Vísir - 16.09.1965, Síða 15

Vísir - 16.09.1965, Síða 15
V1SIR . Fimmtudagur 16. september 1965. h EDWARD S. ARONS: Spæjarar ..- Saga um njósnir og ástir á Italíu — Ég kann því ekkert illa að vera héma hjá þér, skömmin þín. Ég nýt þess — og mun njóta þess enn betur. Og æptu nú — æptu ef þú þorir. Reiðin sauð í henni. Hún hafði oft komizt í hann krappan og nú hellti hún úr skálum reiði sinnar yfir hann á máli götudrósarinnar, en hún gat hvorki rifið eða klórað vegna þunga hans. — Frannie, sagði hann háðslega. Ég hélt þú værir „dama“! — Ég er af sama sauðahúsi og þú, svínið þitt. Mér var í þann veginn að heppnast — enginn skal hindra mig í því, og allra sízt þú. — En þú þurftir ekki að ágirn- ast peninga, gift einum auðugasta manni landsins — Hann er ríkur. en ég fékk aldrei eyri. — Þú gazt fengið skilnað og fengið stóra summu — — Þú þekkir ekki ítölsk lög, heimskinginn þinn. Þú hefur ekki glóru 1 kollinum. Við vorum bæði alin upp á barmi göturæsisins og ef þú heldur, að þú getir hrundið mér niður f það aftur — — Og ég hélt, að þú værir örð- in fín dama. — Þá hef ég leikið mitt hlut- verk betur en þú. Hann svaraði engu, svipti sund- ur kjólnum hennar og sagði: — Nú fæ ég hefndina. Hún hafði aldrei óttazt karl- menn, jafnvel ekki þá, sem reyndu að hafa sitt fram með valdi, en hún óttaðist hann, vissi, að hún mundi aldrei bera sitt barr ef ' hann fengi vilja sínum framgengt. Og eldingarsnöggt, er hann lyfti ' sér upp sneri hún sér undan honum og ætlaði að stökkva út í sjóinn, komst spöl út, en hrasaði er fyrsta bylgjan skall á henni og þá greip hann hana og tók hana með valdi. Fyrir slfkri auðmýkingu hafði hún aldrei orðið og henni fannst allt hrunið í rúst fyrir sér. Eftir á horfði hann á hana af megnri fyrirlitningu: — Ég vona, að Cesare drepi þig, sagði hún heiftarlega. — Það verður ekki af því, Fran, hefurðu strax gleymt því sem ég sagði. Þín sfðasta stund er komin. — Það á fyrir þér að liggja að drukkna. Nú vissi hún, að þetta var ekki hótun, heldur rammasta alvara. Hún tók undir sig stökk og af því hún var berfætt gat hún hlaup- ið hraðar en hann, sem var f skóm, en brátt dró saman með þeim, þvf að þrek hennar var á þrotum. — Fran, þú sleppur ekki. En hún komst upp á klett við götuslóðann og horfði í kringum sig æðislega. Og henni til mikillar undrunar var hann ekki lengur á hælum hennar. Hún sá hann standa niðri í fjörunni með lafandi hand- leggi. Hvers vegna hafði hann gef- izt upp við að ná henni. Hafði kjarkur hans bilað skyndilega? Og hún sá hann leggja af stað, hægt, burt frá henni. Hvert mundi hann fara? Hann hafði farið til húss Bellaria-ættar- innar og ekki fundið hann. Nú mundi Cesare vera að tala við mann hennar, ganga frá „viðskipt- unum“. Bernardo mundi ekki stand ast freistinguna og kaupa málverk- in. Allt gæti heppnazt.' Áður en Talbot skyti upp kollinum aftur væri hún komin burt — væri ör- ugg. Örugg? Hún missti allt f einu allan mátt og hneig niður. Hún huldi andlitið í höndum sér og grét sáran og það hafði stúlkan frá Missouri aldrei gert fyrr á ævi sinni. 17. kapítuli. Durell fann hana þama 10 mín- útum síðar. Hann hafði setið í garðbrekku fyrir framan hús Dom Angelo. Og baðan, er hann sat þar og talaði við Dom Angelo, hafði hann séð til ferða Talbot, frá því hann skildi við Deirdre og þar til hann kon»fí-hósahverfi Dom Ang- elo hafði hann hvorki orðið var við Talbot, Cesare — eða Pacek. — Ungfrú Padgett er yndisleg stúlka, hafði Dom Angelo sagt. Hvar er hún? — Hún kemur bráðum, svaraði Durell. — Þér hafið kannski falið hana, svo að enginn geti nálgazt hana nema þér einn? — Eitthvað í þá áttina, svaraði Durell. Hann hafði einmitt verið að hug- leiða, að það væri tími til kominn að fara til hennar, vegna þess að hann var orðinn fullviss um, að Talbot væri ekki á eynni, en þá sá hann hann á gangi f áttina til þorpsins. Hann veitti þvf athygli, að hann var einmitt reikull í gangi. Hann virtist ekki veita Durell neina athygli, leit hvorki til hægri né vinstri, en Durell sá, að hann var blautur, skyrtuermi hans rifin og skráma á annarri kinninni. — Þekkið þér þennan mann, signor? spurði Dom Angelo. — Ég kannast við hann. — Menn eru að furða sig á hver hann sé. Hann sefur víst í bátnum, sem hann sigldi hingað. Er hann Bandaríkjamaður? — Já, afsakið. Ég verð að bregða mér frá. Hann lagði leið sína í áttina, sem Talbot hafði komið úr, og hann fann Francescu eftir nokk- urra mínútna gpngu. Þá var sólin að hníga til viðar. t Hún leit ekki upp, er hann kom. Og hann sá undir eins hvernig var | ástatt fyrir henni og gat gizkað á j hvað mundi hafa gerzt, en honum i var léttir að þvf að finna hana á j lífi. Og þegar hann hugsaði til j Ellen Armbridge furðaði hann sig I á, að Talbot skyldi ekki hafa drep- 1 ið hana, eins og hann hafði óttazt, að hann myndi gera, ef hann fengi tækifæri til. — Francesca, sagði hann blíð- lega. Hún huldi áfram andlitið í hönd- um sér. — Fran, það er Sam Durell. Hún hafði verið snöktandi. Nú hætti hún þvf, en hún leit ekki upp. — Ertu meidd? — Nei. Farðu þína leið. — Var það Jack Talbot? Þegar hún svaraði engu, kraup hann á kné við hlið hennar. Það var að verða skuggsýnt. Durell tók um úlnliði hennar og færði hend- ur hennar frá andliti hennar og sá betur hve sárt hún hafði verið leikin. — Geturðu staðið á fætur? Get- urðu gengið? — Hvert ætti ég að fara? — Heim til mannsins þfns. — Ég get það ekki það er öllu lokið fyrir mér þar. Hún leit á rifinn kjól sinn. — Hvernig gæti ég farið heim svona útleikin? — Ég get hjálpað þér. — Hvers vegna? Þú ert leynilög- reglumaður. Ég tek ekki við slfkri hjálp. Lögreglan lét mig aldrei í friði heima. Ég hataði hana. Eng- inn skildi mig. — Jack skildi þig ekki heldur. Hún þerraði tár sín. — Ég veit ekki hvað ég get gert. Ég veit, að hann drepur Ce- sare. Ég er hrædd við Cesare nú, en Talbot er miklu verri. Mig gat ekki dreymt um að þetta færi svona og nú veit ég ekki hvað ég á að gera. Hún horfði á hann biðjandi augnaráði. — Viltu hjálpa Cesare? Þú sagð- ist vilja hjálpa mér. — Ef ég get. En þú verður að segja mér sannleikann um mál- verkin. Hún kinkaði kolli. — Ég var með manninum mín- um f Rómaborg fyrir 3 vikum, er þau voru sýnd þar. Bernardo hafði hug á að eignast þau, en auðvitað vildi prinsinn ekki selja. Bemardo bauð honum 250.000 dollara. Ég hef aldrei séð hann slíkan sem þá. Hann er vanur að vera kaldur og slunginn, þegar hann hugleiðir mál verkakaup, en hann hélt áfram að masa um þessi málverk, og þá fékk ég hugmyndina, sannfærð um að hann mundi kaupa þau hver sem kæmi með þau. — Ertu viss um það? — Ég fer nærri um það, ef eitt- hvað er, sem karlmenn girnast — og þá stöðvar þá ekkert, ef þeir geta fengið það fyrir peninga. Ég j sagði Cesare frá hugmynd minni.J Við höfðum verið eins oft saman og við þorðum í nokkra mánuði. Og Bernardo veit það ekki. — Þú heldur. að hann viti það ekki. — Hvað áttu við? — Ekkert. Og þið Cesare ákváð- uð að stela málverkunum? — Já, en við vissum ekki hvern- ig við ættum að fara að því. Þeg- ar ég svo kynntist Jack var leiðin fundin. Ég var viss um, að þetta mundi verða auðvélt. Hann var lfka brjálaður í að komast yfir mikið fé. Ég sagði, að það væri vís kaupandi að málverkunum, ef við gætum náð þeim. Og ég varð að lofa honum ... —... sjálfri þér. Eitthvað, sem líktist hlátri, kom yfir varir hennar. — Hann hélt, að ég væri „ffn dama“. Og hann vildi mig af sömu ástæðu og ég giftist Apollio, — með mig sér við hlið mundi hanr. geta komizt skrefi hærra — mörg- um skrefum. Hann hélt, að ég væri búin að tileinka mér allt, sem eina greifafrú má prýða, en þegar hann svo fann að ég var bara und- ir niðri Frannie Smith lét hann mig sigla sinn sjó. Og ég veit nú, hver ég er og mun alltaf verða. — Þið lékuð þannig -á Jack f Genf, eftir að hann hafði afhent þér málverkin. Þú fékkst Bruno til þess að senda þau hingað f pósti og þú sóttir þau í Sentissi-gistihús og afhentir Cesare þau. Hann ætl- aði að fela þau í klausturrústunum, en hætti við það. Hann kom með þau hingað. Hún kinkaði kolli. — Og þú heldur í raun og veru, að hann geri ráð fyrir að geta selt hau Apollio greifa? Trúirðu þessu Sjálf? — Auðvitað trúi ég þvf. Hún horfði á hann undrandi. — Hvað meinarðu? — Maðurinn þinn er heiðarleg- ur maður. Hann setur heiður sinn ofar ÖIIu. Heldurðu í raun og veru, að hann myndi kaupa stolið góss? — Auðvitað, þegar hann segir það sjálfur. — En áreiðanlega ekki af versta fjandmanni sfnum? Heldurðu, að hann viti ekki allt um Cesare og þig? — Hvað ertu að fara með öllum þessum spurningum? Varir hennar voru náhvftar. — Og að því er Cesare varðar — heldurðu f raun og veru, að hann geti tekið fé úr hendi manns, sem hann hatar? Þetta rfmar ekki saman, Fram, en ég finn til með þér. Fran reis á fætur, náföl. Hún reyndi að segja eitthvað, en kom ekki upp orði. — Ég skal reyna að hjálpa þér, Fram, en ég efast um að ég geti það. Hún var dauðskelkuð. — Hvað er það, sem þú ert að reyna að telja mér trú um? Mér getur ekki hafa skjátlazt svona hrapallega. Ég þekki karlmennina, — veit hvernig þeir hugsa. — Þér hefur skjátlazt, Fran — að því er varðar Jack Talbot, Cesare — og Appollio. — O, hættu... af hverju reyn- irðu að gera mig ruglaða? BEFOKE tarzau can MOVE.THE HUGE SULL IS CHAKGIUG,... AS THE A7E-MAN ATTEAAF’TS TO UHSHEATH HIS ICNIFE... JonJ CjiAífO T A í! I A n Áður en Tarzan getur hreyft sig, stefnir . . . og áður en hann nær að draga hníf dýrið á hann ... úr slfðrum ... CAW IT 5E THESE WEEICS OF IMTEUS1VE TKAININS HAVESONE FORUAUSHT?? ... skellur dýrið á honum. En hafa allar þessar vikur, sem hann hafði notað til að þjálfa sig farið til einskis? Vrentunp rrcntsmtðia & gámmlcttaplagaf# Elnholtl Z - Siml VISIR ÁSKRIFENDAÞJÓNUSTA Áskriftar- Kvartana- simmn er 11661 virka daga kl. 9 — 19 nema laugardaga kl. 9 — 13. VISIR er eina síðdegisblaðið kemur út alla ^virka daga Afgreiðslan Ingólfsstræti 3 skráir nýja kaupendur Simi 11661 auglýsing VÍSI kemur víða við VÍSIR er auglýsingablað almennings AFGREIÐSLA AUGLÝSINGA- SKRIFSTOFUNNAR ER I INGÓLFSSTRÆTI 3 Sími 11663. mx~

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.