Vísir - 09.02.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 09.02.1966, Blaðsíða 2
 Sjónvarpsaugun fylgjast með glæpnum JL einu fjölfarnasta götuhorni í Liverpool, sem er meðal stærstu hafnarborga Englands upphófust slagsmál. Bfáðlega var þar kominn hópur áhorf- enda og lögreglumenn, sem var gert viðvart flýttu sér á staðinn. Eftir nokkrar mínútur tóku tveir menn sig út úr hópn um, röltu niður eftir götunni og skutust síðan inn í inngang að lítilli skartgripabúð. Hátt fyrir ofan götuna var sjónvarpsmyndavél staðsett á þakbrtín og hafði lögreglumaður umsjón með henni, en hann hafðist við í herbergi á neðri hæð hússins. Myndavélin tók upp slagsmálin en beindist síð an að mönnunum tveim sem gengu í burtu. Lögreglumaður inn þekktf þama tvo alræmda glæpamenn og lét aðalstöðina vita i gegnum talstöð. Nokkr- um mínútum síðar var komið að mönnunum þar sem þeir voru að brjóta upp hurð verzl- unarinnar. Slagsmálunum höfðu þeir hrundið af stað til þess að villa um fyrir lögreglunni. Svokölluð sjónvarpsaugu hafa verið notuð með góðum ár- angri eins og fyrrgreint dæmi sýnir. Þetta var einn glæpanna, sem hægt var að koma í veg fyrir með aðstoð sjónvarps- augans, sem komið hefur að góðu liði í baráttunni gegn glæpastarfsemi f Liverpool Á- standið var slæmt árið 1964, þegar urðu yfirmannaskipti við lögregluliðið í borginni. Þá var talið að vikulega væru framdir 225 glæpir í einhverri mynd í borginni. Þakkað veri röggsamri stjóm nýja yfirmannsins og þeim nýjungum, sem hann kom á innan lögreglustarfsins, lækk aði þessi tala niður í 140 tilfelli fyrstu vikuna, sem sjónvarps- augun voru notuð og niður í 105 tilfelli á viku eftir það. Ekki voru sjónvarpsaugun ein að starfi, lögreglumenn fara um stræti borgarinnar tveir og tveir eða fleiri saman og fylgj- ast vel með öllu. Um 60 ungir menn og konur taka þátt í þessu þau ganga um með labb-rabb tæki í ýmsum gervum. Sum þeirra þykjast vera að skoða í U19 nile UJBIVl Lengisf dagur girtutíminn lengist fljótt í báða enda upp úr jól- um. Lífið verður allt annað, menn taka „hæga stökkbreyt- ingu“ eins og einn sérfræðing- ur komst að orði í útvarpið — það verður léttara yfir þeim þeir verða léttari á fæti og mannborlegri, muna allt í einu eftir heitstrengingum, sem þeir gerðu slompfullir á gamlárs- kvöld, taka upp á því að fara í laugar til að styrkja skrokk- inn og megra sig, komast svo að raun um það, haltir og skakkir af harðsperrum, að laug arferðimar verka þveröfugt, auka matarlystina og þar með fituna og svo er það búið ... Það var gamalla manna mál, að minnsta kosti i nágrenni Reykjavíkur, að ekki festi snjó eftir janúarlok, ef þá væri auð jörð og þeir vissu hvað þeir sögðu, jafnvel þó að þeir væru í grennd við höfuðstaðinn. En nú virðist svo komið, að ekki festi heldur þann snjð; sem fell- ur I skammdeginu, það er engu líkara en að sá snjór sé nú mun lakari en áður og enginn end- ing í honum, að minnsta kosti hér í grenndinni — svona fer öll vöruvöndun hraðminnkandi og ónýt gerviframleiðsla veður uppi á öllum sviðum, skamm- degissnjórinn ekki fyrr fallinn en hann hefur tekið upp, jafnvel HEILBRIGÐIR FÆTUR eru undlrstaða velllðunar Látið pýzku BIRK- ENSTOCKS skóinnleggin lækna fætur yðar Móttökutimi föstudaga og laugardaga kl. 2—7 e. h. — Aðra daga eftlr umtall. Sími 20158 SKO-INNLEGGSSTOFAN KaplaskjóU 5 búðarglugga, önnur leika elsk- endur og aðrir ganga rúntinn. Sjónvarpsaugunum er yfir- leitt komið fyrir á háum húsum þaðan sem þau ná vel allri göt- unni fyrir neðan. Stundum eru þau lfka falin á bak við merki gerð eins og flóðljós eða um- ferðarljós. Umsjónarmennirnir með „augunum" stjórna ljósopi vélarinnar og öðrum stillingum og eru 1 talstöðvarsambandi við aðalstöðina, lögreglubílana á eft irlitsferðum og lögreglufólkið. I’ framtíðinni verður gripið til fleiri ráða til þess að koma í veg fyrir glæpi og sjónvarps- augnakerfið verdur látið ná yfir stærra svæði, þar á meðal á að stjóma nokkrum vélanna frá að aðalstöðvum lögreglunnar. Það er samband á milli sjónvarpsaugnanna, lögreglumanna og leynilögreglumanna með labb -rabbtæki. þótt ekki falli dropi úr lofti og ekki sjái sól... meira að segja hafði gamall maður orð á því við mig um daginn, þegar frost var sem harðast, að það væri svikið, hann hefði nokkrum sinnum komið út í fjórtán stiga frost þegar hann var yngri, og þá tók í nef og eyru svo um munaði... hann kenndi veður- fræðingunum um þessi vöru- svik ... hafði þá jafnvel grun- aða um að þeir laumuðu nokkru af frosti undan og seldu á laun til meginlands Evrópu og drýgðu þannig tekjur sínar skattfrjálst, það væri ekki ein- leikið með frosthörkurnar í út- löndum undanfarna vetur, sfð- an drýgðu þeir frostið með hlýju til innanlandsnotkunar. Sé svo þá er þarna um alvarlegt brot að ræða, sem þarf ýtarlegrar rannsóknar við oa síðan refsi- aðgerða af hálfu hins opinbera ef sannast. . þetta á ekki að líðast, við megum ekki láta bjóða okkur snjó og frost nema fyrsta flokks vöru og virðist þarna kjörið viðfangsefni fyrir Neytendasamtökin ... En svona er þetta orðið á öllum sviðum, svikin gerviframleiðsla, ekki einu sinni fáanlegur ósvikinn vetrarsnjór eða skammdegis- frost. . og svo er verið að veg sama íslenzkan iðnað og veita honum alls konar fríðindi. Sjónvarpsmyndavélunum er komið fyrir á þakbrúnum. Lögreglumaðurinn fylgist með öllu á skerm- inum. Kári skrifar: Miðamir seldust upp á örskömmum tíma. Tjað má teljast til gleðilegri tíðinda að Sinfónfuhljóm- sveitin og söngsveitin Fílharm- onía hafi tekið sig saman um að flytja eitt af merkustu verk- um iónlistarinnar eftir óumdeil- anlegan sniliing. Frumflutningur Níundu sin- fóníu Beethovens, hér á landi má teljast tónlistarviðburður og eigi svo fáum gleðiefni, sem sést á því, að miðar að tvenn um tónleikum í Háskólabíói seld ust upp á augabragði. Þurfti í þetta sinn ekki bítlahljómsveit til ' ess „að trekkja að.“ Einnig er hægt að ráða af miðasölunni, að tónleikarnir fyrirhuguðu hafa vakið athygli margra, og ekki aðeins þeirra, sem sækja tónleika að staðaldri En nú fengu ekki allir miða. Fólk varaði sig ekki á þessari dæmalausu aðsókn. hef ég fyrir satt, að miðar á tónleikana hafi verið uppseldir fyrir sl. helgi. Sting ég þvf að forráðamönn- um hljómleikahaldsins, sem með margvíslegum ráðum hafa reynt að laða fólk á tónleika, að hamra jámið meðan heitt er og halda fleiri tónleika, sem getur leitt til þess að miklu fleiri tryggir áheyrendur að sí- gildri tónlist náist. Það má þakka framtak þeirra manna sem standa að því að slík ir listviðburðir geti gerzt hjá okkar fámennu þjóð og ekki sízt ber að þakka þeim, sem hafa unnið að því með þátttöku sinni, og vil ég þá sérstaklega benda á kórmeðlimi en velflest- ir þeirra gegna fullum störfum fyrir utan tímafrekar æfingar en þeirra er að sjálfsögðu kraf izt til þess að sem beztur ár- angur náist. iies

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.