Vísir - 09.02.1966, Blaðsíða 7

Vísir - 09.02.1966, Blaðsíða 7
V1 S IR . Miðvikudagur 9. febrúar 1966. Nírœður: GÍSLI JÓNSSON skáld og rithöfundur Hvert sem aevibátínn bar — bát hins gamla og unga — okkar stolt og unun var ísiands fagra tunga. Hfei var stfelít hættu í, heima og úti í löndum; varnarmanna þurfti því, er þyrðu að lyfta bröndum. ÞJöðar tunga er þjóðar sál, þar eru ei skil á milK. Þú hefir varðað þjóðar mál þrátt af hremni snilli. ísland fal þér sóma sinn. Sverðin þar sem gjalla hlýtur nú bráðum hjörinn þinn úr hendi þér að falla. Vaskleg reyndist vörnin þín, svo vert er að minning iifi. Því fer hún til þín þökkin mín þama í Laugaklifi. ■ T Tm langt skeið hefir það verið öllum mönnum ljóst, að nú „sígur undir sólarlag" ís- lenzkrar tungu í Vesturheimi. Sfðustu merkisberar hennar eru óumflýjanlega komnir nær því, að hverfa yfir landamær- in; því að enginn verður eldri en gamall. Ungur má, en gam- all skal. En síðustu merkisber- arnir era vitanlega íslenzku ritstjórarnir í Winnipeg. Rit- stjóri Lögbergs, frú Ingibjörg Jónsson, fyllti fyrir rúmri viku sjöunda áratuginn, og skulum við vona að enn endist hún um skeið til þess að láta fánann blakta. En mágur hennar, Gísli skáld Jónsson, ritstjóri Tímarits Þjóðræknisfélagsins allt frá láti síra Rögnvalds Péturssonar (1940), lítur f dag framan f tfunda áratuginn sinn. Til era þeir Islendingar — efalaust nokkuð margir, meira að segja — sem láta sig það litln skipta að veldi íslenzkunn- ar er að færast saman, að hún er að hverfa af vesturhveli jarðar. Þjóðmetnaður þeirra er svo fjarska hófsamlegur. En okkur hina, sem ekki eigum þetta lítillæti hjartans, tekur það sárt að verða að hörfast í augu við þá ömurlegu stað- reynd, að þama eram við dæmdir til óumflýjanlegs ósig- urs. Og sá er eldurinn heitast- ur er á sjálfum brennur. Við vitum það svo ósköp vel, að sökin er okkar hér heima, að svona skuli nú vera komið. Vitanlega hlaut einhvem tíma að koma að þvf, að íslenzkan dæi út vestan Atlantshafs. En frestur er á illu beztur, og hún mátti enn eiga nokkurt skeið eftir ef við hefðum haft vits- muni og mannslund til þess að standa vörð um hana. Hefðum við, jafnvel þótt ekki hefði ver- ið fyrr en 1919, þegar Þjóð- ræknisfélag Vestur-íslendinga var stoftiað, komið til liðs við það af hyggindum og manndáð, þá mættu horfumar nú f dag enn vera sæmilegar. Við áttum þá fyrst og fremst að sjá öll- um íslenzku lestrarfélögunum vestra fyrir gnægð íslenzkra bóka, leggja þeim til hverja þá bók nýtílega, sem út kom hér á landi, og sömuleiðis allar for- lagsbækur Fræðafélagsins í Kaupmannahöfn. Og við áttum að gera svo margt annað, sem við létum ógert og nú er til einskis að fjasa um. Þama seinast lífið lét landnámskvíslin unga. Bamakveini glötuð grét gamla Islands tunga. Enn í dag má hún gráta glópsku okkar og manndóms- leysi. En nóg um það að sinni. Enginn grætur Baldur úr helju. Dagurinn í dag, níræðis- afmæii Gísla Jónssonar, er á- fangi á þessum raunaferli. Þessi drengilegi framvörður móðurmáls okkar á vesturhveli hlýtur nú að vera f þann veg- inn að slíðra sverðið. Og eng- inn kemur sem fylli sæti hans; það er með öllu vonlaust. Hann er lengi búinn að sjá að hverju fór. „Erum á föram eldri menn allir í kör og grafir“. En þökk sé honum, þessum óhvikula, ódeiga og hreinskiftna odda- manni, sem staðið hefir meðan stætt var. Það hlýðir ekki, að hans sé látið ógetið hér á þessum afmælisdegi hans, svo merkilega sögu sem hann á sér og svo mikið og vel sem hann hefir unnið móðurmáli okkar og bókmenntum. Og þó er það sannast sagna að Iftt hefir hann orðið var þakklætisins af okkar hálfu. Þeir hafa aldrei kafnað f því mennimir sem yrktu akur íslenzkra bók- mennta í Vesturheimi. Engin ástæða til þess, að hikað sé við að minna á slíkt við þetta tækifæri. En rýrna mundi saga íslenzkra bókmennta frá 1880 til 1960 (svo að við höldum okkur við tugskiptin) ef þurrk- að væri út það sem skáld og rithöfundar vestan hafs hafa til hennar lagt á þvf tímabili. Þá væri hvorki að finna f henni Stephan né Guttorm, mennina ' sem „virtust anda að sér skáld- skap upp úr moldinni sem þeir plægðu", eins og eitt af elztu skáldunum vestra sagði svo snillilega f bréfi skrifuðu vestur á Kyrrahafsströnd hing- að heim rétt eftir nýárið í vet- ur. Og þó að þessi nöfnin séu án efa stærst, þá eru þau þó næsta mörg önnur, sem bók- menntir okkar prýða — þar á meðal nafnið Gísli Jónsson. Sem skáld hefir Gísli orðið kunnastur fyrir ljóðasafn sitt, Farfugla, en sú bók kom út í Winnipeg 1919,1 á hans eiginn kostnað. Annað safn, Fardagar, kom út 1956, líka á hans eiginn kostnað. En af þvf lét hann prenta aðeins hundrað eintök til þess að gefa þau vildarvin- um. Þeir vita það af reynsl- unni vestur-íslenzku höfundam ir að bækur þeirra seljast ekki hér, og líka hæpið um skil á andvirði þeirra er seljast kvnnu. Því varð dóttir Gunn- steins Eyjólfssonar að sætta sig við svipuð kjör til þess að varðveita rit föður síns. Er þetta raunalegt frásagnar og okkur til engrar sæmdar. En Gísli hefir ritað marg- falt meira í óbundnu máli, og um margbreytileg efni, þó að mest beri á því, er að sönglist lýtur, og á ævimmningum. Á báðum þessum sviðum era mörg verka hans með hreinum ágætum, og aldri mun hann hafa skrifað þá grein eða rit- gerð að ekki mætti segja að vel væri um hana. Lengi var hann brýndur um að hann safnaði ritgerðum sínum til út- gáfu f bókarformi, en ;hann var tregur til. Þó lét hann að lokum tilleiðast, og vorið 1962 kom hann hingað heim með all- mikið safn til þess að leitast fyrir um forleggjara. Handritið bauð hann með þeim skilmál- um, að ritlaun til hans yrðu þau ein, að hann fengi nokkur eintök handa kunningjum sín- um. Og hann hafði meðferðis fjölda ágætra prentmóta til notkunar í bókina, og sjálfur var hann fús til að sjá um prófarkalesturinn. Hvort tveggja skyldi þetta iagt fram ókeypis. Fyrst leitaði hann til forleggjara hér f Reykjavík. Það voru kurteisir menn og þökkuðu gott boð, en afþökk- uðu það líka. Sagðirðu að þá hlyti hann að hafa vanrækt að leita til þeirrat merkilegu stofnunar er nefnist Menning- arsjóður? Nei, góði maður, þér skjátlast, hann vanrækti það ekki, en þeir sem þar réðu sáu enga ástæðu til að taka að sér bókina ,enda var það svo, að enda þótt Gísli sæi fyrst ljós þessa heims austur á Jökuldalsheiði, þá var eng- inn austrænni þefur af honum eða bók hans. Og austurlenzk- ur f þessari þrengri merkingu gilti ekki. En þá var Akureyri eftir. Þangað fór hann og þar var bókin tekin með áðursögð- um kjöram (þó eru til þeir menn er til þess þykjast vita að eitthvað muni Gísli hafa orðið að bæta upp kjörin með dollurum, en það er vonandi • ósatt mál, enda þótt í okkar landi geti margt skemmtilegt skeð). Jæja, út kom bókin, nefnist Hauga-eldar, og er í senn ein hin fegursta og ein hin bezta bók er út kom hér árið 1962. Þetta er allmikil bók, mjög myndskreytt, nokkuð á fimmta hundrað síður. Ekki mun hafa verið mikið frá henni sagt í blöðum okkar eða tíma- ritum, enda er hún, eins og allir skilja, til orðin vestan hafs. Og þó að höfundurinn sé einn þeirra manna, er allra fremst hafa staðið f baráttunni fyrir varðveizlu íslenzkrar tungu í Vesturheimi, þá kemur það mál inu ekki fjarska mikið við. Eða hvað finnst þér þar um? Nokkuð mun Gísla hafa óað við því, að taka við Tímarití eftir fráfall vinar síns, síra Rögn valds Péturssonar, og mun hafa virzt sem vonlaust væri að halda til jafns við þann skör- ung, en leitt ef ritstjóraskiptin •sýndu mjög hátt hrap. En það mun allra manna mál, að með mikilli prýði hafi hann leyst Gísli Jónsson. starfið af hendi, og varð það þó að vonum erfiðara með hverju árinu sem leið. Það er nú bersýnilega að verða ómögulegt að halda ritinu úti. Dagar þess hljóta þá og þegar að vera tald- ir. Gegn vilja ritstjórans er það nú að nokkru leyti á ensku. Gísli eignaðist hina mestu af- bragðskonu, rithöfundinn Guð- rúnu H. Finnsdóttur, og er það mjög rómað, hve heimili þeirra hafi borið mikinn menningarr. - brag; og mjög-voru þau hjónin samhent f ölium hiutum. Bækur Guðrúnar eru nokkuð kunnar hér á landi. Hún var fædd 1884 og lézt 1946. Um ættir þeirra hjóna og sömuleiðis böm þeirra er einsætt að vísa í Vestur-ís- Ienzkar æviskrár (1. bindi bls. 211). Það sem ég veit rækilegast um Gísla ritað er ritgerð, bæði fróðleg og skemmtileg, eftir dr. Stefán Einarsson framan við Hauga-elda. Systkini átti hann fimm er upp komust ,mikið úr- valsfólk, og bræður hans allir nafnkunnir. En um hina gagn- merku sögu ættarinnar í heild skal hér vísað til Hauga-elda. Hún er of viðamikil fyrir þenna greinarstúf. Þess skal hér lauslega getið, að Gísli er (eins og þegar var að vikið) fæddur austur á Jökul- dalsheiði 9. febrúar 1876. En þar mun nú öll byggð komin í eyði, þar með fæðingarstaður hans, Háreksstaðir, Hann stundaði nám í Möðruvaliaskóla og lauk gagnfræðaprófi, en nam síðan prentiðn. Til Vesturheims flutt- ist hann 1903 og stundaði þar lengi iðn sína, varð prentsmiðju eigandi, prentaði margar íslenzk ar bækur og kostaði útgáfu nokkurra, þar á meðal hina síð ari útgáfu af ljóðmælum Krist- ins Stefánssonar. í félagj vjð Dr. Rögnvald Pétursson hélt- hann úti hinu ágæta tímariti 'Heimi og að fleiru starfaði hann með þessum vini sínum. í gamalli afmælisgrein er honum þannig lýst, og má vel endurtaka hér: — Ekki getur betri dreng en Gísla Jónsson. Hann er óáleit- inn, en einarður og heldur vel á sínu 'máli þegar til þarf að taka; hreinlyndur, vinfastur, en vina- vandur. 1 öllum efnum vill hann láta gott af séT leiða, og gott mál er hann ætíð reiðubúinn að styðja, hófsamur í hvívetna og finnast aldrei ýkjur í máli hans. Slíkra manna er ávallt gott að minnast, hvort sem þeir eru lífs eða liðnir. Og af drengi- legum mönnum verða þeir sí- feldlega mikils metnir. Sn. J. TILBOÐ óskast í eftirtaldar bifreiðir, sem verða tiln sý is föstudaginn 11. febrúar 1966 kl. 1—4 í porti bak við skrifstofu vora Borgartúni 7: Ford Falcon fólksbifreið árg. 1960 Ford Taunus 17 M Station — 1960 Ford Taunus 17 M Station — 1962 Volkswagen fólks-sendiferðabifreið — 1962 Chevrolet sendiferðabifreið — 1960 Ford Pic-up vörubifreið — 1952 Willys Jeep — 1964 Tilboðin verð opnuð á skrifstofu vorri Borg- artúni 7 sama dag kl. 5 e. h. að viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn til að hafna til- boðum, sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.