Vísir - 16.09.1965, Side 11

Vísir - 16.09.1965, Side 11
Þetta eiga þær til! cj 1 Að fjölbragðaglímuköppun- um sjálfum ef til vill undan- skildum, munu allir á einu mál'i um að sú „íþrótt' sé ljótasti og hrottalegasti „leikur", sem um getur. Þar eru bókstaflega öll tök og brögð leyfð, högg og barsmíð sömuleiðis, að ekki sé talað um spörk og skalla, hár- togun — í bókstaflegri merk- ingu — klip og hnjákollaskot. Enginn líkamshluti er friðhelg- ur og sigurinn í því fólginn að andstæðingurinn geri annað hvort að veina og biðjast vægð- ar, eða þann sé svo hart leik- inn, að hann geti ekki einu sinni veinað og enga björg sér veitt. Keppendumir snúa upp á útfimi hvor annars taka hvom annan kyrkitökum, berja hvom annan, sparka hvor í annan — einkum í klyftir, kvið og andlit, hárreita hvorn annan, troða hvor á öðrum, stinga fingrum upp í hvorn annan og teygja á munn vikunum, snúa upp á nef og eyru. Hnefaleikar eru beinlínis opinberun leikgöfgi og dreng- skapar samanborið við þann fólskuskap. Það mætti því halda að sér- staka manngerð þyrfti til að fremja þessa íþrótt, og það manngerð í ógeðslegra lagi. Enda eru að yfirleitt mannleg holdanaut sem eigast við á þeim leikvangi, heimskuieg með afbrigðum, svifasein og þung á sér. Þó er t'il — og skyldi því þó enginn trúa — að kvenfólk gengur þar til leiks ferlegar bryðjur, með miklar krumlur og górilluandlit. Og þó — hver mundi skipa þessari íturvöxnu og andlits- friðu stúlku í þann flokk? Hún gerir það sjálf og skammast sín ekkert fyrir. Hún er brezk, heitir Paufine Ash og var áður tfzkusýningarstúlka og fyrir- sæta, en hefur nú tekið upp at- vinnumennsku í fjölbragða- glfmu kvenna, sem er mjög „vmsæl“ fþrótt meðal áhorfenda víða um hetm. „Ég snyrti mig alltaf eins og ég kann bezt, áður en ég geng til kepprii,“ segir hún, „set skugga undir augun, roða í vanga og liða hárið. Subbur, akfeitar og holdamiklar vekja andúð með áhorfendum.“ „ En — þegar út f keppnina er komið, verð ég óð eins og tfgrisdýr og beiti öllum brögð- um. Ég keppi til að ganga af andstæðingi mínum algerlega sigruðum og veiti hvorki vægð né miskunn." „Hrottaleg íþrótt fyrir kven- fólk — það finnst mér ekki. Og hún gefur meiri peninga í aðra hönd en ég gæti unnið mér inn með öðru móti." Myndirnar sýna þessa ítur- vöxnu og skapmiklu glímukomi að æfingu með þjálfara sínum, fyrrverandi Evrópumeistara í þessari gðfugu íþrótt... Það skal að lokum fram tek ið ,ef einhver lesenda kynni að hafa áhuga á þvf, að þessi unga og glæsilega fjölbrögðótta glímukona er ógift. Kári skrifar: Við förum að vera vel „fleyg ir“, íslendingar. Nú fluttu blöðin okkur þær fréttir í gær að einn af leiðandi mönnum í kaupmannastétt, Albert Guð- mundsson, ætli að festa kaup á, eða hugl. kaup í öllu falli á Tri dent-þotu frá Bretlandi. Þá er Flugfélag íslands að hugsa um kaup á þotu eða jafnvel tveim þotum, til millilandaflugs síns. Á næsta ári ættu farþegaflug vélar okkar því að vera orðnar 16 talsins. Mér reiknast laus- lega að þessi flugvélakostur okkar ætti að geta flutt um 1240 manns f einu. Þetta er mjög há tala hjá ekki stærri þjóð en við íslend- ingar erum, enda erum við ekki fleiri en svo, að Við kæm- umst fyrir á stærsta knatt- spymuleikvangi heims, sem ku vera f Brazilíu. Nú vilja allar konur fara til Glasgow og London til að horfa í búðarglugga og kannski kaupa e'inn og einn kjólgopa. Ég fór að reikna út að gamni mínu hvað þessi myndarlegi flugvéla kostur væri lengi að flytja alla hina íslenzku kvenþjóð. Og með því að vélarnar fari 3 ferðir á sólarhring, sem svo hraðfleyg- ar vélar geta, þá ætti að vera hægt að koma öllum innkaupa- konunum okkar út á rúmum hálfum mánuði. Vel gert, og • þarna getur engin þjóð slegið okkur út, það er ég alveg hand Viss um. En þetta var nú bara fánýtur útúrdúr. Sannleikurinn er sá að flug- samgöngurnar eru að verða mjög ríkur þáttur í lífi okkar. Þessar hraðfleygu flugvélar eru að þjappa okkur nær öðrum löndum, — við erum ekfti leng- ur nein útkjálkabyggð, heldur í mjög nánu sambandi við um- heiminn, hvort heldur það er Evrópa eða Amerfka og vissu- lega ber að fagna því hve vel flugfélögunum okkar gengur í hinni hörðu og erfiðu sam- keppnj Við risaflugfélögin. Og svo minnzt sé á sam- göngur, þá vil ég kvarta undan Hafnarfjarðarveginum. Ég átti leið suður í Fjörð í gær og ég verð að segja að það séu „vafa samar“vegabætur, sem þar hafa átt sér stað undanfama daga og stórtruflað aíla umferð. Þetta klastur við garnla mal- bikið virðist engin Iausn og nú er svo komið að Hafnarfjarðar vegurinn er einhver alversta akbrautin í nágrennj borgarinn ar, en auk þess virðist fram- kvæmdin við að þessar „bætur" afar seinleg og hættan, sem skapast er mjög mikil og furðu- Iegt að ekki skulj hafa orðið árekstrar af þessum völdum. / BYRJUN LEIKÁRS Þróun tungunnar, eða öfugþró- un, segir tíðum merkilega sögu — sem einstrengingslegir kommukrummanefir eru að vfsu jafn ólæsir á og tunguna sjálfa Þágufallssýk'in hefur t.d. aldrei verið skýrð af þeirra hálfu sem þjóðarsálfræðilegt fyrirbæri — óaðskiljanlegt núverandi vel- megunartímabili, þegar enginn vill þola neitt, heldur krefst þess að allt sé gert f sína þágu enginn vera þolandi, allir þiggj- endur. Fyrir bragðið gildir ein- ungis „ég,“ „mér,“ „mín.“ Þau fðll, sem merkja að viðkom- andi sé eitthvað, hlotnist eitt- hvað, eigi eitthvað, en „mig“ — að viðkomandi verði að taka eitthvað á sig, þola sitt hvað, hjarir eingöngu fyrir íhaldssemi málfræðinga og málvöndunar- manna, án þess að eiga sér leng ur minnsta hljómgrunn í þjóðar- sálinni. Á sama hátt skipta orð um merkingu, hvort sem mál- fróðum líkar betur eða verr. Á meðan andi hinnar ljóshærðu, norrænu yfirstéttar sveif hér yf ir vötnunum, hafðj orðið „þel“ tvíþætta merkingu, táknaði bæði háralit og Iunderni — „þeldökkur maður var ónor- rænn, dökkur á hár og lund- emi, argur, hvort sem hann var þræll í landi norrænnar, ljós hærðrar yfirstéttar eða fríáls f sfnu heimalandi til viðnáms strandhöggi þeirra. Þegar við þorðum svo, seint og síðar meir að líta f spegil staðreyndanna og sáum að við vorum fæstir Ijósh. afkomendur norr. víkinga heldur höfðum blandað blóð'i við „þeldökka" missti orðið marks sem hnjóðsyrði og var ekki lengur nauðsynlegt í málinu. En þar sem okkur vantaði þá handhægt orð yfir „blámenn," sem ekki væri bundið gömlum og óljósum fordómum — diplomatiskt“ heiti, sem þýtt gæfi sitt af hverju, en hefði þó fágaðan hreim yfirskinsjafnað- ar og afstöðuleysis — þá var þetta „atvinnulausa" orð grip ið fegins hendi ekki hvað sízt af starfsmönnum útvarps og blaða. Nóg um það, — nýjasta dæmið þessari tunguþróunar- legu kenningu okkar til stuðn- ings heyrist oft og sést á vör- um og prentj einmitt þessa dag ana. Áður, meðan þjóðin vann öllum stundum hörðum höndum fyrir naumu lífsviðurværi, gilti einungis eitt tfmatal — alman- aksárið, sem hófst á miðnætt'i fyrir nýársdag og endaði á mið nætti á gariilársdagskvöld, en var svo skipt í „vertíðjr" sjó- manna og „annatfma" á landi. Nú erum við hins vegar far'in að tala um „lelkár", sem ekki er bundið almanaksárinu á neinn hátt eins og vertíðir og annir áður. Það er nýtt og sjálfstætt tímatal, sem ekki miðast við þjóðnýta framleiðslu eða öflun v'iðurværis, heldur eingöngu leik og skemmtan, hopp og hf, sóun og bríerí. Ef þetta hefur ekki sína sögu að segja — þá hvað? Að vfsu er ekkj unnt að ætlast til þess að kommu- krummanefimir séu læsir á þá sögu fremur^en annað, en stór merkileg er hún, jafnt fyrir það.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.