Vísir - 16.09.1965, Síða 7
VlSIR . Fimmtudagur 16. september 1965.
7
rSMN
VatnajökuH reyndist óíær yfírferðar
: 'f3^ 'i
— Viðtal við Magnús Jóhannsson útvarpsvirkja
Grímsvatnaleiðangur Jökla-
rannsóknafélagsins sneri til
baka af Vatnajökli, án þess að
komast á leiðarenda, en við þvi
var reyndar hálft í hvoru búizt
áður en lagt var af stað.
Leiðangurinn kom til Reykja
vfkur í fyrrakvöld, en þátttak-
endur £ honum voru átta talsins.
Vísir átti tal við einn leið-
angursfara Magnús Jóhannsson
útvarpsvirkja, sem ásamt þeim
Jóni Eyþórssyni og dr. Sigurði
Þórarinssyni hefur manna mest
lagt sig fram við Grímsvatna-
rannsóknir
Magnús tjáði blaðinu að á
laugardaginn, nokkru eftir að
komið var áustur í skála Jökla
rannsóknafélagsins við Tungn-
árbotna, hafi þeir félagar lagt
í könnunarleiðangur upp á jök-
ul og fundu þá þá einu leið,
sem fær gat talizt upp neðsta
og brattatita hluta jökulsins.
Á sunnudagsmorgun var lagt
af stað í býti á tveim snjóbíl-
um og farið á þeim upp jökul-
inn, þá leiðina sem könnuð
hafði verið daginn áður. Gekk
sú ferð sæmilega vel, sagði
Magnús, en þegar komið var
upp á brún aðalbrekkunnar tók
færið að þyngjast.
Námu bílarnir þarna staðar
en nokkrir leiðangursfarar
héldu fótgangandi inn á jökul-
inn til að leita að færri leið fyr
ir bílana.
Að því er Magnús tjáði Vfsi
voru mennirnir framundir kvöld
að leita að hugsanlegri leið,
sem bílarnir kæmust eftir, en
án árangurs. Sagði Magnús að
jökullinn hafi blátt áfram ver-
ið voðalegur yfirferðar, sem
fyrst og fremst hafi orsakazt af
því hve lítið hefur fest af snjó
á jöklinum í vetur, en leys-
ing aftur á móti verið með
mesta móti í sumar. Þarna er
þvf einvörðungu um gamlan ís
að ræða, hrjúfan með vatns-
rásum og miklu jöklaþýfi og
sums staðar með djúpum
sprungum.
Magnús sagði að e.t.v. hefði
verið möguleiki á að halda á-
fram, ef nægilegur tími hefði
verið fyrir hendi, en þá hefði
ferðin tekið nokkra daga, en
benzínforðinn hins vegar af
skornum skammti. Auk þess var
sjáanleg veðurbreyting til hins
verra f aðsígi og hefðu allir
leiðangursfarar verið á einu
máli um það að ekki kæmi til
mála annað en snúa við.
Vísir átti einnig tal við Jón
Eyþórsson formann Jöklarann-
sóknafélagsins og spurði hann
hvort önnur ferð mvndi verða
gerð út austur að Grímsvötnum
í haust. Hann kvað svo ekki
mundu verða. Sagði að þessi
leiðangur hefði sannað svo ekki
yrði um villzt að jökullinn væri
nær ófær yfirferðar og að það
myndi taka nokkra daga að
komast til Grímsvatna, þótt veð
urskilyrði væru hin ákjósanleg
ustu, hvað þá ef veður og
skyggni versnar. Jón sagði að
það væru möguleikar á því að
höggva slóð fyrir bílana í ís-
inn ef í nauðimar ræki, en til
þess þyrfti mikinn mannafla og
miklu meiri heldur en verið
hafi í síðasta leiðangri.
Frú Franchetti Pardo \
Frá Rómaborg.
ELDUR VIÐ
SHELLVEG
Á sunnudagskvöldið um hálfníu
leytið kviknaði eldur í stóru íbúð
arhúsi að Shellveg 4 í Skerjafirði.
Eldsupptökin voru í kyndiklefa
hússins og var kominn upp í loft
klefans þegar slökkviliðið kom á
vettvang. Var þá og kominn mjög
mikill reykur upp í íbúðina næstu
fyrir ofan.
Slökkvistarfið gekk að óskum,
en þó náði eldur að læsa sig upp
með leiðslum og í eldhús á fyrstu
hæð. Brunaskemmdir urðu þar þó
ekkj teljandi.
Þar sem þarna er um stórt timb-
urhús að ræða og margt fólk, sem
í því býr, taldi slökkviliðið ekki
þorandi annað en setja vakt um
húsið fram eftir nóttu.
Aðfaranótt mánudagsins var
slökkviliðið kvatt að Síðumúla, en
bar hafði eldur komið upp í mann-
lausum kofa og urðu á honum tals
verðar brunaskemmdir.
Á laugardagskvöldið sást til
manns brjóta brunáboða á Lauga-
vegi 78 og var ætlun hans að
gabba brunaliðið á ‘ staðinn. Lög-
reglan var nærstödd, handsamaði
manninn og flutti hann í fanga-
geymsluna. Þetta var piltur um
tvítugt.
Hvalveiði fer
að Ijúka
Upp úr 20. þessa mánaðar fer
vertíð hvalveiðimanna að ljúka, og
að þvf er Magnús D. Ólafsson,
verkstjóri f Hvalfirði sagði Vísi
í gærmorgun hafðj 401 hvalur bor-
izt á land í sumar og sex voru
væntanlegir á land í gær.
Mest er af langreyði, 283, 63
búrhvalir og 55 sandreyðar. Þennan
dag í fyrra höfðu 410 hvalir
borizt ö land.
Veiðin hefur verið sæmileg þessa
dagana vegna góðviðris, en langt
er að sækja, því hvalurinn er um
200 mílur frá landi.
Bræla var á miðunum fvrir
skemmstu, en búazt má við áfraip-
haldandi góðviðri það sem eftir er
ivalveiðitimans.
Stjórn Prentnemafélagsins. Sitjandi: Haukur Már Haraldsson, Guð-
mundur Kr. Aðalsteinsson og Guðmundur Þ. Halldórsson. Standandi:
Ásgeir Valdimarsson, Stefán Ólafsson, Bergur Jónsson og Hermann
Aðalsteinsson.
Prentnemafélagið í
Reykjavík 25 ára
Um þessar mund’ir heldur Prent-
nemafélagið í Reykjavík upp á 25
ára afmæli sitt. Afmæli þess var
að vísu sl. vetur, því að það var
stofnað 14. desember 1940, en ný-
lega héldu prentnemar upp á það
með fjölmennri afmælissamkomu.
Prentnemafélagið er all grósku
mikið og hefur starfsemi þess
staðið með miklum blóma, sérstak
lega síðustu árin. í því eru núna
60 starfandi félagsmenn, allt eru
það ungir menn, því að eftir fjög-
urra ára nám er haldið til starfa,
félagið kvatt og þá kemur í stað-
inn þátttaka i íslenzka prentara-
félaginu.
Félagið var upphaflega stofnað
til aðgerða í kjarabaráttunni og
það hefur jafnan starfað að hags-
munamálum prentnema. En auk
þess er starfið mikið á sviði fé-
lagsmála. með fundum og sam-
komum, með ferðalögum og
skemmtikvöldum og taflkvöldum.
Félagið rekur skrifstofu og gefur út
sitt eigið tímarit. Það hefur og haft
samstarf við Félag hárgreiðslu-
nema og efnt með því til skemmti
ferða og dansleikja. Nú fyrir
skömmu gekkst það fyrir nokkurri
nýjung, sem var utanlandsferð.
Tólf prentnemar og tveir prentarar
fóru í kynnisferð til Evrópu. Heim
sóttu þeir m.a. mikla prentlistar-
sýningu sem haldin var í París.
Komið var til Heidelberg í Þýzka
landj og skoðuð þar stærsta prent-
vélaverksmiðja héims, einnig var
komið við f Frankfurt, Amsterdam
Kaupmannahöfn og Glasgow.
Stjóm félagsins skipa nú: Guð-
mundur Kr. Aðalsteinsson, formað
ur, Haukur Már Haralds. varaform.
Guðmundur Þ. Halldórsson, gjald-
keri, Stefán Ólafsson, ritari, Berg
ur Jónsson og í varastjóm Ásgeir
Valdimarsson og Hermann Aðal-
steinsson.
Gjöf til
Sólvaags
Fyrir nokkru barst Elli- og
jhjúkrunarheimlinu Sólvangi í
1 Hafnarfirði höfðingleg gjöf, að
Jþví er Jóhann Þorsteinsson for-
i stjóri heimilisins upplýsir blað
! ið
Gjöfin var frá Páli Guðmunds
syni, Höfða við Hvammstanga
og nam hún 20 þús. kr. Kvaðst
, hann gefa betta til min’ingar
> um móður sína Guðrúnu Daníels
dóttur, sem naut skjóls og að-
i hlynningar, á ævikvöldi sínu á
1 Elliheimili Hafnarfjarðar og
! einnig til minningar um systur
hans, Jónu Helgadóttur. Fénu
á að verja til að kaupa éinhvern
! hlut sem megi verða til ánægju
vistfólki á dvalarheimili þvf sem
f undirbúningj er að byggja á
Sólvangi.
Hún kom frú Rómaborg og
kynntist ævintýroeyjunni
Meðal hinna óvenju mörgu er-
lendu ferðamanna, sem hingað
komu til landsins í sumar, voru
sem endranær fremur fáir frá
sjálfu landi sólarinnar, Ítalíu. Þar
suður frá hafa menn enn vart upp-
götvað það að til sé annað eld-
fjallaland í Evrópu sem vert sé að
skoða.
Hér skal þó segja frá einum
ferðamanninum sem kom frá Ítalíu
í sumar, fögur kona frá sjálfri
Rómaborg. Hún heitir frú Franc-
hetti Pardo og það óvenjulega við
hana er, að hún er f þeirri aðstöðu
að geta hvatt og laðað landa sína
til að muna nú eftir þvf að þarna
norðarlega á Evrópukortinu er til
land, sem kallast Islandia og þar
er ýmislegt sem vert er að sjá.
Nýlega hitti fréttamaður Vfsis
þessa fögru, suðrænu konu að máli.
Hún sagði að heimsóknin til fs-
lands hefði orðið mikið ævintýri.
Hún starfar f Rómaborg sem for-
stöðumaður Skandinavisku ferða-
skrifstofunnar þar. Um tíma var
sú starfsemi lögð niður, en þá
komu Ferðaskrifstofur Norður-
landa sér saman um, að þá starf-
semi mætti alls ekki leggja niður
og frú Franchetti hefði unnið svo
gott starf að styðja bæri hana.
Áður en ég kom hingað segir hún,
hafði ég ekki hugmynd um neitt
á Islandi. Ef einhver hefði spurt
mig um eitthvað varðapdi ísland,
þá hefði ég staðið á gati. Nú get
ég sannarlega svarað og sagt fólk-
inu frá því hvílíkt ævintýraland
þessi norræna eyja er. Það verður
mér ánægja að mæla með íslandi
eftir allt sem ég hef hér séð og
upplifað.
Listasafnið
Hnitbjörg
Listasafn Einars Jónssonar er nú
að opna eins og venjulega um
miðjan september, en það hefur
verið lokað yfir sumarmánuðina
vegna hreingerninga. Frú Anna
Jónsson ekkja listamannsins, veit-
ir safninu forstöðu, hún meiddi sig
nokkuð á dögunum en er nú á góð-
um batavegi. Á safnið er nú komin
aftur frummyndin af Utilegumann-
inum, sem var erlendis í fyrravet
ur, vegna þess, að verið var að
steypa hana í brons. Safnið er op-
ið á sunnudögum og miðvikudög-
um kl. 1.30-4.00 síðdegis.
Blómabúðin Gleymmérei
Blóm og gjafavara. Sumarverðið gildir enn.
GLEYMMÉREI, Sundlaugavegi 12
Sími 31420
Mosaiklagnsr
Get bætt við mig mosaik- oe flísalöenum. Sími
24954.
■
/