Vísir - 09.02.1966, Blaðsíða 4

Vísir - 09.02.1966, Blaðsíða 4
4 V f SIR . Miðvikudagur 9. febrúar 1866. KRISTJÁNSSON: A MIÐVIKUDAGSKVÚLDI 'P'-'/fr"-; '* yffp&fs-gfiflffWFF J vetur var ákveðið að fjölga kennurum við Háskóla íslands um 81 á tíu ára tíma- bilinu 1966-1975. Ef skyn- samlega verður haldið á mál unum má reikna með, að meirihluti þessara nýju kenn- ara verði í verkfræðigreinum, náttúruvisindum og öðrum raunvísindum. Talið er, að nú stundi rúm- lega 400 íslenzkir stúdentar nám erlendis. Þar af eru um 260, — tveir þriðju hlutar, í raunvísindagreinum. Sýnir sá fjöldi, hve mikil þörf er fyrir aukna raunvísindakennslu við Háskóla íslands. Þar fyrir ut- an er augljóst, að miklu fleiri námsmenn mundu sækja í þessar greinar, ef þær væru kenndar við háskólann og ekki þyrfti að leita til útlanda til að nema þær. Rekstur þjóðfélagsíns bygg ist æ meira £ tækni í meðferð efnisheimsins. Alls staðar um heim má sjá, að ríkidæmi og velferð þjóða stendur í ná- kvæmlega réttu hlutfalli við tæknikunnáttu þeirra. Ef ekki verður senn hugsað djarft til þess að bæta úr skorti tækni- menntaðra manna og raunvís indamanna á íslandi, mun sá sparnaður verða okkur dýr- keyptur um síðir. Áður hefur verið minnzt á það í pistlum þessum, að há- skólinn þarfnast mjög blóð- gjáfár faúnvísinda til þess að hann geti hafizt úr eymd sinni og orðið gjaldgengur í hópi þeirra skóla, sem kalla sig háskóla. Raunvísindum fylgir gjarnan ferskur rann- sóknaandi og sköpunarkraft- ur, sem hinar hefðbundnu em- bættismannagreinar skortir alveg. Stúdentanna vegna, þjóð- félagsins vegna og háskólans sjálfs vegna er því nauðsyn- legt að leggja megináherzlu á innreið raunvísindanna í há- skólann. Jpljótsagt er frá raunvfsinda- kennslu háskólans. Þar er kennt til fyrrihlutaprófs í byggingaverkfræði og til B.A. prófs í stærðfræði, eðlisfræði og landafræði. Þar er kennt til embættisprófs í læknis- fræði og vafi leikur um fram- tíð embættisprófa í ta'nnlækn ingum og lyfjafræði. Þar með er allt upp talið. Af þessum deildum háskól- ans hefur verkfræðideildin ein gott orð á sér. Lækna- deildin krefst algerrar endur- skipulagningar í samræmi við tillögur þær, sem gerðar voru af norska sérfræðingnum, er beðinn var í haust að kanna ástandið í deildinni. B.A. greinarnar þjást af of lítilli kennslu og einkum þó af of lítilli verklegri kennslu, og B.A. prófin eru á engan hátt sambærileg við hliðstæð erlend próf. 100 íslendingar eru nú við nám erlendis i verkfræðigrein um og byggingalist, 45 í eðlis og efnafræði, 10 í jarðeðlis- fræði, 4 í veðurfræði, 1 í landa ‘ ,V fræði, 12 í náttúrufræðum, 7 í lífefnafræði, 2 í haffræði, 9 í fiskifræði, 16 í lyfjafræði, 18 í tannlækningum, 12 — 14 í landbúnaðarvísindum, 5—10 í mjólkurfræði og 14 í stærð- ; fræði. sá P Þessar tölur sýna, að nem- endafjöidans vegna er grund- völlur fyrir kennslu til B. A. prófs eða fyrrihlutaprófs í mörgum greinum. Háskólinn ætti að einbeita sér að koma upp einu prófstigi í sem flest um þessara greina. Ef háskól inn veitti B.A. próf í þessum greinum, væri það efnalitlum stúdentum mikil hjálp, því þeir gætu þá náð fyrsta þrepi náms'tigans og töluverðum réttindum, án þess að þurfa að leggja í rándýrt nám er- lendis. Eftir B.A. próf liggur yfirleitt greið leið til styrkja fyrir efnilega námsmenn, og þá er eðlilegt, að þvf námi sé aðallega beint til útlanda. Þar eru fræðin yfirleitt á hærra stigi og þar geta stúdentarn- ir öðlazt víðari sjóndeildar- hring. Raunvísindastofnun Háskólans er flutt í nýtt húsnæði vestan Suðurgötu. hlýtur fyrst og fremst að koma frá þessum stofnunum. Og þésar stofnánir hefðu jafn framt gott af því að efla tengsl sín við háskólann og verðandi sérfræðinga lands- ins. þannig er ekkert meginat- riði, að háskólinn sjái um handleiðslu fyrir bygginga- verkfræðinga allt til loka- prófs, því þá mundu verðandi gn hagnýtu raunvísindin komast ekki af án undir- stöðuvísinda og krefjast mik- illar kennslu í þeim. Undir- stöðuvísindi hljóta því að fylgja í kjölfar hagnýtu vís- fræðideild, eftirsótt af erlend- um nemendum. Jarðfræði er raunar hvergi nefnd í náms- skrá háskólans. En fleiri grein ar en jarðfræðin eiga að hafa viss staðarforréttindi á fs- landi, og má þar nefna fiskiðn fræði, en í þeirri vísindagrein mun fjárfesting áreiðanlega skila sér margfalt á stuttum tíma. yið háskólann þarf að stofna prófessorsembætti í eftir- Ef tveir þriðju hlutar kenn- araembætta tíu ára áætl- unarinnar, eða rúmlega 50 kennarar, fara í raunvísinda- greinar, er þetta allt fram- kvæmanlegt. Og að tíu árum liðnum þarf ekki að kvíða nemendaskorti í þessum grein um, ef íslendingar ætla í fram tíðinni að útskrifa hlutfalls- lega jafn marga stúdenta og aðrar þjóðir. En utanaðkomandi menrí þurfa að leggja hönd á plóg- byggingaverkfræðingar lands ins ekki fá þá útsýn, sem þeir fá þó núna af námi við mjög vandaða erlenda háskóla. Fremur er nauðsyn að kenna til fyrrihlutaprófs í fleiri verk fræðigreinum, þannig að verk fræðingar almennt þurfi ekki að verja nema um það bil þremur árum í hið dýra nám erlendis í stað sex-sjö ára, sem fara nú í það. Hægt þarf að vera að taka hér heima fyrrihlutapróf í fleiri hefðbundnum verkfræði greinum en byggingaverk- fræði, svo sem í efnaverk- fræði, rafmagnsverkfræði og vélaverkfræði. En þjóðin hef- ur líka mikla þörf fyrir verk- fræðinga á sviðum orkumála, iðnaðar, fiskveiða, fiskiðnað- ar og landbúnaðar og síðast en ekki sízt þarf skipulags- verkfræðinga. Útvíkkun verkfræðikennslu háskólans þarf ekki að kosta mikla erfiðleika. í landinu eru til rannsóknastofnanir á ýmsum sviðum verkfræði og annarra hagnýtra raunvís- inda, þar sem bæði eru fyrir hend: góðir sérfræðingar og sæmileg rannsóknaaðstaða. Má þar nefna rannsóknastofn anir iðnaðarins, byggingaiðn- arins, landbúnaðarins og sjáv arútvegsins og rannsókna- stofur stofnana eins og Raf- orkumálaskrifstofunnar. — Kennaralið, reynsla og að- staða til verklegrar kennslu indanna, og þar að auki er mikil þörf fyrir beina kennslu í undirstöðuvísindum. Vott um það ber fjöldi stúdenta erlendis í greinum eins og stærðfræði, eðlisfræði, efna- fræði, jarðeðlisfræði og nátt- úrufræðum. Mundu náms- ménnirnir þó vera mun fleiri, ef aðstaða væri heima til slíks náms. Kennsla til B.A. prófs í undirstöðuvísindum er út af fyrir sig ekki mikill kostnað- arauki, því þau þarf hvort sem er að kenna í ríkum mæli í sambandi við hagnýtu grein amar. Þá eru f þessum fræð- um ekki síður til hér rann- sóknastofnanir og kennslu- kraftar, sem geta orðið undir- staða háskóladeildar, einkum Eðlisfræði- eða Raunvísinda- stofnunin og Náttúrufræði- stofnunin, og gildir sama um þær og sagt var um rann- sóknastofnanir atvinnuveg- anna. Varla er ástæða til að kenna þessar greinar lengra en til fyrsta prófstigs, B.A. prófs, bæði vegna kostnaðar og einnig vegna þess gagns, sem stúdentar í þessum fræð um hefðu af því að líta heim til annarra þjóða. Þó vil ég undanskilja jarðfræðina, - hana á að kenna hér til meist araprófs. Þar er mikil skömm okkar, sem byggjum þessa til- raunastöð höfuðskepnanna, að hér skuli ekki vera jarð- töldum greinum undirstöðu- fræða raunvísindanna: stærð- fræði, eðlisfræði, efnafræði, jarðeðlisfræði og stjörnu- fræði, veður- og loftlagsfræði, landafræði, almennri líffræði, grasafræði, dýrafræði með fiskifræði, og erfðafræði, — og skapa með rannsóknastof- um og aðstoðarkennurum nauðsynlega aðstöðu til að veita almennilegt B.A. próf í greinunum.. Nauðsyplegur mannafli: Um það bil 20 kenn arar. Þá þarf að endurbæta og útvíkka læknisfræðikennslu háskólans, þannig að hún sé fullnægjandi í greinum lækna, lyfjafræðinga, tannlækna og dýralækna, — og að þar skap ist rannsóknaaðstaða í heilsu- gæzlumálum þjóðarinnar. — Nauðsynlegur viðbótarmann- afli: Um það bil 10 kennarar. Við háskólann þarf enn- fremur að stofna pórfessors- embætti og kennaraembætti í allmörgum greinum hagnýtra raunvísinda, svo þar sé hægt að taka fyrrihlutapróf (B.A. próf), ekki aðeins í bygg ingaverkfræði, heldur einnig í byggingalist, rafmagnsverk- fræði, efnaverkfræði, véla- verkfræði, iðnaðarverkfræði, skipulagsverkfræði, fiskiðn- fræði, fiskveiðafræði, mat- vælafræði, landbúnaðarfræði og verkfræði orkumála. Nauð synlegur viðbótarmannafli: Um það bil 20 kennarar. inn ef hjálpa á raunvísindum til að gera innreið sína í há- skólann. í honum sjálfum virð ist eins og er vera meiri andi fyrir stofnun kennaraemb- ætta í ýmsum óþörfum tungu málum og í íslenzkum fræð- um og er það raunar dæmi um niðurlægingu háskólans í núverandi forthi embættis- manna- og tungumálaskóla. Velja þarf í embættin skap- andi vísindamenn og góða kennara. Nóg er af slíkum mönnum í rannsóknastofnun- um landsins og ekki mundi háskólakennsla hafa nein hindrunaráhrif á rannsókna- starf þeirra. Ekki mundi saka að fá í bland erlenda prófess- ora til háskólans til að veita þangað hressandi blæ. Fyrir alla muni má ekki velja ein- kunnahesta og dauðyfli eins og svo' oft hefur verið gert hingað tiL Ef hægt verður að virkja vísihdamenn landsins að hluta til háskólakennslu, mundi ekki aðeins háskólinn hafa gagn af því, heldur líka vísindin í landinu. Víxlhrif vísinda og háskólakennslu hafa yfirleitt þótt frjó. |7]n framar öllu þarf að smíða vandlega viðreisnaráætl- um fyrir háskólann, svo tryggt sé, að skynsamlega verði lagt út í alla nýbreytni. i .najSafíIitaBB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.