvorki fyrir menn né hesta. En það sem Skaftfellingar dáðu Koch mest fyrir, var dugn- aður hans og kjarkur að ríða jökulvötnin, forsjá hans að forð ast sandbleytur og þræða brot. Hann var í stöðugum ferðum ýmist austur vfir Skeiðará eða vestur yfir Núpsvötn, oft voru árnar illfærar vegna vaxta, en það bitnaði ékkert á hinum danska foringja, sem aldrei hafði séð straumvötn áður, hann fór ótrauður yfir illfærustu ár eins og þaulvanur skaftfellsk- ur vatnamaður. Kaffærðust í straumröstinni * Áður fyrr var oft brýrTþörf að komast yfir Skeiðarársand og sú nauðsyn varð ekki umflú in nema því aðeins að allar leið ir virtust lokaðar. Það voru margir, sem áttu leið yfir sand inn aðrir heldur en póstar. Það voru læknar í sjúkravitjunum því Öræfingar þurftu að vitja læknis að Breiðabólsstað á Siðu. Það voru sýslumenn í þingferðum, það voru — í nokkr um tilfellum prestar í ‘prestþjón ustuerindum — og um skeið einnig Vestur-Skaftfellingar f verzlunarerindum austur á Pap ós. — Vermenn áttu líka er- indi yfir sandinn og margir fleiri. Frásagnir sumra þessara ferða langa um ferðir þeirra yfir Skeiðarársand hafa varðveitzt á prenti. Þannig lýsir Snoi;ri Hall dórsson læknir fleiri en einni slíkri ferð f bókinni „Vestur- Skaftafellssýsla og fbúar henn- ar“ er hann var í læknisvitjun- um yfir sandinn. Eitt sinn kvaðst hann þó hafa séð Skeið- ará Ijótasta, enda munaði litlu að illa færi. Hafði vatnið i ánni litið út sem úfinn sjór og f miðj um straumnum hafði risið upp kolmórauður hryggur, sem ým- ist virtist hækka eða lækka, og vatnsflaumurinn oltið áfram með ótrúlegum hraða. Snorri sagði að hestamir hafi verið tregir til að leggja út í þetta jökulhaf. Fylgdarmaðurinn fór á undan, fyrst lengi vel undan straum, en þegar hann tók að beita hesti sínum í strauminn þar sem hann var hvað mestur, fór maður og hestur á kaf í iðuna. Það hafi aðéins séð í höfuð og herðar mariiisins,' éri bólaði ekki á hestihum. Kvað Snorri læknir að sér hafi aldr- ei á æfinni brugðið eins og í þetta sinn. En að vörmu spori bárust þeir báðir fram úr straumkastinu 'aftur og klóruðu sig til lands. Fór á rogasund ! sömu bók er skýrt frá ferð tveggja manna sem ætluðu að ríða Skeiðará í vexti á miðju sumri, þeir hétu Þorsteinn Guð mundsson síðar bóndi á Mýr- um í Álftaveri og Jón Guð- mundsson siðar bóndi á Hvoli. Höfðu þeir verið saman í brúð kaupsveizlu á Skaftafelli og voru báðir nokkuð við skál. Á- kváðu þeir að skjótast að gamni sínu niður að Skeiðará til að vita hvort hún væri reið eða ekki. Er þeir komu að ánni, urðu þeir ekki á eitt sáttir, taldi Jón hana færa, en Þor- steinn óreiða með öllu. Hörðn uðu orðaskipti þeirra, unz Jón hleypti hesti sínum út í ána án þess að hafa frekara orð á því við félaga sinn. Þegar út í miðja ána kom skall yfir. Ætlaði Jón þá að snúa við, en til þess voru engirv tök, hesturinn var kom- inn á rogasund áður en varði. Bar bæði mann og hest óðfluga eftir strengnum og fram í aðalál árinnar, þegar Þorsteinn sá hvemig komið ivar, hleypti hann hesti sínum á harðastökki nið- ur með ánni, en straumkastið var svo mikið að hestinn í straumnum bar hraðara undan. Ekki sá nein hræðslubrögð á Jóni, hann sat keipréttur á hest inum og lét sér hvergi bregða. Loks kom þar að hestinn bar út úr aðalálnum og í lygnara vatn, þar komst hann til sama lands aftur. Ekki varð Jóni meint af volkinu, en runnið hafði af hon um við þessa vatnaferð. Töldu þeir félagar sig eiga góða hress ingu skilið þegar þeir komu heim að Skaftafelli aftur og munu líka hafa fengið han 6- svikna. Breyttir samgönguhættir Skömmu eftir 1940 munu _hestaferðalög hafa lagzt nálega niður með öllu yfir Skeiðarár- sand. Núpsvötn og Súla féllu þó enn um sinn í einn farveg og urðu þær ófærar yfirferðar, a. m.k. á meðan sumarvatn var í þeim. Fljótlega eftir þetta hóf ust flugferðir til Öræfa og við það gjörbreyttust allar sam- göngur þangað og m.a. lögðust póstferðir á landi með öllu niður Þá breytt’ist og útfall Skeiðar- ár, þannig að hún kom á tveim stöðum undan jöklinum í stað eins áður, og þar með var úti- lokað að komast fyrir upptök hennar á jökli, sem gert var oft áður þegar hún var óreið. Síðasta hestaferðin Þess má þó geta hér, að það er ekki lengra síðan en í sumar að leiðangur hestamanna lagði austur fyrir Skeiðarársand. Voru fimm í hópnum, þar af ein kona og voru fyrirliðar leið- angursins þe’ir Þorlákur Otte- sen verkstjóri og Öm Johnson framkvæmdastjóri, báðir alkunn ir hestamenn. Var hugmynd þeirra að sundríða hestana í Skeiðará en fara sjálfir á svo kölluðum vatnadreka, sem þá var á leið austur yfir sandinn. En hestarnir voru ófúsir á að fara í vatnið ,eins og pft Vill verða þegar móti sól er að sækja. Og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að reka hestana út í Skeiðará mistókust þær með öllu. Þá var það ,að Öm söðl aði stærsta og traustasta hest inn í ferðinn; og reið sjálfur út í ána, sem þá var talin sundvatn meiri hluta leiðarinnar Örn þræddi brotin að skaft- fellskum vatnamannasið og Frh. á bls. 5. Oddur Magnússon bóndi í Skaftafelli, þar sem harin stendur hjá gildustu björkinni í Bæjarstaðaskógi. Oddur mun vera síð- astur þeirra manna, sem var hætt. kominn í Skeiðará og hrein mildi að hann skyldi bjargast úr henni. Núpsstaðír í Fijótshverfi er austasti bær við vestanverðan Skeiðarársand og þaðan er ævinlega lagt á sandinn, þegar haldið er austur yfir hann. 4 Núpsstað hefur Hannes Jónsson, hin mikla vatnahetja, búið um áratuga skeið, og fylgt fjölda manns yfir hin illfæru vötn á Skeiðarársandi. LOKAGREIN UM SVAÐILFARIR Á SKEIÐARÁRSANDI

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.