Vísir


Vísir - 09.02.1966, Qupperneq 1

Vísir - 09.02.1966, Qupperneq 1
VISIR GÓÐ LOÐNUVEIÐI í MORGUN Nokkrir bátar fengu góða loðnuveiði f gær um 10 sjó- mflur NA af Stafnesi. Mestan afla mun hafa feng ið Þorsteinn RE 2000 tn„ Árni Magnússon 1100, Amar 1100 tn. og Óskar Halldórs- son 700. Allir lögðu upp í Reykjavík. Haraldur landaði 1700 tn. á Akranesi, — Hörfungur III mun fara á loðnuveiðar frá Akranesi. í Eyjum fengu 3 — 4 bátar um 2000 tn., samtals. Þorskveiði var treg í gær. Seinustu fréttir af loðnuveiðinni eru, að bát- ar voru að kasta í morgun. Haraldur, sem var kominn út aftur, var búinn að fá 8 — 900 tn og Hamravík frá Keflavík, Óskar Halldórsson og Vigri höfðu einnig fengið góð köst. Auka þarf viðskiptafrelsi enn og iækka tolla Beinir sknttnr léttbærari hér en í nágrannniöndunum — Ný skattvísitala — Athugun á verðaukaskatti — Framkvæmd skattrannsóknanna 1 ræðu Magnúsar Jónssonar fjármálaráðherra á Varðarfundi í gærkvöldi komu fram mörg fróðleg og merkileg atriði um ástand og horfur í skatta og tollamálum. Þessi voru nokkur þeirra: ★ Jafnvel þótt ísland gangi ekki í EFTA á næstunni verður að halda áfram að stefna að miklu frjálsari viðskiptakjörum og nýjum tollalækkunum. ★ Við nýjar tollalækkanir verður að taka fullt tillit til iðnaðar- ins, en þar verður mælikvarðinn ætíð að vera þjóðhagslegt gildi iðngreinarinnar og hlaupa undir bagga með hagræðingaraðstoð, sé að slíkum greinum sorfið. Ríkissjóður mun verða hallaiaus á þessu ári, ef ekkert óvænt kemur fyrir. ★ Landsmenn nota 65% af þjóðarframleiðslunni til einkaneyzlu. Er það svipað hlutfall og í nágrannalöndunum. ★ Skattar hafa verið gerðir miklu léttbærari síðustu árin. Nú geta opinber gjöld á einstaklingi ekki farið fram úr 57% (áður yfir 90%) og á félögum ekki fram úr 43%. Almennar launatekjur tekjuskattslausar. ★ í athugun er grundvallarbreyting á skattlagningu fyrirtækja, m. a. upptekning svonefnds „verðaukaskatts". ★ Skattlagning hér er mun hóflegri en i nágrannalöndunum. Tekur ríkið aðeins 27.8% i sinn hlut af þjóðartekjunum. Hinu halda einstaklingarnir. Einn meginkafli ræðu fjár- málaráðherra fjallaði um nauð- synina á almennum tollalækk- unum og afstöðu Islands til EFTA. EFTA og nýjar tollalækkanir. Ráðherrann benti á, að þró- unin í tollamálum álfunnar hefði verið sú á undanfömum árum, að lækka tolla verulega. Væri nú senn búið að afnema alla verndartolla innan Efnahags- bandalagsins og EFTA, én fjár- öflunartollum væri leyfilegt að halda innan bandalaganna á jafnréttisgrundvélli. Þessar tollalækkanir hefðu ekki aðeins átt sér stað f Vestur-Evrópu, heldur einnig f Austur-Evrópu. Lengi hefði það verið samdóma álit þeirra manna, sem skil hefðu kunnað á, að tollar hér á landi hefðu verið óeðlilega há- ir og viðskiptakjör almennings þar af leiðandi miklum mun verri en efni hefðu staðið til. Hefði lengi verið því hin mesta nauðsyn á að koma fram breyt- ingum í þessu efni. Nú er þegar orðið ljóst, sagði ráðherrann, að við höfum af því mikla og margvíslega örðug- leika að standa utan viðskipta- bandalaga álfunnar. Á það sér- staklega við um aðalútflutn- ingsframleiðslu okkar, fiskinn, sem nýtur mun verri viðskipta kjara á sfnum gömlu mörkuð- um f Evrópu af þessum sökum. Þvf verðum við að hefja athug- un á þvi hvað við getum gert Framh. á 6. síðu. Magnús Jónsson fjármálaráðherra. Austurlandið að komast í samband við umheiminn vörum í desember Vöruskiptajöfnuður hagstæður um rámar 100 milliónir í mánuðinum Snjóþungt er enn á Austur landi, en ástandið er samt far ið að batna og er nú komið símasamband við allmarga staði, sem ekki hefur verið hægt að ná í undanfarna daga. Flugferðir eru einnig hafnar við Egilsstaðir og fært er nú um vegi í nágrenni Eg- ilsstaða og frá Reyðarfirði til Egilsstaða. Afskekktir bæir inn til fjalla eru enn lokaðir frá umheiminum vegna snjóþyngsla og er11. d. ekki enn opin leiðin til Jökuldals, en leiðin til Fljótsdals var opnuð í nótt. Hafa mjólkurflutningar til Egilsstaða og ; aðrir flutningar um sveitirnar legið ' niðri um alllangan tíma. Lá allt flug niðri til Egilsstaða um vikutíma, 1. febrúar til þess 7. og var flugvöllurinn á Egilsstöð- um um tíma ófær vegna fann- fergis. Var hann opnaður á sunnu- dag, en látlaust hafði snjóað allt fram á föstudag. Var fyrsta flug- ferðin til Egilsstaða eftir að fór að rofa til á mánudag og voru þá flogn ar tvær ferðir. Var einnig flogið í gær. Um miðnætti á s.l. sunnudags- kvöldi komu ýta og snjóbíll frá Reyðarfirði til Egilsstaða, en þau lögðu af stað frá Reyðarfirði um hádegi sunnudagsins. Ruddi hún aðalleiðina til Egilsstaða, ug hefur verið fært þar um síðan. Að öðru leyti eru vegir lokaðir niður á firð- ina nema leiðina á milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar hefur tekizt að Símasambandslaust hefur verið við Austfirðina að mestu um langt skeið og komst ekki símasamband á við Reykjavík frá Egilsstöðum fyrr en á mánudag, í gær komst á símasamband við Þórshöfn og eru nú staðimir hverjir af öðrum að komast í símasamband. Vegna snjóþyngsla hefur ekki verið mögulegt að koma pósti til skila um sveitirnar en strandferða- skipin hafa annazt manna- og póst- , flutninga milli fjarðanna og sömu-, leiðis farið með mjólk til Seyðis- fjarðar. Ágæt færð er nú á Norðurlands- vegi allt norður i Skagafjörð, en til Skagafjarðar er farið um Svín- vetningaveg, þar sem Langidalur er lokaður vegna snjóa. Einnig er fært út á Strandir. Ástandið fer strax að versna, þeg ar komið er í Eyjafjarðar- og Þing- eyjarsýslur svo og á Austfirðina og má heita, að víðast hvar sé ó- fært á þeim slóðum. Aldrei hafa íslendingar flutt út jafnmikið af vörum og í des- ember síðastliðnum. Var þá flutt út fyrir 835,4 milljónir króna. Næst hæst hefur útflutn ingur komizt f mánuðinum þar á undan, nóvember, er flutt var út fyrir 518,7 milljóair króna. Vöruskiptajöfnuðurinn i desem- ber var hagstæður um 103,2 millj- ónir króna, en í sama mánuði árið áður var hann óhagstæður um 394,7 milljónir króna,. Þessi hagstæði jöfnuður í desember gerir útslagið á, að vöruskiptajöfnuður ársins 1965 varð óvenju lítið óhagstæður. Á öllu árinu var flutt út fyrir 5.558.9 milljónir króna ,en inn fyrir 5.901,1 milljón króna, svo jöfnuð- urinn var óhagstæður um 342,2 milljónir króna. Af innflutningi árs ins voru skip, og flugvélar fyrir 583,7 milljónir króna. Árið áður var flutt út fyrir 4.775.9 milljónir króna, inn fyrir 5.636 milljónir króna og vöru- skiptajöfnuðurinn var þá óhagstæð ur um 860 milljónir króna. Einnig það ár var innflutningur skipa og flugvéla meiri en mismunur inn- flutnings- og útflutnings, eða 937,9 milljónir króna. Um 700Færeyingar hafa komið til frcmleiðslustarfa eftir áramótin Samkvæmt þeim upplýsing um sem Vísir hefur getað afl- að sér, bæði hjá útlendinga- eftirlitinu og öðrum aðilum lætur nærri að um 700 Færey- ingar hafi komið hingað til lands eftir áramótin til að vinna við fiskiveiðar og verk um aflans. Það eru einkum Kronprins Frederik og m.s. Gullfoss, sem flutt hafr Færeyingana hingað til lands f ferðum þeirra eftir áramótin. Núna um síðustu helgi kom Krónprinsinn með um 220 Færeyinga og m.s. Gullfoss með á 2. hundrað. Auk þessa hefur nokkur hóp- ur komið með tveim flugvélum frá Færeyjum og loks er vitað um rúmlega 20 manna hóp, sem kom á dögunum með þ.v. Vik- ingi til Akraness. Ef til vill hafa einstaklingar eða smáhópar kom ið með öðrum bátum, en naum ast þó svo að orð sé á gerandi. ivíikill hluti Færeyinganna er karlmenn. en einnig talsvert af konum, sem vinna í frystihús- unum. Þeir dreifa sér milli allra verstöðvanna hér á Suður- og Suðvesturlandi en eru sennilega fjölmennastir í Vestmannaeyj- Hérlendir vinnuveitendur eru yfirleitt mjög ánægðir með Fær eyingana. Þeir eru vanir sjó- mennsku og fiskvinnslu, dugleg- ir og góðir í umgengni, og laga sig mjög eftir öllum hérlendum aðstæðum. Auk Færevinganna hefur kom ið fjöldi manns af öðru þjóðerni, einna mest frá Bretlandi og Ir- landi svo og frá Austurríki og Þýzkalandi. Auk þeirra einstakl- ingar frá mjög fjarlægum lönd- um eins og Spáni, Nýja-Sjá- landi, Ástralíu og Suður-Afriku. Allt meira og minna óvant fólk en kemur hingað i ævintýra- og peningaleit fyrst og fremst.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.