Vísir - 16.09.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 16.09.1965, Blaðsíða 8
V í S I R . Fimmtudagur 16. september 1965. 8 m VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Sölustjóri: Herbert Guðmundsson Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7,00 eintakið Frentsmiðja Vísis — Edda h.f. Vandinn leystur Stéttarsamband bænda og Framleiðsluráð landbún- aðarins hafa nú gefið út yfirlýsingu, þar sem harmað er „það lögbrot miðstjómar A.S.Í., er hún neitaSi á síðustu stundu að tilnefna mann í sexmanna nefnd", eins og það er orðað í ályktuninni. Yfirlýsingm ber það með sér, að Stéttarsambandið og Framleiðsiu- ráðið álíta að landbúnaðarráðherra hafi ekki getað gripið til annarra ráða en setningu bráðabirgðalag- anna, eins og málum var komið ,er fulltrúi neyenda hafði ekki viljað taka þátt í nefndarstarfinu og mið- stjóiii A.S.Í. þar með gert verðlagningarlögin óvirk. Er það mikilvægt að Stéttarsambandið og Fram- leiðsluráðið skuli hafa tekið þessa skynsamlegu af- stöðu, þótt vel sé skiljanlegt að það telji bráðabirgða- lögin aðeins neyðarráðstöfun til skamms tíma, og nauðsynlegt sé að bændur fái aftur rétt til áhrifa á verðlagninguna. Um það geta allir verið sammála. Hér hefur hins vegar verið undirstrikuð sú augljósa staðreynd, að það var A.S.Í. sem verðlagningarmál- unum kom í óefni. Landbúnaðarráðherra hafði hins vegar forystu um það í nafni embættis síns að leysa þann vanda á þann eina hátt sem tækur var í bili, eins og Stéttarsambandið víkur að í ályktun sinni. Pétur Ottesen, einn af stjómarmönnum Stéttarsam- bandsins, lét bóka það álit sitt, að „með bráðabirgða- lögunum sé bændum tryggt það verðlag sem ætla má. að ákveðið hefði verið við óbreyttar aðstæður um verðlagninguna“. Munu flestir bændur vera á sömu skoðun í því efni og hinn reyndi bændaforingi Pétur Ottesen. Kjarabætur í friði Nú hefur verið ákveðið að verklýðsráðstefna Sfálf- stæðisflokksins verði haldin á Akureyri fyrstu daga október. íslenzkum launþegum er flestum orðið það Ijóst að áhrifaríkustu leiðirnar til kjarabótaliggjaekki i sífelldri beitingu verkfallsréttar, sem lamar þjóðar- framleiðsluna um lengri eða skemmri tíma, og skerð- ir jafnt hlut hins vinnandi manns sem eigenda at- vinnufyrirtækjanna. Mun skynsamlegra er að fylgja reynslu og fordæmi launþegasamtaka nágrannaþjóð- anna um aðrar kjarabótaleiðir. Þegar er sú þróun byrjuð hér í verklýðssamningum, m. a. fyrir tilstilli ríkisstjórnarinnar. Framlag í húsnæðismálum, lífeyr- issjóðir launþega og umbætur í skattamálum eru þrjú mikilvæg atriði af mörgum, sem góða raun hafa gefið. Tryggja verður á grundvelli starfs hlutlausrar hagstofnunar að hlutur launþega í þjóðartekjunum vaxi jafnan í samræmi við þær, og skynsamleg starfs- greining getur komið í veg fyrir ófrjóar innbyrðis erjur starfshópa. ÉIIIBIMBBlBMgB———————HBB—— „Mikiö góð uppskera“ - Ðýrir dagar - Stórvirkar kartöftu-upptökuvelar - Reynsla bændanna - Einstaklingsframtak og iífsafkoma i byggðartagfea Óskar bóndi Sigurðsson í Hábæ (t v.) festir poka við upptökuvélina. Júlíus Sigurðsson, sjómaður úr Vestmannaeyjum (t. h.) hugar að færibandi. Þegar komið er yfir Þjórsá, tekur sögusvið Njálu við í ljóma sínum. Vellir, sem teygjast á landslaginu og þá helzt í ásun- um og lúmskum holtunum og ekki getað hugsað sér að vera án hennar til langframa). Þannig er innreiðin í Rangár- vallasýslu, þar sem kom er stundina", eins og heimasæta í Þykkvabænum sagði, sem kallar ekki allt ömmu sína. „Mikið“, sagði hún á sunnlenzka visu í staðinn fyrir atviksorðið mjög. „Hann er mikið kaldur núna“, UPPSKERUTIÐ óravegu, og víð fjalla- sýn. Þótt landið sé flatt, eru þar holt og ásar, enda draga sveitirnar nafn af hvoru tveggja, samanber Holtin og Ás- hverfi. Það er ekki fyrr en Rangár- þing er sótt heim, að orð Gunn- ars verða skiljanleg: „Fögr er hlíðin, svá at mér hefir hon aldri jafnfögr sýnzk, bleikir akrar ok slegin tún, og mun ek ríða heim aptr ok mun ek hvergi fara". (Annars vilja sumir halda því fram, að hann hafi skynjað Hallgerði sína í ræktað í stórum stíl og kart- öflur spretta betur en víðast annars staðar — og minnir að þessu leyti á Úkrainu. En þetta er hérað stórvirks landbúnaðar, þar sem svo margir bændur byggja afkomu sína á akur- yrkju, sem stunduð er sem iðn- aður. Hjá Ægissíðu við Rangá liggur vegurinn niður í Þykkva- bæ gegnum Bjóluhverfið. Fram með bökkum fljótsins og fast við veginn voru hestar og kind- ur. Hljóp ekki styggð í skepn- umar, þótt greitt væri ekið. Þetta var sólardagur með and- kuli. í fjarska liðaðist mökk- urinn upp úr Syrtlingi. „Hann er mikið hallærislegur þessa sagði bóndi í Þykkvaþœnum og átti við veðrið. „Þetta er mikið góð uppskera", sagði annar og átti við kartöflumar. P'urðu þéttbýlt er þarna niðri við Landeyjarsandinn. „Eigi er ein báran stök yfir Landeyjar sand dynja brimgarðablök búa sjómönnum grand“, kvað Grímur Thomsen. í Þykkvabænum ræður friður ríkjum, en ekki vá, þótt hafið sé skammt fram undan með sínum hættujn. Þetta er ekki sjávarpláss, þótt loftslagið þar Piltur í Vatnskoti með dálaglegar kartöflur fyrir framan sig hjá Jarðhúsi Djúpárhrepps.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.