Vísir - 09.02.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 09.02.1966, Blaðsíða 8
a V í S I R . Miðvikudagur 9. febrúar 1966. VISIR. Utgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóran Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Auglýsingar og afgreiðsla Túngötu 7 Áskriftargjald: kr. 90,00 á mánuði ínnaniands i lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Fjárfestingarmál Xíminn skýrði frá því s.l. sunnudag, að Helgi Bergs alþingismaður hefði ritað „gagnmerka grein um þjóð- málaástandið" í blað Framsóknarmanna í Suðurlands- kjördæmi. Segist Tíminn vilja vekja á henni athygli með því að birta niðurlag hennar. Hver er svo boðskapur þingmannsins í þessari „gagnmerku“ grein? Hann er einkum þetta: „Það verður aldrei hægt að ráða við dýrtíðina og verðbólg- una nema með því að hafa einhvern hemil á fjárfest- ingunni í landinu“. Ýmsir munu nú líklega kannast við þetta sjónarmið, og því verða tregir til að trúa því, að þingmaðurinn hafi fundið þarna upp spán- nýtt bjargráð. Framsóknarmenn hafa löngum leikið þann leik, að eigna sér orð og hugmyndir annarra. Núverandi ríkisstjórn hefur sagt þetta fyrir löngu, og engin ríkisstjórn hefur sýnt meiri viðleitni til þess að haga framkvæmdum í samræmi við þetta sjónar- mið? sem Framsóknarmenn eru nú að eipimsér.En Ný hverfí / Reykjavík \\ hvernig hafa Framsóknarméi|n frúgi^?t5Srifi'l)léslari | viðleitni stjórnarinnar? Blöð óg leiðtogaf flókksins hafa ráðizt harkalega á stjórnina fyrir að hún vilji draga úr opinberum framkvæmdum. Þeir hafa borið fram tillögur og heimtað aukin fjárframlög til ýmissa framkvæmda, sem samkvæmt því sem þingmaðurinn heldur nú fram, ættu að bíða. Og hvernig er forsaga Framsóknarflokksins í þess- um málum? Gaf hann á valdatíð sinni sérstaklega eftirbreytnisvert fordæmi í skipulagningu á fjárfest- ingum? Ekki verður þess minnzt. Það er mikið vafa- mál, að nokkur Framsóknarmaður hafi tekið sér í munn orðið „framkvæmdaáætlun“ meðan þeir fóru með völd. Þá réðu allt önnur sjónarmið í þeim her- búðum. Þá var stefnan sú, að veita helzt fé til fram- kvæmda og leyfa framkvæmdir á stöðum þar sem von var um að vinna á því atkvæði. Svo mundi ef- laust enn verða, ef þessir menn kæmust til valda. Framsóknarmenn eru áreiðanlega ekki færir um að kenna öðrum neitt í þessu efni. Hins vegar er ekki nema gott eitt um það að segja, ef þeir vilja nú styðja stefnu ríkisstjórnarinnar um skynsamlegt skipulag á fjárfestingarmálunum. Hingað til hafa þeir ekki gert það, en þeir fá eflaust tækifæri til þess að bæta ráð sitt og sýna hvort alvara er í orðúm þingmannsins, á þinginu nú í vetur. En þeir verða að afsaka, þótt ýmsir efist um heilindi þeirra í þessu máli eins og öðrum. Þeir hafa hegðað sér þannig í stjórnarandstöð- unni, að yfirleitt er engin leið að henda reiður á, hvað þeir vilja eða meina. Má í því sambandi minna á þing- manninn og borgarfulltrúann, sem heimtaði á Alþingi auknar álögur á Reykvíkinga til þess að lækka raf- magnsverð í dreifbýlinu, en mótmælti svo hækkun- inni harðlega á borgarstjórnárfundi nokkru síðar! Gæti ekki farið líkt fyrir þipgmanninum, sem skrif- aði „gagnmerku“ greinina í Þjóðólf? J gær var sagt hér í blaðinu frá nýskipulögðu borgar- hverfi Reykjavíkur, Breiðholts svæðinu, en þar er nú búið að skipuleggja tvö samstæð borg- arhverfi fyrir rúmlega 10 þús. íbúa. Nú verður hér lýst öðru borgarhverfi Reykjavíkur, sem lokið er við að skipuleggja. Það er Fossvogshverfið svonefnda. Það á að rísa á öllu svæðinu austur frá Borgarsjúkrahúsinu eftir endilöngum Fossvogsdaln- um, þar til kemur austur að Elliðaánum. Samtímis því sem unnið hef- ur verið að heildarskipulagi Reykjavíkur hefur þremur arki- tektum verið falið svæðisskipu- lag á þessu hverfi. Það eru arkitektarnir Gunnlaugur Hall- dórsson, Guðmundur Kr. Krist- insson og Manfreð Vilhjálms- son. Sér til aðstoðar hafa þeir haft Reyni Vilhjálmsson skrúð- garðameistara. Hefur blaðið rætt við þá og beðið þá um að lýsa fyrir- komulagi svæðisins samkvæmt þv£ skipulagi er þeir hafa unnið. Til skýringar fylgja þessu svo uppdrættir, annar þeirra er laus legur yfirlitsuppdráttur er sýn ir legu svæðisins, hinn er skipu lagsuppdráttur, sem sýnir £ stór um dráttum niðurskipun húsa og fyrirkomulag gróðursvæða, gatna og þjónustufyrirtækja. T Tpphaf þessa máls er að árið , 1961 bauð borgarstjórn til í^hugrnyndasamkeþþhi milli arki i 1 ítekta á Norðurlöndum, um það hvernig Fossvogssvæðið yrði bezt notað til íbúðabygginga miðað við nútímakröfur um op in svæði, stofnanir og skipan umferðarmála. Margs konar úr- lausnir bárust frá íslandi og Skandinaviu bæði um háa og lága byggð. En samkeppnin gaf góða raun I þvf að fram kom f jöldi hugmynda um lága byggð ýmist tveggja eða eins og hálfr ar hæðar hús, sem virðast henta vel, þar sem það skapar skjól og útsýni og veitir hverri fjöl- skyldu umráð yfir smágarði. Sumar tillögumar voru þó ekki alls kostar raunhæfar, þvi ekki hefði verið hægt að fram- kvæma þær nema £ mjög stór- um heildum. En með hliðsjón af þeirri reynslu sem fengizt hafði £ sam keppninni var ákveðið — að byggðin yrði lágar og tiltölulega stuttar í'búðasamstæður, er stæðu samsiða hæðarlínum landsins — að umferð að og frá byggðinni skyldi fara um fáeinar safnbrautir sem tengd ar væru Bústaðavegi og — að milli hverfanna, er tilheyrðu þessum safnbrautum skyldu koma gróðurbelti frá gróður- svæðinu niðri £ dalnum en um þessi belti skyldu liggja gang- stigar í verzlanir og viðkomu staði strætisvagna við Bústaða veg. Jjeir þremenningarnir, Gunn- laugur, Guðmundur og Man freð höfðu tekið þátt í hinni norrænu verðiaunasamkeppni. Þeir höfðu eigi fengið nein af efstu verðlaununum, en ákveð- ið var að kaupa uppdrátt þeirra enda var álitið að þeirra hug- myndir nálguðust einna mest þau sjónarmið sem hér var um getið. Síðan hafa þeir unnið á- fram að skipulagsuppdrætti Fossvogssvæðisins og lokið hon um. Og nú um þessar mundir hafa lóðir á vestasta hluta þessa svæðis, næst borgarsiúkrahús- inu verið auglýstar af borgar- yfirvöidunum. Mun það vera ná lægt helmingur af lóðum þessa svæðis, sem nú kemur til út- hlutunar. Við skulum þá líta nánar á yfirlitsuppdráttinn. Hann sýnir hvemig borgarhverfi þetta mun teygjast inn eftir öllum Foss- vogsdal meðfram Bústaðavegin- um. Botn Fossvogsdals verður óbyggður Hann á að verða gróð urbelti eða svokallað „grænt svæði“. Og hann tengir saman gróðursvæðin í Hljómskála- aarðinum. Vatnsmýrinni, Öskju hlíðinni sem eru fyrir vestan og svo aftur gróðursvæðin kring- um Elliðaámar er teygja sig alla leið upp í Heiðmörk. Þann ig er hugmyndin að í framtið- inni geti maður, ef til vill, geng ið af stað úr Hljómskálagarðin um og síðan stöðugt eftir stíg- um og grænum svæðum alla leið upp í Heiðmörk, upp í sveit jpossvogurinn er einn yndis- legasti, sólríkasti og skjól- sælasti staðurinn í öllu borgar- landinu. Það hefur sannazt að hann er vænlegur til ræktunar, þar hafa ýmsar gróðrarstöðvar risið upp og þar er líklegt að skógur verðí ræktaður. En síð an hyggjast arkitektamir sam eina þessa gróðursæld sjálfu hverfinu. Þeir skipta byggingar- svæðinu niður í fjóra hverfis- hluta með gróðurgeirum, sem teygja sig upp úr dalnum upp brekkuna alla leið að Bústaða- vegi. Á þessum grænu geirum verður skipað niður ýmsum þjónustustofnunum. Við skulum þá byrja neðst. Fyrir neðan byggðina niðri i botni dalsins á gróðursvæðinu mikla verður komið fyrir íþróttavöllum og þar verður barna- og unglinga- skóli hverfisins. Svo færum við okkur upp eftir grænu geirunum þá koma þar fyrst dagheimili, sparkvellir og gæzluvellir. Efst í geirunum alveg upp við Bú- staðaveginn koma svo almenn- ar verzlanir. I^ítum svo hins vegar á ak- brautimar. Við sjáum að eftir miðjum dalnum ■ gegnum hið græna svæði hans á að koma hraðbraut mikil, sem kölluð verður Fossvogsbraut. Þetta .hverfi verður þó í engu beinu akvegasambandi við Fossvogs hverfið. Því að hverfið er þann ig skipulagt, að meðan gras- aeiramir kvíslast neðan frá dalnum eiga húsagöturnar að kvíslast um hverfið úr gagn- stæðri átt frá Bústaðaveginum, allur innakstur í hverfið verð- ur ofan frá. Ef menn skoða uppdráttinn vel, sjá þeir hver tilgangurinn með þessu er, hann er að láta umferð bifreiða bg gangandi fólks í ííverfinu hvergi skerast. Það er hið sama sem við sýnd um síðast i lýsingu á skipulagi Breiðholtssvæðisins, en hér er þetta í fyrsta skipti tekið upp I hverfisskipulagningu á sjálfu Sel tjamamesinu.' Þannig er að- greind umferð bifreiða og gang andi fólks, fótgangendur geta gengið eftir stígum til allra þjón ustustofnananna og menn þurfa ekki að óttast, að bömin á leið til leikvalla, barnaheimila eða skóla þurfi að fara yfir bílaum- ferðagötur. Það skal tekið fram að fyrst þegar byrjað var að vinna að skipulagi Fossvogshverfisins var búizt við að Bústaðavegur inn yrði safnbraut fyrir þetta hverfi, það er 3. flokks gata. En síðar hefur komið í Ijós að nauð synlegt var að gera hana að Framh. á 6. síðu Höfundar skipulags Fossvogshverfis, arkitektamir Gunnlaugur Halidórsson, Guðmundur Kr. Kristinsson og Manfreð Vilhjálmsson, við einn af uppdráttum sínum af hverfinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.